Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VARÐSKIPIÐ Ægir tók olíu og kost í Færeyjum nýlega og sparaði Landhelgisgæslunni fyrir vikið um 1,6 milljónir króna, miðað við hvað sömu aðföng kosta hér á landi. Um leið var ferðin nýtt til eftirlits inn- an landhelginnar milli Færeyja og Íslands. Dagmar Sigurðardóttir, upplýs- ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti þetta í samtali við Morg- unblaðið. Hún sagði að olían hefði ekki eingöngu verið tekin í sparn- aðarskyni í Færeyjum. Þess væru dæmi áður að varðskipin tækju ol- íu í erlendum höfnum ef aðstæður leyfðu það. Í þetta sinn var Ægir staddur í eftirliti langt suðaustur af landinu og sagði Dagmar að það hefði ver- ið eðlilegt að taka olíu í Færeyjum og kost í leiðinni. Gæslan væri í góðu samstarfi við Færeyinga en yfirleitt tækju varðskipin olíu hér á landi. „Þegar það hentar að taka olíu í Færeyjum, þá er það gert og er ekkert launungarmál. Þetta munar töluverðu fyrir okkur,“ sagði Dag- mar en lagði áherslu á að hér væri ekki um skipulagðar aðgerðir að ræða hjá Gæslunni þó að stofn- uninni væri gert að spara tölu- verða fjármuni. Munaði 12 krónum á olíulítranum Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins tók Ægir 130 þúsund lítra af olíu í Færeyjum fyrir 12 krónum minna á lítra en það kostar hér á landi. Lítrinn af skipaolíu kostar nú almennt um 36 krónur og hefur hækkað um fimm krónur frá ára- mótum. Greiðir Landhelgisgæslan fullan virðisaukaskatt af olíunni og munu Ægismenn hafa sleppt því að taka olíu á Austurlandi í síðustu inni- veru fyrir Færeyjaferðina. Landhelgisgæsl- an sparaði 1,6 milljónir króna Ægir tók olíu og kost í Færeyjum ÞÓTT tíska sumarsins ein- kennist af áhrifum frá pönk- urum og hermönnum virðist tískuhernum duttlungafulla hvorki vera þjóðfélagsandóf né uppreisn ofarlega í huga. Gagnstætt ímyndinni eru pönkara- og hermannaáhrifin útfærð í mýkt, glamúr og kvenleika, sem endurspeglast í munúðarfullum, mjúkum efnum á borð við silki og satín. Málmhringir, ólar og önnur einkenni pönkaranna eru stíl- færð í sama dúr og fá skornir og tættir bolir þannig á sig kvenlegt yfirbragð. Í bland gætir áhrifa frá íþróttum, tísku sjötta áratug- arins, straumum frá austurlöndum fjær með út- saumuðum drekum, fiðrildum og lótusblómum. Skærir litir, pínupils og léttir og leikandi kjólar eiga einnig upp á pallborðið í tískuverslunum um þessar mundir. Íslenska tískuhernum ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði að mæta sumri og sól. Glamúr og glans yfir pönk- og herflíkum  Daglegt líf/B1 og B4 ÁTJÁN tonna bátur, Lukku Láki SH-501, varð vélarvana og strandaði við innsiglinguna í smábátahöfnina í Grófinni í Keflavík um sjö- leytið í gærkvöld en mun betur fór en á horfð- ist þar sem Sunna Líf KE-7 var skammt frá og komst fljótt á staðinn og náði Lukku Láka í tog. „Lukku Láki var rétt kominn út úr smá- bátahöfninni þegar drapst á vélinni hjá hon- um. Bátinn rak strax undan vindinum og þeir hringdu í mig og við fórum þeim til aðstoðar,“ segir Valur Þór Guðjónsson skipstjóri á Sunnu Líf, sem stödd var um eina mílu utan við innsiglinguna í smábátahöfnina. „Það gekk ekki nógu vel í upphafi að koma toginu á milli, það var svo mikið sog og ég varð að fara frá og koma síðan aftur að bátnum og þá gekk þetta vel.“ Lamdist til í grjótinu Valur segir Lukku Láka hafa verið kominn upp í fjöru þegar hann kom að og byrjaðan að lemjast til í grjótinu. „Báturinn hefði verið fljótur að fara ef biðin hefði verið lengri, það var það mikill öldugangur þarna, Við vorum mjög nálægt og náðum bátnum eiginlega strax út.“ Valur sagði skipstjórann á Lukku Láka hafa sett út eina þrjá dreka en ekkert hald hefði verið í botninum. „Þarna er bara malar- botn og ekkert hald, menn eru alveg bjarg- arlausir við þessar aðstæður og ekki tími til neins.“ Kanna átti skemmdir á Lukku Láka í gær- kvöld. Báturinn var eitthvað dældaður en lak þó ekki. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Sunna Líf sést hér með Lukku Láka í togi eftir að hafa dregið bátinn af strandstað í gærkvöldi. Lukkan reyndist vera með Láka Bátnum var bjargað af strandstað við Keflavík á elleftu stundu ENGINN lá raunverulega í valnum fyrir framan Stjórnarráðið við Lækjargötu í gær en listanemar voru þar með nokkurs konar gjörning og lögðust sem dauð- ir væru í mótmælaskyni við hernað í Írak. Á annað þús- und manns sótti mótmælafund sem haldinn var á Lækj- artorgi síðdegis í gær. Morgunblaðið/Júlíus Táknræn mótmæli ungmenna  Mótmælafundur/6 KAUPÞING banki hf. keypti í gær 19,9% eign- arhluta Kers hf. í Vátryggingafélagi Íslands fyrir 2,8 milljarða króna. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings, segir að þessi kaup séu ekki liður í væntanlegri sameiningu Kaupþings og VÍS eða Kaupþings, VÍS og Búnaðarbanka, eins og leitt var getum að í Morgunkorni Íslandsbanka í gær. „Við lítum á þetta sem góða fjárfestingu. VÍS er auðvit- að eitt sterkasta tryggingafélagið og mjög spenn- andi félag,“ segir hann. Hreiðar segir óákveðið, hvort Kaupþing eigi hlutinn í VÍS til frambúðar. Aðspurður segir hann að hluturinn hafi ekki verið keyptur fyrir hönd annars fjárfestis. Kaupþing kaupir fimmtung í VÍS  Kaupþing/14 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.