Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 28
SUÐURNES 28 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Inflúensa meðal nemenda í rénun Ástandið ennþá slæmt – einn nemandi í 6. bekk í Holta- skóla frískur INFLÚENSA, sem herjað hef- ur á nemendur í Reykjanesbæ sem og annars staðar á landinu og raunar fólk um allt land, virð- ist vera í rénun ef marka má fjölda þeirra barna sem hafa til- kynnt sig veik í skólum í Reykjanesbæ undanfarna daga. Í fyrradag var þriðjungur barna í Holtaskóla frá vegna veikinda, samtals 151 barn, en Jónína Guðmundsdóttir skóla- stjóri segir að þau hafi verið eitt- hvað færri sem voru veik í gær. Þau voru samt yfir hundrað. Í einum 6. bekk skólans var t.a.m. aðeins einn nemdandi mættur. Sagði hún það til marks um hvernig inflúensan hegðaði sér, heilu bekkirnir legðust í veik- indi. Björn Víkingur Skúlason, að- stoðarskólastjóri í Heiðarskóla, sagði um 15–20% nemenda hafa verið veik að undanförnu, sam- tals á bilinu 60–100 manns. Hann sagði að kennarar hefðu margir hverjir einnig nælt sér í pestina en útlit væri fyrir að veikindi væru í rénun. Vilhjálmur Ketilsson, skóla- stjóri Myllubakkaskóla, sagði ástandið eðlilegt í skólanum. Inflúensan hefði stungið sé nið- ur fyrir helgi og 50–70 börn hefðu lagst í veikindi þá. Nú væri hins vegar að draga úr veikindum. Um 390 nemendur eru í skólanum. Þær upplýsingar fengust í Njarðvíkurskóla að inflúensan væri í rénun. Í gær voru 76 nem- endur skráðir veikir af 413 nem- endum. Biðtíminn hefyr styst Að sögn Sigurðar Árnasonar, yfirlæknis heilsugæslunnar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, er von til þess að hámarki inflú- ensufaraldursins sé náð. „En það er náttúrulega fleira en inflúensa í gangi, þetta er hið klassíska sýkingatímabil með hvers kyns veirusýkingum.“ Sigurður sagði að fjöldi manns hafi leitað sér aðhlynn- ingar á heilsugæslunni undan- farið en nú væri heldur að draga úr tilfellum. Hann segir að þó nokkur lungnabólgutilfelli hafi komið upp í kjölfar inflúensu, einkum hjá ungum börnum, 6 mánaða og upp í tíu ára aldurinn. Spurður hvernig hafi gengið að sinna þeim sem leita sér að- stoðar í ljósi læknaskorts hjá Heilbrigðisstofnuninni segir Sigurður að þörf hafi verið á að endurskipuleggja starfsemina til að mæta álaginu og færa verkefni til milli ólíkra lækna. „Við höfum sinnt bráðatilfell- um og ég fullyrði að bráðatilfell- um hefur verið sinnt vel. Ókost- urinn er sá að fólk hefur þurft að bíða lengi en biðin hefur samt styst.“ Undanfarnar tvær vikur hef- ur Heilbrigðisstofnunin verið með aðstoðarlæknamóttökur, allt frá tveimur og upp í fjórar á dag. Þær eru mannaðar af læknanemum á 5. og 6. ári og hafa sinnt tilfellum sem ekki hafa endilega flokkast sem bráðatilfelli. Reykjanesbær HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ er að skoða hvort unnt sé að finna bráðabirgðalausn á vanda heilsu- gæslunnar á Suðurnesjum. Í því felst að ráðuneytið ætlar að reyna að aðstoða Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja við að manna heilsugæsl- una. Einn heilsugæslulæknir er sem stendur að störfum á stofn- uninni en ítrekað hefur verið aug- lýst eftir heilsugæslulæknum og viðbrögðin engin verið. Skýrist vonandi næstu daga Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra átti í gær fund með fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofnun- ar Suðurnesja og öðrum yfirmönnum stofnunarinnar þar sem rætt var um bráðavanda heilsugæslunnar og framtíðarupp- byggingu heilbrigðisþjónustu á svæðinu. „Við erum að skoða hérna í ráðuneytinu hvort við getum hjálp- að eitthvað til við að manna heilsu- gæsluna. Við erum ekki búin að leysa þessa mönnun en við erum að skoða það. Ég vonast til að það skýrist á næstu dögum,“ sagði ráð- herra. Hann segir að