Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 37 Elskulegur eiginmaður minn og vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS JÓNSSON, Heiðarvegi 48, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum laugardaginn 22. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Indíana Björg Úlfarsdóttir, Eygerður Anna Jónasdóttir, Þorsteinn Gísli Þorsteinsson, Ingimar Jónasson, Fríða Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn, INGÓLFUR SIGURÐSSON, Þingskálum, verður jarðsettur frá Keldnakirkju á Rangárvöllum laugardaginn 22. mars kl. 14.00. Sólveig Sigurðardóttir. Faðir minn, GESTUR ÓLAFSSON fyrrum kennari, Víðilundi 24, Akureyri, andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri, sunnudaginn 16. mars. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 24. mars kl. 13.30. Ragnheiður Gestsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLI KRISTINN BJÖRNSSON, Norðurvangi 9, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 18. mars. Jarþrúður Lilja Daníelsdóttir, Daníel Þór Ólason, Þóra Tómasdóttir, Björn Viðar Ólason, Hlynur Geir Ólason, Hilda Björk Daníelsdóttir, Sólveig Anna Daníelsdóttir, Ásta Valgerður Björnsdóttir, Erna Diljá Daníelsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, lést á heimili sínu í Hátúni 10 þann 16. mars. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sam- hjálp. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Þorsteinsdóttir Guðmundur Þorsteinsson, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilegar öllum vinum og ættingjum stuðning og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar dóttur okkar, systur og frænku, JÓHÖNNU SIGRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Viðarrima 42, Reykjavík. Kristín Ingólfsdóttir, Guðmundur Garðarsson, Garðar Lund, Marie Lund, Guðbjörg Erlín Guðmundsdóttir, Helgi Þór Helgason, Brynhildur Ósk Guðmundsdóttir, Kári Kolbeinsson og systkinabörn. Nýja Glæsibæ, sími 533 6129 • Smáratorgi, sími 544 4031 Hafnarfirði, sími 565 0480 • Reykjanesbæ, sími 421 1501 Heiðrum minningu látinna Blómalagerinn • beint frá bóndanum ✝ Ellert Rögnvald-ur Emanúelsson fæddist í Ólafsvík 27. nóvember 1933. Hann lést 9. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ásta Krist- jánsdóttir, f. 4.7. 1907, d. 29.5. 1979, og Emanúel Guð- mundsson, f. 16.7. 1911, d. 20.5. 2000. Systkini Ellerts eru Hjörtur Unnar, f. 1.7. 1936, d. 22.11. 1936, Sunna, f. 29.12. 1942, og Guðmundur Hreinn, f. 10.8. 1946, d. 27.10. 1996. Ellert giftist Lovísu Unu Pét- ursdóttur frá Stóru-Hildisey, f. 27.8. 1933, d. 22.9. 1966. Börn þeirra eru: Soffía, f. 29.10. 1960, maki Tómas Tómasson, Emanúel, f. 25.6. 1962, maki Lísa Ellertsson, og Hafsteinn, f. 8.7. 1964, d. 6.8. 1964. Uppeldissonur Ell- erts er Pétur Lúð- víksson, f. 25.1. 1957, maki Karin Uglenes. Sambýliskona Ell- erts síðustu 25 árin var Guðlaug Berg- mann, f. 17.10. 1932, d. 20.6. 