Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna Petersenfæddist á Kaldr- ananesi á Ströndum 25. ágúst 1914. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Efemía Bóasdóttir, f. 9. apr- íl 1875, d. 2. janúar 1957, og Magnús Andrésson, f. 23. september 1874, d. 29. janúar 1918, Kleifum í Kaldbaks- vík. Anna var næst- yngst ellefu systkina, sjö komust til fullorðinsára, Guðrún, Guð- björg, Andrés og Bóas, sem öll eru látin, og Ríkey og Óskar sem lifa systur sína. Anna giftist 17. september 1938 Bernhard Petersen stór- kaupmanni, f. 28. mars 1886, d. 8. apríl 1962. Bernhard var fæddur á Senja í Noregi en flutt- ist til Íslands árið 1905. Börn þeirra eru: 1) Bernhard, Margrét, f. 30. mars 1968, gift Sigtryggi Hilmarssyni, þau eiga tvo syni. b) Erna, f. 17. febrúar 1977. c) Gunnar Örn, f. 13. mars 1980. 4) Ævar, f. 15. janúar 1948, kvæntur Sólveigu Bergs. Börn þeirra: a) Anna Björg, f. 23. júlí 1971, gift Magnúsi Pálma Örn- ólfssyni, þau eiga son. b) Magnús Helgi, f. 16. júlí, 1975. Sonur Bernhards Petersen er Gunnar Petersen, f. 11. október 1923, kvæntur Guðmundu Petersen, f. 25. júní 1921. Sonur þeirra er Steinar Petersen, f. 18. nóvem- ber 1946, kvæntur Gretu Björg- vinsdóttur, f. 4. desember 1946, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Anna fylgdi móður sinni, ein barna, eftir að faðir hennar lést og voru þær búsettar á ýmsum stöðum á Ströndum og í Húna- vatnssýslu uns Anna flutti til Reykjavíkur rúmlega tvítug og bjó þar síðan. Hún var húsmóðir og hélt heimili til ársloka 2000. Í ársbyrjun 2002 flutti hún á Hjúkrunarheimilið Sóltún. Anna var félagi í Oddfellowreglunni og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands. Útför Önnu verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. f. 13. janúar 1939, kvæntur Önnu Maríu Sigurðardóttur Pet- ersen, f. 4. október 1942. Börn þeirra: a) Bernhard Alfred, f. 17. júlí 1964, kvænt- ur Erlu Guðmunds- dóttur, þau eiga tvær dætur. b) Hrönn, f. 16. október 1965, maki Ævar Gíslason, þau eiga saman eina dóttur. c) Egill Örn, f. 13. janúar 1974, maki Hildur Brynja Andrésdóttir, Egill á son. 2) Elsa Ingeborg, f. 26. maí 1940, gift Boga Ísak Nilssyni. Börn þeirra: a) Bernhard Nils, f. 6. júlí 1963, kvæntur Kolbrúnu Brynju Egilsdóttur, börn þeirra eru þrjú. b) Bogi Nils, f. 18. apríl 1969, kvæntur Björk Unnarsdótt- ur, þau eiga tvö börn. c) Anna María, f. 2. september 1972. 3) Othar Örn, f. 8. janúar 1944, kvæntur Helgu Johnson Peter- sen. Börn þeirra: a) Ásthildur Það var á vordögum 1959 sem ég naut gestrisni Önnu Petersen í fyrsta sinn. Ég var meðal bekkj- arsystkina dóttur hennar í matar- boði sem Anna hélt okkur prúðbún- um á peysufatadegi Verzlunar- skólans. Mér til hrellingar varð mér á að missa krásir niður á fal- legt gólfteppið í stofunni svo ég sjálfur vildi helst af öllu komast niður úr gólfinu. En húsmóðirin gerði lítið úr þessu og sagði mér að hafa ekki áhyggjur af smáræði. Það var einmitt jákvætt hugarfar og gestrisni jafnvel rausnarskapur sem einkenndi Önnu öðru fremur og kynntist ég forsmekknum af þessum eiginleikum hennar þegar ég hitti hana þarna í fyrsta skipti. Anna tengdamóðir mín fæddist ekki með silfurskeið í munni frekar en margir aðrir á þeim árum. Hún missti föður sinn þegar hún var enn á barnsaldri og lífsbaráttan á Ströndum var erfið ungri móður hennar sem neyddist til fela öðrum að ala upp mörg barna sinna. Anna dvaldi hins vegar áfram með móður sinni og bjuggu þær um hríð einnig í Húnavatnssýslu og í Skagafirði með frændfólki. Hún var aldrei sátt við myrkrið í dimmum bæj- unum og í barnsminni hennar voru jólin fyrst og fremst minning um kertaljós og mettan maga. Hún fór ung að vinna fyrir sér en hugur hennar stóð til náms og menntunar. Vílaði hún ekki fyrir sér að ganga