ráðuneytið hafi stutt hugmyndir Heilbrigðisstofn- unarinnar um að efla sérfræði- þjónustu. Hins vegar verði heilsu- gæslan áfram grunnþjónustan á svæðinu sem byggir á svipuðu lík- ani og tíðkast hefur víða á lands- byggðinni. Einboðið sé að gott samstarf verði á milli heilsugæslu og sjúkrahúss. Hann segir það alls ekki viðunandi að einn heilsu- gæslulæknir sé að störfum á 17.000 manna íbúasvæði. Ráðuneytið muni reyna að hjálpa til við að bæta úr því ástandi, ef ekki með fastráðning- um til langs tíma þá til einhvers tíma meðan menn séu að ná áttum. Fjárhagsvandi til athugunar Jón segir að ráðuneytið hafi haft til meðferðar fjárhagsvanda stofn- unarinnar. „Þarna hefur verið fjár- hagsvandi á undanförnum árum og við þurfum á einhverju stigi að fást við það mál. Við erum að und- irbúa fjárlagagerð fyrir næsta ár og munum taka tillit til þeirra mála í því efni.“ Hann segir að kappkostað verði að leysa bráða- vanda heilsugæslunnar, þ.e. læknaskort, svo menn fái tóm til að móta framtíðarstefnu stofnun- arinnar í heild. Sigríður Snæbjörnsdóttir, fram- kvæmdastjóri HSS, sagðist sjálf hafa óljósar hugmyndir um þær viðræður sem væru í gangi milli ráðuneytisins og einhverra aðila. „Ég sjálf hef mjög litlar upplýs- ingar.“ Hún sagði að heilsugæslan væri að reyna að gera sitt besta við erf- iðar aðstæður. Meðal annars hefðu nemar á 5. og 6. ári í læknisfræði unnið á stofnuninni að undanförnu undir eftirliti og hefði það gefist vel. „Ég vonast til þess að þetta unga fólk muni jafnvel verða hjá okkur eitthvað áfram,“ segir hún. Ráðuneytið athugar hvort unnt sé að finna bráðabirgðalausn á læknaskorti Ætla að reyna að aðstoða við ráðn- ingar á læknum Reykjanesbær ÞAÐ er alltaf gaman að sjá fram- farirnar hjá krökkunum í 7. bekk Grunnskólans í Grindavík í upp- lestri þegar þau eru að æfa sig fyr- ir stóru upplestrarkeppnina. Flest- ir nemendur bekkjanna byrja keppnina en síðan er hópurinn skorinn niður og svo aftur þannig að í úrslitakeppninni taka þátt tíu bestu upplesararnir. Óhætt er að segja að upplestrarkeppnin í fyrra- dag hafi verið jöfn en eins og æv- inlega eru einhverjir aðeins betri en aðrir. Sú sem sigraði heitir Sól- veig Dögg Birgisdóttir og fékk að launum 15 þúsund kr. frá spari- sjóðnum og bókina Þjóðsögur við sjó frá Eddu – Miðlun, reyndar fengu allir tíu efstu bókina frá bókaútgefandanum. Sólveig Dröfn Jónsdóttir hafnaði í öðru sæti og fékk auk bókar inneign í spari- sjóðnum upp á 10.000 kr. og í þriðja sæti varð Jón Ágúst Eyjólfs- son en hann fékk 5.000 kr. frá sparisjóðnum. „Krakkarnir búnir að standa sig vel, mikill undirbúningur og æf- ingar. Það er mjög skemmtileg hefð hjá okkur í undirbúningi þess- arar keppni en það er að krakk- arnir lesa fyrir yngri nemendur kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum. Ég er mjög ánægð með hvernig til tókst og ekki skemmdu tónlistar- atriðin frá Tónlistarskóla Grinda- víkur fyrir,“sagði Valdís Krist- insdóttir, deildarstjóri 5.-7.bekkar. Morgunblaðið/Garðar P. Vignisson Krakkarnir sem höfnuðu í tíu efstu sætunum í upplestrarkeppninni. Stóra upplestrarkeppnin Grindavík AKUREYRI Skákþing Norðlendinga í yngri flokkum hefst á morgun, laugardag- inn 22. mars, kl. 13.30. Teflt verður í Brekkuskóla og verður teflt í stúlknaflokki, unglingaflokki, 13 til 16 ára, drengjaflokki, 10 til 12 ára, og að lokum í barnaflokki. Á sunnu- dag hefst taflið kl. 13 og verður þá aðalmótið klárað og að því loknu hefst hraðskákmót. Á MORGUN KJARNAFÆÐI og Norðlenska, tvö stærstu kjötvinnslufyrirtækin í Eyjafirði, kanna nú möguleika á að stofna sameiginlegt félag um kaup á þrotabúi Íslandsfugls. Félagið, sem varð gjaldþrota í liðinni viku, hefur verið starfandi í Dalvíkurbyggð um tveggja ára skeið. „Við erum að skoða þetta, en ætl- um okkar að stíga