2002. Útför Ellerts verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Kæri bróðir. Leiðarstjarnan sem hefur úr spuna síns ljóss ofið þann veg sem þér var ætlaður, hefur nú beint geisla sínum í annan ferðaveg, þann sem augu vor fá ei lengur fylgt. Vegskil verða þá óhjákvæmileg í ver- öld sem nærist við tímans torráðnu vé. En minningin um það ljós sem þú geislaðir frá þér inn í líf okkar sam- ferðamanna þinna lýsir áfram í vit- und vorri og nærir þá mennsku sem ljósið færir sem birtu og yl. Við upphaf ferðar þinnar var vega- nestið ríkulegt og gott, en fljótlega við mjög ungan aldur bættust hindr- anir við sem næstum höfðu bundið enda á ungt líf, heilahimnubólga og lömunarveiki samtímis tóku sinn skerf af veganesti þínu og brautina sem framundan var varðst þú að tak- ast á við sem næstum daufdumbur. En þá komu í ljós þínir listrænu hæfileikar bæði í sköpun og tjáningu ásamt því að geta endalaust séð það spaugilega í öllum hlutum og sjálfum þér líka. Þessir þættir í fari þínu urðu leiðandi þáttur í öllu þínu lífi upp frá því og þín verður minnst fyrir. Tjáskiptin lærðust smám saman með tíð og tíma og þeirri agnarlitlu heyrn sem eftir var og þar sem orð skorti sá leiklistin um restina. Í sjáv- arplássinu sem fóstraði okkur gekk lífið við vinnu og leik og lífsbaráttan síðan fyrir fullum seglum, en gaman hefði verið að vita hvað hefði getað orðið af meðfæddum hæfileikunum ef skólaleiðin hefði staðið þér opin. Þú laukst 69 árum við leik og starf og hefðir orðið sjötugur seinna á árinu. Far þú héðan, Faxi! Fyrir gluggann vaxi hlynur dýrra drauma, draumur undir hlyn. Senn á sveinninn væni svefninn fyrir vin. Hestur úti í húmi! Hérna er barn í rúmi sveipað silki og ull. Sæng með svanadúni, sjálf er vaggan gull. Stóri hvíti hestur, háskans næturgestur! Ber þig brott að skunda! Bak við fjöll og dali fagurtoppa og tryppi tölta um heiðarmó. Loks má ljúfur blunda. Ljúfur hefur ró. (Úr vögguþulu F.G. Lorca.) Hafðu þökk fyrir þig og þína sam- fylgd. Sunna Emanúelsdóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ég þekki engan sem þessi orð eiga betur við en hann Ella mág minn og vin en hann verður til moldar borinn frá Keflavíkurkirkju í dag. Vinátta okkar, sem hófst fyrir fjörutíu árum, er eitt af því besta sem mér hefur hlotnast um ævina. Vinátta sem var einlæg og sönn, við höfum glaðst og grátið saman á þessum ár- um. Sem betur fer höfum við oftar glaðst saman, enda hafði Elli frábær- an húmor og naut sín vel í góðra vina hópi. Einn af hans sérstöku hæfileikum var hversu næmur hann var á fólk. Það fylgdi því alltaf ákveðin eftir- vænting að kynna fyrir Ella einhvern sem skipti mann máli en hann var fljótur að átta sig. Elli kom svo oft auga á það sem aðrir ekki sáu, ekki síst spaugilegu hliðarnar. Ég held að okkur hafi aldrei sinn- ast á þessum fjörutíu árum þó að hon- um hafi stundum fundist ég biluð í höfðinu ef við vorum ekki sammála um einhverjar framkvæmdir sem ég bað hann að hjálpa mér með en aldrei neitaði Elli mér um aðstoð. Í lífi Ella hafa skipst á skin og skúrir eins og hjá okkur flestum. Þegar ég fluttist til Ólafsvíkur var til- veran honum erfið. Þá hafði Elli ný- lega misst eiginkonu sína, Lovísu Pétursdóttur, og eftir það varð hann að láta börnin þeirra frá sér í fóstur en Elli þraukaði. Löngu seinna eða fyrir um það bil tuttugu og fimm ár- um þegar hann hafði búið í Keflavík um tíma hóf Elli sambúð með Guð- laugu Bergmann. Það var honum og þeim báðum mikið gæfuspor. Þau áttu ótrúlega vel saman og gátu gert saman ýmislegt sem þau hefðu ekki getað hvort fyrir sig. Ég vildi að þau hefðu fengið meiri tíma saman, en öllu er afmörkuð stund, því ber að þakka þessi tuttugu og fimm ár sem þau fengu saman. Eftir lát Gullu fyrir níu mánuðum hefur Elli ekki verið nema hálfur maður enda umskiptin meiri en við gátum skilið. Fyrstu viðbrögð mín þegar mér var tilkynnt