Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. 250 fm skrifstofur, 5 hæð. Einstakt tækifæri. Glæsilegar fullbúnar skrifstofur við Reykjavíkurhöfn. Frábært útsýni, allt nýtt, nýtt park- et, eldhús, gardínur, tölvulagnir og fl. Laust strax. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Tryggvagata - 101 Rvík TIL LEIGU NOKKUÐ er um liðið síðan menn tóku að gera sér grein fyrir mikilvægi nýrra fyrirtækja annars vegar og hins vegar vaxtar lítilla og meðal- stórra fyrirtækja til að skapa ný störf. Þar tala staðreyndirnar sínu máli. Á áratugunum eftir seinni heims- styrjöldina var ríkjandi sá hugsunar- háttur að hagvöxtur þjóða væri drif- inn áfram af umsvifum stórfyrirtækja og aðrir aðilar nytu góðs af molunum sem hrytu af því borði (spin off). Stór- fyrirtækin væru vélarnar sem drifu áfram hagvöxtinn en aðrir fylgdu í kjölfarið og nytu góðs af. Fyrir nokkrum áratugum tóku þessi viðhorf að breytast þar sem kannanir sýndu að þessu væri öfugt farið. Það var þvert á móti starfsemi nýrra smáfyrirtækja sem lagði til obbann af nýjum störfum, fyrirtækja sem urðu til fyrir frumkvæði einstak- linga, frumkvöðla, uppfinningamanna eða annarra slíkra í atvinnulífinu. Vöxtur lítilla og meðalstórra fyrir- tækja hefur einnig mikla þýðingu fyr- ir atvinnusköpun. Þar er í raun hrygglengju atvinnulífsins að finna og drifkraft framfara í efnahags- og atvinnumálum hvers lands. Þannig liggja fyrir kannanir sem sýna að ríflega helmingur af saman- lagðri þjóðarframleiðslu Evrópu- landa kemur frá fyrrgreindum aðil- um. Allt að 70% nýrra starfa í hinu almenna atvinnulífi verða til í nýjum smáfyrirtækjum eða litlum og með- alstórum fyrirtækjum í vexti. Mikil- vægi atvinnurekstrar í smáum stíl er orðið tiltölulega óumdeilt hvað varðar störf og hagvöxt þótt hér á landi gæti enn þá tilhneigingar til að trúa á stór- ar og einfaldar lausnir. Smáfyrirtæki og nýsköpun Eftir að tekið var að veita athygli atvinnurekstri í smáum stíl og starf- semi einyrkja, frumkvöðla og upp- finningamanna þá hefur komið í ljós að stór hluti nýrra hugmynda, upp- finninga og nýrra lausna í atvinnu- málum á sér uppsprettu í þessum jarðvegi, í grasrót hinnar smáu, dreifðu og fjölbreyttu starfsemi. Sú staðreynd að stórfyrirtæki kaupa iðu- lega upp slíkar hugmyndir eða jafnvel fyrirtækin í heilu lagi breytir ekki því að veruleg þróun í atvinnumálum á sér stað með þessum hætti. Með þessu er þó ekki verið að kasta rýrð á þá fjölþættu og öflugu rann- sóknarstarfsemi sem stórfyrirtæki reka á sínum vegum og minni aðilar hefðu enga möguleika á að sinna. En kannanir tala sínu máli í þessum efn- um og það gerir einnig sú mikla áhersla sem framsæknar þjóðir leggja nú á stuðning við hvers kyns nýsköpun í atvinnulífi af hálfu upp- finningamanna og frumkvöðla og úti á akri smáfyrirtækjanna. Smáfyrirtækin: styrkleikar og veikleikar Spyrja má hvers vegna smáfyrir- tækin reynast jafn frjó og mikilvæg uppspretta nýsköpunar í atvinnumál- um og raun ber vitni. Þar kemur auð- vitað margt til. Í fyrsta lagi má líta á meginástæð- ur þess að einstaklingar eða litlir hóp- ar taka sig saman og stofna til at- vinnurekstrar. Nýjum fyrirtækjum af því tagi er gjarnan skipt í tvennt. Annars vegar eru fyrirtæki eða at- vinnurekstur sem fer af stað vegna þess að menn eygja tækifæri í við- skiptum. M.