Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 43
við hófum starf í stjórn Skáksam- bandsins hvaða stórverkefni beið okkar innan skamms, enda eins gott, þar sem árið 1972 átti eftir að færa okkur ómælt erfiði og áhyggjur, en um leið gleði og stolt yfir því að hafa átt þátt í að koma Íslandi á landa- kortið með því að ráðast í það stór- virki að halda hér heimsmeistarein- vígi í skák. Framvindan þetta ótrúlega sumar verður ekki rakin hér, en undir öruggri forystu Guðmundar G. Þór- arinssonar tókst að stýra skútunni heilli í höfn. Það kom hins vegar í hlut Guðlaugs með aðstoð undirrit- aðs að afla fjár til þessa dýra „fyr- irtækis“. Þar réð útsjónarsemi og þekking Guðlaugs á viðskiptum úr- slitum. Útgáfa minnispeninga og sala minjagripa í versluninni í Laug- ardalshöll skilaði milljónatugum í hirslur Skáksambandsins. Samveran þetta sumar knýtti okkur Guðlaug og fjölskyldur okkar miklum vin- áttuböndum. Skákin var Guðlaugi þó aðeins lífsfylling í önn dagsins en fleiri strengi átti hann á hörpu sinni, en um það bera bækur hans gleggst vitni. Undirritaður átti ógleymanlega daga með Guðlaugi er við ferðuð- umst saman um heimaslóðir hans í Húnavatnssýslu þegar hann var að viða að sér efni í bók sína Enginn má undan líta. Þar var Guðlaugur í ess- inu sínu. Ferðir okkar í Vatnsdalinn verða ekki fleiri, en að leiðarlokum vil ég þakka fyrir þann áfanga er við gengum götuna saman. Ég og fjölskylda mín sendum Kristínu, dætrum og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Þráinn Guðmundsson. Árið 1970 lágu leiðir okkar Guð- laugs Guðmundssonar saman er hann tók sæti í stjórn Skáksam- bands Íslands. Næstu þrjú árin störfuðum við þar saman og voru þau viðburðaríkustu í skáksögu Ís- lendinga, Norðurlandamót var hald- ið 1971 og sjálft „einvígi aldarinnar“ sumarið 1972. Það ár var einstakt og ógleyman- legt. Samskipti stjórnarmanna voru mikil og náin, fundir voru á tímabili daglega og stjórnarmenn sinntu ýmsum verkefnum sem tóku ómæld- an tíma. Fast starfslið var lengi vel aðeins framkvæmdastjórinn, undir- ritaður og áhersla var lögð á að halda útgjöldum í lágmarki. Ástæðan var einföld, lengi vel vissi enginn hvernig þessari geggjuðu hugmynd okkar, að halda einvígið hér, reiddi af. Verkefnin voru ærin, ekki aðeins varðandi aðbúnað í Laugardalshöll og hina fjárhagslegu ábyrgð sem við höfðum í bjartsýni okkar axlað, held- ur voru óvæntar sérþarfir Fischers og mótleikir Rússanna daglegt brauð. Yfir 300 fréttamenn komu til landsins. Allur heimurinn fylgdist með. Í öllum þessum verkefnum nutum við þess ríkulega að Guðlaugur var elstur okkar, hafði víðtæka reynslu af félagsmálum og viðskiptum og var bráðvel gefinn. Hann var að eðlisfari gætinn og sá til þess að ákafinn bæri okkur ekki ofurliði. Hann var úr- ræðagóður, hreinskiptinn og prúður en sagði hlutina umbúðalaust. Eftir einvígið kynntist ég betur mörgum öðrum áhugamálum Guð- laugs. Hann var vel að sér um ís- lenska sögu og menningu, ferðaðist víða og ritaði bækur og greinar um mörg hugðarefni sín. Hann skrifaði góðan texta og sýndi persónum sín- um skilning og hlýju. Guðlaugur og Lillý kona hans tengdu vel saman upprunann úr ís- lenskri sveit og heimsborgarbrag. Þau bjuggu sér fallegt heimili í Reykjavík og þar var gott að koma. Ríkti þar gestrisni og höfðingsskap- ur. Þau voru mjög samhent, bæði í verslunarrekstrinum og félagsmál- um. Guðlaugur var ákaflega liðlegur í samskiptum. Hann var hógvær, kurteis og með ríka kímnigáfu. Blessuð sé minning hans. Guðjón Ingvi Stefánsson.  