Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ RagnheiðurJónsdóttir, hús- freyja, fæddist á Kollafjarðarnesi í Strandasýslu 8. maí1909. Hún lést 14. mars síðastlið- inn. Ragnheiður var dóttir hjónanna sr. Jóns Brandssonar og Guðnýjar Magn- úsdóttur og var elst átta systkina auk einnar fóstursystur. Ragnheiður giftist Skeggja Sam- úelssyni. f. 17.10. 1897, d. 24.9. 1979. Börn þeirra eru: 1) Þuríður Dagný, f. 23.2. 1930, d. 11.4. 1995, maki Gutt- ormur Þormar, f. 19.2. 1923. Þau eiga fimm börn. 2) Ragna Guðný, f. 6.1. 1932, maki Guðmundur Ingimarsson, f. 9.5. 1932. Þau eiga tvö börn. 3) Drengur lést 2ja daga gamall. 4) Ormar Odd- ur, f. 21.12. 1937, maki Sigríður Ingvarsdóttir. f. 24.4. 1939. Þau eiga fjögur börn. 5) Elín, f.1.12. 1939, maki Þorvaldur Birgir Ax- elsson, f. 22.8. 1938, d. 4.9.1997. Þau skildu. Þau eiga fjögur börn. Fyrir átti Skeggi tvö börn, þau eru: a) Knútur, f. 21.4. 1924, d. 3.12. 1996, maki Ingeborg G. Skeggjason, 25.9. 1926. Þau eiga eitt barn. b) Brynhildur, f. 24.9. 1925, maki Benedikt Ragnar Benediktsson, f. 29.1. 1921, d. 10.5. 1997, þau eiga þrjú börn. Einnig tóku þau hjón að sér frænda sinn 13 ára Gunnar Benedikts- son, f. 2.10. 1937, maki Jóhanna Pét- ursdóttir, f. 22.8. 1929. Hann á eitt barn. Ragnheiður byrjaði unglingur sem organisti hjá föður sínum séra Jóni Brandsyni og stundaði nám í Kennaraskólanum einn vetur.Ragnheiður og Skeggi bjuggu á Ísafirði til ársins 1946 er þau fluttu til Reykjavíkur. Auk þess að annast stórt og fjöl- mennt heimili stundaði Ragn- heiður lengi saumaskap. Síðustu tvö árin var Ragnheiður heim- ilismaður á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfninklukkan 15. Það er ekkert sjálfsagt mál að eiga góða ömmu. Þótt manni finn- ist það nú stundum, sérstaklega á yngri árum þegar maður tekur öllu sem gefnum hlut. Ég hugsaði um það um daginn þegar ég fór að kveðja hana ömmu mína, hvað ég væri heppin að hafa átt góða ömmu. Svona ömmu eins og mína, sem hreyfði sig svo und- urhægt og hafði alltaf nógan tíma. Ömmu með hvítt hár og mjúka við- komu og góða kímnigáfu. Það var ekki lítið gott að koma í heimsókn í Skipó, hvenær sem manni datt í hug. Hanga úti í skúr hjá afa og hlusta á sögur um Hring kóngsson og Hlina kóngsson og Hlyn kóngs- son og allt þeirra slekt, í öllum mögulegum útfærslum. Alltaf samt með köttinn úti í mýri og smjörið sem rann á sínum stað. Ég undr- aðist það alltaf hvað afi vissi deili á mörgum kóngssonum, og öllum með svona lík nöfn. Það er mikill skaði ef ömmur og afar fara öll í fulla vinnu út á vinnumarkaðinn og hætta að hafa tíma fyrir Hlina kóngsson og smá- fólkið í þessu landi. Það veit ég af eigin raun, það er mér svo ótrú- lega dýrmætt að hafa átt þess kost að sitja löngum stundum með sag- lyktina og ilm af viði í rennibekkn- um hans afa míns í nebbanum í æsku lífs míns. Hún amma mín í Skipó hét næstum því sama nafni og ég, og mér þótti vænt um hana. Ég bjó í sama húsi og hún fyrstu ár ævi minnar og var henni mjög tengd. Hún var svosem ekkert fullkomin manneskja, en hún var þannig