Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 Skattabrot LÆKNA „Það vekur furðu mína að á sama tíma og rannsóknarlög- reglan rannsakar meint skatt- brot, og að mér skilst umtals- verð, tryggingalæknis eða lækna skuli viðkomandi ekki vera sett- ur af, það er tímabundið meðan rannsókn fer fram. 1 lögum um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna er hreinlega gert ráð fyrir því að opinberir starfsmenn séu settir af ef þeir eru til rannsóknar sem þessarar. Þá er gert ráð fyrir að þeir haldi hálfum launum og ætlast til þess að rannsóknum sé flýtt.“ ó.ó. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra: Við höf- um engar fréttir fengið um það að málið sé komið á það stig að óskað hafi verið eftir rannsókn rannsóknarlögreglunnar. Málið hlýtur að vera hjá skattyfirvöld- utn. Það er ekkert óeðlilegt við það að skattyfirvöld skoðifram- töl manna ogþað út afjyrir sig er engin ástæða til brottvikn- ingar. Ekkert er komið inn á okkar borð sem bendir til þess að ný ákvörðun hafi verið tekin í tnálinu. OF DÝRAR ÚT- SENDINGAR í KNATTSPYRNU Sjónvarpið var gagnrýnt fyrir að sýna ekki beint frá leik fs- lands og Rússlands í undan- keppni HM á miðvikudaginn. „Auðvitað hefði slík sending kostað peninga, en ef til vill hefði mátt selja auglýsingar upp í kostnað. Fyrirfram var vitað að leikurinn yrði fslendingum erf- iður og tap líklegustu úrslitin. Það breytir engu um það að fólk hefði hópast fyrir framan sjón- varpstækin og verið þakklátt fyrir beina útsendingu hver sem úrslitin hefðu orðið.“ Víkverji, Morgunblaðinu Ingólfur Hannesson, yfir- maður íþróttadeildar Sjón- varpsins: Það er Ijóst að i rekstri fjölmiðla, eins og rekstri annarra fyrirtœkja, verður að taka ákvarðanir með tilliti til þeirra jjármuna sem fara í hvert verkejhi og ekki einungis útfrá því hvort að áhugi erfyrir að veita viðkomandi þjónustu eða ekki. I umrœddu tilfelli hefði heildarkostnaður við beina útsendingu frá Moskvu orðið á bilinu 600 til 800 þús- und krónurfyrir leik sem fram fór á miðjum vinnudegi og eftir ósigur á heimavelli, sem gerði nánast að engu vonir okkar um glœsta sigra á HM í Bandaríkj- unum 1994. Við töldum (og teljum enn) að of miklu væri til kostað, nær væri að nota þessa jjármuni í annað, lýsa beint af Rás 2 og sýna leikinn í heild daginn eftir, eins oggert var. Þess má geta til gamans að hér um að ræða hærri upphæð en nam heildarkostnaði okkar við Ólympiumót fatlaðra, en t.d. Morgunblaðið sá ekki ástæðu til þess að hafa frétta- mann þar. I því tilfelli hefur Morgunblaðið vœntanlega staðiðfyrir sambœrilegu vali og við vegna leiksins (Moskvu. ÓKRÖFUHART VERKAFÓLK „Nýlega birtist auglýsing frá forystumönnum atvinnurek- enda þar sem þeir tíunda út úr EES-samningnum alla þá kosti sem þeir fundu fyrir sig. Var það mikil upptalning sem boðaði ís- Magnús Gunnarsson formaður VSl B E S T Hartn er alger öðlingur, heiðarlegur, góður og þægilegur samstarfs- maður. Hann á mjög auðvelt með að fá fólk með mismunandi skoð- anir til að vinna saman, er hugmyndarikur, hef- ur áhuga á að fara ót- roðnar slóðir og leitar þvi stöðugt nýrra leiða. V E R S T Hann á það til að taka að sér ofmörg verkefni á sama tima þvi fjöl- margir aðilar eru á eftir honum og hann lætur ætið til leiðast. Afþeim sökum vasast hann ef til vill í ofmörgu en þetta hendir oft menn sem eru eftirsóttir. lendingum betri tíð með blóm í haga. En þeir slepptu vísvitandi því atriðinu sem þeir græða mest á. Samkvæmt því geta þeir pantað ókröfuhart verkafólk frá Evrópu sem er tilbúið að vinna á lægstu töxtum þjóðarsáttarsamnings- ins. Atvinnurekendur gætu þar að auki klipið svolítið af launum þess í vinnumiðlunargjald." A.G. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ: Þetta er bull. Evrópudómstóllinn hef- urjjallað um það í dómum sín- um að íslensk stjórnvöld og ís- lenskir aðilar að kjarasamning- um geti tryggt það að ekki komi til svokallaðs „social dumping" af þessum toga, evrópska efna- hagssvæðið skerðir ekkiforrœði okkar. Það er töluvert af er- lendu verkafólki hér, hátt í tvö þúsund manns, af því íslend- ingar hafa ekki kosið að vinna í fiski úti á landi. Og auðvitað er þessu fólki borgað í samræmi við íslenska kjarasamninga; lög og venjur á hverjum stað. Það er ekkert sem breytist með aðild okkaðaðEES. F Y R S T F R E M S T MATTHÍAS V I Ð A R SÆMUNDSSON stendur að baki útgáfu á bókinni Galdrar á íslandi sem fylgir flóði jólabóka. Þetta mun vera einstætt heimildarrit um íslenska galdra sem stundaðir voru hér á sautjándu öld og geymir allt frá lækninga- formúlum yfir í mesta for- dæðuskap. Á sínum tíma var sá dauðasekur sem átti slíka bók en fátt þótti þó eftirsóknarverðara. Sálarm og elds Hvemig komstuyfir handritið? „Heimildir eru tÚ um að mikið hafi verið til af svona bókum á sautjándu öldinni, en þær voru ýmist eyðilagðar eða þeim varpað á bálið með eigendum sínum. Þessari bók hefur verið smyglað úr landi um miðja öldina, hefur komist til Svíþjóðar og verið geymd þar allar götur síðan. Ég fann handritið að sjálfsögðu ekki sjálfur þar sem það var gefið út í sænskri útgáfu í byrjun aldarinn- ar. Þetta er hins vegar fyrsta ís- lenska útgáfan.“ Það eru nú varla margir sem hafa lesið ritið á sænsku? „Mjög fáir hafa vitað um það og þessi bók virðist vera eina og lang- besta beina heimildin um galdra sautjándu aldar. Þetta er jafnframt eina heimildin um dauðagaldur eins og hann var iðkaður í Norð- ur-Evrópu, en um leið er þarna um að ræða allskyns fjölkynngi sem snýr að vandamálum daglega lífsins, til dæmis er reynt að veij- ast árásum sjúkdóma, slysa og illra vætta.“ Hefur bókin að geyma galdra- þulur og aðrarformúlur? „Þetta er ekki samantekt af þjóðsögum heldur safn galdra- tækja, raunveruleiki sem fólk hætti lífi sínu fyrir. Lesendur verða því sífellt að hafa það í huga að í bókinni er fordæðuskapnum lýst eins og hann var í verki. „ Ceturðu gefið dæmi? „Ég vil það eiginlega ekki og get aðeins sagt að ritið hefur að geyma formúlur þar sem tvinnað- ir eru saman formálar og galdra- stafir.“ Varpar verkið nýju Ijósi á galdramenn Islandssögunnar? „Það gerir það fyrir þá sök að vera eina heimildin um norræna og germanska galdra frá þessum tíma. Rétt eins og fslendingasög- urnar eru einstæðar fyrir bók- menningu tólftu og þrettándu ald- ar þá er þessi bók einstæð fyrir mjög merkilega menningu um og eftir siðskipti. Ritið er ekki túlkun seinni tíma. Það er búið til á miðri brennuöldinni og gefur því góða innsýn í hugarfar, táknmál og tækni galdramanna á þessu tíma- skeiði.“ Hoppaðir þú hæð þína í loft upp þegar þú komstyfir þetta? „Mér féll nú heldur allur ketill í eld. Svona bók var á sínum tíma sálarmorð og eldsvoði og þótt mörgum þyki þetta hégómi nú á dögum var sá dauðasekur sem fór með hana þá.“ Nú kemur hún út rétt fyrirjól, heldurðu aðfólkfari að fikta við kuklyfir hátíðimar? „Það er margt gott í þessari bók og heilsusamlegt en virkni svona bókar er háð því að fólk trúi á hana.“ Ertu sjálfur farinn að stunda svartagaldur? „Ég er fræðimaður en ekki galdramaður og það sem ég geri í ffístundum mínum kemur engum öðrum við.“ Hvað fáum við vitneskju um margagaldra? „Þeir eru nákvæmlega 47 og eru allt fr á lækningaformúlum yfir í hinn mesta fordæðuskap. Þetta handrit ber vitni um þekkingu sem nú er að mestu gleymd og grafin, þekkingu sem hafði lifað í andstöðu við kristnina öldum saman, en má ráða í effir ýmsum leiðum. Bókin leiðir í ljós að heiðnin lifði góðu lífi á þessum tíma' og að hún hefur varðveist fram eftir öldum með einhverju móti, en beðið síns vitjunartíma fram til sautjándu aldar þegar forneskjan braust ffarn af fullu afli í flóði galdrabóka. Þetta voru bannlýst og hættuleg fræði þá, hvað sem um þau má segja í dag. Fátt var þó eftirsóknarverðara en galdrabókin, uppspretta máttar- ins eins og munnmælin sanna. Kannski er hér komin Rauð- skinna Gottskálks grimma, en hafðu það ekki eftir mér.“ Á RÖNGUNNI T V í F A R A R MIGRENI SAMTÖKIN k E B B B B B B B B TONSKOU SIGURVEINS „Nú er nóg komið!" Þótt hann Björn Thoroddsen sé öllu blíðlegri á svipinn en hin illa innrœtta dúkka Chucky, sem hefur hrellt myndbandaglápara í myndunum Child’s Play eitt, tvö, þrjú og svo framvegis, þá er því ekki að neita að það er svipur með þeim. Bæði Chucky ogBjörn hafa búlduleitt og barns- legt andlit. Báðir hafa þeir strítt hár, þótt Björn sé vatnsgreiddur á þessari mynd. Og báðir eru þeir opinmynntirþóttþeir hafi smáan munn.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.