Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 26
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 26 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn Lutein eyes Öflugt bætiefni fyrir sjónina PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. HUGMYNDIR eru um að rífa stíflu- og vatnstökumannvirki í Úlfarsá sem staðsett eru við Keldnaholt og Hafra- vatn. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar og Veiðimálastofnun eru jákvæð í garð hugmyndanna enda telur sú síð- arnefnda að niðurrif mannvirkjanna verði til hagsbóta fyrir búsvæði lax- fiska, veiði og umhverfi árinnar. For- stöðumaður Verkfræðistofu Reykja- víkurborgar bendir hins vegar á að stíflurif muni valda því að vatnsbakki Hafravatns færist talsvert frá sum- arhúsum þar í kring og leggur til að málið verði skoðað betur. Um er að ræða stíflu og inntak við Keldnaholt og stíflu við útrás Hafra- vatns en umsögn forstöðumannsins var lögð fram á fundi umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur sl. fimmtudag. Kemur þar fram að mál- ið hafi verið kynnt Fiskræktar- og veiðifélagi Úlfarsár og Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins (RALA) auk Veiðimálastofnunar og Mosfellsbæj- ar. Umtalsverð umhverfisáhrif Sem fyrr segir eru tveir síðast- töldu aðilarnir jákvæðir í garð þess að inntaksmannvirki og stíflur verði rifnar en umhverfisnefnd Mosfells- bæjar taldi þó þörf á að kanna áhrif breytinganna á lífríki Úlfarsár og Hafravatns nánar áður en endanleg afstaða verður tekin til málsins. Þá óskaði framkvæmdastjóri RALA eft- ir því að athugað yrði með vatnstöku vegna starfsemi stofnunarinnar í tengslum við rif mannvirkjanna. Segir í umsögn forstöðumanns Verkfræðistofu að við frekari skoðun hafi komið í ljós að stíflurif á báðum stöðum muni hafa umtalsverð um- hverfisáhrif og þannig sé ljóst að vatnsbakki Hafravatns muni færast talsvert frá sumarhúsum þar í kring því vatnið sé mjög grunnt upp við land. Þá sé uppistaðan við Keldna- holt talin skipta máli fyrir göngu lax- ins upp ána. Leggur hann til að inntaksmann- virki við Keldnaholt verði fjarlægt en að öðru leyti verði málið skoðað bet- ur áður en ráðist verði í niðurrif stíflnanna tveggja. Samþykkti Um- hverfis- og heilbrigðisnefnd Reykja- víkur að óska eftir áframhaldandi könnun á þeim kostum, sem fyrir hendi eru. Stíflur í Úlfarsá verði rifnar Reykjavík/Mosfellsbær Ljóst er að með því að rífa stíflur við Hafravatn og Keldnaholt í Úlfarsá muni vatnsbakki Hafravatns fjarlægjast sumarhúsin þar í grennd. Hér er horft til austurs yfir Grafarholt en efst á myndinni er Hafravatn, Reynisvatn er til hægri og Úlfarsá liggur til vinstri. ÞAÐ var mikil krakkafjöld sam- ankomin á Garðatorgi í gær þegar setningarathöfn Listadaga barna fór fram enda full ástæða til þar sem næstu fjórir dagar verða helgaðir listsköpun barna og ung- linga í sveitarfélaginu. Allir grunnskólar og leikskólar bæjarins, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ auk Tónlistarskólans og annarra stofnana taka þátt í hátíð- inni. Það var Ásdís Halla Braga- dóttir bæjarstjóri sem setti hátíð- ina en eftir það mátti sjá og heyra brot af því besta í listum barnanna auk þess sem fjöldi sýninga á verkum þeirra var opnaður. Morgunblaðið/Sverrir Krakka- fjöld á listahátíð Garðabær SÍÐUSTU daga hafa nokkrir bíl- skúrar á Seltjarnarnesinu verið troðfullir af ótrúlegasta dóti. Meðal þess sem þar er að finna eru bækur, skart, púðar, föt, rammar, klukkur, blaðagrindur, kommóða, fatahengi, pels, DVD-mynddiskur, útskorin glös og svo mætti lengi