Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 10
ÞESSIR súdönsku verkamenn í flóttamannabúðum Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Jórdaníu, um 50 km frá landamærunum við Írak, voru að vonum þreyttir eftir langt og erfitt ferðalag frá Írak. „Það komu einhver hundruð flóttamanna hingað í dag [í gær], einkum súdanskir og egypskir verkamenn sem voru í Írak en einnig fólk frá öðr- um löndum hér í kring. Þetta er búið að vera langt ferðalag fyrir þetta fólk, margir koma alla leið frá Bagdad. Næstum öll landamæri að Írak hafa verið lokuð og til þessa hefur nær eingöngu erlendum ríkisborgurum verið hleypt inn í nágrannalönd Íraks,“ sagði Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, sem þarna er staddur á vegum Rauða kross Íslands og sem ljósmyndari Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans. „Flóttamennirnir höfðu þurft að bíða lengi á landamærunum til þess að komast inn í Jórdaníu. Það er búið að vera frekar kalt og raunar óvenjukalt miðað við árstíma. Flóttafólkið er þreytt og oft frekar illa búið og allar aðstæður eru erfiðar. Það þarf lítið að fjúka hér til þess að verði nöturlegt,“ sagði Þorkell í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöld. Morgunblaðið/Þorkell Uppgefnir eftir flótta frá Írak FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið sneri sér í gær til formanna stjórnmálaflokkanna fimm og leitaði viðbragða þeirra við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak, sem hófst í fyrrinótt. DAVÍÐ Oddsson forsætis- ráðherra segist harma það að til stríðs skyldi koma í Írak. Hann kveðst hafa bundið vonir við það í lengstu lög að harðstjórinn, Saddam Hussein, yrði flæmdur af eigin fólki úr landi, en svo hafi ekki orðið. „En auðvitað vonast maður til þess að herförin heppnist vel og að skaðinn verði sem minnstur,“ segir hann. Davíð minnir þó á að hægt verði að sjá fyrir endann á þeim hörmungum sem íraska þjóðin hafi mátt þola undir harðstjórn Husseins þeg- ar honum hafi verið hent frá völdum. Þá verði þjóðin aðstoðuð við að byggja sig upp. „Það er sú framtíðarsýn sem við verðum að sjá og treysta á.“ Aðspurður hafnar Davíð því að ágreiningur hafi verið uppi um þetta mál milli hans og Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Hann segir að samstaða þeirra í málinu hafi verið góð. Þeir hafi ávallt talað um að veita vopnaeft- irlitinu eins mikinn tíma og fært væri. En eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefði ekki lengur tekist að taka á málinu hefði staðan breyst. Þá hefðu þeir ákveðið að vera í hópi hinna staðföstu þjóða og fylgja eftir þeim orð- um sem höfð hefðu verið uppi; um að það gæti þurft að fylgja kröfum eftir með afli. Segir hann að Íslendingar verði að vera menn orða sinna. Davíð Oddsson Vonast til þess að skaðinn verði sem minnstur HALLDÓR Ásgrímsson ut- anríkisráðherra og formað- ur Framsóknarflokksins kveðst hafa vonast til þess að ekki kæmi til stríðs í Írak „en sjálfsagt hefur það alltaf verið tálvon“. Segist hann vonast til þess að stríðið taki stuttan tíma. Hann telur ennfremur rétt að gripið sé til þess ráðs að afvopna Saddam Hussein Íraksforseta í samræmi við vilja al- þjóðasamfélagsins sem komi skýrt fram í ályktun Öryggisráðs SÞ nr.1441. Halldór minnir á að síðustu tólf árin hafi ein- kennst af blekkingum og svikum Saddams Husseins við alþjóðasamfélagið. „Það eru mikil vonbrigði fyrir mig að Öryggisráðið skyldi ekki ná niðurstöðu. Ég tel að það sé m.a. vegna þess að þjóðir séu of fljótar að beita neit- unarvaldinu og neita að finna sáttaleið. Ég tel að Frakkar hafi misnotað þá aðstöðu með sama hætti og ég taldi það ekki rétt af Rússum að koma í veg fyrir það á sínum tíma að Örygg- isráðið næði niðurstöðu varðandi Kosovo. Þetta er hins vegar orðin staðreynd og við þær aðstæður tel ég rétt að það sé gripið til þess ráðs að afvopna Saddam Hussein í samræmi við vilja alþjóðasamfélagsins sem kom skýrt fram í ályktun Öryggisráðs SÞ nr. 1441, en þar kom fram að alþjóðasamfélaginu stafaði hætta af honum og hans gjöreyðingarvopnum.