hægt til jarðar, eins og staðan er nú er ekki grund- völlur fyrir því að framleiða fugl fyr- ir kostnaði,“ sagði Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norð- lenska. Forsvarsmenn fyrirtækjanna áttu fund með starfsfólki Íslandsfugls þar sem staðan var kynnt, en Sig- mundur sagði að verið væri að kanna möguleika á endurreisn fyrirtækis- ins. Hann sagði að ef niðurstaðan yrði sú að félagið yrði selt í bútum væri það glatað. Sigmundur sagði að til að fyrirtækið bæri sig þyrfti það að stækka og framleiðslan að aukast, „og við erum að skoða hvaða leiðir eru færar í þeim efnum“. Sigmundur sagði að málin myndu skýrast eftir einhverja daga eða í byrjun apríl. Ólafur Rúnar Ólafsson skipta- stjóri sagði að búið væri að tryggja að varphænustofninum yrði ekki slátrað, en í honum fælust mikil verðmæti fyrir félagið. Hins vegar á ekki að klekja út ungum fyrst um sinn. „Það er enn unnið að því að skoða forsendur fyrir rekstri kjúklingabús á Dalvík, en niðurstaða er ekki feng- in í málinu,“ sagði Ólafur Rúnar. Hann sagði einnig unnið að því að bjarga verðmætum og er nú unnið að því að pakka fugli sem til var hjá fyrirtækinu í neytendapakkningar. Þá er fyrirhugað að slátra með venjubundnum hætti í byrjun næstu viku. Ólafur Rúnar sagði að starfsfólk Íslandsfugls hefði sýnt óvissu- ástandi sem ríkt hefði síðustu daga mikinn skilning og það verið tilbúið að leggja mikið á sig til að bjarga verðmætum. „Það er mikill styrkur fyrir Íslandsfugl hvað félagið hefur gott starfsfólk.“ Kjarnafæði og Norðlenska Kanna kaup á þrotabúi Íslandsfugls MIKILL áhugi er fyrir íbúðum sem Húsnæðissamvinnufélagið Búseti á Akureyri hyggst selja í Nausta- hverfi. Að sögn Heimis Ingimars- sonar, framkvæmdastjóra Búseta, hefur félagið verið að byggja að meðaltali 20 íbúðir á ári undanfarin þrjú ár og er stefnt að því að halda áfram á sömu braut. Búseti auglýsti á dögunum eftir umsóknum vegna 20 íbúða í Naustahverfi, sem ætl- unin er að afhenda á næsta ári og bárust alls 42 umsóknir. Heimir sagði að félagið hefði verið að kanna viðhorf fólks til væntanlegra fram- kvæmda. „Við höfum ekki trygga fjármögnun á öllu því sem við viljum byggja en væntum þess að fá fjár- magn hjá Íbúðalánasjóði til fram- kvæmdanna. Áhuginn er fyrir hendi, eða um tvær umsóknir á hverja íbúð. Þessi áhugi er í sam- ræmi við reynslu undanfarinma ára. Þegar við auglýstum 20 íbúðir í Klettaborg fengum við um 50 um- sóknir, þannig að þetta virðist vera viðvarandi ástand hér.“ Heimir sagði að þessi mikla eft- irspurn bæri jafnframt með sér að ekki væri um að ræða offramboð á leigumarkaðnum í bænum. Búseti afhenti fyrstu fjórar íbúðirnar af 20 í Klettaborg um síðustu mánaðamót og eru þær allar fimm herbergja. Heimir sagði að fjórar íbúðir yrðu afhentar þar um hver mánaðamót fram til mánaðamótanna júní/júlí. Byggingafyrirtækið Hyrna byggir íbúðirnar í Klettaborg og sagði Heimir að félagið fengi íbúðirnar á mjög hagstæðu verði. Í hverju húsi eru fjórar íbúðir og eru þær mjög mismunandi að stærð, eða frá tveggja til fimm herbergja. Heimir sagði að félagið legði áherslu á að haga gerð og stærð íbúða sinna með tilliti til þeirra óska sem fram komi í umsóknum félagsmanna. Búseti hefur lýst yfir áhuga á svæði undir alls 100 íbúðir í Nausta- hverfi á næstu árum. Heimir sagði að bæjaryfirvöld hefðu lýst því yfir að hugmyndir félagsins yrðu teknar til umfjöllunar við skipulag næsta svæðis þar. Búseti mun afhenda 100. íbúðina á Akureyri nú í vor. Mikill áhugi á íbúðum Búseta Morgunblaðið/Kristján Byggingafyrirtækið Hyrna er að byggja 20 íbúðir í Klettaborg fyrir Búseta og voru 4 fyrstu íbúðirnar afhentar um síðustu mánaðamót. Félagið hyggst einnig byggja 20 íbúðir í Naustahverfi sem verði tilbúnar á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.