Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 7

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 7 F Y R S T F R E M S T • • hella niður einni • I 1: • Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði Hrói höttur í kjallara Seðlabankans „Nú þegar Kári hefur brugðið sér í líki Hróa hattar og boðist til þess að hirða styrkinafrá bcendamafíunni ogfcera þá aftur til alþýðunnar munu vonir neytenda kannski glceðast. Eftil vill munu þeir láta sigdreyma um aðfcera landbún- aðinn hundrað ár aftur í tímann. Eftil vill aftur fyrir tilurð ríkisins; það mun hafa komið til seinna en landbúnaðarinn þóttþeir Hákon og Haukur eigi erfitt með að ímynda sérþað. “ Þeir hittu naglann á höfðið, þeir bændahöfðingjar Hákon og Haukur, þegar þeir sögðu Kára Þorgrímsson í Garði hafa fært sölu á Iambakjöti fimmtíu ár aftur í tímann. Hörmungar þær sem gengið hafa yfir íslenskan land- búnað hafa nefnilega flestar riðið yfir á undanförnum fimmtíu ár- um undir traustri stjóm Hákonar, Hauks og fyrirrennara þeirra. Sjálfstæðisbarátta neytenda á undanförnum ámm hefur einmitt snúist um að færa hjól tímans ör- lítið til baka þótt fæstir hafi gert sér vonir um að ná viðlíka árangri og Kára virðist hafa tekist á einu hausti. f tilraunum sínum hafa neytendur aðeins vilja þoka tím- anum áratug eða tvo aftur; til þess tíma að það mátti lifa með herkj- um við ok bændanna. Kannski hafa vonirnar verið svona hógværar sökum þess að neytendur áttu sér engan leiðtoga í þessum málum frekar en öðrum. Nú þegar Kári hefur bmgðið sér í líki Hróa hattar og boðist til þess að hirða styrkina frá bændamafí- unni og færa þá aftur til alþýð- unnar munu vonir neytenda kannski glæðast. Ef til vill munu þeir láta sig dreyma um að færa landbúnaðinn hundrað ár aftur í tímann. Ef til vill aftur fyrir tilurð ríkisins; það mun hafa komið til seinna en landbúnaðurinn þótt þeir Hákon og Haukur eigi erfitt með að ímynda sér það. En það á eftir að koma í ljós hvort aðrir bændir slást í för með Kára í Garði. Hann á enn eftir að finna sinn Litla Jón og sinn Tóka munk til að fylgja sér í baráttunni gegn fógetunum í bændasamtök- unum. Á því veltur hvort honum tekst að metta almenning án þess að svelta hann í leiðinni með skattpíningu. Kári á aðeins 250 rollur á fjalli. Þótt þær verði allar tvílembdar getur hann varla skaftað meira en rúm 6 tonn af kjöti. Það gera ekki nema um 25 grömm af frjálsu kjöti handa hverjum íslendingi. Til að bæta þau grömm upp, svo þau fylli upp í hefðbundna togara- máltíð, þarf því ein 225 grömm af ófrjálsu kjöti. Fólk getur síðan ímyndað sér hvað það þarf að láta ofan í sig af ófrjálsa kjötinu ef það ætlar að fá sér fleiri en eina lamba- steik á ári. Þótt neytendur geti ekki búist við neinu nema áframhaldandi píningum frá bændaforystunni eru það aðeins bændur sem geta skorið þá niður úr snörunni. Þeir eiga allt undir því að fleiri skipi sér í flokk Kára í Garði. Og miðað við bíómyndir sem gerðar hafa verið um félagsandann hjá kollega hans, Hróa hetti, virðist hann hafa verið öliu léttari en á bændaþingi þeirra Hákonar og Hauks. Ef neytendur vilja bera saman