Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LESENDUR Morgunblaðsins fengu ekki allir blaðið með sömu forsíðunni í gær. Í kjölfar þess að stríðsaðgerðir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra hófust í fyrrinótt var prentun blaðsins stöðvuð upp úr kl. 2.30 meðan nýrra upplýsinga var beðið, en forsíðan síðan endurskrifuð og endurhönnuð. Þá var búið að prenta með annarri forsíðu þann hluta blaðsins sem fara átti á við- kvæmustu dreifingarsvæðin úti á landi. Prentun hófst að nýju um kl. 4 um nóttina og var lokið í tæka tíð til að dreifing á höfuðborgar- svæðinu og í næsta nágrenni rask- aðist ekki. STOFNAÐ 1913 77. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Látlaus Óskar Stjörnurnar taka tillit til ástandsins í Írak Fólk 52 Breyskur húsbóndi og snjall vinnumaður Listir 27 Fjölbreyttur fróðleikur Á nýjum vef er að finna fræðsluefni um fjöruna og hafið Menntun 29 Púntila og Matti FRAKKAR fóru í gær hörðum orðum um ráða- menn í Bretlandi, sem undanfarna daga hafa gagnrýnt afstöðu franskra stjórnvalda í Íraksmálinu harkalega. Sögðust ráðamenn í Par- ís vera „leiðir og í miklu uppnámi“ vegna ummæla sem ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hefðu látið falla, en Bretar kenna Frökkum um að ekki tókst að ná samstöðu í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna um nýja ályktun í málinu. Dominique de Villepin, utanríkisráðherra Frakklands, hringdi í starfsbróður sinn, Jack Straw, í gær til að lýsa óánægju með ummæli sem féllu í umræðum í breska þinginu í fyrradag. Sagði Tony Blair forsætisráðherra sjálfur við það tækifæri að honum hefði þótt „sorglegt“ að fylgjast með Jacques Chirac Frakklandsforseta hóta að beita neitunar- valdi í öryggisráðinu hvað sem tautaði og raulaði. Sagði Blair að hörð afstaða Frakka hefði lamað SÞ og gert það að verkum að diplómatískar lausnir á málinu reyndust ekki mögulegar. Virtist Blair gefa í skyn að ef Frakkar hefðu ekki hagað sér með þessum hætti hefði mátt komast hjá stríði. Chirac og Blair hittast í dag Franskir embættismenn sögðu ummæli Blairs og annarra ráðherra, sem tóku til máls í breska þinginu, ekki ýkja vinsamleg um vinaþjóð og samstarfsríki á vettvangi Evr- ópumála. Er líklegt að þessi deila Frakka og Breta muni setja svip sinn á fund Chiracs og Blairs í dag, en þeir hittast þá á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel. Frakkar æfir út í Breta París. AFP. Ósáttir við ummæli sem féllu í umræðum á breska þinginu Dominique de Villepin Margir Írakar flúðu Bagdad í gær, af ótta við yfirvofandi sprengjuárásir á borgina. Aðrir voru í óða önn að birgja sig upp af nauðsynjavörum og hugðust koma sér fyrir á öruggum stað áður en hernaðaraðgerðir bandamanna hæfust. Þegar skyggja tók minnti Bagdad helst á draugaborg, að sögn fréttamanna Associated Press, því hvarvetna höfðu menn lokað öllum gluggahlerum, viðbún- ir hinu versta. Víða gat að líta vopnaða liðsmenn öryggissveita stjórnvalda og báru sumir Kal- ashnikov-riffla en aðrir báru sprengjuvörpur og enn aðrir hríð- skotabyssur. Jafnvel umferðarlög- reglan bar hjálma og skotvopn í gær, að sögn AP. Fresturinn rann út í nótt Bush fundaði með helstu ráð- gjöfum sínum í gærdag, m.a. Dick Cheney varaforseta, Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, Colin Powell utanríkisráðherra og Condoleezzu Rice þjóðaröryggis- ráðgjafa. Þá ræddi hann lengi við Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, í síma. Talið var fullvíst að Bush myndi ávarpa þjóð sína um leið og aðgerðirnar væru hafnar en ekki var öruggt að Bandaríkja- menn