Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 5

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 5 ýjasta tilbrigðið í hörmungasögu þingmanna í bissness er veðsetningarf- lopp össurar Skarphéðinssonar og fé- laga í stjórn Arcticlax hf. á fiski stöðvarinnar. Arcticlax leigir aðstöðu sína af Framkvæmda- sjóði. Fyrsta veðsetn- ingin var gerð af fyrri eigendum án vitundar Arcticlax-manna. Önn- ur af seinni veðsetningunum, í öðru sýslumannsumdæmi, var til tryggingar leigu til Framkvæmdasjóðs upp á 1,5 milljónir. En upp kom sýking í fiskinum og þegar hann var seldur reyndist kaup- verðið aðeins brot af því sem veðsetning- arnar hljóðuðu upp á. össur, stjórnar- maður í Arctidax, átti sæti í stjóm Fram- kvæmdasjóðs frá árinu 1990 þangað til í maí 1991. Arctidax tók stöðina hins vegar á leigu áður en Össur settist í stjóm Fram- kvæmdasjóðs og á fyrsta fundi sínum í stjóm sjóðsins mun hann hafa afsalað fýr- irtæki sínu 3,5 milljóna króna láni sem það hafði fengið vilyrði fyrir hjá sjóðn- um... H. . örmungar össurar Skarphéð- inssonar og félaga í Arcticlax skipa hon- um á bekk með ýmsum núverandi og jifyrrverandi þingmönn- um sem orðið hafa fyrir áföllum á þessu sviði. Allir muna hvemig fór fyrir Eyjólfi Konráði Jónssyni og félögum í ÍSNÓ. Þá ætlaði Árni Gunnarsson að koma upp álarækt hér á landi, ásamt Rolf Jo- hansen og fleiram, en það fauk út í veður og vind. Það tókst hins vegar betur hjá Stefáni Valgeirssyni og samstarfs- mönnum hans að koma upp fiskeldi fyrir norðan. Þar þurfti þó til stjórnarsetu á réttum stöðum og geysigóða fyrirgreiðslu að hætti Stefáns... p X orstjóri Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem, Efraim Zuroff, hafði fyrir skömmu samband við Morgunblaðið og hugðist skrifa grein til að andmæla grein- argerð lögffæðinga ríkisstjómarinnar um málið. Svar Moggans var stutt og laggott: Alveg sjálfsagt að birta greinina, að því til- skildu að Zuroff skrifaði hana á ís- lensku... i nýjasta hefti Hagsældar, fréttablaðs hagfræðinema við HÍ, velta átta fræði- og framkvæmdamenn fyrir sér framtíð fs- lands. Fátt eitt nýtt ber þar á góma og eru menntunarmál, Evr- ópuumræða og fortíð- arvandi meðal annars til umfjöllunar. Einnig er talað um auðlindir fslands, sem sjaldan hafa verið skilgreindar að fullu, en víst er þó að flestir munu hafa talið fiskinn þeirra á meðal. Christian Roth, forstjóri fslenska álfélagsins, er annarrar skoðunar og segir meðal annars í grein sinni: „Styrkur íslands er fólginn í þremur „auðl'ndum“; náttúru, vatni og varma; fiskur og ál eru aðeins unnar vatnsafurð- ir.“ Glöggt er gests augað, en ekki er víst ‘ að allir séu sammála... að er ekki nýlunda að til fslands séu fluttar falsaðar Levi’s-gallabuxur. Þegar þeir Guðmundur Viðar Friðriksson og félagar fluttu þær inn frá Austurlöndum á sínum tíma mætti lögreglan fyrirvaralaust á staðinn og lagði hald á buxurnar, sem seinna voru brenndar. Þegar rannsóknarstofur Levi’s segja að Hagkaup flytji inn falsaðar buxur vekur athygli að slegið er létt á fmguma á Jóni Ásbergssyni og félögum, buxurnar hverfa ekki úr hillunum fyrr en að lög- bannsúrskurði gengnum og þá pakkar starfsfólk Hagkaups þeim pent niður í kassa. Ekki hefur heyrst af fyrirhuguðum brennumímálinu... A strætó má sjá auglýsingaborða