Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 39 sem öldnum, og vissi ávallt hvað við vorum að fást við hverju sinni. Á heimili hennar hittust fjölskyldu- meðlimirnir, oft og mikið. Í hádeg- issnarli, í innliti tengdu sunnudags- bíltúrnum eða í fínum veislum sem amma hafði yndi af að skipuleggja. Árlegt tilhlökkunarefni okkar allra var Jólaboðið sem við munum halda á lofti í minningu hennar. Hún tók í virkan þátt í lífi okkar. Samgladdist þegar vel gekk og rétti hjálparhönd þegar gaf á bát- inn. Hún var ráðagóð og jafningi okkar í hvívetna. Við gátum talað við hana um hvað sem var. Upp- vaxtarár okkar bjuggum við úti á landi. Þrátt fyrir fjarlægðirnar víl- aði amma ekki fyrir sér að skella sér austur með skömmum fyrir- vara og sjá um heimilið ef á þurfti að halda, til dæmis í veikindum mömmu. Það væsti ekki um okkur í umsjá ömmu og hún veitti okkur ómetanlegan stuðning. Ef við systkinin áttum erindi til Reykjavíkur þá var það oftar en ekki amma á Flókó sem hélt vernd- arhendi yfir okkur, sá um skipulag- ið og keyrði okkur hvert sem var á hvaða tíma sem var. Amma lagði ríka áherslu á að maður liti vel út, burstaði skó og klæddi sig upp á tyllidögum. Hún lánaði gjarnan fal- lega kjóla úr skápnum sínum þegar mikið lá við, en sjálf var hún afar glæsileg kona og ávallt vel til höfð. Amma var vel lesin og fylgdist vel með. Hún studdi okkur á margan hátt við nám okkar og sýndi því einnig skilning að það drægist á langinn. Þegar við bræðurnir hóf- um nám í framhaldsskóla í Reykja- vík bjuggu foreldrar okkar austur á landi. Þessa vetur reyndist amma á Flókó okkur ómetanleg. Oft og iðulega borðuðum við hjá henni og ræddum við hana um lífsins gang og nauðsynjar. Enginn vafi er að athvarfið hjá ömmu kom okkur í gegnum fyrstu misserin fjarri for- eldrahúsum. Okkur leið alltaf ótrúlega vel í návist ömmu. Sama hvort við vor- um sjö ára börn, sautján ára menntaskólanemar eða þrítug og farin að búa. Þótt við söknum ömmu er minningin ljúf um stoð og styttu í lífi okkar allra sem áttum hana að. Jafnframt erum við viss um að amma hafi horft yfir lífs- hlaup sitt með gleði og stolt í hjarta. Bernhard, Bogi Nils og Anna María. Glæsileg og fögur hefðardama situr við gluggann. Hún gleðst yfir öllu í umhverfinu og í hvert sinn er hún sér kunnuglegt andlit lifnar yf- ir henni, hún brosir sínu blíðasta og veifar. Við systkinin höfum verið mjög lánsöm. Amma okkar bjó í sama húsi og við nánast allt okkar líf. Þvílík forréttindi að geta bankað uppá hjá ömmu sinni nánast hve- nær sem við vildum. Við vorum lán- söm að hafa átt með henni ótal skemmtilegar og fræðandi stundir. Amma hlustaði þolinmóð á frásagn- ir af daglegu lífi okkar og veitti okkur heilræði og hvatningu. Sam- vera á jólum og um áramót og aðr- ar ógleymanlegar stundir sem við áttum í návist yndislegrar konu sem bjó yfir svo ómótstæðilegum þokka, heiðarleika og einlægni. Amma, eða amma niðri eins og við kölluðum hana, ók um allan bæ á bílnum sínum fram á níræðisald- ur og vílaði ekki fyrir sér að end- urtaka ökuprófið rúmlega sextug. Hún var alla tíð mjög athafnasöm og sem dæmi hafði hún mikla unun af því að dunda sér í garðinum. Hún var með græna fingur og naut þess að hafa garðinn vel snyrtan. Þegar að heilsan leyfði ekki lengur garðyrkjustörfin var hún alltaf jafn þakklát fyrir iðjusemi tengdadótt- urinnar á efri hæðinni svo hún mætti njóta þess að horfa á fallega garðinn sinn. Amma var ákaflega stolt kona og það var henni mjög mikilvægt að geta séð um sig sjálf og hún vildi helst ekki þiggja aðstoð ef hún mögulega gat. Að sama skapi var hún sérstaklega hjálpsöm