ö.o. er stofnun fyrirtæk- isins drifin áfram af þeim tækifærum eða möguleikum í viðskiptalífinu sem viðkomandi aðilar hafa komið auga á (opportunity driven). Hinn meginflokkurinn er fyrirtæki eða atvinnustarfsemi sem viðkomandi ræðst í í þeim megintilgangi að skapa sjálfum sér atvinnu vegna þess að at- vinnu er ekki að hafa þar sem viðkom- andi aðili býr. Atvinnan sem fyrirtæk- ið veitir stofnanda sínum er þá megintilgangurinn, það sem drífur uppbygginguna áfram (necessity dri- ven). Hvort heldur sem er snýst allt um að finna eða nýta ný tækifæri, koma auga á nýja möguleika sem öðr- um hefur yfirsést eða enginn hefur hagnýtt sér fram að þessu. Það liggur í eðli nýrra fyrirtækja að þau snúast um eitthvað nýtt, að nýta tækifæri sem til staðar eru í viðskiptum. Og vel að merkja: Að gera hluti með nýjum og árangursríkari aðferðum en áður hafa verið viðhafðar er einnig nýsköp- un. Fleira kemur í ljós þegar betur er að gáð. Þannig sýnir sig að atvinnu- rekstur í smáum stíl hefur tilhneig- ingu til að vera viðbragðsfljótur, snöggur að laga sig að breyttum að- stæðum, mæta nýjum markaðsþörf- um, skynja tækifæri o.s.frv. Smáat- vinnurekstur á vissulega líka við sína erfiðleika að stríða. Oft er aðgangur að fjármagni erfiður. Fyrirtækin þurfa að sanna sig áður en nokkur þorir að veðja á þau. Þau hafa litlar sem engar eignir til að veðsetja eða tefla fram sem tryggingum gegn fyr- irgreiðslu. Nýstofnað eða lítið fyrir- tæki hefur einnig minna úthald eða þol til að standast sveiflur og ganga í gegnum erfiðleikatímabil. Smáfyrirtæki og byggðaþróun Mikilvægi atvinnurekstrar í smáum stíl, nýsköpunar, þróunar og stofnunar slíkra fyrirtækja er ótví- rætt í byggðalegu tilliti. Í afskekktum byggðarlögum er tilurð nýrra fyrir- tækja oft af þeim toga sem áður var um rætt og skapast af þörf viðkom- andi aðila til að útvega sér atvinnu, ná sér í tekjur og skapa sér og sinni fjöl- skyldu afkomu. Þau eru í mjög mörg- um tilfellum fjölskyldufyrirtæki og þess eru mörg dæmi að nánast hafi orðið kraftaverk í atvinnumálum vegna þess að útsjónarsamir aðilar vildu skapa sér og sínum atvinnu og tekjur þar sem slíkt var ekki að hafa með öðru móti. Frumkvæði kvenna Í seinni tíð er áberandi að konur koma inn á vinnumarkaðinn og inn í atvinnulífið í gegnum stofnun nýrra fyrirtækja, smáfyrirtækja þar sem þær með útsjónarsemi sinni eygja tækifæri í viðskiptum sem aðrir hafa ekki komið auga á eða nýtt. Viður- kennt er að konur standa oft öðruvísi að málum en karlar þegar þær taka fyrstu skrefin og eru að fóta sig í upp- byggingu atvinnufyrirtækja. Þannig eru þær oft varkárar í skuldsetningu og byggja fyrirtækin upp af meiri þol- inmæði, elju og útsjónarsemi. Mjög oft er um að ræða að gera verðmæti úr hráefnum, vörum eða viðskipta- hugmynd sem áður hefur verið hent eða alls ekki nýtt. Ísland er hér engin undanteknig og nefna má fjölmörg glæsileg dæmi sem konur hafa haft frumkvæði að. Það gildir t.d. í ferða- þjónustu, menningu og listum, ýmiss konar handverki og smáiðnaði. Einn- ig í þjónustugreinum, í framleiðslu á snyrti- og heilsuvörum, lyfjum o.s.frv. Það er ekki síst ánægjulegt að konur hafa verið í fararbroddi þeirra sem skapa verðmæti úr hráefnum ís- lenskrar náttúru, s.s. grösum, jarð- efnum, fiskroði, skinnum og steinum svo eitthvað sé nefnt. Stuðningur erlendis Á erlendum vettvangi hefur á und- anförnum árum verið lögð sífellt meiri áhersla á stuðning við uppbygg- ingu atvinnustarfsemi í smáum og meðalstórum fyrirtækjum og við starf einyrkja, frumkvöðla og upp- finningamanna. Hjá