Fleiri minningargreinar um Guðlaug Guðmundsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 43 Sunnudaginn 1. des- ember barst okkur sú harmafregn að samstarfsmaður okk- ar og vinur Valtýr Þór hefði látist þá um morguninn. Margt flaug um hug- ann við þessa harmafregn. Hvaða sanngirni er að maður á besta aldri falli frá fyrirvaralaust frá konu og þremur börnum? Maður sem var bú- inn að eyða bestu árum ævi sinnar í að tryggja fjölskyldu sinn áhyggjulaust ævikvöld og var að byrja að njóta ávaxtanna. Það sannaðist enn einu sinni að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Síðastliðið vor seldi Þór Húsa- smiðjunni rekstur sinn í Vestmanna- eyjum. Hann hafði ásamt Tómasi fé- laga sínum rekið og byggt upp öfluga byggingavöruverslun, Húsey, undan- farin tíu ár. Þó að Þór væri ekki búinn að vera starfsfélagi okkar nema í hálft ár höfum við litið á hann í langan tíma sem einn af okkur. Hann var einn af tryggustu viðskiptavinum Húsa- smiðjunnar og göntuðumst við oft með það undanfarin ár að hann ætti nú að fara að setja upp „Húsasmiðju- skiltið“. Þór var mikill keppnismaður að eðlisfari og hafði mikinn metnað til að reka öflugt fyrirtæki í Eyjum og tókst honum það vel. Það var því mik- ill fengur fyrir Húsasmiðjuna er hann ákvað að ganga í okkar raðir. Þótt hann hafi verið búinn að stýra versl- uninni í mjög stuttan tíma var hann ótrúlega fljótur að ná góðum tökum á rekstrinum og laga sig að breyttum aðstæðum. Hann var óragur við að leita sér ráðgjafar og spyrja spurn- inga og var okkur ljúft að vinna að sameiginlegum hagsmunum með honum. Í gegnum tíðina leiddu þessi viðskipti til persónulegrar vináttu sem styrktist enn frekar þegar hann varð „einn af okkur“. Það var líka auðvelt að umgangast hann og kynn- ast honum. Hann var opinn og heið- arlegur og kom til dyranna eins og hann var klæddur. Þór var höfðingi heim að sækja og minnumst við heimsóknanna til Eyja, þar sem hann ók með okkur um og fræddi okkur um menn og málefni. Það var fátt sem fór framhjá karlin- um í Eyjum. Þessar heimsóknir end- uðu ávallt heima hjá honum og Ing- unni í glæsilegu kaffihlaðborði. Við minnumst nýliðinnar árshátíð- ar þar sem við áttum saman frábæra helgi. Hann mætti stoltur með sitt fólk á fyrstu skemmtun sína hjá Húsasmiðjunni og náði sér á gott flug. Það var gaman að skemmta sér með Þór, því hann hafði bæði gaman af að hlusta og ekki síður segja sögur. Þór var mikil félagsvera og vann alla tíð mikið að æskulýðs- og íþróttamálum í VALTÝR ÞÓR VALTÝSSON ✝ Valtýr Þór Val-týsson fæddist í Hergilsey í Vest- mannaeyjum 25. maí 1955. Hann lést í Vestmannaeyjum 1. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 7. nóvember. Eyjum. Við vitum að hans er sárt saknað á þeim slóðum. Við viljum þakka fyr- ir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast góð- um dreng. Ingunni, börnunum og öðrum aðstandend- um vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. samstarfsmanna í Húsasmiðjunni Ólafur Þór Júlíusson, Einar Sveinsson. Það er þyngra en tárum taki að kveðja þig, kæri vinur, hinstu kveðju. Þú af öllum mönnum. Þór Valtýs hugsaði alla tíð svo vel um líkamlegt atgervi sitt, eins og allt sem hann átti, fjölskylduna sína og vinina. Þór var þaulskipulagður maður og frá því við kynntumst fyrst hef ég alltaf vitað að hann var maður verka sinna. Mér fannst hann alltaf taka öllum hlutum sem ákveðnum verkefnum og Þór kláraði alltaf sín verkefni. Í kringum hann var aldrei neitt volæði eða væl. Vinskapur okkar hófst fyrir alvöru þegar við spiluðum saman handbolta með meistaraflokki Þórs og þar spil- uðum við saman hátt á annað hundrað leiki. Þetta var fyrst eftir gos og við félagarnir í Þór að stíga fyrstu skrefin í alvöruhandbolta í nýja íþróttahúsinu í Eyjum. Þar kom fljótt í ljós hið gíf- urlega keppnisskap vinarins, það var ekki lítið. Að gefast upp eða tapa, – það var ekki til í hans orðabók eða