Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PKESSAN 22. OKTÓBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU Klassíkin Helga Bryndís Magn- júsdóttir, ungur píanóleik- ari sem hefur lært hér Iheima, í Vínarborg og Hels- inki, heldur tónleika á vegum samtak- anna EPTA. Verk eftir Bach, Ravel, De- bussy og Schumann. Kirkjuhvoll, Garðabœ, kl. 20.30 SUNNUDAGUR • Trió Reykjavíkur heldur tónleika og fær í lið með sér píanóleikarann Brady Millican. Á efnisskránni eru verk eftir Brahms og Schubert. Hafnarborg kl. 20. Leikhús FIMMTUDAGUR l# Heima hjá ömmu. ÍMargt er ágætt um þessa Isýningu að segja. Þó er eins log flest sé þar í einhverju meðallagi, sem ekki er beint spenn- andi, skrifar Lárus Ýmir Óskarsson. Borgarleikhúsið kl. 20. • Kæra Jelena Ungu og efnileg- ustu leikararnir í snjallasta leikritinu sem var fært upp á síðasta leikári. Það virðist líka ætla að ganga á stóra svið- inu. Þjóðleikhúsið. kl. 20. • Fröken Julie. Alþýðuleikhúsið og Strindberg. Tjarnarbœr kl. 21. • Sonur skóarans og dóttir bak- arans eftir Jökul Jakobsson. Leikfélag Kópavogs tekur upp aftur sýningu frá því í vor. Félagsheimili Kópavogs kl. 20.30. • Clara S er leikrit eftir Elfriede Janeck frá Austurríki og er þar sögð saga af því þegar og ef Clara Schu- mann, píanisti og eiginkona Róberts tónskálds, lendir í höllinni hjá ítalska saurlífisseggnum og skáldinu Gabriel d'Annunzio. Nemendaleikhúsið frum- sýnir verkið. Lindarbœr kl. 20.30. • Dunganon „Ef maður gerir kröfu til að leikverk sé dramatískt í upp- byggingu þá vantar slíkt í leikritið. En öðrum skilyrðum er fullnægt; maður skemmtir sér vel og fær nóg til að hugsa um eftir að sýningu er lokið," skrifaði Lárus Ýmir Óskarsson í leik- dómi. Borgarleikhús kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn. „Fyrir þá leikhúsgesti sem ekki eru að eltast við nýjungar, heldur gömlu góðu leikhússkemmtunina með hæfi- legu ívafi af umhugsunarefni, þá mæli ég eindregið með þessari sýningu," sagði Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Lucia di Lammermoor. Sigrún Hjálmtýsdóttir er stjarnan sem skín skært á íslensku óperufestingunni. ís- lenska óperan kl. 20. • Platanov. Borgarleikhúsið, litla svið, kl. 17. • Vanja frændi. Borgarleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Dunganon. Borgarleikhúsið, kl. 20. • Lucia di Lammermoor íslenska óperan kl. 20. • Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíðaverk- stœði, kl. 20. • Fröken Julie. Tjarnarbær kl. 21. Myndlist æwn|9 Hannes Lárusson opn- PPpj|ar á laugardaginn sýningu í pjr^Galleríi 11 við Skólavörðu- stíg, þar sem hann er raunar siálfur húsráðandi. Sýningin ber yfirskriftina „Aftur Aftur", en verkin eru gerð á þessu eða síðasta ári. Opið kl. 14-18. • Steinunn Þórarinsdóttir segist vera búin að taka manninn úr mynd- unum sínum og fela hann. Á því má tékka á sjöundu einkasýningu Stein- unnar sem hún heldur í Listmunahús- inu niðri í Hafnarhúsi. Opið kl. 14-18. • Finnsk aldamótalist prýðir veggi Listasafns íslands. Sýningin kemur frá Listasafninu í Ábo og eru verkin frá ár- unum 1880-1910, sem var mikil gull- öld í finnskri myndlist. Opið kl. 12-18. • Sigurlaug Jóhannesdóttir & Kristján Kristjánsson sýna í Ný- listasafninu .Opiðkl. 