Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á RNI Þór Vigfússon mun standa upp úr stól sjón- varpsstjóra Skjás eins um næstu áramót og hverfa til annarra starfa. Hann ætl- ar að einbeita sér að skemmtun í víðara sam- hengi og lítur m.a. út fyrir landsteinana í þeim til- gangi. „Það er með miklum söknuði sem ég tek þessa ákvörðun. Á síðastliðnum þremur árum höfum við á Skjá einum unnið sem samhent fjölskylda að því að búa til fyrstu ókeypis sjón- varpsstöðina á Íslandi. Það er svo sannarlega erfitt að fara að heiman en ég ásamt fólkinu á Skjá einum átti þann draum að láta Skjá einn verða að veruleika og allt það sem hann stend- ur fyrir. Í dag held ég að sá draumur sé orðinn að veruleika. Mig hefur alltaf dreymt um að starfa í mínu fagi á erlendri grundu líka og nú hafa myndast þau tækifæri sem ég hef ákveðið að stökkva á þótt ég geri það með miklum söknuði,“ segir Árni Þór. Hinn 26 ára gamli Árni Þór sleppir þó ekki alveg hendinni af Skjá einum þótt hann láti af störfum sem sjónvarpsstjóri en hann mun verða í forsvari fyrir dagskrárráð Íslenska sjónvarps- félagsins og verður áfram stór hluthafi í því en félagið á og rekur Skjá einn. Skipuriti Skjás eins verður breytt um áramótin á þann hátt að staða sjónvarpsstjóra verður lögð niður og vægi dag- skrárstjóra verður aukið og dag- skrárráð stofnað, honum til halds og trausts. Hlutverk dagskrár- ráðs, sem skipað verður þremur mönnum, verður að þróa dagskrá og markaðssetningu stöðvarinn- ar. Ásamt Kristjáni Ra. Kristjáns- syni, fóstbróður sínum og sam- herja í viðskiptum til margra ára og leikaranum og leikstjóranum Bjarna Hauki Þórssyni, hefur Árni Þór stofnað fyrirtækið Þrjár sögur/Three Sagas Entertain- ment í þeim tilgangi að framleiða leiksýningar og sjónvarpsþætti víða um heim. Það er einmitt síð- asta orðið í enska heiti félags þeirra þremenninga sem Árna Þór er hugleikið. „Enska hugtakið entertainment er mjög gott og nær yfir svo stórt svið. Mér finnst íslenska orðið afþreying ekki ná því fullkomlega því afþreying hef- ur þá skírskotun að vera eitthvað annars flokks. Skemmtanaiðnað- ur getur hugsanlega náð utan um þetta. En orðið entertainment hefur á sér goðsagnakenndan blæ í Ameríku þar sem það að vinna í skemmtanaiðnaðinum jafnast á við himnaríki,“ segir Árni Þór og hlær. Leiksýningar og sjónvarpsþættir á Norðurlöndunum Upphafið að samstarfi Árna Þórs og Kristjáns Ra. við Bjarna Hauk var uppfærslan á Train- spotting en eftir það settu þeir upp Hellisbúann árið 1998. Stykk- ið varð gríðarlega vinsælt en upp- haflega er það bandarískt uppi- stand sem þeir félagar í samstarfi við Hallgrím Helgason og Sigurð Sigurjónsson færðu í leik- ritsbúning. Nú hefur Bjarni Haukur leikstýrt Hellisbúanum í Noregi og Svíþjóð í útgáfum sem þróaðar hafa verið í samstarfi við þarlenda meðframleiðendur. Einnig hefur Hellisbúinn verið settur upp í Danmörku. Áður hefur komið fram að ákveðið var að vinna að gerð sjónvarpsþátta með hliðsjón af sögunni fyrir norsku sjónvarpsstöðina TV2. Árni Þór segir að nú hafi verið ákveðið að sjón- varpsþættirnir verði ekki tengdir Hellisbúan- um heldur verði gamanþáttaröð um samskipti kynjanna skrifuð af Bjarna Hauki Þórssyni. „Þetta verður að ég held í fyrsta skipti sem Ís- lendingar skrifa, leikstýra og framleiða gam- anþáttaröð í útlöndum. Ef þetta gengur vel munum við reyna að framleiða þetta líka í öðr- um löndum.