Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 55 KEVIN Kuranyi, sóknarmaðurinn ungi hjá Stuttgart, er í 20 manna landsliðshópi Þjóðverja í knatt- spyrnu sem Rudi Völler valdi í gær vegna leiks þeirra við Litháen í undankeppni EM hinn 29. mars. Þjóðirnar eru með Íslandi í riðli. Kuranyi, sem er 21 árs og hefur skorað 13 mörk fyrir Stuttgart í þýsku 1. deildinni í vetur, er eini nýliðinn í hópnum. Í hann vantar Michael Ballack, miðjumanninn snjalla frá Bayern München, sem er meiddur. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Oliver Kahn (Bayern), Jens Lehmann (Dort- mund). Varnarmenn: Frank Baumann (Bremen), Arne Friedrich (Hertha), Marko Rehmer (Hertha), Christoph Metzelder (Dortmund), Christian Wörns (Dortmund), Tobias Rau (Wolfsburg). Miðjumenn: Jörg Böhme Völler valdi Kuranyi Reuters Kevin Kuranyi (Schalke), Torsten Frings (Dort- mund), Sebastian Kehl (Dortmund), Dietmar Hamann (Liverpool), Jens Jeremies (Bayern), Carsten Ramel- ow (Leverkusen), Bernd Schneider (Leverkusen). Sóknarmenn: Fredi Bobic (Hann- over), Paul Freier (Bochum), Miroslav Klose (Kaiserslautern), Kevin Kuranyi (Stuttgart), Benjam- in Lauth (1860 München). DREGIÐ verður í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu í dag og eru mögulegir mót- herjar liðanna átta þessir:  Ajax: Barcelona, AC Milan eða Manchester United.  Barcelona: Ajax, Real Madrid eða Juventus  Inter Milan: AC Milan, Man- chester United eða Valencia  AC Milan: Ajax, Inter eða Juven- tus  Valencia: Real Madrid, Inter eða Juventus  Real Madrid: Barcelona, Valencia eða Manchester United  Manchester United: Ajax, Real Madrid eða Inter  Juventus: Barcelona, AC Milan eða Valencia Líklegir mótherjar Á tveimur dögum hafa þrjú ensklið kvatt Evrópukeppnina, Ars- enal, Newcastle og Liverpool, og eina von Englendinga um að gera ein- hverjar rósir er Manchester United sem eitt enskra liða er eftir í Evr- ópukeppninni. Vonbrigðin voru mikil hjá leik- mönnum og stuðningsmönnum Liv- erpool þegar Markus Merk, dómari, flautaði til leiksloka á Anfield. Liver- pool stóð vel að vígi eftir fyrri leikinn, 1:1 jafntefli varu niðurstaðan á Park- head, heimavelli Celtic, og mögu- leikar enska liðsins góðir á að slá Skotana út. Liverpool var sterkari í fyrir hálfleik og í tvígang þurfti Ro- bert Dougals, markvörður Celtic og skoska landsliðsins, að taka á honum stóra sínum. Á lokamínútu fyrri hálf- leiks urðu heimamenn fyrir miklu áfalli. Celtic fékk að því er virðist aukaspyrnu á silfurfati rétt utan teigs og Alan Thompson skoraði beint úr spyrnunni en varnarveggur Liver- pool-manna var afar illa á verði. Markið virtist slá leikmenn Liver- pool algjörlega út af laginu því þeir náðu sér ekki á strik í síðari hálfleik og sterk vörn Celtic hafði öll ráð sóknarmanna Liverpool í hendi sér. Tíu mínútum fyrir leikslok rak Wal- esverjinn John Hartson svo naglann í líkkistu Liverpool þegar hann skor- aði með þrumufleyg utan teigs. Hélt með Liverpool sem krakki „Ég hélt með Liverpool sem krakki svo það var frábært að mæta hingað á Anfield og skora mark. Ég skuldaði stuðningsmönnum okkar mark eftir að ég brenndi af vítaspyrnunni á móti Rangers um síðustu