Evrópusam- bandinu gildir sérstök stefna eða sátt- máli um smáfyrirtæki (European charter for small enterprises). Málið hefur einnig verið á dagskrá nor- rænnar samvinnu. Efnahags- og at- vinnumálanefnd Norðurlandaráðs hefur fjallað um málið og gert tillögur um aðgerðir á þessu sviði. Þær hafa síðan leitt til þess að ráðherraráðið, þ.e.a.s. atvinnumálaráðherrar Norð- urlanda, samþykktu á fundi 7. októ- ber sl. sérstakan norrænan sáttmála fyrir smá þróunarfyrirtæki, frum- kvöðla og sjálfstæða uppfinninga- menn (Nordisk Charter for små inn- ovative virksomheter, entreprenører og selvstendige oppfindere). Í Danmörku og Svíþjóð hefur þess- um málið verið vel sinnt og Svíar reka m.a.s. sérstaka rannsóknarstofnun sem sérhæfir sig í rannsóknum á stuðningi við smáfyrirtæki. Einnig er alþekkt að Finnar hafa lagt mikið af mörkum til rannsóknar- og þróunar- starfs á undanförnum árum og stór- aukið það hlutfall sem til slíkra mál- efna fer af landsframleiðslu. Hérlendis er vissulega margt vel gert í þessum efnum þótt af veikum mætti sé. Þannig er ljóst að stór hluti þess atvinnuþróunarstarfs sem unninn er, t.d. í atvinnuþróunarfélögum lands- hlutanna, beinist að uppbyggingu nýrra fyrirtækja og atvinnurekstri í smáum stíl. Sama má segja um starf- semi aðila eins og Byggðastofnunar og Iðntæknistofnunar þar sem tals- vert er gert til þess að reyna að standa við bakið á frumkvöðlastarf- semi. Engu að síður má færa fyrir því traust rök að brýna nauðsyn beri til að taka þessi mál fastari tökum hér á landi og snýr það ekki síst að Alþingi og ríkisstjórn, löggjafarvaldi og fram- kvæmdavaldi og allri stjórnsýslu að móta rammann. Tillaga Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs hefur flutt þingsályktunartillögu um aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri í smáum og meðalstórum fyrirtækjum. Megintil- gangur tillögunnar er að ýta undir að málin verði tekin hér föstum tökum og þá m.a. höfð hliðsjón af því hvernig staðið er að málum í nágrannalönd- unum. Í ályktuninni felst að ríkis- stjórnin skuli vinna að framkvæmda- áætlun um aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri í smáum og meðalstór- um fyrirtækjum og skal meginmark- mið aðgerðanna vera að auðvelda mönnum að stofna til atvinnurekstr- ar, hlúa að nýsköpunar- og þróunar- starfi í smáatvinnurekstri og greiða fyrir vexti og viðgangi lítilla og með- alstórra fyrirtækja. Áætlunin skal fela í sér tillögur til úrbóta og sér- staka athugun á eftirfarandi þáttum sem afla þarf betri upplýsinga um: – kostnaði við að stofna til atvinnu- rekstrar og aðgangi að upplýsingum og ráðgjöf í því sambandi, – aðgangi smáatvinnurekstrar að fjármagni og nauðsynlegri fjármála- þjónustu, – kostnaði og aðgangi smáfyrir- tækja að ráðgjöf og öflun upplýsinga, – aðstöðu smáatvinnurekstrar til að kynna og markaðssetja fram- leiðsluvörur eða þjónustu, – kostnaði og eftir atvikum öðrum hindrunum sem torvelda kynslóða- skipti í smáatvinnurekstri, – kostnaði uppfinningamanna, frumkvöðla og smáfyrirtækja við að sækja um einkaleyfi á uppfinningum og gæta hagsmuna sinna varðandi framleiðsluleyndarmál, sérþekkingu og verðmætar upplýsingar, – skattalögum og öðrum þáttum sem marka starfsskilyrði atvinnu- rekstrar með sérstöku tilliti til smá- fyrirtækja, – stöðu smáatvinnurekstrar sam- kvæmt lögum og reglum, gagnvart eftirliti og leyfisveitingum og kostn- aði við samskipti við stjórnsýslu og stofnanir, – stöðu