létu til skarar skríða í gær. Saddam boðið hæli í Bahrein Einungis nokkrum klukku- stundum áður en fresturinn, sem Bush Bandaríkjaforseti gaf Sadd- am og sonum hans til að yfirgefa Írak, rann út bauðst Hamad, kon- ungur Bahrein, til að veita Saddam öruggt skjól svo koma mætti í veg fyrir hernaðarátök. Saddam hefur hins vegar heitið því að hann muni ekki yfirgefa land sitt og Tariq Aziz, aðstoðarforsæt- isráðherra Íraks, sagði á frétta- mannafundi að ekki kæmi til greina að verða við kröfum Bush. „Við erum reiðubúin til að berjast, tilbúin til að takast á við árásarað- ilann og erum fullviss um sigur,“ sagði hann. Aziz hafði boðað blaða- mannafundinn til að bera til baka orðróm, sem fór á sveim í gær, um að hann hefði flúið land. Sprengjum varpað á skotmörk í Írak Um þrjú hundruð þúsund bandarískir og breskir her- menn biðu þess í nótt að fá skipun um að ráðast á Írak Bagdad, Kúveit-borg, Washington, Manama. AFP, AP. BRESKAR og bandarískar herþotur vörp- uðu sprengjum á skotmörk í suður- og vesturhluta Íraks í gær en þessar aðgerðir þóttu þó ekki nauðsynlega til marks um að stríð við Írak væri formlega hafið. Um þrjú hundruð þúsund bandarískir og breskir hermenn biðu hins vegar gráir fyrir járnum við landamæri Íraks, reiðu- búnir að láta til skarar skríða þegar George W. Bush Bandaríkjaforseti gæfi fyrirskipun um árás. Fresturinn sem Bandaríkjaforseti hafði gefið Saddam Hussein Íraksforseta og sonum hans til að hverfa í útlegð rann út klukkan eitt að ís- lenskum tíma í nótt. Engin merki voru þá um að forseti Íraks hefði farið að kröfu Bush. Allsherjarárás var því talin geta haf- ist á hverri stundu. „Ég tel að andstæð-  Íraksdeilan/16–21 ingur okkar hafi enga hugmynd um hvað bíður hans,“ sagði Gary Crowder, yfirher- fræðingur bandaríska flughersins, seint í gær. Að sögn bandarískra embættismanna voru loftárásirnar gerðar á stórskotalið og eldflaugakerfi Íraka í suður- og vestur- hluta landsins. Voru vopnakerfi þessi sögð ógnun við liðsafla bandamanna sem í nótt bjóst til innrásar í landið. svo virðist sem býsna fagmann- lega hafi verið að verki staðið,“ sagði hann. Talsmaður brezku sendinefnd- arinnar hjá ráðherraráðinu greindi frá því að hlerunarbún- aðurinn hefði einnig beinzt að símum hennar. Staðfesti hann að búnaðurinn sem fannst hefði beinzt að símum alls um „hálfrar tylftar“ sendinefnda. Áður höfðu embættismenn staðfest að símar frönsku og þýzku sendinefndanna hefðu verið hleraðir. að baki þessum hlerunartilraun- um, en háttsettir embættismenn í Brussel sögðu ekkert hafa komið fram sem gæfi ástæðu til að full- yrða neitt um það. „Ég neita því að við höfum fundið út úr því hver sé ábyrgur fyrir þessu, hvort það voru Bandaríkjamenn, Rússar, Kín- verjar, eða einhverjir aðrir. Við höfum sett rannsókn í gang,“ hafði AFP eftir ónafngreindum embættismanni ráðherraráðsins. „Rannsóknin stendur enn yfir en ÖRYGGISÞJÓNUSTUMENN í höfuðstöðvum Evrópusambands- ins greindu frá því í gær, að ólög- legur símahlerunarbúnaður hefði fundizt í herbergjum nokkurra sendinefnda í aðalbyggingu ráð- herraráðs sambandsins í Brussel, þ.