tugi kílómetra til þess að fá leiðsögn í tungumálum og hannyrðum og Anna var menntuð kona þótt skólagangan yrði stutt. Svo miklar breytingar urðu á högum hennar þegar hún giftist og stofnaði heimili með Bernhard Pet- ersen að tæpast verður með orðum lýst. Má með sanni segja að hún hafi lifað tímana tvenna. En ekki ofmetnaðist hún við breyttan lífs- sstíl. Ávallt var hún, og þau hjón bæði, einstaklega hjálpsöm, greið- vikin og alþýðleg, reiðubúin að veita þeim stuðning sem á þurftu að halda. Anna var fyrirmyndar húsmóðir á mannmörgu heimili þar sem allir voru velkomnir, stór frændgarður og vinir, ekki síst vinir barna henn- ar. Bernhard lést eftir löng og erfið veikindi um það leyti sem ég fór að venja komur mínar á Flókagötuna. Heimilisfólki þar hafði þá fækkað nokkuð frá því sem áður var en samt var þar oft margt um mann- inn og „opið hús“ alla daga. Eftir að Bernhard dó urðu aftur veru- legar breytingar á högum hennar en hún varð ekkja aðeins 48 ára gömul. Anna var í senn hógvær og hlé- dræg en ákveðin og trú sinni sann- færingu. Henni var í blóð borið að rétta öðrum hjálparhönd og hvetja til góðra verka. Hún fylgdist vel með sínu fólki en tróð engum um tær og var alveg laus við afskipta- semi af hálfu sinna nánustu. Þann- ig vildi hún hafa það. Mér fannst að á milli hennar og barna hennar ríkti alltaf gagnkvæm virðing, ást og einstök vinátta. Hún hafði líka ákaflega gott lag á barnabörnum sínum og talaði við þau eins og jafningja sína. Það verður líklega ekki sagt um alla. Anna var glæsileg kona og hafði fágaða framkomu. Þrátt fyrir heilsubrest og skerta atorku hin síðari ár fylgdi henni alltaf tign- arlegur, kvenlegur þokki. Hún hlaut að lúta í lægra haldi fyrir Elli kerlingu eins og margur og síðustu árin naut hún ástúðar og aðhlynn- ingar barna sinna og tengdadætra sem aldrei fyrr. Þá fékk hún líka bestu umönnun sem hugsast getur á Landakoti, öldrunardeild Land- spítala og síðasta ár á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni. Ég þakka tengdamóður minni rúmlega fjörutíu ára samfylgd og er þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta hjartahlýju og manngæsku hennar. Allt það sem hún var mér og mínum verður seint fullþakkað. Blessuð sé minning mætrar konu. Bogi Nilsson. Kæra Anna. Nú er komið að kveðjustund og mig langar til að þakka þér, er þú og Bernhard Petersen eiginmaður þinn og tengdafaðir minn tóku á móti mér og fjölskyldu minni með einlægri vinsemd. Þakka fyrir allar jólahátíðirnar, sem við áttum sam- an á ykkar fallega heimili. Öll af- mæli og eins ef við litum inn í smá heimsókn var tekið á móti manni með opinn faðminn. Þakka allar fallegu gjafirnar sem þið gáfuð okkur. Kæra Anna. Þegar við Gunnar komum til þín síðast var eins og alltaf, allt fallegt í kringum þig. Þar sáu þín góðu börn um að ekkert vantaði. En þú varst þreytt og lasin; þreyttir þrá hvíld. Hvíl í friði. Friður hefur alltaf verið í kring- um þig. Guðmunda. Anna var „lady“. Það fór ekki framhjá neinum. Hún var alltaf svo fín og glaðleg og allt var svo fínt og snyrtilegt í kringum hana. Og hún bölvaði ekki. Hún var ákveðin og hafði ákveðnar skoðanir en reyndi ekki að troða þeim upp á aðra. Það er erfitt að ímynda sér þær aðstæður sem Anna ólst upp við – fátækt í íslenskri sveit á fyrri hluta síðustu aldar – föðurlaus, búandi á heimilum annarra. Ein systkina með móður sinni. Hefði Anna átt þess kost er ég sannfærð um að hún hefði gengið menntaveginn. Hún las mikið og um leið og hún gat unnið sér eitt- hvað inn notaði hún peningana til þess að sækja dönsku- og ensku- kennslu. En Anna var þakklát fyrir það sem lífið gaf henni og leit aldr- ei á það sem sjálfsagðan hlut. Hún sagði oft að það sem maður gæfi fengi maður alltaf til baka. Og hún gaf ríkulega. Það var gott að