andlát hans voru reiði. Við vorum að gera svo margt skemmtilegt, aðstoða hann við kaup- in á sinni eigin íbúð sem hann átti að fá afhenta í þessari viku. Hann sem hlakkaði svo til að opna sínar eigin útidyr, við ætluðum að gera svo margt... Í þessu ferli við íbúðarkaupin höfð- um við samskipti við margt gott fólk og svona eftir á hef ég velt því fyrir mér hvers vegna þetta var svona gaman? Þar held ég að Elli hafi sjálf- ur átt stóran þátt, einlægni hans og gleði yfir því sem við vorum að gera leiddi af sér jákvæðni. Þetta er í einu skiptin sem mér hefur þótt gaman að vera í opinberum stofnunum og bið- röðum. Ég held að mér sé að renna reiðin yfir því að hann skyldi ekki fá að njóta þess að koma sér fyrir í nýju íbúðinni sinni, ég er að komast á þá skoðun að Gulla hafi þurft á honum að halda. Ef til vill við að opna þeirra sameiginlegu útidyr eða sýna honum englana... Reiðin gagnast engum en svipleg dauðsföll eins og þetta vekja mann til umhugsunar um hverfulleika lífsins og okkar eigin takmörkun. Þá er gott að eiga minningar um góðan mann sem gat sér góðan orðs- tír sem deyr aldrei. Stefáni Árna vini Ella færi ég mín- ar bestu þakkir fyrir umhyggjuna og alla hjálpina. Elli minn! Síðasta kveðjan að sinni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Svava. Ég man fyrsta skiptið þegar ég kom til Íslands og hitti tengdaföður minn í fyrsta skiptið. Frá fyrstu stundu lét hann mér líða vel, hann bauð mig hjartanlega velkomin á sitt heimili og sýndi mér landið sitt sem hann var mjög stoltur af. Ellert tengdafaðir minn var mér mjög sér- stakur og kom mér sífellt til að hlæja, hann gaf mikið af sér og lét öllum líða vel í kringum sig. Þegar ég var ófrísk af mínu fyrsta barni og komst að því að barnið var drengur vildum við að hann yrði nefndur eftir honum. Mér fannst upphefð í því að sonur minn bæri sama nafn og hann og var hann skýrður Ellert Michael. Fráfall Ellerts er okkur mikill missir. Hann mun alltaf skipa sinn sess í hjarta mínu. Kveðja, þín tengdadóttir, Elisa Victoria Mugford Ellertsson. Mig langar að rita nokkur kveðju- orð til tengdaföður míns, Ellerts Em- anúelssonar sem kvaddi þennan heim þann 9. mars sl. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til Ella. Hann var tíður gestur á okkar heimili og var hann þá ekki síst að heimsækja barnabörnin sín sem hann unni mjög. Fékk hann þá ást margendurgoldna í formi faðmlaga og kossa, afi með skegg, var hann jafnan nefndur meðal barnanna. Þau voru ófá handtökin sem hann átti hérna á bænum og var hann sí- fellt að létta undir með dóttur sinni í fjarveru minni á sjónum og þá sér- staklega með málningarvinnu, jafnt innan húss sem utan, og kann ég hon- um ómældar þakkir fyrir. Þegar ég minnist Ella kemur upp í hugann sú sérstaka frásagnarlist sem byggðist á einstökum leikrænum til- burðum sem, vegna takmarkaðrar heyrnar og málgetu, var hans aðal tjáningarmáti, þær eru ógleymanleg- ar stundirnar þegar hann komst á flug í frásögnum af liðnum atburðum í lífi sínu og var þar af nógu að taka. Ekki minnist ég Ella án þess að nefna sambýliskonu hans til margra ára, Guðlaugar Bergmann, er lést nú sl. sumar. Ég kveð nú tengdaföður minn og mun ég ætíð minnast hans með hlýju og söknuði. Tómas Tómasson, Auðsholti. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson.) Ásta. ELLERT RÖGNVALDUR EMANÚELSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.