Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 6
ARNGRÍMUR Jóhannsson, stjórn- arformaður Air Atlanta, sem stofn- aði félagið árið 1986 ásamt eig- inkonu sinni, Þóru Guðmundsdóttur, segir að samning- urinn við GECAS sé sá stærsti í sögu félagsins og með þeim stærri í ís- lenskri flugsögu. Þetta sé stór dagur hjá Atlanta og samningurinn eigi eftir að skila félaginu miklu til baka á næstu árum. Aðspurður hvort þáttaskil væru að verða hjá félaginu með meiri áherslu á fraktflug en farþegaflug sagðist Arngrímur ekki geta tekið undir það. Frekar væri um ákveðna framþróun að ræða og aðlögun að markaðnum. „Farþegamarkaðurinn er ekki eins sterkur og hann hefur verið. Í fraktfluginu eru að opnast fleiri möguleikar þar sem veltan hefur aukist að meðaltali um 7% á ári. Flugflotinn hefur ekki fylgt þeirri þróun og við viljum nýta okkur það,“ sagði Arngrímur. Hann sagði samstarfið við GECAS hafa byrjað í Kambódíu árið 1991, þar sem flogið var á tveimur vélum frá höfuðborginni Phnom Penh og út um Indókína-skagann til Laos og Víetnam. Samstarfið væri gott, mjög traust og á persónulegum nót- um. Arngrímur og Þóra seldu sem kunnugt er meirihlutann í Atlanta, 50,5%, til Pilot Investment SA í nóv- ember sl., félags í eigu Magnúsar Þorsteinssonar og fleiri íslenskra fjárfesta. Magnús hefur m.a. verið í samstarfi við feðgana Björgólf Thor og Björgólf Guðmundsson í eign- arhaldsfélaginu Samson, sem keypti hlut ríkisins í Landsbankanum. Stór dagur í sögu Atlanta flugfélagsins Morgunblaðið/Kristinn Stofnendur Atlanta, hjónin Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir, fylgdust vel með undirritun samningsins í Listasafni Reykjavíkur í gær. FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MBA nám ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F/ SI A .I S H IR 2 05 51 0 3. 20 03 Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 1. apríl kl. 17.15 í Háskólanum í Reykjavík. 22 mánaða MBA-nám við Háskólann í Reykjavík eflir stjórnunar- og leiðtogahæfileika þína. Námið byggir á sterkum tengslum við virta háskóla í Evrópu og gefur nemendum kost á að sérhæfa sig í fjármálum, mannauðsstjórnun og „Global eManagement“. www.ru.is/mba FLUGFÉLAGIÐ Air Atlanta í Mos- fellsbæ undirritaði í gær samning við stærsta flugvélaleigufyriræki heims, General Electric Capital Aviation Services, GECAS, um leigu á fjórum nýjum Boeing 747-200-flugvélum til fraktflugs og er þá floti félagsins orðinn samtals 27 vélar. Talið er að nýju vélarnar muni auka veltu Atl- anta um allt að 6,7 milljarða króna á ári og að þær kalli á 100 ný störf. Velta Atlanta á síðasta ári var um 220 milljónir dollara eða rúmir 17 milljarðar króna. Hefur veltan meira en sexfaldast á liðnum áratug, var um 30 milljónir dollara árið 1993. Með þessum samningi eru frakt- vélar félagsins orðnar sex. Tvær vél- ar voru teknar í notkun í fyrra og eru þær á langtímaleigusamningi við Malaysian Airlines. Tvær af þessum viðbótarvélum fara þangað í frakt- flugsverkefni, þriðja vélin verður í París fyrir Air France Cargo og fleiri aðila og fjórða vélin verður í verkefnum í Þýskalandi fyrir frakt- flugfélag Lufthansa. Burðargetan mun þrefaldast í fraktflugi Atlanta, fer úr 216 tonnum í 648 tonn. Um leið eru teknar úr notkun tvær eldri Boeing 747-vélar sem hafa verið í farþegaflugi. Að sögn Hafþórs Hafsteinssonar, forstjóra Atlanta, er samningurinn hluti af breyttum áherslum félagsins þar sem stefnt er að auknum um- svifum í vöruflutningum á kostnað farþegaflutninga. Stefnt er að aukn- ingu fraktflugsins um 35–50% á ári næstu 5–6 ár. Gangi þau áform eftir þarf félagið að bæta við sig 2–3 flug- vélum á ári eftir árið 2004. Starfsmenn Atlanta eru um þess- ar mundir rúmlega 1.100, þar af 250 flugmenn og flugvélstjórar, 500 þjónustuliðar og 315 starfsmenn á jörðu niðri. Hér á landi starfa um 130 manns hjá félaginu. Starfsstöðvar eru tíu í átta löndum; Bretlandi, Arg- entínu, Indónesíu, Malasíu, Saudi- Arabíu, Dóminíska lýðveldinu, Níg- eríu og Íslandi. Þá mun Þýskaland bætast við í sumar og von er á bresku flugrekstrarleyfi fyrir Air Atlanta Group til að sinna farþega- flugi fyrir breskar ferðaskrifstofur. „Vita vel hvað þeir eru að gera“ Fram kom á blaðamannafundi hjá Atlanta í gær að GECAS, sem er dótturfyrirtæki