á m. Frakklands og Þýzkalands. Sérboðaður leiðtogafundur ESB fer fram í byggingunni í dag og á morgun, þar sem Íraksmálið verð- ur efst á baugi. Í franska blaðinu Le Figaro var fullyrt að Bandaríkjamenn stæðu Hlerað í höfuðstöðvum ESB Brussel. AFP. „Í FYRRADAG tókst á milli 50 og 100 almennum stjórnarhermönnum úr íraska hernum að komast yfir til okk- ar. Þeir voru heppnir því stuttu áður höfðu nokkrir íraskir hermenn reynt að flýja yfir en íraski herinn skaut á þá á flóttanum og sendi síðan þyrlur á eft- ir þeim til þess að skjóta þá niður. Þeir voru allir drepnir. Þeir skjóta umsvifa- laust á þá sem hlaupast undan merkj- um,“ sagði bróðir Tishk T. Karim Mahmood í samtali við Morgunblaðið en Tishk er frá Kúrdistan í Norður- Írak og hefur lengi búið hér á Íslandi. Þeir bræður segja almenna íraska hermenn engan áhuga hafa á að berj- ast fyrir Saddam Hussein, þeir muni gefast upp við fyrsta tækifæri. Skjóta um- svifalaust á liðhlaupa  Elta uppi og skjóta/4 SKRIÐDREKAR Bandaríkjahers stefndu í gær að landamærum Íraks en meginþorri herliðs Bandaríkjanna og Bretlands er í Kúveit, við því búinn að ráðast á Írak. Miklir liðsflutningar stóðu yfir í allan gærdag, þrátt fyrir sandstorm í eyðimörkinni á landamærum Íraks og Kúveits. Sögðu talsmenn Bandaríkjahers að átján íraskir hermenn hefðu þegar gefist upp við landamæri Íraks og Kúveits. Líklegt þykir að á fyrstu tveim- ur sólarhringunum muni sprengj- um verða látið rigna á skotmörk í Írak, einkum höfuðstöðvar Lýð- veldisvarðarins, sérsveita Sadd- ams Husseins Íraksforseta, loft- varnir Íraka og helstu samskipta- stöðvar. AP Miklir liðsflutningar við landamærin STOFNAÐ 1913 77. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Íraksdeilan: Mikil hætta sögð á að Írakar beiti efnavopnum  „Þeir munu sprengja allt í tætlur“ 16/21 FRAKKAR fóru í gær hörðum orðum um ráðamenn í Bretlandi, sem undanfarna daga hafa gagnrýnt afstöðu franskra stjórnvalda í Íraksmál- inu harkalega. Sögðust ráðamenn í París vera „leiðir og í miklu upp- námi“ vegna ummæla ráðherra í bresku ríkis- stjórninni, en Bretar kenna Frökkum um að ekki náðist samstaða í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um nýja álykt- un í málinu. Dominique de Villep- in, utanríkisráðherra Frakklands, hringdi í starfsbróður sinn, Jack Straw, í gær til að lýsa óánægju með ummæli í umræðum í breska þinginu í fyrradag. Sagði Tony Blair forsætisráðherra þar að honum hefði þótt „sorglegt“ að fylgjast með Jacques Chirac Frakklandsforseta hóta að beita neitunar- valdi í öryggisráðinu hvað sem tautaði og raulaði. Sagði Blair að hörð afstaða Frakka hefði lamað SÞ og gert það að verkum að diplómatískar lausnir á málinu reyndust ekki mögulegar. Virtist Blair gefa í skyn að hefðu Frakkar ekki hagað sér með þessum hætti hefði mátt komast hjá stríði. Chirac og Blair hittast í dag Franskir embættismenn sögðu ummæli Blairs og annarra ráðherra, sem tóku til máls í breska þinginu, ekki ýkja vinsamleg um vinaþjóð og samstarfsríki á vettvangi Evrópumála. Er líklegt að þessi deila Frakka og Breta muni setja svip á fund Chi- racs og Blairs í dag, en þeir hittast þá á leið- togafundi Evrópusambandsins í Brussel. Frakkar æfir út í Breta Ósáttir við ummæli sem féllu í umræðum á breska þinginu París. AFP. Dominique de Villepin GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti skýrði frá því klukkan 3.15 að íslenskum tíma í nótt að aðgerðir bandamanna væru hafnar í Írak. „Á þessari stundu hófu sveitir Bandaríkjanna og bandamanna okkar hernaðaraðgerðir til að afvopna Írak, frelsa íbúa þess og verja heiminn fyrir alvarlegri hættu. Að minni skipan hafa sveitir bandamanna hafið árásir á valin skotmörk sem eru hernaðarlega mikilvæg, til að draga úr getu Saddams Husseins til að heyja stríð,“ sagði Bush. Hálftíma áður hafði talsmaður forset- ans, Ari Fleischer, greint frá því að Bush myndi ávarpa þjóðina með orðunum: „Af- vopnun Íraks er hafin.