amma að ég hef aldrei, alla mína ævi, efast um að hún elskaði mig. Samt sagði hún það aldrei berum orðum, enda ekki af þeirri kynslóð að það tíðkaðist beinlínis að fjöl- yrða um tilfinningar sínar. Maður fann það bara þegar hún snerist í kringum mann í upplestrarfríum í kyrrðinni í Skipói. Eða sat við og saumaði útvíðar kápur og innvíðar buxur til skiptis fyrir okkur, eftir tískustraumum sem henni voru framandi. Það skipti engu máli, því að það var alltaf ákveðið skilyrð- isleysi hjá ömmu. Enda var auðvit- að hvergi betra að vera og læra fyrir próf eða hvað nú hékk á spýt- unni, hún stjanaði við okkur öll sem leituðum skjóls hjá henni. Alltaf var Skipóið hennar opið upp á gátt fyrir barnabörnin sem þurftu húsaskjól um lengri eða skemmri tíma og þannig var það bara. Ekkert óþarfa vesen eða flækjur eða sálfræðilegar skil- greiningar. Hún var ekkert að velta sér of mikið upp úr hlut- unum, heldur sagði gjarnan: „Mað- ur ansar ekki rugli“ og þá var það bara afgreitt. Nú orðið er mig farið að renna í grun að steinasöfnunin hennar og endalaust dúlleríið við rósirnar úti í garði hafi átt sinn þátt í sálarró hennar, en hvoru tveggja var órof- inn hluti af henni. Rósir og stein- ar. Mér var algjörlega fyrirmunað að þekkja allar þessar drottningar hennar og dalíur, bæði Elísabetar og Margrétar en ég man að mér fannst mikið til um að amma mín, þessi gamla, krúttlega kona, var einhvern veginn svo lengi fram eftir aldri tilbúin að bæta við sig þekkingu. Þegar það var ekki einu sinni í tísku beit hún það í sig að læra ensku og fannst fátt skemmtilegra en að eiga orðastað á ensku við unglingana sína. Ég segi ekki að ánægjan hafi verið gagnkvæm á þeim tíma, en innst inni fannst mér til um hana fyrir þetta. Mig langar að heiðra hana ömmu mína fyrir síðustu langferð- ina hennar, hún var hlý og trygg- lynd amma og ég er Guði þakklát fyrir að hafa gefið mér góða ömmu sem elskaði okkur. Guð gefi henni góða heimferð og bústað við hæfi í nýjum heimkynnum. Hann verður væntanlega ekki í vandræðum með rósirnar sínar eftirleiðis. Ragna Björk. Ég var 13 ára stelpa úr sveitinni þegar ég kom til ömmu og afa í Reykjavík til þess að ganga í skóla og var hjá þeim á veturna þar til ég var 19 ára. Amma og afi voru mér afskap- lega góð og vernduðu óharðnaðan unglinginn með kærleika sínum og umhyggju. Það var alltaf notalegt hjá ömmu og afa. Afi vann á verk- stæðinu sínu í kjallaranum eða úti í skúr og þaðan barst söngur blandaður hljóðum frá rennibekk og sög og kryddaður sterkri lykt af trélími og tekkolíu. Amma vann á sínu verkstæði uppi á lofti. Þar saumaði hún fána og batt inn bækur. Hún átti mikið af góðum bókum og reyndi að kenna unglingnum að meta góðar bókmenntir. Henni þótti það reyndar ekki bera mikinn árangur. Hún átti líka mikið steinasafn og ég minnist skemmtilegra heim- sókna með henni til annarra steinasafnara. Hjá ömmu kynntist ég ýmsu nýju og framandlegu sem ég hafði ekki séð fyrir austan, kæstri skötu, hnoðuðum mör og súrsuðum hreifum. Þetta þótti mér allt mjög gott. Það var áreiðanlega