General Electric með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum, annaðhvort á eða rekur hátt í 1.500 flugvélar og er í samstarfi við ríflega 200 flugfélög í um 65 löndum. Fyr- irtækið hefur verið í samstarfi við Atlanta frá árinu 1991 og Michael O’Shea, aðstoðarforstjóri GECAS, sem undirritaði samninginn við Atl- anta, sagði samstarfið hafa verið mjög ánægjulegt. Forráðamenn Atl- anta vissu greinilega hvað þeir væru að gera og vonaðist O’Shea til þess að framhald yrði á samstarfinu á næstu árum. Aðspurður hvort átökin í Írak gætu ekki átt eftir að hafa áhrif á þennan markað sagði O’Shea svo vera. Átök af hvaða tagi sem væri hefðu áhrif á rekstur flugfélaga en vonandi myndu áhrifin ekki vara í langan tíma. Vélarnar eru leigðar til þriggja ára og þær verða allar teknar í notk- un á næstu mánuðum, sú fyrsta er væntanleg í byrjun aprílmánaðar. Flugfloti Air Atlanta samanstend- ur af vélum sem félagið á eða hefur tekið á rekstrarleigu. Félagið leigir vélar sínar áfram til annarra flug- félaga og ferðaskrifstofa víðs vegar um heim með áhöfn og tryggingum og annast auk þess viðhald vélanna. Af fleiri samstarfsflugfélögum en hér hafa verið nefnd eru British Air- ways, Virgin Atlantic, Excel Airways og Garuda í Indónesíu. Kallar á fleiri áhafnir Hafþór sagði útlit fyrir að eftir- spurn eftir fraktflugi ætti eftir að aukast enn frekar á næstu árum og Atlanta ætlaði sér að ná í hluta af þeirri köku. Sagði hann að þetta þyrfti ekki að þýða að starfsmönnum yrði fækkað hjá félaginu þar sem flugtímar í fragtflugi væru talsvert fleiri en í farþegaflugi, sem kallaði á fleiri áhafnir á hverja flugvél. Eft- irspurn eftir stórum vélum í farþega- flugi hefði sömuleiðis minnkað. Aðspurður hvort þessi 100 nýju störf myndu skapast hér á landi sagði Hafþór að um einhver störf yrði að ræða í tengslum við viðhald, auk þess sem flugáhafnir yrðu jafnt innlendar sem erlendar. Erfitt væri hins vegar að meta á þessari stundu hve margir Íslendingar fengju vinnu vegna þessara auknu verkefna. Air Atlanta gerir samning við stærsta flugvélaleigufyrirtæki heims Veltan eykst um 6,7 millj- arða og 100 ný störf skapast Morgunblaðið/Kristinn Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, og Michael O’Shea, aðstoðarforstjóri GECAS, kynna samninginn. Líkan af Boeing 747-vél er í forgrunni. Meiri áhersla lögð á fraktflug með leigu á fjórum Boeing 747-vélum OLÍUVERÐ á heimsmörkuðum hef- ur síðustu daga snarlækkað vegna ástandsins í Írak og hefur ekki verið lægra í þrjá mánuði. Var hráolíu- tunnan komin niður í 27 dollara í gær en hækkaði svo lítillega við lokun markaða síðdegis. Fyrir viku var verðið á Rotterdam-markaði um 35 dollarar. Tók það að lækka strax og George Bush Bandaríkjaforseti gaf Saddam Hussein 48 stunda frest að- faranótt þriðjudags. Magnús Ásgeirsson hjá Olíufélag- inu fylgist grannt með gangi mála á olíumörkuðum. Hann segist vilja sjá frekari þróun næstu daga og upplýs- ingar um birgðastöðu í Bandaríkjun- um áður en hægt sé að fullyrða um að eldsneytisverð geti lækkað hér á landi. Þó sé líklegt að verðið haldist áfram lágt þrátt fyrir stríðsátökin við Persaflóa. Olíufélögin muni væntanlega meta stöðuna um næstu mánaðamót. Tryggja nægt framboð „OPEC-ríkin gáfu það út fyrir há- degi í dag [gær] að þau myndu tryggja nægt framboð af olíu þrátt fyrir ástandið. Olíuútflutningur frá Kúveit var enn sagður óbreyttur en erfitt að meta hvort það var rétt eða ekki. Flest bendir til þess að olíu- verðið muni ekki hækka strax aftur en í svona ástandi er alltaf hætta á því. Miðað við yfirlýsingar OPEC er þó ástæða til að horfa fram á bjartari tíma. Þetta er okkar tilfinning en síð- an þarf lítið að gerast ef allt fer í bál og brand. Það sýndi sig við lokun markaði, segir Magnús. Hann býst við því að markaðurinn nái jafnvægi með hráolíuverði upp á um 25 dollara á tunnuna. Hann bendir einnig á að Alþjóða orkumálastofnunin hafi gef- ið þá yfirlýsingu út í gær að þrátt fyrir stríðið í Írak sé ekki talin ástæða til að setja varabirgðir inn á markaðinn. Ríki eins og Japan og S- Kórea hafi tekið undir þetta. Allt auki þetta líkur á jafnvægi. Olíuverð ekki verið lægra í þrjá mánuði Líkur á lágu verði áfram þrátt fyrir stríðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.