14-18. • Erla B. Axelsdóttir heldur sjö- undu einkasýningu sína í Listasafni Al- þýðu við Grensásveg. Opiðkl. 14-19. • Þorvaldur Þorsteinsson er hugsandi listamaður sem miklar vonir eru bundnar við. Þeir sem aldrei fara upp í Breiðholt geta varla komist hjá því að brenna upp í Gerðuberg. Opið kl. 13-16, lokað á sunnudögum. • Katrín Didriksen gullsmiður sýnir skartgripi í Stöðlakoti við Bókhlöðu- stíg. Þetta er fyrsta einkasýning henn- ar, en hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum á Norðurlöndunum. Opið kl. 14-18. • Suður-amerísk & mexíkósk grafík kemur frá listasafni Banco di Mexíkó. Þetta er farandsýning sem haldin er á vegum Listasafns Reykja- víkur í Geysishúsinu. Opið kl. 9-17 virka daga, 13-16 um helgar. • Karin Tiberg & Thorleif Alpen- berg eru listamenn frá Svíþjóð og setja upp sýninguna „Lursong-Bronze Age Echoes" í Slunkaríki vestur á fsa- firði. Opiðkl. 16-18. • Edda Jónsdóttir heldur þrett- ándu einkasýningu sína í listsalnum Nýhöfn í Hafnarstræti. Opið kl. 14-18. • Sæmundur Valdimarsson hefur haldið níu einkasýningar og sýnir nú skúlptúra úr rekaviði í Galleríi Sævars Karls. Opið á verslunartíma. • Listamenn frá Álandseyjum hafa hreiðrað um sig í Norræna hús- inu, 11 talsins, málarar, grafíklista- menn og Ijósmyndarar. Þetta er liður í Álandseyjakynningu sem norræna batteríið hefur staðið fyrir. Opið kl. 14-19. • Björn Birnir er yfirkennari í mál- aradeild Myndlista- og handíðaskól- ans. Margir hljóta að vera þess fýsandi að sjá hvað hann fæst við sjálfur, en það eru meðal annars akrílmyndir sem hann sýnir í FÍM-salnum við Garðastræti. Opiðkl. 14-18. • Stræti. „Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði. Leikararnir smyrja vel á, en ævinlega með sannleika persón- unnar gg atburðarins sem fastan grunn. Útkoman: grátleg og spreng- hlægileg blanda." segir Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Þjóðleikhúsið, Smiðaverkstœði, kl. 20. LAUGARDAGUR • Platanov. Ófullgert leikverk eftir meistara Tsjekov í leikgerð Péturs Ein- arssonar. Frumsýning. Borgarleikhús- ið, litla svið, kl. 17. • Vanja frændi. Eitt af snilldarverk- um Tsjekovs. Frumsýning. Borgarleik- húsið, litla svið, kl. 20.30. • Jóhann Eyfells hefur búið í Bandaríkjunum í marga áratugi og kemur lítt til íslands. Á sýningu í Lista- safni íslands er úrval af verkum eftir Jóhann .Opiðkl. 12-18. • Hulda Hákon er búin að hengja upp á Mokkakaffi verk sem hún hefur gert með akríllitum á tré. Þetta eru portrett af dýrum í miðbænum! Opið kl. 9.30-23.30 • Bernd Löbach er myndlistarmað- ur og prófessor frá Þýskalandi og hef- ur sýnt víða um heim. Löbach er um- hverfislistamaður og notar listina til að sýna vandamál í umhverfinu, með efnum sem eru úrhrat neyslusamfé- lagsins. Síðasta helgi. • Rita gengur menntaveginn. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. # Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíðaverk- stœði, kl. 20. • Ffgúra — fígúra er yfirskrift sýn- ingar í vestursal Kjarvalsstaða. Þar eiga verk nokkrir helstu myndlistarmenn af yngri kynslóð. Síðasta helgi. Opið kl. 10-18. • Hafið. „Það er skemmst frá því að segja að áhorfandans í leikhúsinu bíða mikil átök og líka, eins og Ólafi Hauki er lagið í leikverkum sínum, húmor, oft af gálgaætt, skrifaði Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi." Þjóðleikhúsið kl. 20. SUNNUDAGUR • Uppreisn. Þrír bandarískir ballettar í uppfærslu íslenska dansflokksins sem er að vakna aftur af værum blundi undir stjórn Maríu Gísladóttur. Frum- sýning. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Clara S. Nemendaleikhúsið. Lind- arbœr kl. 20.30. • Emil í Kattholti. Leikrit sem er lík- legt til að geta höfðað til allra barna á öllum tímum. Bessi Bjarnason kann betur en aðrir að leika fyhr börn. Þjóð- leikhúsiðkl. 14. • Sesselja Björnsdóttir heldur málverkasýningu á pizzustaðnum Eld- smiðjunni á horni Freyjugötu og Bragagötu. Opiðkl. 11.30-23.30. Sýningar J# Úrsmiðir segjast vera þjónustuaðilar sem ásamt öðrum litlum iðngreinum séu hjól í sigurverki þjóðlífs- _ið þeirra á 65 ára afmæli 27. október og þess vegna setja úrsmiðir og innflytjendur úra upp sýningu í Perlunni. Þar verða sýnd úr og sitt- hvað sem þeim tengist. • Jómsvíkingar, kannski bjuggu þeir þar sem nú er Wolin í Póllandi, en á sýningu í Þjóðminjasafni eru gripir sem hafa fundist í miklum fornleifa- greftri þar. Vandað vörumerki ★★★ JOSEPH CONRAD INNSTU MYRKUR KIRSTEN HOLST BARNIÐ Á Að SOFNA JAMES JOYCE (DYFLINNI PÉTUR GUNNARSSON HVERSDAGSHÖLLIN ÍSLENSKI KIUUKLUBBURINN 1992 Sinnepssúpan scet BORGARLEIKHÚSIÐ HEIMAHJÁÖMMU EFTIR NEILSIMON LEIKSTJÓRI HALLMAR SIGURÐSSON æ^^jÞað er undarleg tilviljun fv| J|að tvö leikrit verða sýnd ^^Éfleftir Neil Simon i leik- húsunum í Reykjavík í vetur. Hann hefur mér vitanlega verið leikinn hér aðeins einu sinni áður þótt hann sé búinn að sitja við skriftimar í marga áratugi og vin- sældir hans hafa ekki farið vax- andi undanfarið. Ég skil ekki af hverju Borgarleikhúsið tók leikrit- ið Heima hjá ömmu til sýningar, hvaða erindi það á við okkur. Eins og þessa höfundar er von og vísa er Heima hjá ömmu fag- mannlega skrifað („well made play“), bæði er fléttan ágætlega of- in og samtölin smellin oft á tíðum. Talsvert er um leik með orð, sem því miður kemst ekki nógu vel yf- ir á íslenskunni. Þýðandanum, Ólafi Gunnarssyni, er vorkunn þótt honum takist ekki að ná smellni frumtextans, en að öðru leyti vann hann verk sitt ágætlega effir því sem ég best fékk heyrt. Sagan sem leikritið segir fjallar um tvo unglingspilta sem er kom- ið nauðugum fyrir hjá ömmu sinni, af því að faðir þeirra er í klóm okurlánara eftir að hafa þurft að slá lán fyrir aðhlynningu móður piltanna, sem er nýdáin úr krabbameini þegar leikritið hefst heima hjá ömmunni. Amman er mesti harðjaxl og fauti í mannlegum samskiptum og leikritið fjallar um það hvernig kuldi hennar og harka hafa skemmt bömin hennar. Við fylgj- umst með dvöl strákanna í húsi ömmu og sjáum hvernig vera þeirra þar breytir lífi fjölskyld- unnar til góðs. Þemað er þekkt úr amerískum leikritum: hvemig hart og kalt for- eldri skemmir börnin sín (t.d. Eugene