sem segir „Ambra fýrir alla“. Við heyrum að hér sé á ferðinni ný tölvutegund sem Nýherji hf. flytur inn og kynnir í byrjun nóvember. Ambra er að sögn ódýr PC- tölva sem framleidd er af IBM en ekki í þess nafni og er ætlað að mæta harðri verðsamkeppni frá ódýrari PC-tölvum. Því má ætla að enn lækki verðið á PC- tölvum hérlendis í kjölfarið... P X harmaco hefur hætt leigu á laxeldis- stöðinni Lindalaxi sem Iðnþróunarsjóður o.fl. eignuðust í kjölfar gjaldþrots Linda- lax á sínum tíma. Við heyrum að Phar- maco muni á hinn bóginn halda áfram rekstri á Islandslaxstöðinni, sem þeir hafa einnighafláleigu.... TZ" XV.ynning og markaður (KOM), kynningarfyrirtæki í eigu Jóns Hákons Magnússonar og fjölskyldu, stendur nú fyrir verkefnaútflutn- ingi á ráðstefnuhaldi, þeim niesta til þessa. KOM annast alþjóðlega bolfiskráðstefnu í Ham- borg seinna í þessum mánuði þar sem saman koma 140 leiðtogar fisksölufýrirtækja í heiminum. Frá íslandi sækja ráðstefnuna topparnir í SH, SÍF og frá Islenskum sjávarafurðum. Öll vinna, prentun gagna og fleira, fer fram hérlend- is og verður allt saman flutt á ráðstefnu- staðinn... R ..áðherrar og þingmenn Alþýðu- flokksins eru að verða ansi þreyttir og pir- raðir út í Davíð Oddsson. Samskipti Davíðs við Jón Bald- vin Hannibalsson og Jón Sigurðsson hafa j löngum verið með \ ágætum, einkum þó milli Davíðs og Jóns Sigurðssonar. Þeim samskiptum spillti hins vegar duglega innkoma Davíðs með Kais- er-trompið í álmálum og þau ummæh forsætisráðherra að menn skyldu ekki brenna sig á því að vekja allt of miklar vonir. Þessi ummæli er vart hægt að skilja öðravísi en að þetta hafi Jón gert... HAFNARSTRÆTI15 REYKJAVÍK SÍMI13340 nc FLÍSAR StórhófSa 17, við Gullinbrti simi 67 48 44 Eyja- og Gaflaragleði meó rammíslensku víkingaívaf Enn einu sinu bryddum við upp á skemmtilegum nýjungum. Látlaus gleði að hætti ósvikinna Eyjapeyja og Gaflara öll föstudags- og laugardags- kvöld. Girnilegur matseðill samsettur af feðginunum Hlöðveri og Margréti Johnsen frá Vestmannaeyjum. Ljúf og skemmtileg tónlist borin uppi af bræðrunum Hermanni Inga og Helga ásamt félögum. Syngjandi gengilbeinur kyrja hafnfirsk og lauflétt Eyjalög. Útvaldir gleðimenn gerðir að heiðursvíkingum um hverja helgi. Það býðst varla betra GLEÐIIST MEÐ GLÖÐUM! Uppselt föstudagskvöld, • t nokkur sæti laus laugardags.kvöld FJORUGARÐURINN FJÖRUKRÁIN TVHR GÓWR í FJÖRUNNIIHAFNARF1RÐI • STRANDGATA 55 • SÍW 451213 NYJAR SENDINGAR Á LÆGRA VERÐI! * Jatoba 10 mm (ráðhúsviðurinn) stafaparket á Eik og beyki, 16 mm, t.d. beyki rústik á 2352,- * Korkur frá 1579,- til 2146,- Verðdæmi með magnafslætti: 70 m2 jatoba, 10 mm, 2605,- m2 stgr. Við verslum einungis með gegnheilt gæðaparket, þ.e. tré er limt beint á steininn og síðan slípað, spartlað og lakkað eftir á. Gegnheil- (massív) gólf eru varanleg gólf! Hefðir miðalda í heiðri hafðar. Gerið verðsamanburð! FAGMENN OKKAR LEGGJA M.A. FISK- BEINAMYNSTUR (SÍLDARMYNST- UR) OG SKRAUT- GÓLF, LAKKA EÐA OLÍUBERA. Opið kl. 10-18 virka daga. Suðurlandsbraut 4a, sími 685758, fax 678411 Við bjóðum eftirfarandi magnafslátt á stafaparketi og korki: 20 - 40 vri 1 7 t 47 - 60 m' 10 t 61 - 100 m 13 t 101 - 150 m 15 t 151 - 200 m 18 t 200 ■ 2 m 20 t

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.