“ Þar með varð ljóst að stríð er hafið í Írak. Um klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma í nótt tóku loftvarnarflautur að hljóma í Bagdad, höfuðborg Íraks. Hleypt var af loftvarnarbyssum upp í loftið. Fréttamenn á staðnum sögðust ekki greina hvort þotur væru yfir borginni eða eldflaugum skotið að henni. Skömmu síðar skýrði talsmaður forset- ans frá því að aðgerðir væru hafnar. Ekki var ljóst hvert umfang aðgerðanna var þegar seinni prentun Morgunblaðsins hófst í nótt en CNN-sjónvarpsstöðin hafði eftir heimildum innan bandaríska herafl- ans að stýriflaugum hefði verið skotið á Bagdad og beint að leiðtogum ríkisins. Fyrr í gærkvöldi var frá því greint að breskar og bandarískar flugvélar hefðu gert loftárásir á nokkrar stöðv- ar Íraka í suður- og vesturhluta lands- ins. Ráðist hefði verið á stórskotalið, loftvarnarstöðvar og eldflaugakerfi. Þessi vopnakerfi voru sögð ógna inn- rásarliði bandamanna sem bíður handan landamæranna í Kúveit. Bush sagði 35 ríki hafa veitt „afger- andi stuðning“ t.d. með því að leyfa af- not af herflugvöllum og flotahöfnum. Stríð hafið í Írak George Bush ávarpaði þjóðina kl. 3.15 í nótt  Ráðist á skotmörk í Bagdad með stýriflaugum „Í þessum aðgerðum verða engin vettlingatök,“ sagði George Bush Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði bandarísku þjóðina í beinni útsendingu úr Hvíta húsinu klukkan 3.15 í nótt. „Eina niðurstaðan er sigur.“ Á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC var greint frá því að heyrst hefði í loftvarnarbyssum í Bagdad og sprengjugnýr heyrst í útjaðri borg- arinnar í dögun. Myndin er tekin af útsendingu CNN. Sigur eina niðurstaðan UM þrjú hundruð þúsund banda- rískir og breskir hermenn biðu í nótt gráir fyrir járnum við landa- mæri Íraks, reiðubúnir að láta til skarar skríða. „Ég tel að andstæð- ingur okkar hafi enga hugmynd um hvað bíður hans,“ sagði Gary Crow- der, yfirherfræðingur bandaríska flughersins, seint í gær. Heitir að yfirgefa ekki land sitt Fresturinn sem Bandaríkjafor- seti hafði gefið Saddam Hussein Íraksforseta og sonum hans til að hverfa í útlegð rann út klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Engin merki voru þá um að forseti Íraks hefði farið að kröfu Bush. Saddam hefur heitið því að hann muni ekki yfirgefa land sitt og Tariq Aziz, að- stoðarforsætisráðherra Íraks, sagði á fréttamannafundi að ekki kæmi til greina að verða við kröfum Bush. „Við erum reiðubúin til að berjast, tilbúin til að takast á við árásarað- ilann og erum fullviss um sigur,“ sagði hann. Aziz hafði boðað blaða- mannafundinn til að bera til baka orðróm, sem fór á sveim í gær, um að hann hefði flúið land. Margir Írakar flúðu Bagdad í gær, af ótta við yfirvofandi sprengjuárásir á borgina. Aðrir voru í óða önn að birgja sig upp af nauðsynjavörum og hugðust koma sér fyrir á öruggum stað áður en hernaðaraðgerðir bandamanna hæfust. Þegar skyggja tók minnti Bagdad helst á draugaborg, að sögn fréttamanna Associated Press, því hvarvetna höfðu menn lokað öllum gluggahlerum, viðbúnir hinu versta. Víða gat að líta vopnaða liðs- menn öryggissveita stjórnvalda og báru sumir Kalashnikov-riffla en aðrir báru sprengjuvörpur og enn aðrir hríðskotabyssur. Íbúar Bagdad flýja ÖRYGGISÞJÓNUSTUMENN í höfuðstöðvum Evrópusambandsins greindu frá því í gær, að ólöglegur símahlerunarbúnaður hefði fundizt í herbergjum nokkurra sendinefnda í aðalbyggingu ráðherraráðs sam- bandsins í Brussel, þ.