Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 49 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Bridskvöld nýliða Síðasta föstudag mættu 11 pör til leiks. Spilaður var Monrad Barometer 18 spil Lokastaðan: Jón Jóh.–Steingrímur Þorgeirss. 22 Davíð Jóh.–Hjörtur Már 15 Aðalst. Halld.–Þórður Friðbj. 7 Kristján Nielsen–Ásta Jónsd. 4 Næsta spilakvöld er föstudaginn 21. mars kl. 19.30. Athugið breyttan tíma. Allir sem kunna undirstöðuatriðin í brids eru velkomnir. Umsjónar- maður er Sigurbjörn Haraldsson og aðstoð- ar hann við að finna spilafélaga fyrir þá sem mæta stakir. Spilað er í Síðumúla 37, 3.hæð, alla föstudaga kl. 19.30. Hrólfur og Oddur bæta við forystuna í aðaltvímenningi BR Bræðurnir Hrólfur og Oddur Hjaltasynir bættu við forystuna 2. kvöldið í Aðaltvímenningi félagsins. Þeir hafa forystu með +307 stig, 111 stigum á undan Helga Sigurðssyni og Helga Jónssyni. Staða efstu para er: Hrólfur Hjaltason–Oddur Hjaltason 307 Helgi Jónsson–Helgi Sigurðsson 196 Gylfi Baldurss.–Steinberg RíkarðsS. 188 Björn Theodórss.–Hermann FriðriksS. 169 Anton Haraldss.–Sigurbjörn HaraldsS. 145 Guðjón Sigurj.–Vilhjálmur Sigurðs.JR 142 Hæsta skor kvöldsins annað kvöldið af 5 náðu: Helgi Jónsson–Helgi Sigurðsson 172 Anton Haralds–Sigurbjörn Haralds. 119 Ragnar Magnúss.–Stefán Jóhannss. 117 Geirlaug Magnúsd.–Torfi Axelsson 111 Guðjón Sigurj.–Vilhjálmur Sigurðs JR 105 Hrólfur Hjaltason–Oddur Hjaltason 100 Öll spil og úrslit úr mótinu er að finna á heimasíðu BR, www.bridge- felag.is Föstudaginn 14. mars var spilað- ur Monrad Barómeter með þátttöku 30 para. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: Halldóra Magnúsd.–Hermann Lárus. 120 Sigtryggur Sigurðs. – Hrólfur Hjaltas 96 Edda Thorlacius–Ísak Örn Sigurðs. 80 Páll Jónsson–Jóhann Stefánsson 70 Að tvímenningnum loknum var spiluð miðnætursveitakeppni með þátttöku 6 sveita. Sveit undir nafni Soffíu Daníelsdóttur vann annan föstudaginn í röð. Hún fékk 56 stig úr 3 leikjum. Með henni spiluðu Villi JR, Björn Friðriksson og Jón Viðar Jónmundsson. Föstudagskvöld BR eru röð eins- kvölds tvímenninga sem byrja kl. 19 á föstudögum í húsnæði BSÍ, Síðu- múla 37. Alltaf er spilaður Monrad Barómeter. Anton og Sigurbjörn unnu Reykjavíkurmótið í tvímenn- ingi annað árið í röð Reykjavíkurmótið í tvímenningi 2003 fór fram sunnudaginn 16. mars. 30 pör spiluðu Monrad Ba- rómeter, 12 umferðir með 4 spilum á milli para. Baráttan um efstu sætin var hörð og spennandi og munaði 1 stigi á tveimur efstu sætunum í mótslok. Bræðurnir Anton Haralds- son og Sigurbjörn Haraldsson urðu Reykjavíkurmeistarar annað árið í röð og svo skemmtilega vildi til að þeir leiddu mótið aðeins í eina um- ferð og náttúrulega þá veigamestu! Í öðru sæti urðu Bernódus Krist- insson og Hróðmar Sigurbjörnsson. Staða efstu para varð: Anton Haralds.–Sigurbjörn Haralds. 92 Bernódus Kristins.–Hróðmar Sigurbj. 91 Páll Valdimarsson–Eiríkur Jónsson 86 Jóhann Stefánsson–Páll Á. Jónsson 70 Guðjón Bragason–Vignir Hauksson 67 Daníel Már –Björgvin Már 57 Keppnisstjóri var Sveinn Rúnar Eiríksson. Úrslit og úrslit úr öllum spilum í mótinu er að finna á www.bridgefelag.is Bridsfélag Hreyfils Nú er aðeins einu kvöldi ólokið í Butler tvímenningnum. Staðan á toppnum er tvísýn en röð efstu para er nú þessi: Ingvar Hilmarss.–Jón Egilsson69 Daníel Halldórss.–Ragnar Björnss.60 Birgir Kjartanss.–Árni Kristjánss.55 Friðbj. Guðmundss.–Þorvaldur Finnss.32 Valdimar Elíasson –Arnar Arngrímss.30 Síðasta umferðin verður næsta mánudagskvöld. Spilað er í Hreyf- ilshúsinu þriðju hæð. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Í FRÉTTUM heyri ég það að nafn Íslands hafi verið dregið niður í svað þeirra ríkja sem ætla sér að brjóta niður stjórn Íraks og hundelta Sadd- am Hussein með hervaldi og einhliða ákvörðunum. Þessi hernaðaraðgerð er gerð að undirlagi Bush Bandaríkjaforseta og stjórnað af honum nánast einhliða en ekki gerð með samþykki NATO eða Sameinuðu þjóðanna sem við erum aðilar að. Ég krefst þess að ríkisstjórn Ís- lands beri fram hörð mótmæli við stjórn Bandaríkjanna. Mótmæli við því að Íslandi skuli vera blandað í þennan stríðsrekstur með þeim hætti að vera sett á lista yfir þjóðir í bandalagi við Bandaríkin í þessum stríðsrekstri og þar með gert að bandamönnum við að reyna að brjóta niður ríkisstjórnir annarra landa og hundelta þjóðarleiðtoga þeirra. Ég vil ekki kannast við að lýðveldið Ísland hafi gefið sig út fyrir slíkar aðgerðir í einn tíma eða annan, eða er mig að dreyma? Með þessum hætti eru Íslending- ar notaðir sem skálkaskjól við mis- gáfulegan og ógeðfelldan stríðs- rekstur Bandaríkjamanna um allan heim, þeim sjálfum til ógæfu eins og flestum ætti að vera ljóst. Þetta er kaka sem ég vil með eng- um hætti að liggi fyrir Íslandi að borða af og mun aldrei sætta mig við stjórn sem gengur svona fram fyrir mína hönd. Ég krefst aðgerða af hálfu utan- ríkisráðherra eða að öðrum kosti að ráðherrann skýri málavöxtu í sam- skiptum sínum við Bandaríkin og taki afleiðingum gerða sinna! Þetta bréf er skrifað með hags- muni Íslands og Íslendinga að leið- arljósi en ekki stjórnmálaafla, hvaða nafni sem þau nefnast. ÞORVALDUR GEIRSSON, Breiðuvík 8, 112 Reykjavík. Opið bréf til utan- ríkisráðherra Frá Þorvaldi Geirssyni EINHVERJUM kann að finnast að- nokkuð djúpt sé í árinni tekið. En vita allir hver raunveruleikinn er? Ónefndur maður, fastráðinn hjá fé- lags- og samgönguráðuneytinu á ár- unum 1971-1974 varð að sætta sig við það að haldið var eftir 10% af launum hans og lögð í Lífeyrissjóð ríkis- starfsmanna sem sagt var að tryggja ætti eftirlaun (ellilífeyri) hans eftir 67 ára aldur. Þegar þar að kom að þessi „aumingja“ maður fór að spyrjast fyrir um sín mál hjá framkvæmda- stjóra lífeyrissjóðsins fékk hann þau svör að því miður nyti hann engra réttinda í þeim ágæta lífeyrissjóði þar sem hann hefði þurft að vera á launaskrá hjá ráðuneytinu einum mánuði lengur en hann var í starfínu eða samtals í 3 ár. Það vantaði sem sagt 1 mánuð upp á að því marki hefði verið náð. Framkvæmdastjóri var spurður að því hverjir nytu þess fjár sem þá hefði runnið til sjóðsins af launum mannsins og hverjir bæru ábyrgð á þeirri fjárhæð sem væri á núvirði um það bil 600.000 krónur. Svar framkvæmdastjórans var: „Þessir fjármunir brunnu upp í verð- bólgu á þessum árum og sjóðurinn ber enga ábyrgð á þeim fjármunum.“ Einn virtur og vel þekktur ríkis- starfsmaður kallaði þetta þegar hann ræddi þetta tiltekna mál við fram- kvæmdastjóra sjóðsins í viðurvist undirritaðs „þjófnað“, og er ég hon- um innilega sammála, sem ég og tel alla kúgaða launþega þessa lands vera. Og þá að tryggingafélögum. Skyldutryggingar bifreiða eru sam- kvæmt lögum ábyrgðartrygging og vátrygging ökumanns (slysatrygg- ing). Tryggingafélög hafa árum saman komist upp með það að ákvarða, ein- hliða, tjónabætur tjónþola í bifreiða- óhöppum. Mörg dæmi gæti ég nefnt þar sem tryggingafélög hafa einhliða ákvarðað sakarskiptingu í bifreiða- árekstrum þar sem veruleg eignatjón hafa orðið og boðið tjónþola bætur allt frá 10-50%. Ef tjónþoli sættir sig ekki við „höfðinglegt“ tilboð trygg- ingafélagsins, oftast vegna ókunnug- leika síns á lögum um fébótaábyrgð og tryggingum, er málinu skotið til tjónanefndar tryggingafélaganna þriggja VÍS, Sjóvá og TM þar sem hvert félag á sinn fulltrúa. Oftar en ekki verður niðurstaða í þeirri ágætu tjónanefnd sú sama og ákvörðun tryggingafélags tjónvalds, þ.e. 2 nefndarmenn gegn 1 nefndarmanni tryggingafélags tjónþola. Sýndar- mennska sýnist sumum hverjum. Því miður er það svo að allt of mörg ágreiningsmál tjónþola og trygginga- félaga enda á þessum frumstigum og hrekklaus tjónþoli sættir sig við nið- urstöðu tjónanefndar. Ég hvet alla þá sem kunna að verða fyrir fjárhags- legu tjóni vegna bifreiðaárekstra að áfrýja niðurstöðu tjónanefndar tryggingafélaganna til úrskurðar- nefndar í vátryggingarmálum þar sem sæti eiga í þeirri nefnd löglærðir aðilar og ef tjónþoli er ekki sáttur við niðurstöðu þeirra nefndar, að þá verði málinu áfrýjað til dómstóla. HALLDÓR JÓNSSON, ökukennari, Rauðási 23, Reykjavík. Lögverndaðir þjófar? Frá Halldóri Jónssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.