heilla- stjarna sem vísaði mér veginn til ömmu minnar og á þessum tíma- mótum hugsa ég til hennar með hlýju og þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Ragnheiður Þormar. Amma mín er dáin, södd lífdaga. Hún hefði orðið 94 ára í vor. Dauð- inn er eðlilegur í framhaldi af líf- inu og oft á tíðum hvíld þeim sem fer. Þó þetta sé staðreynd sem við viðurkennum er undarlegt að sitja eftir og finna að engu verður bætt við samskipti sín við þann sem far- inn er, í þessu tilfelli ömmu mína sem var amma með stórum staf. Um leið og ég fæddist var amma stór hluti af lífi mínu því ég bjó í sama húsi og hún fyrstu tíu æviár mín ásamt foreldrum mínum. Amma var einn af hornsteinunum í lífi mínu. Hún kenndi mér bænir, las fyrir mig sögur, sagði mér æv- intýri, fór með þulur, siðaði mig til, kenndi mér mun á réttu og röngu, hrósaði mér, sagði mér að hún væri hreykin af mér og var alltaf til staðar ef ég þurfti á að halda meðan henni entust þrek og kraftar. Amma var ótrúlega þol- inmóð og umburðarlynd við okkur börnin. Í þá daga fannst mér það sjálfsagt en eftir að ég varð full- orðin sá ég það betur og betur hve ótrúlega heppin ég var að hafa átt svona ömmu. Við máttum leggja undir okkur garðinn jafnt og kjallara hússins í leikjum með vinum okkar. Það gerðum við líka óspart hvort held- ur var til að fara í eltingaleiki, baka drullukökur, skólaleiki í kjallaranum eða halda tombólur. Iðulega iðaði allt af lífi og fjöri í garðinum þegar 10–15 krakkar léku sér þar af líf og sál. Einu höftin voru þau að ekki mátti vera í boltaleik í garðinum því boltinn gat farið á fallegu rósirnar hans afa og rósirnar voru margar. Það bann virtum við. Ég var alltaf mjög stolt yfir því frelsi sem við höfðum til leikja á mínu heima- svæði því það var alls ekki algilt í þá daga, sérstaklega ekki ef garð- arnir voru jafnfallegir og okkar garður var. Ef ekki viðraði til úti- veru eða mér leiddist fór ég gjarn- an niður til ömmu og bað hana að segja mér sögu. Ömmu féll aldrei verk úr hendi og meðan hún þvoði í höndunum ullarföt, saumaði eða gerði eitthvað annað sat ég og hlustaði á hvert ævintýrið á fætur öðru. Leikir, ævintýri, sögur og ljóð einkenndu bernsku mína í húsinu hjá ömmu. Eftir að ég fluttist þaðan sótti ég áfram mikið til ömmu og afa í Skipasundi. Ekki af skyldurækni heldur af því að mér fannst svo gott að koma þang- að. Einhvern veginn var alltaf nóg við að vera þar og maður var svo velkomin. Atvikin höguðu því svo til að síð- ar átti ég eftir að flytjast aftur í húsið til hennar ásamt syni mínum og búa þar á efri hæðinni í nokkur ár. Nú fór ég einnig að sjá hana með augum fullorðinnar konu. Hún var nú farin að eldast en um- burðarlyndi hennar var samt við sig. Alla tíð hafði hún alltaf boðið alla sem á þurftu að halda vel- komna í sitt hús. Hún gekk úr rúmi fyrir aðra í bókstaflegri merkingu ef á þurfti að halda og það var ósjaldan sem einhver þurfti á því að halda. Henni fannst það svo sjálfsagt að ég held að öðrum hafi ósjálfrátt fundist það RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Jón Kristján Jó-hannsson fædd- ist í Reykjavík 30. apríl 1927. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 11. mars síðstliðinn. Foreldr- ar Jóns Kristjáns voru hjónin Jóhann Stefánsson, skip- stjóri í Reykjavík, f. 14. nóvember 1889, d. 10. september 1986, og Stefanía Þorbjörg Ingimund- ardóttir húsfreyja, f. 7. mars 1891, d. 19. febrúar 1960. Systir Jóns Krist- jáns er Margrét Unnur, f. 1926. Hinn 12. desember 1953 kvænt- ist Jón eftirlifandi konu sinni Ólafíu Sigríði Sigurðardóttur, f. á Seyðisfirði 8. september 1928. Menntaskólanum í Reykjavík 1947 og stundaði síðan nám í læknisfræði við Háskóla Íslands og lauk embættisprófi þaðan 1953. Hann stundaði sérfræðinám í skurðlækningum í Bandaríkjun- um á árunum 1953–1958. Að námi loknu fluttist hann aftur til Íslands og var í skamman tíma héraðslæknir í Húsavíkurhéraði, tók síðan við stöðu yfirlæknis við sjúkrahús Keflavíkurlæknishér- aðs og starfaði þar frá 1959 til 1972. Starfaði síðan í Reykjavík við eigin læknastofu og sem sér- fræðingur á handlækningadeild Landspítalans til 1986. Vann síð- an sem tryggingalæknir hjá Tryggingastofnun ríkisins til starfsloka. Var samhliða ofan- greindum störfum trúnaðarlækn- ir Loftleiða, síðar Flugleiða, og Íslenskra aðalverktaka, auk þess að sinna trúnaðarlæknisstörfum fyrir nokkur önnur fyrirtæki og stofnanir. Útför Jóns verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Börn þeirra eru: 1) Jóhann, f. 29. maí 1953, kvæntur Sigur- veigu Víðisdóttur, f. 12. nóvember 1954. Börn þeirra eru Hild- ur, f. 1974, Sigríður Vala og Jón Víðir, bæði f. 1987; 2) Mar- grét, f. 6. október 1954, gift Elíasi H. Leifssyni, f. 19. maí 1953. Synir þeirra eru Daði Ólafur, f. 1983, og Leifur Jón, f. 1987; 3) Sigurður Stefán, f. 8. desember 1958, kvæntur Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur, f. 28. nóvember 1960. Sonur þeirra er Stefán Þór, f. 2002. Jón Kristján ólst upp í Reykja- vík og lauk stúdentsprófi frá Við brottför Jóns K. Jóhanns- sonar læknis frá þessu tilverustigi sækja að margar góðar og skemmtilegar minningar. Kynni okkar hófust í Trygginga- stofnun ríkisins en þar starfaði Jón sem tryggingalæknir um árabil en sá sem þessar línur skrifar var þá starfsmaður lífeyrisdeildar. Samkvæmt lögum og venjum er mjög náið samstarf í milli lífeyr- isdeildar og læknadeildar og leiddi það til góðra kynna og vináttu við hinn látna. Jón var sterkur persónuleiki sem ekki fór ávallt troðnar slóðir. Yf- irburðamaður hvað varðaði þekk- ingu í læknisfræði, tungumálum, tónlist og fleiri greinum. Hann hafði starfað víða erlendis og aflað sér framhaldsmenntunar í læknis- fræði og var sérfræðingur í skurð- lækningum. Hann var þá orðinn sannkallaður heimsborgari en stóð þó ávallt föst- um fótum í íslenskum jarðvegi og þekkti fólkið í þessu landi. Jón stundaði sjó á námsárum sínum en faðir hans var hinn þekkti og viðurkenndi skipstjóri Jóhann Stefánsson, oft kenndur við togar- ann Geir RE. Jóhann var Fljóta- maður að uppruna, fæddur á Ill- ugastöðum í Flókadal og talaði Jón oft um frændur