“ Halldór segir að allir hafi gert sér grein fyr- ir því að gjöreyðingarvopn væru enn fyrir hendi í Írak „þó þau hafi ekki fundist í þeim mæli sem reiknað er með að séu þar til stað- ar“. Hann ítrekar að hann vonist til þess að stríðið taki ekki langan tíma. Halldór segir að fólkið í Írak sé best dóm- bært á það sem sé að gerast í landinu. „Og ég mun dæma málið ekki síst út frá því hvað fólk- ið í Írak segir þegar það getur talað án ótta við afleiðingar þess að segja skoðun sína. En þar hefur enginn getað tjáð sig nema eiga von á dauða sjálfs sín og ættingja sinna.“ Halldór Ásgrímsson Vonast til þess að stríðið taki ekki langan tíma STEINGRÍMUR J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar–græns fram- boðs, segist harmi sleginn yfir stríðinu í Írak. Hann segir stríðið tvímælalaust „ólögmætt árásarstríð,“ og brot á stofnsáttmála Sam- einuðu þjóðanna. „Þar að auki virðast aðgerðirnar þegar vera orðnar brot á ákvæðum Genfarsátt- málans um að ráðast ekki á borgaraleg skot- mörk og hlífa óbreyttum borgurum; mannfall óbreyttra borgara er þegar orðin staðreynd þannig að þetta er mjög dapurlegt.“ Steingrímur segir að vonbrigði vopnaeftirlits- manna SÞ leyni sér ekki, s.s. Hans Blix, yf- irmanns vopnaeftirlits SÞ, og það sama megi segja um Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ. „Þannig að þetta blasir við mér sem einhliða valdbeiting Bandaríkjamanna og þeirra fylg- ismanna.“ Steingrímur ítrekar að hann telji árásirnar á Írak ólögmætar skv. alþjóðalögum og að sér finnist þess vegna sem við séum komin áratugi aftur í tímann. Með árásunum sé ára- tugastarf SÞ að engu orðið, „því er a.m.k. stefnt í mikla tvísýnu með þessu,“ segir hann. Steingrímur segir einnig ömurlegt að upplifa framgöngu íslenskra stjórnvalda í þessu máli; íslenska ríkisstjórnin ákveði fyrirvaralaust og einhliða stuðning við Bandaríkin. Þar með sé Ís- land dregið til ákveðinnar samábyrgðar með að- gerðunum í Írak. „Og þetta er gert án þess að um það sé haft samráð við utanríkismálanefnd Alþingis.“ Taugaveikluð út af framtíð herstöðvarinnar Steingrímur telur þó að afstaða íslenskra stjórnvalda eigi sér ákveðnar skýringar. „Skýr- ingin er sú, fyrir utan hina venjulegu fylgispekt við Bandaríkin á alþjóðavettvangi, að rík- isstjórnin er logandi taugaveikluð út af framtíð herstöðvarinnar í Keflavík. Hún óttast að allt annað en skilyrðislaus og fullkomin hlýðni og undirgefni muni reita Bandaríkjamenn til reiði um þessar mundir.“ Steingrímur segir að rík- isstjórnin óttist að ef hún sýni ekki fullkomna auðsveipni noti Bandaríkjamenn það ef til vill sem viðbótarrök fyrir því að fara frá Keflavík, a.m.k. að taka þaðan orustuþoturnar og e.t.v. þyrlubjörgunarsveitina. „Þar með yrði her- stöðin ekki svipur hjá sjón,“ segir hann en bætir við: „Farið hefur fé betra.“ Að lokum segir Steingrímur að þetta sé þjóð- inni kannski holl lexía; því með þessu sé hún minnt á hvað felist í því að hafa hér erlenda her- stöð og vera aðili að hernaðarbandalagi. Stein- grímur spáir því að þetta muni verða til þess að opna umræðuna á ný um það í hvaða félagsskap Íslendingar vilja vera. „Viljum við vera áfram í þessum félagsskap? Í fyrra var það Afganistan en nú er það Írak. En hvað næst? Ætlum við að lötra þarna með í lestinni? Líður okkur vel í þessum félagsskap? Það gildir ekki um mig og það gildir örugglega ekki um íslensku þjóðina en kannski líður þeim ágætlega þarna, þeim Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni.“ Steingrímur J. Sigfússon Er harmi sleginn ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylking- arinnar, segist hryggur og kvíðinn yfir því ástandi sem sé að skapast fyrir botni Miðjarðarhafs. „Ég er sleg- inn yfir þeim fregnum sem berast að hundruð þúsunda borgara kunni að verða fórnarlömb þessara átaka. Er mér þá auðvitað efst í huga að saklaust fólk – ekki síst börn sem ekkert hafa til sakar unnið – kunni að liggja í valnum eða verða limlest og sködduð fyrir lífstíð.