Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Sigur á Tékkum ÍSLENSKA landsliðið í bad- minton hafði betur á móti Tékkum í gær, 3:2, á heimsmeistaramóti lands- liða sem nú stendur yfir í Hollandi. Tómas Viborg og Ragna Ingólfsdóttir höfðu betur í leikjum sínum í einliðaleik og Tómas ásamt Nirði Lúð- víkssyni unnu tvíliðaleik sinn. Íslendingar höfnuðu í þriðja sæti af fjórum í sín- um riðli og eiga í höggi við Svisslendinga í dag. DANSKA knattspyrnusambandið, í sam- vinnu við fleiri evrópsk knattspyrnusam- bönd, hefur viðrað tillögur um breytingar á undankeppni Evrópukeppni landsliða og heimsmeistarakeppninnar með það fyrir augum að fjölga „alvöruleikjum“ og um leið fækka vináttulandsleikjum en áhugi fyrir þeim er lítill og fer minnk- andi. Hugmyndirnar ganga út á að fjölga þjóðum í hverjum undanriðli stórmóta þannig að sjö eða átta þjóðir verði í hverj- um riðli í stað fimm eins og nú er að jafn- aði. Þar með væru fleiri spennandi lands- leikir á boðstólum. „Það hefur verið mikil umræða um þessi mál innan Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, síðustu ár og meðal annars var gerð skoð- anakönnum hjá aðildarþjóðum UEFA þar sem skýr vilji kom fram um að fækka vináttulands- leikjum,“ sagði Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ í gær. „Við höfum margoft lýst yfir stuðningi við hug- myndum um að fjölga leikjum í und- ankeppnunum og vonandi ná hugmyndir sem þessar fram að ganga,“sagði Geir. Hann sagðist ekki vera viss um hvenær þessar tillögur yrðu teknar fyrir en reikn- ar jafnvel með að það verði gert áður en dregið verður í undankeppni HM undir lok þessa árs. Undankeppni HM gæti því verið með breyttu sniði, fleiri þjóðir sam- an í riðli. „Þessar breytingar eru jákvæð- ar fyrir okkur. Með þeim aukast enn líkur okkar á að dragast í riðil með stórþjóðum og þar af leiðandi gætu tekjur okkar af sölu sjón- varpsréttar aukist,“ sagði Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ. Fleiri leikir í undankeppni stórmóta í Evrópu Geir GUÐMUNDUR E. Steph- ensen varð í gær Nor- egsmeistari í borðtennis með liði sínu, B-72 frá Osló. Guðmundur og fé- lagar hans mættu liði Modum í úrslitaleik norsku úrvalsdeild- arinnar og eftir hörku- spennandi viðureign hrósaði B-72 sigri, 5:4. Guðmundur var svo sannarlega dýrmætur sínu liði. Hann vann báða leiki sína í ein- liðaleik, þann fyrri gegn Kínverjanum Chen Yukie, 3:2 (10:12, 11:6, 11:6, 8:11 og 11:6), og þann síðari á móti Norðmanninum Roar Blikken, 3:0 (11:9, 11:4 og 11:6). Guðmundur og Joachim Sörensen unnu svo tvíliðaleikinn á móti Blikken og Yujie, 3:2. Gestirnir voru ekki viðbúnir bar-áttuglöðum Grindvíkingum en tókst þó að halda í við þá þar til staðan var 12:12. Þá hertu heimasæturn- ar á baráttunni og sigu framúr en það munaði samt ekki miklu. Mest varð forskotið níu stig en gestirnir eygðu von eftir að Hildur Sigurðardóttir skoraði fyrstu þriggja stiga körfu leiksins um miðjan annan leikhluta og mun- urinn tvö stig. Vonin ein og sér dugði ekki og Grindavíkurstúlkur tóku upp þráðinn á ný og náðu mest 11 stiga forystu um miðjan þriðja leikhluta. Nú var komið að góðum spretti KR-stúlkna og litlu munaði að þeim tækist að brjóta baráttu Grindvíkinga á bak aftur þegar for- skotið fór aftur niður í tvö en þó baráttan væri farin að taka sinn toll tókst Grindvíkingum að halda haus. Í stöðunni 68:66 fékk KR fjögur vítaskot til að snúa taflinu við en tókst ekki og Grindavíkurstúlkur sem gáfu allt í lokasprettinn. „Nú náðum við að spila að okkar hætti, við vorum ragar í fyrri leikn- um en löguðum það,“ sagði Sandra D. Guðlaugsdóttir, fyrirliði Grinda- víkur. „Við byrjuðum af krafti og spiluðum góða vörn og þegar við bættist góður sóknarleikur, sem var ekki til staðar síðast, vinnum við. Í oddaleiknum mun betra liðið vinna og það erum við, ekki síst ef við náum öðrum svona leik.