sína þaðan og þá sem fluttust til Siglufjarðar. Er margt ágætra manna af þeim ætt- um. Á læknadeild Tryggingastofnun- ar störfuðu á þessum árum frábær- ir menn sem höfðu frá mörgu að segja og voru sífellt að fræða sam- starfsmenn sína og komu einnig að því að gera tilveruna ögn skemmti- legri, þrátt fyrir alvöru og oft erf- iðleika sem vinnu í almannatrygg- ingum fylgja. Auk Jóns má nefna þá Bjarna Jónsson, Karl Strand og Stefán Bogason en þessir menn eru nú all- ir látnir. Þessir læknar höfðu allir unnið Íslandi mikið gagn og þekk- ing þeirra var margháttuð. Var mjög ánægjulegt að blanda geði við þá og síðast en ekki síst fræðast af þeim í ýmsum greinum. Jón og kona hans, Ólafía, voru höfðingjar heim að sækja og einkar notalegt að njóta gestrisni þeirra. Auk góðra veitinga og ýmissa skemmtilegra frásagna húsbóndans auk leiklistar í bland var gjarnan boðið upp á sígilda tónlist. Jón átti gott safn tónverka og bauð gestum sínum iðulega að hlýða á úrvals- tónlist úr safni sínu. Var Jón sann- arlega í essinu sínu á þessum stundum. Áður en Jón hóf störf í Trygg- ingastofnun ríkisins hafði hann gegnt læknisstörfum á Húsavík, í Keflavík og á Landspítalanum og víðar. Erlendis hafði hann starfað talsvert, m.a. í Svíþjóð og Banda- ríkjunum. Lengst vann hann í Keflavík og minnast Suðurnesjamenn hans ef- laust í dag með þakklæti fyrir mörg afrek í starfi. Bjargaði hann mörg- um mannslífum enda skjótráður og djarfur þegar líf var í læknis hendi. Þau Ólafía eignuðust þrjú börn, sem öll hafa staðið sig vel í námi og starfi. Jóni var það sérstakt gleði- efni hvað Jóhanni syni hans, lækni í Bandaríkjunum, vegnaði vel. Jó- hann er sérfræðingur í líffæraflutn- ingum og hefur veitt ráðgjöf á Ís- landi í þeim efnum. Hin síðustu ár voru Jóni mjög örðug vegna heilsubrests og gat hann ekki notið áhugamála sinna. Ýmsir reyndu þó að létta honum róðurinn auk fjölskyldunnar og nefna ber í því sambandi Braga Hansson og drengskaparmanninn Grím Guðmundsson, forstjóra Íspan. Að leiðarlokum harma ég það að hafa ekki kynnst Jóni fyrr á ævinni en þykist þess þó fullviss að eiga eftir að hitta hann síðar. Verður þá eflaust glatt á hjalla. Við Rannveig sendum Ólafíu og allri fjölskyldunni okkar einlægustu samúðarkveðjur. Vertu sæll, góði vin, og Guði fal- inn. Hilmar Björgvinsson. Kveðja stúdentsárgangs MR 1947 Á þessu vori stendur á sex tug- um ára síðan hópur ungmenna þreytti utanskóla gagnfræðapróf upp í 3ja bekk Menntaskólans í Reykjavík. Fyrir tæpu ári fagnaði sami árgangur 55 ára stúdentsaf- mæli frá skólanum. Nú er enn einn úr hópnum, Jón K. Jóhannsson læknir, kvaddur hinstu kveðju. Við Jón vorum upprunnir á sömu slóð- um Skólavörðuholtsins, en sökum bernskuflakks míns um þorpa- grundir vissum við ekki til fyrri kunnugleika hvors af öðrum. Jón var snemmþroska, tók nám sitt föstum tökum og reyndist með bestu námsmönnum í mikilli breidd faga. Við þetta bætti hann ýmsu því, sem mestur veigur var í: bók- menntum, sögu og heimspeki, sem JÓN KRISTJÁN JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.