telja. Eftir morgundaginn má þó búast við því að skúrarnir verði orðnir tómir á ný því til stendur að selja alla þessa hluti á risaflóamarkaði á Eiðistorgi á morgun til fjáröflunar fyrir 5. flokk Gróttu í handbolta. Það eru hvorki meira né minna en 65 strákar og stelpur á aldrinum 12–13 ára sem hafa unnið hörðum höndum að því síðastliðna mánuði að safna dótinu saman en ætlunin er að nota ágóðann af sölunni til að fara í keppnisferð til Svíþjóðar í lok júní næstkomandi. Meðal þeirra sem hafa ekki látið sitt eftir liggja í söfnuninni eru vin- konurnar Helga Benediktsdóttir, Dagmar Magnadóttir, Vigdís Ingi- björg Pálsdóttir, Berglind Gunn- arsdóttir og Ólöf Sara Gregory. Þær tvær síðastnefndu féllust á að segja blaðamanni svolítið frá uppá- tækinu. „Það eru mömmur úr Gróttu og fullt af fólki sem skipu- leggja þetta,“ segja þær þegar þær eru inntar eftir því hver hafi komið flóamarkaðssöfnuninni af stað. Enda segja þær foreldra krakk- anna hafa verið meira en liðlega við að ljá þeim geymslupláss undir allt dótaríið. Bubbi og Jóhann Örn troða upp Aðrir foreldrar ætla að leggja málstaðnum lið með annars konar hætti á sjálfum flóamarkaðsdeg- inum. „Bubbi Morthens ætlar að syngja og Jóhann Örn verður með línudans,“ segir Ólöf og þær stöllur upplýsa að báðir listamennirnir eigi krakka í hópnum. Flóamarkaðinum sjálfum verður komið fyrir á opna svæðinu á Eiðistorgi og eiga vin- konurnar von á að á morgun verði rýmið meira og minna undirlagt undir herlegheitin. Þær segjast vonast til að ná að safna 70–80 þúsundum króna á flóamarkaðinum og ætti ekki að verða skotaskuld úr því miðað við öll ósköpin sem verða þar til sölu. „Við höfum fengið allskonar dót,“ segir Berglind, „dúka, föt, bækur, skart og allt mögulegt. Meira að segja fengum við einhverjar regn- hlífar sem á að hengja upp á vegg.“ Eftir nánari umhugsun verða vinkonurnar þó sammála um að það allra undarlegasta hljóti þó að vera gylltir og silfurlitaðir tannburstar sem voru gefnir á flóamarkaðinn. „En þeir eru ónotaðir,“ taka þær fram að lokum. Tann- burstar og troðnir bílskúrar Morgunblaðið/Jim Smart Ryksugur og skíðaskór: Vinkonurnar Vigdís Ingibjörg, með systur sína Ingu Þóru í fanginu, Dagmar, Berglind, Ólöf og Helga með hluta af því góssi sem verður til sölu á Eiðistorgi á morgun. Seltjarnarnes Sextíu og fimm krakkar halda risaflóamarkað á Eiðistorgi á morgun Á MILLI 80 og 90 manns komu sam- an á íbúaþingi í Bessastaðahreppi sem haldið var í Álftanesskóla á laug- ardag. Þingið var hið fyrsta sinnar tegundar sem haldið er í hreppnum. Kjörorð íbúaþingsins voru Horfum til framtíðar – mótum hreppinn okkar saman. Unnið var með fjóra megin- þætti en þeir voru skólamál, fjöl- skyldumál, umhverfismál og útivist og loks menningarmál og ferðaþjón- usta. Var þátttakendum skipt í átta vinnuhópa sem mótuðu stefnu varð- andi ofangreind málefni. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar sveitarstjóra munu niðurstöður þingsins nýtast hreppnum við áætl- anagerð og stefnumótun í framtíð- inni. „Við erum að móta skólastefnu og fjölskyldustefnu þannig að við fáum góðar upplýsingar inn í þá mála- flokka báða. Svo erum við að fara af stað með endurskoðun aðalskipulags auk þess sem menn eru að vinna að undirbúningi menningarhúss og þar höfum við fengið gott efni líka.“ Opinn kynningarfundur um niður- stöður íbúaþingsins verður haldinn í hátíðarsal íþróttahússins þriðjudag- inn 25. mars nk. kl. 20:30. Vel sótt íbúaþing Bessastaðahreppur Unnið var í átta vinnuhópum á þinginu. Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.