“ Þrjár sögur munu framleiða sjón- varpsþættina í samstarfi við norska fyrirtækið Din- amo og áætlað er að sýn- ingar á þáttunum hefjist á TV2 snemma árs 2004. Þeir verða svo væntanlega sýnd- ir á Skjá einum? „Vonandi,“ segir Árni Þór hlæjandi. Innan fyrirtækisins er nú verið að þróa alþjóðlega útgáfu af bandarísk- um einleik eftir leikarann Rob Duvac en hann hefur sýnt verkið Male Intellect 600 þúsund áhorfendum í Bandaríkjunum, að sögn Árna Þórs. Verkið er nútímalegra en Hellisbúinn, fjallar um samskipti kynjanna í nútímanum og fylgjast áhorfendur með síðustu 90 mínútum þess frests sem karlmaður hefur fengið til að komast að því hvað konan hans, sem hefur yf- irgefið hann, vill að hann geri. Nú er verið að þýða og staðfæra þetta verk og ætlunin er að sýna það á Íslandi næsta haust og fara svo víð- ar með stykkið ef vel gengur á sama hátt og með Hellisbúann. Árni Þór nefnir Norðurlönd- in og Eystrasaltsríkin í því sambandi, sem og meginland Evrópu og Asíulönd. „Við munum reyna að hefja alltaf leikinn á Íslandi. Hér er hægt að koma hlutum fljótt af stað og fá viðbrögð hratt og vel. Við erum Evr- ópubúar en Ameríka hefur haft mikil áhrif á okkur. Í Íslendingum tengjast í rauninni tveir menningarheimar. Ísland er því góður mark- aður fyrir svona prófanir.“ Árni Þór bjó í Bandaríkjunum í eitt ár sem unglingur og hreifst þar af skemmtimenningunni en svo má e.t.v. útleggja orðið entertainment á íslensku. Svo flutti hann aftur til Íslands, kláraði grunn- skólann og byrjaði í Verzlunarskólanum. Hlut- irnir æxluðust þannig að hann varð formaður nem- endamótsnefndar sem setti upp söngleikinn Cats. „Þá endurnýjaði ég kynni mín af skemmtimenningunni og fann hvað mér þótti gaman að setja saman sýningu sem var samspil hundrað einstaklinga. Þarna var ég í fyrsta skipti í hlut- verki framleiðandans og fann að ég vildi starfa á þessu sviði. Ég vil láta fólki líða vel í kringum mig því ef það tekst, skilar það sér í góðu verki. Okkur á Skjá einum hefur einmitt tekist þetta mjög vel og ég tel að það hafi skilað sér inn á Skjáinn. Því er útgangspunktur alls sem ég tek mér fyrir hendur að skemmta fólki. Þegar við vorum að setja Hellisbúann upp á Íslandi, fór ég oft inn í sal og ætlaði að líta á hvort allt væri ekki í lagi. Ég endaði á því að horfa á níutíu sýningar. Þá var ég ekki alltaf að horfa á Bjarna Hauk heldur að horfa á fólkið skemmta sér. Ég hef gaman af því að sjá að eitthvað sem ég hef unnið í létti fólki lundina.“ Árni Þór skemmtir fólki á fleiri en einu sviði. Hann stofnaði sjónvarpsstöðina með því markmiði að skemmta fólki, rekur nokkra skemmti- og veit- ingastaði og líkamsræktarstöð í félagi við fleiri og setur upp leiksýningar hér og þar um heim- inn undir merkjum Þriggja sagna. Hann tekur undir að skemmtistaðirnir falli líka undir hatt skemmtimenningarinnar. „Við viljum að fólk skemmti sér og líði vel. Íslendingar vinna mjög mikið en þeir mega líka passa betur upp á að lyfta sér upp orðsins fyllstu merkingu. Til dæmis fara út á meðal fólks í notalegt umhverfi og slappa af eftir erfiðan vinnudag. Ég held að þetta veiti fólki meiri orku og létti lund þess,“ segir Árni Þór. Í lagi að horfa á létt efni „Það hefur oft verið dá- lítið snobb á Íslandi fyrir svokallaðri hámenningu. Það er að sjálfsögðu frá- bært að hér sé haldið úti sinfóníuhljómsveit og ég tel það vera nauðsynlegt. Grasrótin er sömuleiðis nauðsynleg og þaðan koma okkar stærstu listamenn í dag. En við eigum ekki að vera hrædd við að búa til það sem markaðurinn vill. Skemmtiefni getur kennt fólki jafnmikið og lestur bóka sem teljast til hámenningar. Þetta er spurning um að klæða efnið í þann búning að fólk vilji horfa og það er það sem Ameríkanar hafa gert svo vel. Það hefur oft verið litið niður á Ameríkana af menningarvit- um en í rauninni á að klappa fyrir þeim. Ég held að Skjár einn hafi haft þau áhrif á Íslandi að hér er orðið meira lagt upp úr skemmtun og skemmtanagildi hluta. Fólk hugsar meira um að gera skemmtilega hluti í menningu og listum. Við höfum kannski verið einum of föst í því Íslendingar að list sé bara fyrir ákveðinn hluta þjóðarinnar. Skjár einn er stöð fólksins og þar hefur verið búið til skemmtiefni fyrir heildina. Ég held að Skjár einn hafi létt íslenska þjóðfélagið og ýtt undir það hugarfar að það er allt í lagi að horfa á létt efni því viska lífsins liggur ekki alltaf djúpt. Efnið þarf heldur ekki að vera fullt af tilvís- unum í eitthvað sem gerðist í fortíðinni því for- tíðin er ekki alltaf merkilegri en nútíminn. Við eigum að vera stolt af nútímanum.