O’Neil). Neil Simon hefur engu við það að bæta og er reynd- ar öllu grynnri en ýmsir landar hans og kollegar, Readers Digest- sálffæði mundi ég kalla þetta. Margt er ágætt um þessa sýn- ingu að segja. Þó er eins og flest sé þar í einhverju meðallagi, sem ekki er beint spennandi. Leik- myndin er hefðbundin og lýsingin nosturslega gerð í raunsæjum stíl. Sú aðferð hæfir leikritinu vel, þar sem persónurnar skipta megin- máli, og öll táknræna hefði bara þvælst fyrir. Margrét Ólafsdóttir lék freðna ömmu og naut persónan hlýju leikkonunnar, sem glitti í öðru hverju bakvið ytra byrðið. Aðrir leikarar komu líka ágætlega út. Sigurður Karlsson var vænn og hræddur Eddie, faðir strákanna, Elva Ósk Ólafsdóttir kom Bellu ffænku vel til skila, en það er það hlutverk sem gefur leikara mesta möguleika í þessu leikriti. Hanna María Karlsdóttir er í litlu hlut- verki Gertmde frænku og fer óað- finnanlega með það. Strákamir tveir, Gunnar Helga- son og ívar Örn Sverrisson, vom stirðir framan af sýningunni, en ljóst er þó að ívar Om hefur ótví- ræða leikhæfileika. Þeir náðu sér á strik þegar á leið, ekki síst í sam- leik við Harald G. Haralds, sem leikur smágangsterinn Louie frænda. Hardd átti góða spretti, en Louie er það hlutverk sem lík- lega er lakast skrifað, sérstaklega síðasta atriði Louies, þar sem sýn- ingin megnaði heldur ekki að skýra þá frekju og óðagot sem allt í einu er runnið á hann. f heildina var þetta hálfbragð- dauft, en ekki ósmekklega fram- reitt. Lárus Ýmir Óskarsson Louis og líkam- arhennar LOUIS BOURGEOIS ANNARRIHÆÐ Bandarísk-ffanska listak- Louis Bourgeois er Íaáiiað öllum líkindum lítt þekkt hér á landi og sýningin á verkum hennar, teikningum og einum skúlptúr, í sýningarsalnum Annarri hæð, lætur ekki mikið yfir sér. En hér er á ferðinni ein eftir- tektarverðasta listakona Banda- ríkjanna í dag, afskaplega ódæmi- gerð að mörgu leyti og erfitt að henda á henni reiður. Hún varð ekki fræg utan þröngs hóps fyrr en hún var komin á sjötugsaldur, fyrir um það bil fimmtán árum. Síðan þá hefur hún sýnt offar en samanlagðan allan sinn feril þar á undan, og er engan bilbug á henni að finna nú á áttugasta og öðru aldursári. Hún hefur ávallt farið eigin leiðir í skúlptúrum sínum og engum tekist að finna henni við- eigandi bás í listasögunni, enda er hún allt eins líkleg til að snúa við blaðinu fýrirvaralaust. Verk henn- ar eru afar persónuleg og allt að því sjálfsævisöguleg, eftir því sem hún sjálf segir: f gegnum listina vingast hún við sína eigin undir- meðvitund. Að þessu leyti eimir enn eftir af hinum gamla góða súrrealíska anda, sem hún kynnt- ist á námsárum sínum í París á fjórða áratugnum. í kynningu er haft eftir henni: „Skúlptúrar mínir eru líkami minn.