og gjaf- mild og var ávallt boðin og búin að rétta þeim hjálparhönd sem minna mega sín. Það var alltaf gaman að heim- sækja ömmu. Sérstaklega var kátt á hjalla þegar barnabarnabörnin heimsóttu langömmu, sungu fyrir hana, sögðu henni sögur úr leik- skólanum og þáðu mola úr kass- anum góða. Síðastliðið ár bjó amma að Hjúkrunarheimilinu Sóltúni og greinilegt var að þar leið henni vel. Líkt og á Flókagötunni sat amma við gluggann og fylgdist með öllu í umhverfinu. Þegar gesti bar að garði brosti hún blítt og veifaði að drottningasið. Bernhard Alfred, Hrönn og Egill Örn. Elskuleg amma Anna hefur nú kvatt þennan heim. Amma var lífs- glöð og jákvæð kona en er þó ef- laust hvíldinni fegin enda hafði heilsu hennar hrakað mjög síðustu æviárin. Við minnumst hennar þar sem hún sat brosandi við stofugluggann á Flókagötu og tók á móti okkur opnum örmum. Hún sá ætíð til þess að allir fengju eitthvað í svanginn; rjúkandi pönnukökur eða nammi úr kassanum góða. Það var alltaf svo notalegt að koma til ömmu, hún var svo hlý og góð. Við minnumst þess hvað hún var góð við okkur þegar mamma og pabbi fóru í ferðalög og hvað það var notalegt að sitja í borðkróknum hjá henni. Við biðjum góðan guð að blessa minningu elsku ömmu. Ásthildur, Erna og Gunnar Örn. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Mig langar að minnast minnar kæru móðursystur Önnu Petersen. Langri og farsælli ævi er lokið. Hvíldin kærkomin, ótal minningar leita á hugann. Margs er að minnast, margt er þér að þakka … Það voru miklir kærleikar með foreldrum mínum og Önnu frænku. Fyrir það allt sem hún var þeim og okkur systkinunum vil ég þakka af alhug. Ég var ekki há í loftinu þegar ég man að hún frænka mín úr Reykja- vík var að koma í heimsókn í sveit- ina. Það var okkur alltaf mikið til- hlökkunarefni. Aldrei brást það að eitthvað væri í farteskinu til að gleðja okkur með. Einu sinni færði hún okkur Lóu systur dásamlega fallegt rósótt silkikjólefni sem mamma töfraði úr þá fallegustu pífukjóla sem mér fannst að væru til. Það voru glaðar systur í fínu kjólunum sínum. Svo var það ferm- ingarárið mitt að ég fór að heiman til að vinna fyrir mér. Ég var svo lánsöm að lenda hjá Önnu frænku og hennar góða manni Bernhard Petersen. Þegar ég kom til þeirra áttu þau þrjú indæl börn, þau Benna, Elsu og Othar, seinna bætt- ist svo Ævar minn í hópinn. Þá var líka hjá þeim Efemía móðuramma mín, sem þau önnuðust af miklum kærleika mörg síðustu ár ævi hennar. Lóa systir var búin að vera þar í mörg ár og var allan tímann sem ég var hjá þeim. Á þessu góða og glaða menning- arheimili vann ég næstu sex árin. Þar leið mér vel, var alltaf sem ein af fjölskyldunni. Anna mín, með gleði og þökk minnist ég allra okk- ar samverustunda. Þú kenndir mér svo margt og gafst mér svo ómæld- an kærleik og umhyggju, sem verið hefur mér haldgott veganesti á lífs- leiðinni. Við hjónin sendum börnum þín- um, tengdabörnum og fjölskyld- unni allri okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi ykkur minninguna. Svo kveð ég þig frænka mín góð, með hjartans þökk fyrir allt og allt sem þú varst mér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Sjáumst síðar. Hólmfríður Pálsdóttir. Í dag kveðjum við Önnu Peter- sen. Anna er síðust til að kveðja þessa veröld af því fólki sem við systur, foreldrar og bróðir tengd- umst hvað mestum böndum á æskuárunum. Heiðurshjónin Anna og Bernhard voru ekki einasta góð- ir vinir fjölskyldunnar heldur einn- ig velgjörðarmenn okkar allra. Á kveðjustund reikar hugurinn til æskuáranna hjá okkur systkin- um. Koma þá upp í hugann æv- intýralegar ferðir þeirra