“ Að upplifa veruleikann í fjölmiðlunum Það var árið 1999 að tveir 23 ára strákar með háleit markmið hófu útsendingar undir merkj- um Skjás eins. „Við ætluðum að gera allt á einni nóttu,“ segir Árni Þór um áætlanir sínar, Kristjáns Ra og allra þeirra starfsmanna sem réðust í verk- efnið með þeim. „Okkur datt í hug að stofna sjónvarpsstöð og sáum tækifæri til að bæta við innlent efni á markaðnum. Hver þjóð verður að upplifa sinn veruleika í fjölmiðlunum því það er horft svo mikið til fjölmiðlanna. Fjölmiðl- arnir eru vísbending unga fólksins og áttaviti þeirra út í umhverfið. Ef það sér bara amerískt efni, fær fólk ekki sérkenni Íslands eins sterkt á tilfinninguna eða ekki eins mikinn áhuga á því eins og ef nóg af innlendu efni er á dagskrá. Fólki má ekki finnast Ísland vera útibú frá Ameríku.“ Komin í rekstrarlega höfn Sjónvarpsstöðin er rekin með auglýsingatekjum og reksturinn hefur ekki verið dans á rósum. Á síðasta ári kom fjárfestahópur að fyrirtækinu með um 200 milljónir króna og nú fyrir skömmu var 600 milljóna króna skuld breytt í hlutafé og verið er að ganga frá skuldbreytingu á 40 milljónum króna, síðasta „vanskilahalanum“ eins og Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Íslenska sjón- varpsfélagsins, komst að orði í samtali við Viðskiptablað Morg- unblaðsins í lok síðasta mánaðar. „Við erum komin í fyrsta sinn í alvöru rekstrarlega höfn og búin að tryggja reksturinn til ákveðins tíma,“ segir Árni Þór en áætlanir gera ráð fyrir að fjármagnskostn- aður Skjás eins lækki mikið á næsta ári. Og það er fyrst nú sem sjónvarpsstjórinn fráfarandi treystir sér til að sleppa hendinni af „barninu sínu“ – þegar búið er að tryggja framtíð þess og það hefur fengið góðar einkunnir í könnunum. Skjár einn kom nefni- lega vel út í síðustu fjölmiðlakönn- un og Árni Þór er auðvitað ánægð- ur með það. Mikið tækifæri í sameiningu Nokkrar umræður hafa átt sér stað um sjón- varpsstöðvarnar og hvort bæði sé pláss fyrir Skjá einn og stöðvar Norðurljósa á markaðn- um. Bæði fyrirtæki hafa átt í rekstrarvanda og bent hefur verið á að leiðin út úr honum væri annað hvort sú að fyrirtækin sameinuðust eða að annað hvort þeirra legði upp laupana. „Við á Skjá einum höfum haft það fyrir reglu að tala sem minnst um hvernig keppinautunum geng- ur. En tækifærið er mikið ef hægt er að sam- eina þessi fyrirtæki. Hvað gerist hjá Norður- ljósum get ég ekkert sagt um. En það er allavega alveg öruggt að Skjár einn er kominn til að vera. Fyrir mér og starfsmönnum Skjás eins er forgangsatriði að Skjár einn lifi áfram sem skemmtistöðin. En við bíðum auðvitað eft- ir tækifærum. Ef þau eru fólgin í sameiningu við einhverja miðla Norðurljósa þarf að skoða það. Eitt af markmiðum okkar er að reka stafræna áskriftarstöð við hlið aug- lýsingasjónvarpsins Skjás eins. Það munum við gera um leið og tækifæri býðst. Það tækifæri gæti falist í auknum dreifingarmögu- leikum en við þurfum að bíða og sjá hvernig tæknin þróast. Það er vissulega fljótlegra að tengjast einhverjum fyrirtækjum á markaðnum en að bíða eftir framtíðardreifileiðum. En ég er búinn að læra að þolinmæði þrautir vinnur allar. Það er eitt- hvað sem ég vissi ekki fyrir þremur árum,“ segir Árni Þór að lokum. Útgangspunkt- ur alls að skemmta fólki Árni Þór í húsakynnum Hótels Borgar. „Ég hef gaman af því að sjá að eitthvað sem ég hef unnið í létti fólki lundina.“ Árni Þór Vigfússon stofnaði sjónvarpsstöð þar sem skemmtigildið er í fyrirrúmi en lætur um næstu áramót af starfi sjónvarpsstjóra til að einbeita sér að skemmtimenningunni í víðara samhengi í fyrirtækinu Þrjár sögur. Steingerður Ólafsdóttir ræddi við manninn sem fylgdist með áhorfendum Hellisbúans á a.m.k. níutíu sýningum. steingerdur@mbl.is Fyrir okkur er for- gangsatriði að Skjár einn lifi áfram sem skemmtistöðin. Fara víðar með stykkið ef vel gengur á sama hátt og með Hellisbúann. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.