“ Ef maður vissi hvað þetta þýddi gæti maður kannski skorið úr um hvort fullyrðingin sé viska eða vitleysa. En hér umsnýr hún ,Hann er höfundur sem gœðir hversdagsleikann töfrum og hvergi afmeira listfengi en í Hversdags- höllinni sem er líklega besta skáldsaga hans til þessa. “ KOLBRÚN BERGÞÖRSDÓTTI. því sem margir hafa sagt og reynt; að gera líkama sinn að skúlptúr. Víða koma fýrir form sem minna á líkamsparta eða líffæri, en aldrei fyllilega þekkjanleg. f skúlptúr- verkinu á sýningunni, „Janus í leðurjakka", má sjá getnaðarlim, brjóst eða skordýralirfu, allt eftir því hvernig maður er innstilltur. Hluturinn hangir á þræði neðan úr loftinu og virðist búa yfir ein- hverju leyndarmáli, en gefur fátt uppi. En það er eðlilegast að skoða tilvitnunina að ofan sem lýsingu á afstöðu hennar sjálfrar til verka sinna. Maður finnur að hún sæk- ist ekki eftir kaldri og yfirvegaðri fjarlægð. Það má kannski segja að list hennar sé líkamleg frekar en vitsmunaleg, án þess þó að hún sé að reyna að útiloka allt vit og gera lfkamann heimskan og dýrslegan. Hún notar skúlptúrinn sem farveg fyrir hljóðlátar og viðkvæmar kenndir, jafnvel sem lækningu og þroskaleið. Þetta eru líklega þeir eiginleikar í verkum hennar sem hafa dregið til sín athygli og gert það að verkum að þau virðast standa utan við meginstrauma í myndlist, þar sem hugsunarháttur forms og rýmis hefur verið ríkj- andi í þrívíðri list undanfarinn aldarfjórðung. Sýningin er varla nema flís úr litríkum ferli sem nægir þó til að espa forvitnina og viðkynningin er ánægjuleg. Gunnar J. Árnason Ugluklúbbi Máls og Ife Jmenningar má líkja við ■r- ■vandað vörumerki sem aldrei bregst vonum neytandans. Eitt má þó gagnrýna og það er að ekki er nóg gert af því að þýða fag- urbókmenntir sérstaklega fyrir klúbbinn. Því er gleðilegt að sjá að nýjasti Uglupakkinn geymir þýð- ingu Sverris Hólmarssonar á meistaraverki Josephs Conrad Heart of Darkness. Sú bók hefur lengi verið eftirlæti gagnrýnenda enda krefur hún lesandann um alla athygli hans og býður upp á margvíslega túlkunarmöguleika. Til að skrifa bók á borð við þá fyrrnefndu nægir ekki að notast við hæfileikana eina, það þarf snilhgáfu til. Og hana hafði Conr- ad í hæfilegum mæli. Honum tekst að skapa andrúmsloft ógnar og einangrunar í skáldverki um mátt hins illa og leit að sannleika undir yfirborði þess sem sýnist vera. Þetta er ekki auðlesin bók og ein þeirra sem vekja upp fleiri spurningar en þær svara, en lík- lega er það einkenni flestra af- burðabókmenntaverka. Ef mjúki maðurinn finnst í ís- lenskri rithöfundastétt þá nefhist sá Pétur Gunnarsson. í verkum sínum veitir Pétur athygli því sem öðrum þykir venjulega of hvers- dagslegt til að setja á bækur. Hann er höfundur sem gæðir hvers- dagsleikann töfrum og hvergi af meira listfengi en í Hversdagshöll- inni sem er lfklega besta skáldsaga hans til þessa. Með þeirri skáld- sögu lék hann skemmtilega á þá sem haldið hafa því fram að fyndnin væri hans sterka og hugs- anlega eina hlið. Hversdagshöllin er margt 1 senn og ekki síst er hún hugmyndaffæðilegt verk sem býr yfirdýpt. Hún verður stundum undarleg umræðan um dýptina. Þeir eru furðu margir sem telja að skemmtileg skáldverk geti ekki borið í sér dýpt, það fái einungis hin myrku og harmrænu — og vegna þess að slík skáldverk eru „Margt er ágœtt um þessa sýningu að segja. Þó er eins ogflest séþar í einhverju meðallagi, sem ekki er beint spennandi. “ lLÁRUS ÝMIR ÓSKARSSON

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.