“ Liðsheildin skilaði Grindavík sigrinum og allar lögðu stúlkurnar hönd á plóg. Yvonne D. Shelton með tíu fráköst, 6 stoðsendingar og fjögur varin skot og Stefanía H. Ás- mundsdóttir voru þó bestar. Annað hljóð var í strokknum hjá KR. „Við komum augljóslega ekki tilbúnar í þennan leik eða vorum þegar komnar með hugann í úr- slitaleikinn við Keflavík,“ sagði KR-ingurinn Helga Þorvaldsdóttir. „Við spiluðum enga vörn, það var engin barátta og við spiluðum ekki sem lið. Þegar við þetta bætist að leikgleðin er engin er ekki von á góðu. Þær rúlluðu yfir okkur í byrj- un og við náðum aldrei að jafna.“ Hildur með tíu fráköst og Jessica Stomski tólf voru bestar hjá KR. Grindvíkingar gáfu ekkert eftir Morgunblaðið/Golli Barist um knöttinn. Grindvíkingurinn Stefanía H. Ásmunds- dóttir og KR-ingurinn Helga Þorvaldsdóttir. BARÁTTA fleytti Grindavík- urstúlkum langt inn í leikinn þegar KR kom í heimsókn til þeirra í gærkvöldi – í öðrum leik liðanna um að komast í úrslit Ís- landsmótsins. Þegar á leið tók baráttan sinn toll, en enn var nóg af baráttuvilja og hann skil- aði Grindavíkingum sigri, 72:67 – og oddaleik. Stefán Stefánsson skrifar KÖRFUKNATTLEIKUR Grindavík - KR 72:67 Íþróttahúsið Grindavík, undanúrslit Ís- landsmóts kvenna, annar leikur, fimmtu- daginn 20. mars 2003. Gangur leiksins: 0:2, 4:4, 6;8, 10:8, 12:12, 18:12, 19:16, 23:16, 27:16, 29:18, 29:23, 32:27, 33:30, 37:30, 39:35, 46:37, 48;41, 52:41, 55:46, 55:53, 57:55, 61:55, 64:59, 68:66, 70:67, 72:67. Stig Grindavíkur: Yovenne D. Shelton 20, Stefanía Ásmundsdóttir 16, Sólveig H. Gunnlaugsdóttir 13, Sigríður A. Ólafsdóttir 11, Guðrún Ó. Guðmundsdóttir 7, Jovana L. Stefánsdóttir 4, Erna R. Magnúsdóttir 1. Fráköst: 22 í vörn - 11 í sókn. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 19, Jessica Stomski 16, Hanna Kjartansdóttir 11, Helga Þorvaldsdóttir 11, Gréta M. Grét- arsdóttir 8, María Káradóttir 2. Fráköst: 26 í vörn - 20 í sókn. Villur: Grindavík 20 - KR 20. Dómarar: Þröstur Ástþórsson og Helgi Bragason. Áhorfendur: 103.  Staðan 1:1 og liðin mætast í oddaleik á mánudaginn kl. 19.15. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Indiana - Boston ................................. 102:72 Toronto - Atlanta.................................. 87:86 Memphis - Cleveland ....................... 128:101 Phoenix - Utah...................................... 86:99 Golden State - Seattle ........................ 105:99 Orlando - Miami.................................. 109:93 New Jersey - Milwaukee ................... 85:104 New Orleans - New York................... 101:96 Portland - Houston............................... 94:83 LA Clippers - Denver .......................... 91:78 KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn 8-liða úrslit, síðari leikir: Panathinaikos - Porto ............. e. framl. 0:2 Derlei 15., 103.  Porto áfram, 2:1 samanlagt. Besiktas - Lazio........................................ 