helgi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta er besti leikur okkar í keppninni. Við náðum að halda Owen og Heskey, tveimur af bestu framherjunum í Evrópu, í skefjum og varnarlína okkar var hreint frábær. Ég er í sjöunda himni,“ sagði Hartson eftir leikinn. Vona að Celtic fari alla leið „Ég er eins og leikmennirnir sár en svona er bara fótboltinn. Við áttum þrjú mjög góð færi í fyrri hálfleik sem ekki nýttust en svo skoraði Celtic mark á versta tíma og það var vendi- punktur leiksins. Leikmenn Celtic eru klókir og duglegir og ég verð að hrósa þeim fyrir góða frammistöðu. Ég vona bara að þeir fari alla leið og vinni UEFA-bikarinn,“ sagði Gerard Houllier, stjóri Liverpool, eftir leik- inn. Lazio gerði út um leikinn gegn Besiktas í Istanbul á fyrstu 10 mín- útum leiksins en Ítalirnir skoruðu þá tvívegis. Stefano Fiore skoraði á 5. mínútu og fimm mínútum síðar bætti Lucas Castroman við öðru marki. Eftir það var aðeins formsatriði að ljúka leiknum því Lazio hafði betur í fyrri leiknum í Róm, 1:0. Heimamenn náðu að klóra í bakann sjö mínútum fyrir leikslok þegar Sergen Yalcin minnkaði muninn. „Við gerðum tvenn slæm varnar- mistök í byrjun leiksins og það var banabiti okkar í leiknum,“ sagði Mircea Lucescu þjálfari Besiktas eft- ir leikinn. Vanderlei Darlei reyndist hetja Porto en hann skoraði bæði mörk sinna manna á móti Panathinaikos í Aþenu. Grikkirnir höfðu gott vega- nesti eftir fyrri leikinn þar sem þeir unnu í Porto, 1:0. Þeir féllu hins vegar á eigin bragði á heimavelli sínum. Þeir hugsuðu fyrst og fremst um að halda fengnum hlut og fyrir vikið voru undirtökin Portúgalanna frá upphafi til enda. Þeir komust yfir á 16. mínútu og þannig var staðan til loka venjulegs leiktíma. Leikinn þurfti því að framlengja og Darlei skoraði annað mark Porto undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar og tryggði þar með liði sínu sæti í undan- úrslitunum. Reuters Alan Thompson, leikmaður Celtic, býr sig undir að taka aukaspyrnu og skömmu síðar lá knött- urinn í neti Liverpool í UEFA-leik liðanna á Anfield, þar sem Celtic fagnaði sigri, 2:0. Celtic vann orrust- una við Liverpool SKOSKU meistararnir í Celtic höfðu betur á móti Liverpool í „Bar- áttunni um Bretland“ eins og viðureign liðanna var kölluð í 8-liða úrslitum UEFA-keppninnar í knattspyrnu. Celtic gerði sér lítið fyrir og sigraði á Anfield, 2:0, í gærkvöld og samanlagt, 3:1, og skoska meistaraliðið verður því í hattinum þegar dregið verður til undan- úrslitanna í dag. Skoskt lið hefur ekki unnið sigur í Evrópukeppni í 20 ár eða síðan Aberdeen vann sigur í Evrópukeppni bikarhafa. DENNIS Bergkamp, hollenski framherjinn í liði Arsenal, var í gær áminntur af aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins og dæmdur til að greiða 7.500 pund í sekt vegna atviks sem átti sér stað í leik Arsen- al og West Ham í ensku úrvalsdeild- inni í janúar síðastliðnum. Berg- kamp var ákærður fyrir að gefa Lee Bowyer olnbogaskot í andlitið rétt áður en Arsenal skoraði annað mark sitt í leiknum. Aganefndin varaði Bergkamp við í framtíðinni en óljóst þótti hvort um óviljaverk var að ræða eða ásetning. Bergkamp áminntur og sektaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.