á m. Frakk- lands og Þýzkalands. Sérboðaður leiðtogafundur ESB fer fram í byggingunni í dag og á morgun, þar sem Íraksmálið verður efst á baugi. Í franska blaðinu Le Figaro var fullyrt að Bandaríkjamenn stæðu að baki þessum hlerunartilraunum, en háttsettir embættismenn í Brussel sögðu ekkert hafa komið fram sem gæfi ástæðu til að fullyrða neitt um það. „Ég neita því að við höfum fundið út úr því hver sé ábyrgur fyrir þessu, hvort það voru Bandaríkja- menn, Rússar, Kínverjar, eða ein- hverjir aðrir. Við höfum sett rann- sókn í gang,“ hafði AFP eftir ónafngreindum embættismanni ráðherraráðsins. „Rannsóknin stendur enn yfir en svo virðist sem býsna fagmannlega hafi verið að verki staðið,“ sagði hann. Talsmaður brezku sendinefndar- innar hjá ráðherraráðinu greindi frá því að hlerunarbúnaðurinn hefði einnig beinzt að símum hennar. Staðfesti hann að búnaðurinn sem fannst hefði beinzt að símum alls um „hálfrar tylftar“ sendinefnda. Áður höfðu embættismenn staðfest að símar frönsku og þýzku sendi- nefndanna hefðu verið hleraðir. Hlerað í höfuðstöðvum ESB Brussel. AFP. Tvær forsíður Morgunblaðsins GESTUR Már Gunnarsson sem slapp úr sjávarháska í fyrradag ásamt móðurbróður sínum, þegar Röst SH, 30 tonna bátur, sökk á svipstundu úti fyrir Snæfellsnesi, segist ekki gera sér grein fyrir ástæðum atviksins. Þeir frændur hafi fyrst orðið varir við eitthvað óeðlilegt þegar þeir hafi verið komnir út að Öndverðarnesi á leið sinni frá Stykkishólmi til Reykjavík- ur, en verið var að sigla bátnum með veiðarfæri til nýs eiganda í Reykjavík. „Það var haugasjór beint í nefið og í einni dýfunni kom aukahljóð neðan úr vélarrúmi,“ segir Gestur. „Þegar við litum niður var vélin komin í miðjar síður í sjó. Þetta gerðist því nokkuð fljótt og þeirri andrá fann maður aðrar hreyfingar í bátnum. Við slógum af og skutum út björgunarbát og forðuðum okkur. Á innan við fimm mínútum eftir að við skárum okkur frá bátnum hvarf hann í sjóinn. Það var skelfilegt að horfa upp á þetta og ég hefði alveg viljað sleppa við þessa reynslu.“ Þeim reiddi þó vel af í björgunar- bátnum uns þeim var bjargað eftir 90 mínútna rek. Það mátti þó ekki miklu tæpara standa því þá rak beint í átt að klettunum við Svörtu- loft. „Það var ekki girnilegt að horfa upp á það,“ segir Gestur. Þeir félagar komust síðan um borð í loðnuskipið Siku sem bjargaði þeim og stuttu síðar kom björgunar- skipið Björg til móts við það og flutti skipbrotsmennina til lands á Rifi. Ranghermt var í Morgunblaðinu í gær að Röst væri trilla því venjan er sú að telja 6 tonna báta og minni trillur. Er beðist velvirðingar á mis- tökunum. Tveir menn sluppu úr sjávarháska við Svörtuloft á Snæfellsnesi „Skelfilegt að horfa upp á þetta“ FJÖLMENNUR útifundur á veg- um samtakanna Átak gegn stríði var haldinn á Lækjartorgi í gær, þar sem samþykkt var ályktun um að fordæma árásarstríð Bandaríkj- anna og Bretlands gegn Írak í trássi við alþjóðalög og vilja þjóða heims. Talið er að á annað þúsund manns hafi sótt fundinn. Stuðn- ingur íslenskra stjórnvalda við árásaraðila var fordæmdur og krafðist fundurinn algerrar stefnu- breytingar af hálfu yfirvalda. „Þetta stríð er alvarleg ógn við heimsfriðinn. Það er ennfremur at- laga að Sameinuðu þjóðunum og hættulegt fordæmi fyrir skipan heims í framtíðinni. Árásaraðilar sigla undir fölsku flaggi en raun- verulegt markmið þeira er að sölsa undir sig olíuauðlindir Íraks og tryggja yfirráð sín í Miðaustur- löndum. Enginn hefur rétt til að fórna lífi og velferð milljóna manna fyrir slík markmið. Við krefjumst þess að Bandaríkin og Bretland dragi allt herlið sitt taf- arlaust fra Miðausturlöndum. Við lýsum yfir fullri samstöðu með írösku þjóðinni sem hefur mátt þola 12 ára skort vegna viðskipta- banns,“ sagði Þorvaldur Þorvalds- son fundarstjóri. Nokkrir þingmenn lýstu