fasi. Utan vallar var hann hrókur alls fagnaðar, Stónsari fram í fingurgóma og mikill og traustur vinur. Á þessum árum kynnist hann Ing- unni og samband þeirra varð fljótt ná- ið og þau eignuðust þrjú mannvænleg börn og bjuggu í fallegu húsi vestur í bæ. Fjölskyldan var honum allt og um hana bjó hann af sama áhuganum og kraftinum og einkenndi hann í öllu sem hann gerði. Heimili þeirra og fjölskylda ber því öll vitni. Það var því bæði óskiljanlegt og ótímabært að hann Þór færi frá okkur nú þegar lífið blasti svo ljómandi bjart við honum og fjölskyldu hans. Ég kveð góðan vin, minningarnar hrannast upp um þennan kraftmikla og lífsglaða mann. Hann fór oft geyst í lífinu og stundum held ég að hann hefði þurft nokkur gatnamót til að stoppa en það var bara akkúrat hann. Þegar ÍBV-liðið féll niður í aðra deild í kringum 1986 var Þór kallaður til að koma liðinu aftur í fremstu röð. Þá vildu fáir koma nálægt liðinu, okk- ar maður starfaði þar í tvö ár með vöskum mönnum og þeir komu liðinu aftur upp. Þá hætti hann, verkinu sem hann tók að sér var lokið. En nú var hann kallaður burt frá óloknu verki, honum hefur ekki líkað það, það var ekki hans stíll. Eftir sitjum við og syrgjum góðan vin. Mestur er þó harmur Ingunnar og barnanna þeirra og aldraðrar móður hans, sem sárt syrgir son sinn. Við Sigga og börnin vottum þeim samúð okkar. Ásmundur Friðriksson. Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, ANDRI ÖRN CLAUSEN, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðju- daginn 10. desember kl. 13.30. Agnes Björt Clausen, Benedikt Clausen, Elva Ósk Ólafsdóttir, Hans Arreboe Clausen, Michael Clausen. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MAGDALENA S. BRYNJÚLFSDÓTTIR frá Hvalgröfum, Kleppsvegi 62, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðju- daginn 10. desember kl. 13.30. Sæmundur Björnsson, Brynjúlfur Sæmundsson, Ásta Ásdís Sæmundsdóttir, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, PÉTUR Á. THORSTEINSSON, Austurbrún 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánu- daginn 9. desember kl. 15.00. Hrefna J. Thorsteinsson og börn. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar, bróður, mágs og frænda, EGILS GUÐMUNDSSONAR. Guðrún Valný Þórarinsdóttir, Guðmundur Hafsteinn Sigurðsson, Sigurður Ágúst Guðmundsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Þórarinn Gunnar Guðmundsson, Guðlaug Geirsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Steinunn Bergmann og bræðrabörn. Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför hjartkærs föður okkar, tengdaföður og afa, ÁRNA GUÐJÓNSSONAR húsasmíðameistara, Sólvallagötu 41, Reykjavík. Guðjón Hreiðar Árnason, Ingibjörg Ottósdóttir, Stefán Árnason, Helga Árnadóttir, Helgi Baldursson og afabörn. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall eiginkonu minnar og móður, STEINUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki í Brekkubæ, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, fyrir einstaka umönnun á liðnum árum. Guðmundur Vikar Einarsson, Edda Vikar Guðmundsdóttir, Þóra Vikar Guðmundsdóttir, Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir,sonur og bróðir ÁSGRÍMUR SIGURÐSSON sjómaður, Möðrusíðu 6, Akureyri, sem lést miðvikudaginn 4 desember, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 12 desember kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Fyrir hönd aðstandenda, Snjólaug Kristín Helgadóttir, Árný Elva Ásgrímsdóttir, Alexander Kárason, Jónína Íris Ásgrímsdóttir, Andri Heiðar Ásgrímsson, Eva Hafdís Ásgrímsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Sigurður Jónasson, Jónína Ásgrímsdóttir og systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.