Önnu og Bernhards til útlanda – ferðir sem á þeirri tíð voru skoðaðar í öðru ljósi en ferðalög nú á dögum. Þau komu aldrei tómhent heim úr þess- um ferðum. Við systur fengum meðal annars fína kjóla sem var ekki sjálfgefið á árunum eftir seinna stríð. Og margt annað fal- legt fengum við – hluti sem glöddu okkur óendanlega. Ekki má heldur gleyma gaml- árskvöldunum sem við eyddum æv- inlega í Skála. Pabbi skaut upp skiparakettum við mikinn fögnuð okkar allra – og hræðslu sumra. Anna var ekki bara falleg kona, hún var líka góð. Við systur kveðj- um Önnu með virðingu í dag og sendum afkomendum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elín, Lára og Hrafnhildur Hansdætur. Þegar ég frétti, staddur erlendis, að frú Anna Petersen væri látin komu upp í hugann minn margar góðar minningar um þessa elsku- legu konu. Fyrst og fremst kemur þakklæti upp í hugann, þakklæti fyrir það að hafa fengið að kynnast henni, fyrir það að hafa leyft okkur bræðrum að gista hjá þeim hjónum á því glæsilega menningarheimili sem ríkti á Flókagötu 25 hér í borg. Og fyrir það að hafa verið eins konar mamma okkar þá tvo vetur sem við bjuggum á Flókagöt- unni. Þrátt fyrir hávaða eða annað brölt, jafnvel seint um nætur, hjá ungu námsmönnunum sem gistu í risinu og oft tilefni áminningar, þá var þessi virðulega og prúða kona ávallt í fullu jafnvægi og sagði í mesta lagi „er ekki allt í lagi, elsk- urnar?“ Þessi framkoma einkenndi frú Önnu alla tíð, virðuleg, einlæg og blíð. Við bræðurnir bárum mikla virðingu fyrir henni, þökkum allt það góða sem hún kenndi okkur og hefur margt af því verið okkar veganesti æ síðan. Með þessum fátæklegum orðum kveðjum við frú Önnu Petersen með þökk og hlýhug. Við vottum fjölskyldum og öðrum aðstandend- um dýpstu samúðar. Guð blessi ykkur öll. Thulin og Þórhallur Johansen. legur þessi langafi minn. Og senni- lega var hann það líka. Hann var ein- hvern veginn allur eins og aristókrati, hvernig hann hreyfði sig hægt og tignarlega, talaði af yfirveg- un, en kunni líka að hlusta ef honum fannst það eiga við. Andlit hans var sérstakt, opið og geislaði af góð- mennsku og greind. Hann var kank- vís og mér finnst sem hann hafi alltaf verið hálfbrosandi. Augun voru tindrandi og björt. Ekki má gleyma að minnast á hið glæsilega bogadregna nef. Það hafa örugglega margir kynbræður hans afa öfundað hann af þessu virðulega nefi. Mér þykir vænt um og er stolt af því að hafa átt svona góðan og glæsi- legan mann fyrir langafa. Hann kall- aði mig prinsessu og gaf mér stund- um bláan ópal. Hafi hann kæra þökk fyrir fallegar minningar. Guð geymi afa Dósa. María Heba Þorkelsdóttir. Það eru til tvennskonar ljóð í heimi hér, annarsvegar ljóð sem menn yrkja, hins vegar menn sem eru svo lyrískrar náttúru, að þeir eru sjálfir ljóð. Þessi ljóðmenni, ef svo má að orði komast, lifa gjarnan nokkuð óreglulegu lífi og svolítið eins og utan við heiminn. Þeim er nefnilega harla erfitt að láta lesa sig af hverjum sem er, enda viðkvæmir rómantíkerar að eðlisfari. Og þótt þeim sé tamt að halda sig í fjölmenni, eru þeir einfarar. Þannig ljóð var Dósóþeus Tímótheusson. Dósi hélt sig jafnan utan við heim- inn og heimurinn utan við hann. Um þetta ríkti gagnkvæmt samkomulag, enda voru þeir sáttir hvor í annars garð. Svo vænt þótti Dósa um heim- inn, að sagt er, að hann hafi eitt sinn drukkið dögum saman, vegna þess, að hann sá svo fallegt blóm í haga. Þetta lyriskir geta þeir einir verið, sem eru í eðli sínu ljóð. Og heiminum þótti vænt um Dósa; á sinn hátt. Og nú er að því komið, að kveðja þennan öðling, sem forðum tíð prýddi stundum götur