1:2 Sergen Yalchin 83. - Stefano Fiore 5., Lu- cas Castroman 10.  Lazio áfram, 3:1 samanlagt. Liverpool - Celtic ..................................... 0:2 Alan Thompson 45., John Hartson 81.  Celtic áfram, 3:1 samanlagt. Boavista - Málaga...................... e. framl 1:0 Luiz Claudio 81.  Boavista áfram, 1:1 samanlagt eftir fram- lengingu en Boavista sigraði í vítaspyrnu- keppni, 4:1. BLAK Bikarkeppni karla 8-liða úrslit: Hrunamenn - Þróttur R. ......................... 1:3 (21:25, 25:22, 20:25, 16:25) Stjarnan - ÍS ............................................. 3:2 (25:18, 26:28, 23:25, 25:14, 15:13) KNATTSPYRNA Deildabikar karla: Egilshöll: Fylkir - FH...........................18.30 Egilshöll: KR - Þór................................20.30 Boginn: Leiftur/Dalvík - Fjarðabyggð19.15 Boginn: Tindastóll - Njarðvík ..............21.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna, undanúrslit, annar leikur: Njarðvík: UMFN - Keflavík.................19.15 FIMLEIKAR Íslandsmót í hópfimleikum og áhaldafim- leikum hefst í Laugardalshöllinni í kvöld kl. 19.15–20.50. Þá verður undankeppni í hóp- fimleikum og krýndir verða Íslandsmeist- arar á áhöldum. SUND Innanhússmeistaramót Íslands, fyrsti keppnisdagur í Vestmannaeyjum. Úrslita- sund 17 til 19. Í KVÖLD FÓLK  PÁLL Gísli Jónsson sem hefur ver- ið varamarkvörður úrvalsdeildarliðs ÍA í knattspyrnu mun að öllum líkind- um ganga í raðir 1. deildarliðs Breiða- bliks. Gísli, sem á eitt ár eftir af samn- ingi sínum við ÍA, stendur í deilu við forráðamenn ÍA um greiðslu á núgild- andi samningi og er málið komið inn á borð gerðardómstóls KSÍ.  PÁLL segir í samtali við Skessu- horn að hann eigi í viðræðum við Breiðablik og að ÍA hafi gefið honum leyfi að yfirgefa félagið hver sem úr- skurður gerðardómsins verður. Páll er 20 ára gamall og hefur leikið einn leik með ÍA í úrvalsdeildinni.  OUSMANE Traore, varnarmaður frá Burkina Faso, er í sigtinu hjá Ars- ene Wenger, knattspyrnustjóra Ars- enal, sem leitar að varnarmönnum í hóp sinn. Traore er 26 ára og leikur með franska 2. deildarliðinu Valence. Þjálfari liðsins hefur staðfest að Wenger hafi spurst fyrir um leik- manninn.  MIROSLAV Klose, sóknarmaður hjá Kaiserslautern, leikur að öllum líkindum með Barcelona á næstu leiktíð.  KLUKKAN þrjú á laugardaginn ætla stuðningsmenn Manchester United að koma saman fyrir utan Old Trafford og mótmæla því að lang- flestir heimaleikir liðsins á þessari leiktíð hefjast í hádeginu á laugardög- um í stað hins hefðbundna tíma kl. þrjú.  AÐEINS fimm heimaleikir Man- chester United á leiktíðinni hefjast klukkan 3 á laugardegi og finnst stuðningsmönnum félagsins það vera fyrir neðan allar hellur og vilja að hið minnsta helmingur heimaleikja á keppnistíð hefjist á hinum rótgróna tíma. Það er vegna óska sjónvarps- stöðvanna Sky og BBC sem leikirnir hafa í svo miklum mæli verið fluttir framar á daginn.  OGUZ Çetin, þjálfari Fenerbahce, hefur bannað fimm leikmönnum fé- lagsins að æfa með aðalliðinu og jafn- framt tilkynnt þeim að róa á önnur mið fyrir næstu leiktíð, þeir fái ekki frekari færi hjá Fenerbahce. Çetin þykir leikmennirnir hafa staðið sig svo illa – að þeir hafi frekar spillt fyrir liðinu en hitt. Meðal leikmannana eru tveir landsliðsmenn Tyrkja, Ogun Temizkanoglu og Abdullah Ercan. Guðmundur E. Guðmundur Noregsmeistari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.