yfir andúð á stríðinu og stuðningi ís- lenskra stjórnvalda við Bandarík- in. Ögmundur Jónasson VG, Þór- unn Sveinbjarnardóttir Samfylk- ingunni og Margrét Sverrisdóttir varaþingmaður Frjálslynda flokks- ins mótmæltu öll hernaðaraðgerð- unum. Morgunblaðið/Júlíus „Á Írak er ekki ráðist í okkar nafni,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, á mótmælafundinum. Stríðið fordæmt á Lækjartorgi LÖGREGLAN í Reykjavík hafði við- búnað við Stjórnarráðshúsið í gær vegna spellvirkja sem skvettu rauðri málningu á framhlið hússins. Ekki var vitað hverjir stóðu að verki en lögreglan fullyrti að spellvirkjarnir hefðu ekki tengst friðsömum mót- mælendum sem lögðust á táknræn- an hátt sem dauðir væru fyrir fram- an húsið í mótmælaskyni við hernaðaraðgerðir í Írak. Lögreglan skoðaði í gær upp- tökur eftirlitsmyndavéla við Stjórn- arráðið ef ske kynni að þær vörpuðu ljósi á það hverjir stæðu að baki verknaðinum. Morgunblaðið/Sverrir Viðbúnaður lögreglu vegna spellvirkja HÆSTIRÉTTUR kvað í gær upp þann dóm að Flutningsjöfnunarsjóði olíuvara hefði borið að fara eftir þeim flutningstöxtum sem ákveðnir voru á fundi stjórnar sjóðsins 21. desember 1998 við útreikning á flutningsjöfnun gasolíu frá 1. desember 1998 til og með 31. október 1999. Var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 13. júní sl. þar með staðfestur. Olíufélagið Skeljungur hf. stefndi Flutningsjöfnunarsjóði á sínum tíma og krafðist viðurkenningar á því að Flutningsjöfnunarsjóði hefði borið að fara eftir þeim töxtum sem stjórn sjóðsins ákvað á fyrrnefndum fundi sínum. Í málinu var deilt um túlkun á niðurstöðu héraðsdóms í fyrra máli sjóðsins og Skeljungs sem ekki var áfrýjað, þar sem fallist var á kröfu Skeljungs um að felld yrði úr gildi ákvörðun stjórnar Flutningsjöfnun- arsjóðs um að afturkalla fyrrnefnda ákvörðun frá desember 1998. Hæsti- réttur taldi að ákvörðunin hefði verið tvíþætt og afturköllunin einnig. Fyrrnefnd niðurstaða héraðsdóms leiddi því til þess að báðir þættir hennar voru í fullu gildi. Taldi Hæstiréttur að Skeljungur hefði höfðað það mál á þeim grunni að aft- urköllunin hefði verið ólögmæt frá upphafi og yrði að líta svo á að hér- aðsdómur hefði fallist á það en af því leiddi að réttarástand var orðið eins og engin afturköllun hefði verið gerð. Var því fallist á kröfur Skeljungs. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Lögmaður Skeljungs var Gestur Jónsson hrl. og lögmaður Flutnings- jöfnunarsjóðs Karl Axelsson hrl. Hæstiréttur um Flutningsjöfnunarsjóð olíuvara Bar að fara eftir töxtum sem sjóðsstjórn ákvað LÖGREGLAN í Reykjavík hefur hætt rannsókn á meintu vændi portúgalskrar konu sem handtekin var fyrir viku vegna gruns um að hún hefði stundað vændi sér til fram- færslu hér á landi. Var hún í kjölfarið úrskurðuð í farbann sem rann út í gær. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir að rannsókn hafi verið hætt þar sem næg sönnunargögn hafi ekki legið fyrir. Lögregla yfirheyrði fleiri vegna málsins en Hörður vildi ekki svara því hvort einhver þeirra hefði verið yfirheyrður vegna gruns um aðild að málinu. Rannsókn á meintu vændi hætt ♦ ♦ ♦ ELDUR kviknaði í þurrkara í íbúð- arhúsi í Hafnarfirði í gærmorgun og kæfði reykurinn hund sem var inni í þvottahúsinu. Aðrir voru ekki heima og það var nágranni sem varð var við eldinn. Að sögn lögreglunnar í Hafn- arfirði urðu litlar skemmdir á hús- inu. Slökkviliðið átti ekki í nokkrum vandræðum með að slökkva eldinn og reykræsti húsið að því loknu. Hundur kafn- aði úr reyk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.