gjaldþrotaleið Kára og þeirra Hauks og Hákonar geta þeir þó að minnsta kosti sæst á að leið Kára er skemmtilegri. ÁS Lögreglan hefur verið gríðar- lega dugleg undanfarna mánuði við að koma upp um bruggstarf- semi; hver stórbruggarinn á fætur öðrum hefur mátt horfa á eftir miði sínum niður um niðurfallið. Mörgum virðist ekki duga að brugga fyrir sjálfa sig og fjölskyld- una heldur gerast menn stórtækir í sölu og oft er markhópurinn sá aldurshópur sem enn hefur ekki aldur til að versla í búðunum hans Höskuldar. Á undanförnum mánuðum hefur lögreglan hellt niður 187 lítrum af 96 prósenta spíra og 2.175 lítrum af gambra. Úr 50 h'tr- um af gambra fást 10 lítrar af 96 prósenta spíra og því hefði gambrinn gert 435 lítra af spíra. Nú, 187 plús 435 eru 622; semsagt 622 lítrar af 96 prósenta spíra. Ef við reiknum þetta magn yfir í 40 prósenta vodka, eins og seldur er í Rikinu, verða þetta 1.493 lítrar af vodka eða 2.133 750 millilítra flöskur. Bruggmeistaramir drýgja spír- ann til helminga og því hefðu þeir fengið út úr þessum 622 lítrum hvorki meira né minna en 1.244 h'tra af 43 prósenta sterkum landa. Gangverðið á landalítranum hefur verið 1.300 krónur og því hefði þetta gefið bruggurunum 1.617.200 krónur. Góð búbót það, sem enginn fékk að vísu að njóta því löggan hellti þessum krónum niður. Bruggverksmiðjur þær sem Iögreglan hefur verið að gera upp- tækar hafa í flestum tilfellum verið mjög fullkomnar, „með háþróuð- um tækjum", eins og lögreglu- þjónn orðaði það. Mjöðurinn hef- ur kannski ekki verið alveg eins góður og vodkinn úr einkasölu ríkisins en drykkjumenn íslands hafa nú yfirleitt tekið áhrifin ffam- yfir gæðin og því hefur viðskipta- vini ekki skort. f Ríkinu kostar lítrinn af Eld- ur/ís-vodka 3.120 krónur eða 1.820 krónum meira en lítrinn af landanum. Því hefiir mátt fá tvo lítra af landa og bland í kaupbæti fyrir sama pening. 1.493 lítrar af vodka út úr Ríkinu kosta 4.658.160 krónur. Það er talsvert miklu meira en samsvarandi magn af landa kostar, mismunur- inn er 3.040.960. Er nokkur furða þótt Höskuldur segi brennivínið ofdýrt? Hvað finnsl bér um Hvíta víhinginn? Margrét Frí- mannsdóttir alþingismaður „Mér finnst Hvíti víkingurinn alveg hræðileg mistök og ég finn til yfir því að þessi mynd hafi ver- ið ffamleidd; skopstæling á þeirri fslandssögu sem maður hefur verið að reyna að bera virðingu fyrir. Mér finnst þetta misþyrm- ing á fslandssögunni og slæmt að fjármunir til kvikmyndagerðar skuli vera notaðir á þennan máta þegar við sjáum að það er hægt að gera svo miklu miklu betur, en sem betur fer hafa íslendingar kannski ekki mikið á samvisk- unni í fjármögnun á þessari mynd.“ Geir Sveinsson handbolta- maður Helgi Þorláks- son sagnfræð- ingur lú h'tið séð af þáttun- um, en ég sá fyrsta þáttinn og varð ekki mjög hrifinn. Sökum þess hef ég ekki horft á Hvíta vfk- inginn síðan, — hef ekkert verið aðeltastvið það.“ „Fyrst Hrafn er að segja frá sannsögulegum atburðum finnst mér að hann ætti að halda sig bet- ur við það sem menn telja að séu staðreyndir. Það er fjölmargt í myndinni sem ekki kemur heim og saman við það sem við þykj- umst vita. