Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 22. OKTÓBER 1992 15 Tilraunastöð Háskólans á Keldum GM NN Jón Sævar Jónsson, nýr framkvæmdastjóri tilraunastöðvarinnar, við hlið fræðilegs for- stöðumanns: „Fram að þessu hefur verið skortur á tengslum, læknadeild og menntamálaráðuneyti sýndu málefnum stofnunarinnar lítinn áhuga, enda kannski litið á hana sem land- búnaðarstofnun." unlJAUUBIL Ot TBMOOMI Menntamálaráðherra er að fá í hendurnar íjórðu úttektina á fáeinum árum. Forstöðumaðurinn er að hætta og búið að ráða mann með fjármálavit í stöðu framkvæmdastjóra. Starfsmenn hafa búið við skipulagslegt tómarúm og stundað talsverða aukavinnu utan stofnunarinnar. Tilraunastöð Háskólans á Keldum, eldri bygging stofnunarinnar og hið nýja hús fisksjúkdómadeildar- innar. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra er þessa dagana að fá í hendur margþættar tillögur sérstakrar nefndar um fjárhags- vanda Tilraunastöðvar Háskólans á Keldum. Stofnunin hefur um árabil verið starffækt í stjómunar- legu og skipulagslegu tómarúmi og fallið undir þrjú ráðuneyti hið minnsta. Fram undir allra síðustu ár fór stofnunin reglulega langt fram úr fjárveitingum, en fékk um leið meiri sértekjur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Nú hafa sértekjur hins vegar brugðist vegna sam- dráttar í hefðbundnum landbún- aði og hruni í fiskeldi. Fræðilegir starfsmenn stofnunarinnar hafa löngum stundað aukavinnu við kennslu og dýralækningar og fjár- málastjórn öÚ í molum eða þar til stofnuninni var sett sérstök yfir- stjóm og ffamkvæmdastjóri ráð- inn fyrir ári. PRÓSENTUM BÆTT VIÐ FJÁRLÖG HVERS ÁRS Talsverð breyting hefúr orðið á fjármálum tilraunastöðvarinnar á síðustu árum. Á tíu ára tímabili, 1982 til 1991, átti stofnunin að fá alls 448 milljónir króna að núvirði samkvæmt fjárlögum, en sam- kvæmt ríkisreikningum varð heildarfjárveiting á tímabilinu um 619 milijónir eða um 171 milljón hærri. Stofhunin fórþví að meðal- tali 38 prósent ffam úr fjárlögum. Fjárveiting var 20 til 25 milljónir fyrstu fjögur ár tímabilsins, hækk- aði síðan í 40 til 45 milljónir og hefur frá 1988 verið 60 til 70 millj- ónir, þar til nú, í ffumvarpi til fjár- laga næsta árs, að gert er ráð fyrir 105 milljóna króna fjárveitingu. Mestallt tímabilið várð tals- verður ffamúrakstur hjá stofnun- inni í almennum rekstrarkostn- aði, einkum launagreiðslum. Á sama tíma fóru sértekjur einnig iðulega fram úr því sem fjárlög ætluðust til, sem þó brúaði ekki útgjaldabólguna. Útgjöld vegna launa og annars starfsmanna- kostnaðar fóru 1982 til 1987 að meðaltali 41 prósent ffam úr fjár- lögum, mest 60 prósent 1987. Önnur rekstrargjöld fóru einnig einstök ár allt að tvöfalt fram úr fjárlögum. Á sama tímabili fóru sértekjumar að meðaltali 44 pró- sent ffam úr því sem fjárlög gerðu ráð fyrir. SÉRTEKJUR HRUNDU VEGNA SAMDRÁTTAR í LANDBÚNAÐIOG FISKELDI Frá og með 1989 hafa útgjöldin hins vegar endurspeglað áætlanir betur en áður, en þrátt fyrir það hafa allar áætlanir um sértekjur stofnunarinnar brostið. Ástæðan er einföld. Höfuðverkefni stofn- unarinnar er rannsóknarþjónusta í þágu hefðbundins landbúnaðar og fiskeldis. Báðar þessar greinar hafa dregist verulega saman á síð- ustu ámm, í tilfelli fiskeldisins má tala um hrun. Stofnunin hefur ekki fengið þær tekjur sem vænst var, hvorki hvað varðar tekjur fyr- ir lyf né tekjur til að fjármagna ný- byggingu fisksjúkdómadeildar og viðhald eldra húsnæðisins. Þá hefur stofnunin flotið í e.k. tómarúmi skipulagslega og stjórnunarlega. Hún hefur heyrt undir læknadeild Háskólans, sem hefur þó þótt sýna stofnuninni takmarkaðan áhuga. Samstarf hefúr verið mun meira við raun- vísindadeild Háskólans. Fisksjúk- dómadeildin var stofnuð með lög- um 1986, en aðstandendur henn- ar era í samstarfi við tilraunastöð- ina, Rannsóknarráð ríkisins, Há- skólann, landbúnaðarráðuneytið, sjávarútvegsráðuneytið, Reykja- vákurborg og Landssamband fisk- eldis- og hafbeitarstöðva. MAÐURMEÐ F JÁRMÁLAVIT RÁÐINN TTL STOFNUNARINNAR Að stöðinni standa því margir aðilar. Þetta telst háskólastofnun undir yfirstjóm menntamálaráðu- neytisins, en þjónustar þó fyrst og fremst landbúnaðargeirann. Dag- leg stjórnun stofnunarinnar var lengst af í höndum fræðimann- anna sjálfra, sem kannski voru ekki manna bestir í fjármála- stjóm. Svokölluð Keldnanefnd, hér nefnd hin fyrri, starfaði 1987 til 1989 og skilaði mikilli skýrslu um stöðina, sem leiddi til setningar laga vorið 1990. Þar voru sett ný heildarlög fyrir stofnunina og meðal annars gert ráð fyrir ráðn- ingu sérstaks framkvæmdastjóra við hlið vísindalegs forstöðu- manns stofnunarinnar. Sá fram- kvæmdastjóri hóf störf fyrir ári, Jón Sœvar Jónsson. Forstöðu- maðurinn til margra ára, Guð- mundur Pétursson, er nú að hætta störfúm og er verið að velja á milli fimm umsækjenda um stöðu hans. Keldnanefnd benti á minnk- andi tekjur stofnunarinnar með tilheyrandi erfiðleikum, meðal annars þeim að hús hafi drabbast niður og tækjabúnaður úrelst. Á þessu hafi fjárveitingavaldið sýnt h'tinn skilning. GAGNRÝNIÁ VIÐVERU STARFSMANNA OG LEIGU FORSTÖÐUMANNS Skilningsleysið kom þó ekki í veg fyrir miklar aukafjárveitingar ár eftir ár. f skýrslu Ríkisendur- skoðunar vegna ríkisreiknings fyrir 1989 benti stofnunin á að til- raunastöðin hefði farið talsvert fram úr fjárheimildum á undan- förnum árum og skuldastaða gagnvart ríkissjóði væri orðin slæm. „Miðað við óbreyttar tekjur og ffamlög verður vart séð að til- raunastöðin komist út úr þeim fjárhagsvanda sem hún er í.“ Þeir bentu á rekstrarhallann og að meginástæða hans væri „stöðu- gildi og yfirvinna umfram for- sendur fjárlaga“. f því sambandi nefndu þeir að eftirliti með við- vem starfsmanna væri ábótavant. Reyndar mun löngum hafa tíðkast að fræðilegir starfsmenn stofnunarinnar sinntu talsverðri aukavinnu annars staðar, bæði við kennslu og með praxís í dýra- lækningum. Ríkisendurskoðun sagðist einnig hafa „ítrekað en án árang- urs gert athugasemdir við leigu- gjald af íbúðarhúsi því sem for- stöðumaður hefur til afnota, en mánaðarleiga er 33 krónur“. 