borgarinnar með Steini Steinarr og Jóni kadett og ýmsum fleiri góðum mönnum, sem þjóðin hafði meiri ástæðu til að taka ofan fyrir, en þeir fyrir henni. Pjetur Hafstein Lárusson. Látinn er á háum aldri gamall kunningi minn Dósóþeus Tímótheus- son eða Dósi einsog hann nefndist hversdagslega. Hann átti engan al- nafna en bar stoltur sitt vestfirska nafn sem kostaði hann eitt sinn fangavist því lögreglumennirnir trúðu honum ekki þegar hann sagði til nafns og héldu að hann væri að svara útúr. Dósi var hámenntaður al- þýðumaður og svo vel að sér í sögu og bókmenntum að fáir stóðu honum á sporði þótt lærðir væru í skólum. Hann var vinur og drykkjufélagi skálda og listamanna og undi sér hvergi betur en í þeirra félagsskap. Hann orti sjálfur en birti lítið, var fagurkeri og séntilmaður fram í fing- urgóma jafnt fullur sem ófullur. Eitt sinn sat ég á bekk í biðskýli Strætós við Lækjartorg þegar Dósi kom inn, settist hjá mér á bekkinn og fór að tala um skáldskap. Í nesti hafði hann sérkennilega bleikt vín í viskíflösku og saup á. Skýlisvörðurinn kom og bað Dósa fara út því öll drykkja væri bönnuð í skýlinu. Dósi stóð upp, hneigði sig fyrir verðinum og gekk út. Fljótlega kom hann aftur og allt fór á sömu leið. Þannig var Dósi, en hann var enginn róni. Hann var verkamaður sem vann fyrir sér með erfiðisvinnu, lengi hjá Símanum við skurðgröft víða um land. Þegar skipt var úr stauralínum í jarðkapla. Mér er hann kannski minnisstæðastur þar sem hann stóð með beran hár- lubbann á heitum sumardegi ofaní skurði í túninu í Fagraskógi. Þeir sögðu hjá Símanum að þótt hefði sjálfsagt að Dósi fengi að grafa þann skurð. Sjálfur sagði Dósi mér frá heimsókn sinni til Davíðs skálds á heimili hans á Akureyri. Davíð tók honum einsog höfðingja og veitti vel. Þeir ræddu skáldskap lengi dags, og Dósi hélt mjög fram skáldskap fé- laga síns Steins Steinarrs. Reyndi hann mjög að fiska eftir áliti Davíðs á Steini, en sá síðarnefndi hafði ým- islegt látið flakka um skáldskap Dav- íðs. Ekkert fékk Dósi uppúr þjóð- skáldinu annað en þetta; Steinn er gott skáld, mjög gott skáld. Dósi leit- aði einnig uppi önnur Akureyrar- skáld, svo sem Guðmund Frímann, Kristján frá Djúpalæk. Einar Krist- jánsson og Rósberg Snædal en fátt sagði hann sögulegt af þeim fundum. Og nú er hann farinn þessi síungi hámenntaði lífskúnstner sem aldrei fór í skóla. Hann setti svip á um- hverfi sitt en gerði ekki kröfu til þess að fá að móta það. Við sem þekktum hann munum sakna hans. Dósi giftist ekki en eignaðist eina dóttur, gamla skólasystur mína Rannveigu Ísfjörð. Þangað sendi ég samúðarkveðjur. Jón frá Pálmholti. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, sonar og bróður, HANNESAR H. GARÐARSSONAR, Gaukshólum 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við sr. Svavari Stefánssyni, presti við Fella- og Hólakirkju. Gunnar Örn Hannesson, Garðar Sveinn Hannesson, Edda Hrönn Hannesdóttir, Garðar Sölvason, Edda Hrönn Hannesdóttir, Guðbjörg María Garðarsdóttir, Elín Inga Garðarsdóttir, Ríkey Garðarsdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, sonar, föður, fóstur- föður, tengdaföður, afa og bróður, EIRÍKS HREIÐARSSONAR garðyrkjubónda, Grísará, Eyjafjarðarsveit. Margrét Sigurðardóttir, Ragnheiður María Pétursdóttir, Sigríður Emilía Eiríksdóttir, Einar Þ. Einarsson, Hreiðar Eiríksson, Hallfríður Böðvarsdóttir, Sigurður Eiríksson, Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Snjólfur Eiríksson, Kristjana Helga Ólafsdóttir, Aron Eiríksson, Eiríkur Anton Eiríksson, Helga Jóhannsdóttir, barnabörn og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.