sjálfstætt starfandi ein- staklinga og einyrkja í atvinnu- rekstri, – stöðu frumkvöðla og uppfinninga- manna. Fyrst og síðast snýst þetta þó um að búa til verðmæti úr hugviti og þekkingu og virkja mannauðinn sem er verðmætasta auðlind allra þjóða. Á ráðstefnu í Noregi fyrir nokkru tók Gabrielsen, iðnaðarráðherra Nor- egs, svo djúpt í árinni að segja að mannauður Noregs væri líklega um 15 sinnum meiri en allur olíuauður Norðmanna samanlagt, jafnt sá sem enn er óunninn í jörðu sem og það sem Norðmenn hafa lagt fyrir í sjóði. Flest bendir til að auðlegð þjóð- anna og velsæld í efnahagslegu og at- vinnulegu tilliti á komandi árum og áratugum ráðist fyrst og síðast af því hversu vel mönnum gengur að byggja upp og efla og virkja hugvit, þekkingu og mannauð. Flestir framsýnir menn og þjóðir hafa nú breytt um forgangs- röð og horfa á þekkinguna (intellec- tual capital) og mannauðinn (social capital) sem miklu mikilvægari upp- sprettu verðmæta heldur en fjár- magnið sjálft (financial capital). Á áðurnefndri ráðstefnu í Osló var merkilegt að verða vitni að því hversu litlu máli framtíðarspekúlantar, t.d. bæði norrænir, breskir og kanadískir, virtust telja hefðbundna iðnaðar- eða framleiðslustarfsemi skipta. Þar væri fyrst og fremst um að ræða praktískt, tæknivætt úrlausnarefni sem leysa yrði eins og hagkvæmast væri hverju sinni. Hin raunverulegu verðmæti væru fólgin í þekkingu. Virðisaukinn yrði til á því stigi í gegnum uppfinn- ingu, vöruþróun, markaðssetningu, nýjar hugmyndir og tækni. Vélræn, tæknivædd útfærsla og framleiðsla vöru þokaðist niður á við í verðmæta- pýramídanum. Á ráðstefnunni var erfitt að verjast þeirri hugsun að þeir stóriðjupostular íslenskir sem telja þungaiðnvæðingu landsins mikilvægustu forsendu vel- megunar og framfara hefðu haft gott af því að sitja og hlusta. Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð leggur höfuð- áherslu á fjölbreytni og vill hafa traustar undirstöður undir fjöl- breyttu og sjálfbæru atvinnulífi og sjálfbærri þróun í atvinnumálum í landinu. Þetta verður best gert með því að efla rannsóknir og menntun og hlúa að fjölbreyttu frumkvöðla- og þróunarstarfi í atvinnumálum, styðja við bakið á uppbyggingu atvinnu- rekstrar í smáum stíl og á fjölbreyttu sviði, nýta og virkja frumkvæði kvenna í atvinnumálum, nýta náttúru og gæði landsins á sjálfbæran hátt og með virðingu fyrir lífríki og náttúru að leiðarljósi. Síðast en ekki síst verður að hlúa að því atvinnulífi sem fyrir er og nýta vaxtarmöguleikana innan og í kring- um þær atvinnugreinar sem til staðar eru í landinu. Þar sem slíkt tekst vel er um farsæla samfélagslega þróun að ræða. Má sem dæmi nefna upp- byggingu ferðaþjónustu bænda í sveitum landsins þar sem mannvirki, aðstaða og þekking sem til staðar er er nýtt og byggt er á þeim grunni sem fyrir er. Íslensk stjórnvöld og íslenska stjórnmálamenn má ekki daga uppi í trú á stórar og einhæfar og oftast miðstýrðar lausnir í atvinnumálum. Það eru viðhorf gærdagsins og hin einu sönnu nátttröll íslenskrar stjórn- málaumræðu eru þeir sem halda þeim á lofti. Eftir Steingrím J. Sigfússon „Íslensk stjórnvöld og íslenska stjórn- málamenn má ekki daga uppi í trú á stórar og einhæfar og oftast miðstýrðar lausn- ir í atvinnumálum.“ Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. NÝSKÖPUN Í ATVINNUMÁLUM – HLUTVERK LÍTILLA OG MEÐALSTÓRRA FYRIRTÆKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.