11MILLJÓNA AFBORGUN Á LÁNIFRÁ FRAMKVÆMDASJÓÐI Hafi fjárveitingavaldið verið skilningssnautt gagnvart tilrauna- stöðinni er það að breytast. Frum- varp til fjáraukalaga fyrir yfir- standandi ár gerir ráð fyrir að fjár- veiting vegna yfirstandandi árs hækki úr 77 milljónum í 92 millj- ónir og í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár er loks slakað á kröfum um sértekjur og gert ráð fyrir 105 milljóna króna fjárveitingu. Það er fyórfalt til fimmfalt hærri fjárveit- ing að raungildi en árin 1982 til 1986. Ákvörðun hefúr verið tekin um að gera gagngerar endurbætur á eldra húsnæði stofnunarinnar og að á meðan noti tilraunastöðin hið nýja hús fisksjúkdómadeildar- innar. Illa hefur gengið að nýta það hús eins og til stóð og fá af því tekjur til að standa undir láni sem tekið var hjá Framkvæmdasjóði. Hugmyndin var að hin sjálfstæða fisksjúkdómadeild greiddi leigu af húsinu með hluta sértekna sinna, en þær tekjur hafa brostið með hruni fiskeldisins. Af þessum 105 milljónum eiga 7 milljónir að fara í afborgun af láninu og 4 milljónir til viðbótar í vexti og verðbætur vegna lánsins. Þessi ráðstöfun er þó aðeins hugsuð til eins árs. FJÓRÐA ÚTTEKTTN Á STOFNUNINNIÁ FÁEINUM ÁRUM Nefnd sú, sem nú er að skila til- lögum um framtíðarmálefni til- raunastöðvarinnar til mennta- málaráðherra, Keldnanefnd hin síðari, er skipuð Þorsteini Gunn- arssyni, örlygi Geirssytti og Stef- áni Stefánssyni úr menntamála- ráðuneyti, Þórólfi Þórlindssyni prófessor, Halldóri Árnasyni, að- stoðarmanni sjávarútvegsráð- herra, Sigurgeiri Þorgeirssyni, að- stoðarmanni landbúnaðarráð- herra, og Jóni Magnússyni frá fjármálaráðuneytinu. Þeir nefnd- armenn sem PRESSAN náði tali af vildu ekki tjá sig um innihald tillagna nefndarinnar, þar sem ráðherra væri ekki búinn að fá þær í hendur. Þær munu þó fyrst og fremst fjalla um skipulags- og húsnæðismál stofnunarinnar og breyttar áherslur í verkefnum. Það segir e.t.v. sína sögu að skýrsla nefndarinnar felur í sér fjórðu út- tektina á málefnum tilraunastöðv- arinnar á nokkrum árum; fyrst tók Fjárlaga- og hagsýslustofnun tilraunastöðina út, síðan Keldna- nefnd hin fyrri og um sama leyti voru tveir erlendir sérfræðingar fengnir til að leggja orð í belg og nú er komið að Keldnanefnd hinni síðari. „SAMSKIPTASKORTUR“ RÁÐUNEYTANNA OG STOFNUNARINNAR Jón Sævar Jónsson, fram- kvæmdastjóri tilraunastöðvarinn- ar, sagði í samtali við PRESSUNA að rekstrarkostnaður stofnunar- innar hefði haldist svo til óbreytt- ur að raungildi síðustu fjögur árin „en síðan 1989 hefur orðið stöð- ugur samdráttur í sértekjum vegna samdráttar í þeim greinum sem stofnunin þjónar. Um leið má tala um e.k. samskiptaskort milli ráðuneytanna og stofnunar- innar, þar sem gert hefúr verið ráð fyrir stöðugri aukningu á sértekj- um. Þetta er á meðal þess sem nefndin hefur verið að skoða og ég hygg að hún hafi komist að þvi að málflutningur okkar sé réttur. Þá get ég sagt að töluverður árangur hafi náðst í hagræðingu á þessu ári, árangur sem á þó eftir að koma betur í ljós. Það stefndi í 35 milljóna króna halla á þessu ári, en nú lítur út fyrir að hann verði talsvert undir því. Fram að þessu hefúr verið skortur á tengsl- um, læknadeild og menntamála- ráðuneyti sýndu málefnum stofn- unarinnar lítinn áhuga, enda kannski litið á hana sem landbún- aðarstofnun. Nú fyrst er þetta að breytast“, sagði Jón Sævar. Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.