“ Össur segir að grundvall- arspurningin sé þessi: „Er Írak sú ógn við heimsfriðinn að þetta sé þess virði?“ Hann bæt- ir því við að sér finnist málsatvik, eins og hann þekki þau, ekki benda til þess. „Á það hefur ver- ið bent að Írak býr í dag að líkindum yfir ein- ungis helmingi þess hernaðarstyrks sem Írak hafði í lok Flóastríðsins. Bandaríkjamenn hafa komið fram með staðhæfingar um hern- aðarstyrk Íraka sem ekki hafa staðist. Þau hafa nefnt að Írakar búi yfir gjöreyðingarvopnum en það hefur enn ekki komið fram samkvæmt vinnu vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu þjóð- anna,“ segir Össur. „Sömuleiðis hafa for- ystumenn í bandarísku ríkisstjórninni staðhæft að Írakar hafi náð styrk til að endurbyggja kjarnorkuvopn en Mohamed ElBaradei, yf- irmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í Vín, hefur á allra síðustu dögum borið það til baka og sagt að svo sé ekki.“ Aukinheldur segir Össur að ekki hafi tekist að benda á óyggjandi tengsl Íraks og al-Qaeda-hryðjuverkasamtak- anna. Össur leggur áherslu á að Samfylkingin sé þeirrar skoðunar að það sé ekki hægt að styðja styrjöld gegn Írak á meðan SÞ hafi ekki veitt fulltingi sitt til þess. „Flest bendir til að stríðið sé ólögmætt og brot á samþykktum SÞ. Al- þjóðaráð lögfræðinga hefur tekið þá afstöðu og í sama streng tekur Jónatan Þórmundsson, pró- fessor í lögum við Háskóla Íslands.“ Ákvörðun án samráðs við utanríkismálanefnd Össur segir að sér finnist sem stjórnmála- manni og íslenskum borgara skelfilegt að verða þess fyrst áskynja frá talsmanni bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, Richard Boucher, að Ís- lendingar skuli vera orðnir óbeinir aðilar að þessum átökum með því að ljá land og lofthelgi undir flugvélar sem kynnu að flytja herafla til átakasvæðanna. „Það harma ég og fordæmi.“ Þá kveðst Össur sérstaklega hryggur yfir því að þessi ákvörðun hafi verið tekin án þess að ríkisstjórnin hafi sinnt lögboðnu samráði við ut- anríkismálanefnd Alþingis. Auk þess finnst Össuri niðurlægjandi að bandaríski sendiherr- ann sé eini aðilinn sem vitni til þess, að íslenska ríkisstjórnin hafi haft við hann samráð um þetta. Össur tekur ennfremur fram að hann geti ekki betur séð en að Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra hafi kúvent í afstöðu sinni til þess- ara mála. Vísar hann þar til ummæla ráðherra á Alþingi þegar hann gerði grein fyrir skýrslu sinni um utanríkismál. „Í ræðu sinni sagði Hall- dór að það ætti að leita friðsamlegra lausna og að vopnaeftirlitsmenn ættu að fá meiri tíma,“ útskýrir Össur, „þannig að þarna er um greini- lega stefnubreytingu að ræða.“ Össur segir að utanríkisráðherra hafi aldrei gefið til kynna að það væri í bígerð að ljá Bandaríkjamönnum ein- hvers konar aðstöðu á íslensku yfirráðasvæði til að styrkja herafla þeirra í átökum við Írak. Össur Skarphéðinsson Hryggur og kvíðinn GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, var á mótmæla- fundi vegna árásanna á Írak, í miðbæ Reykjavíkur í gær, þegar Morgunblaðið náði tali af honum. Hann sagðist algjörlega andvígur stríðinu. „Ég óttast mikið mannfall,“ sagði hann, „og vonast til þess úr því sem komið er að svo verði ekki. Ég vona að stríðinu ljúki sem fyrst“ Guðjón segir að það hefði átt að gefa vopna- eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna meiri tíma. „Við teljum að það hefði átt að fullreyna vopnaeftirlitið og fylgja þeirri þróun eftir. Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir hefðu getað beitt þrýstingi áfram.“ Guðjón vísar að öðru leyti til yfirlýsingar Frjálslynda flokksins en þar fordæmir flokk- urinn „þá stefnubreytingu íslenskra ráða- manna að ljá hernaði fylgi sitt án nokkurs samráðs við þjóð sína.“ Þá segir í yfirlýsing- unni: „ Þess er beðið af alhug að átökunum linni sem fyrst svo forðast megi frekara mann- fall og þjáningar.“ Guðjón A. Kristjánsson Andvígur stríðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.