vera tengdadóttir hennar. Það var líka gott að vera nálægt Önnu. Um það vitna ömmubörnin, bæði stór og smá, sem sóttust eftir návist ömmu sinnar. Enda hlustaði hún á þau, gladdist með þeim og huggaði. Hún talaði heldur ekki smábarnamál við þau. Þeim fannst hlýja handtakið hennar gott. Það var líka eitthvert töfrahandtak. Bjátaði eitthvað á fékk það þau fljótt til að gleyma. Ég kveð elsku- lega tengdamóður mína með þakk- læti og virðingu. Guð blessi Önnu Petersen. Helga Petersen. Nú er hún amma á Flókó farin frá okkur. Það hefur verið ómet- anlegt að eiga hana að og hún hef- ur verið óspar á að gefa okkur af ríkidæmi sínu. Fyrir okkur fólst ríkidæmið í þeim tíma sem amma átti nægan, umhyggjunni og auð- vitað hafði nammið sitt að segja. Það var alltaf eitthvað í kassanum. Stórfjölskyldan var fjársjóðurinn hennar ömmu. Hún fylgdist með öllum fjölskyldumeðlimum, ungum ANNA PETERSEN ✝ Dósóþeus Tím-ótheusson fædd- ist í Hnífsdal 9. sept- ember 1910. Hann lést 13. mars í Arn- arholti á Kjalarnesi. Foreldrar hans voru Guðbjörg Jónsdóttir, bónda í Ármúla Hjaltasonar og Tím- ótheus Dósóþeusson, bónda í Sveinhúsum Tímótheusarsonar. Frá sjö ára aldri ólst hann upp hjá afa sín- um í Sveinhúsum í Ísafjarðardjúpi. Dósóþeus var elstur fimm barna foreldra sinna, sem öll eru látin. Dósóþeus eignaðist eina dótt- ur, Rannveigu Ísfjörð, f. 29.9. 1935, með heitkonu sinni Kristínu Gunnþóru Haraldsdóttir frá Kópaskeri, f. 20.10. 1913, þau slitu samvistum. Börn Rannveig- ar eru: a) Gunnþóra Hólmfríður, f. 4.10. 1955, maki Þorkell Ingi- marsson, þau eiga þrjú börn; b) Edda Björk, f. 9.3. 1958, hún á tvo syni; c) Hallur Ægir, f. 30.12. 1959, maki Bergrún Halldórs- dóttir, hann á fjögur börn; d) Kristveig Ósk, f. 16.8. 1962, maki Oddur Haraldsson, þau eiga eina dótt- ur; e) Kristín Rut, f. 6.2. 1963, maki Agn- ar Þorláksson, þau eiga tvö börn; f) Íris Jónsdóttir, f. 15.8. 1964, maki Guð- mundur Sigurðsson, hún á fjögur börn; g) Einar Magni, f. 25.11. 1965, maki Magnea Svava Guð- mundsdóttir, þau eiga einn son. Dósóþeus stundaði nám á Núpi í Dýrafirði og lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1929. Að námi loknu starfaði hann við kaupavinnu í Borgar- firði og á Korpúlfsstöðum hjá Thor Jensen. Einnig vann hann í fjölmörg ár hjá Landsímanum við línulagnir víða um landið. Síðustu árin dvaldi Dósóþeus í Arnarholti á Kjalarnesi. Útför Dósóþeusar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Eftir að veðurguðirnir hafa verið okkur hliðhollir í vetur og birta tekur á ný, þá dimmir í sálu minni. Alveg eins og stundum gerðist hjá þér, afi minn. Ég gleymi seint þeirri tilhlökkun og spennu sem fylgdi því, þegar mamma sagði mér frá því að Dósi afi hefði hringt og ætlaði að heimsækja okkur til Víkur og dvelja hjá okkur um hvítasunnuhelgina. Enn í dag er ég jafnstolt af þér og ég var þegar við systkinin tókum á móti þér við komuna til Víkur í Mýrdal fyrir 35 árum. Þessi fyrrnefnda hvítasunnu- helgi var upphafið að kynnum okkar. Elsku afi minn, ég er svo glöð og ánægð að hafa átt annan eins ljúfling og fagurkera sem þú varst. Í minn- ingunni sitja skemmtilegar frásagnir þínar af mönnum og málefnum þjóð- arinnar. Sérstaklega man ég eftir því sem þú sagðir mér frá Steini Stein- arr, einu af mínum uppáhalds skáld- um og góðvini þínum. Já frásagnar- hæfni þín var stórkostleg og blíðan og geislandi glettnin í augunum auk dillandi hlátursins eru mér ofarlega í minni. Afi minn var afar stoltur af einka- dóttur sinni, börnunum hennar, barnabörnunum og tengdabörnun- um, þ.e. prinsunum og prinsessunum eins og hann jafnan kallaði okkur. Eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur urðu samverustundirn- ar fleiri en áður hafði verið. Ég mætti afa mínum oft á gangi í mið- bænum og mér fannst hann