Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 39 N, er ljóst að Einar Benediktsson, framkvæmdastjóri Sfldarútvegsnefndar, verður næsti forstjóri OLÍS. Sem kunnugt er var Óskari Magnússyni, lögmanni og stjórnarformanni OLfS, boðið starfið á sínum tíma en hann afþakkaði. Eftir það stóð valið á milli Einars Benediktssonar og Ágústs Einarssonar, forstjóra Lýsis hf. Stærstu hluthafarnir, ekkja Óla Kr. Sigurðssonar og Texaco-menn, studdu Einar en nokkrir stjórnarmanna studdu hins vegar Ágúst, sem sæti á í stjóm íyrir- tækisins. Það dugði honum þó ekki til að hreppa stólinn... p JL ólk man sjálfsagt eftir hinni frægu Grænlandsför Árna Johnsen er hann varð veðurtepptur þar um nokkra hríð. Árni fór þessa svaðilför ekki í þingmannserind- um heldur sem blaða- og fréttamaður og sunnudagskvöldið fyrsta nóvember fá sjónvarpsáhorfendur að sjá hvað Ámi var að gera á Grænlandi. Þá verður sýndur fýrri þátturinn af tveimur um leiðangur Árna og hans manna og segir fýrri þátturinn af ferðinni frá Narssarssuraq til Hvalseyrar og ferð suður til Ketilsfjarðar. Seinni þátt- urinn segir ekki af ævintýrum Árna í óveðrinu sem teppti hann heldur verður þá farið um eyðifirði sem áður voru byggðir norrænum mönnum... M orgunblaðið sagði á þriðjudag frá því að trúnaðarmaður upplagseftirlits dagblaða hjá Verslunarráði fslands hefði sannreynt að meðal- talssala blaðsins á sum- armánuðum þessa árs hefði verið 51.170 ein- tök. Það hefur jafnan verið venja hjá Mogg- anum að birta sam- viskusamlega sölutölur frá árinu á undan til viðmiðunar, en svo var ekki í þetta sinn. Ástæðan liggur ef til vill í því að sala hefur nokkuð dregist saman, eða um 2,1 prósent, og seldist Morgunblaðið í 52.259 eintökum yfir sama tímabil í fyrra... erslun á landsbyggðinni hefur oft átt erfitt uppdráttar og margar verslanir úti á landi hafa lagt upp laupana undan- farin ár. Tíðindi vikunnar, TV, í Vest- mannaeyjum greina frá því að hvorki meira né minna en 52 verslanir hafi hætt rekstri þar frá því effir gos. Aðallega er þar um sérverslanir að ræða en nokkrar mat- vöruverslanir er þar líka að finna. Ekki hafa allar þessar búðir farið á hausinn því margar hafa hætt rekstri þar sem rekstr- argrundvöllur reyndist enginn, en fjöl- margar hafa þó endað í gjaldþroti... iePONTde uTOUR matseðiíf um Ðjass jyrír matargcsti: [föstudajjsfvöíd: J\iinar Cjcorgs og ‘Egiff Q íHrcinsson (£- Lauganiatjsíjvöfd: 'Djass fyrir matargcsti | ( ‘Eííen Jyristjánsdóttir sijntjur 'p (aucjardagskvöfd js, ‘Bardapan tatiir i sima 68 96 86 ! íj) -A r i rjfí ki i ?v' - ÍZAHÚ takt ana heim! FRUR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAQA VIKUNNAR PÖHTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grentáavegi 10 - þjónar þér allan aólartirlnglnn O'Cjf lech'/Zu/ú/^eáZMt / ,/é'/tí/T.r/cL ti/dcjf ti/y/cÁa,')' á 'mxil t vetuw. etii/uig, o/iici /en sý,ni/}i(jU)'c/</,gu /ywi)' í^thárétti, /cö/u-y og, /cu/Jp. . nf/ut 'œ/, Wi/a/ f/ftöw/jMvaM/nti, iLUáO BORGARVIRKIÐ TVEGGJA ÁRA UM HELGINA OG ÞAÐ VERÐUR MIKIÐ AÐ GERAST I kvöld: Viðar Jónsson og Þórir Úlfarsson Föstudagskvöld: Kántrý-stemmning — tekið verður sérstaklega vel á móti öllum þeim sem mæta í kántrý- búningi. Veitt verða verðlaun fyrir fallegasta búninginn. Dan Cassidy fíðluleikari, Þórir Úlfarsson hljóm- borðsleikari og Viðar Jónsson gítarleikari ásamt fleirum leika og syngja. A miðnætti verða sýndir kántrý-dansar. Laugardagskvöld: Bjöm Thoroddsen og Dan Cassidy leika fyrir gesti frá kl 20.00-22.00. Pónik og Einar Júlíusson mæta svo kl. 24.00 og rifla upp lög frá sjöunda áratugnum. Sunnudagskvöld: Þá getur allt gerst. Kemur rid- darinn á hvítum hesti?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.