alltaf svo tignarlegur og fallegur með sitt hvíta síða hár. Í eftirfarandi ljóði Pjeturs Haf- stein Lárussonar, sem hann orti um afa, dregur hann upp þá tignarlegu og raunverulegu mynd sem ég á af honum. Hvítfaxa gengur um bæinn öðlingur ennishár með íbjúgt nef jafnt sem nafn kynjað austan frá ströndum fornra sagna. Að öðru leyti er maðurinn að vestan. Hann gengur jafnan með hendur fyrir aftan bak líkt og áhyggjufullur herstjóri nóttina fyrir einhverja af þessum úrslitaorustum sem engum úrslitum ráða nema þá á landakortum. Ólíkt slíkum kónum brosir hann oftast enda eru þeir dús heimurinn og hann. saman hafa þeir baðað sig í mörgum sólargeislum sem glampandi stigu dans á ljúfra veiga skálum. (Pjetur Hafstein Lárusson.) En það er líka mikill tregi í minn- ingu minni. Fyrir u.þ.b. 10 árum fór ellikerlingin að gera vart við sig. Smátt og smátt tók gríma gleymsk- unnar við svo hann afi minn þekkti ekki lengur prinsana sína og prins- essurnar. En þrátt fyrir minnisleysi var líkaminn tignarlegur og stæltur til hinstu stundar. Að endingu vil ég fyrir hönd móð- ur minnar og okkar allra, sem þótti vænt um afa Dósa, þakka því góða starfsfólki í Arnarholti, sem hlúði að honum og annaðist hann síðustu ævi- árin. Ég kveð þig að sinni, afi minn, með ljóðinu þínu ,, Kvöld“ Eitt kvöld, eitt kvöld er sól til viðar sígur og svalar bárur lauga fjörustein og upp af bláum öldum mistrið stígur og úðans perlur titra á skógargrein og handan yfir hafið til mín flýgur eitt heiðríkt vor sem læknar gömul mein. Eitt kvöld, eitt kvöld er sól til viðar sígur og svalar bárur lauga fjörustein. (Dósóþeus Tímótheusson.) Vertu ávallt Guði falinn. Þín Þóra. Að sigra heiminn er eins og að spila á spil. með spekingslegum svip og taka í nefið, (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði.) Og þó þú tapir, það gerir ekkert til því það var nefnilega vitlaust gefið. Með þessum ljóðlínum eftir Stein Steinarr, kunningja þinn, langar mig að minnast þín afi Dósi. Mamma hringdi til mín á fimmtudaginn 13. mars og sagði að þú hefðir kvatt þá um morguninn. Það kom ekki á óvart því ég hafði búist við andláti þínu um tíma. Síðast hitti ég þig er ég var stödd í Reykjavík með litla son minn í aðgerð og þú spurðir alltaf hvort hann hefði verið að meiða sig. Þú varst hýr og kátur eins og þú varst oftast, en vissir ekki hver við vorum, því þannig var alzheimersjúkdómur- inn búinn að leika þig. Fyrstu minningar mínar um þig eru þegar þú fórst að koma austur í Vík til okkar og mér fannst svo spennandi að eiga afa. Þú varst varla kominn inn úr dyrunum heima þegar við systkinin teymdum þig með okk- ur í sjoppuna til að kaupa ís og sæl- gæti. Þú varst vanur að kalla okkur systurnar prinsessur og bræður okkar prinsa. Það hefur enginn gert annar en þú afi. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur var það fastur liður um jól, áramót og aðra tyllidaga í fjölskyldunni að þú kæmir til okkar, annað var óhugsandi. Ég á margar góðar minningar um þig afi minn sem ég mun geyma með mér. Megi guð geyma þig og ég kveð þig með fyrsta erindinu úr kvæðinu þínu, Kysstu mig vor … Kysstu mig vor, þú komst yfir sæinn í dag, í kvöld er ég hljóður að reika um strætin og torgin. – Syngdu á fiðluna þína ljúflings lag langt úti í blámanum týndist að eílífu sorgin. Íris. Ég kvaddi þig afi minn áður en þú fórst inn í þinn heim. Þú gladdist er þú sást mig þó þú þekktir mig ei. Frá fyrsta degi var ég prinsessan þín okkar líf var ævintýri. Okkar ævintýri er nú á enda því kveð ég þig. Kristín Rut. Ég á ekki nema góðar minningar um langafa minn Dósa. Hann var alltaf ljúfur og hlýr, með prakkara- legt blik í augunum. Mér fannst sem lítilli stelpu hann alveg stórmerki- DÓSÓÞEUS TÍMÓTHEUSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.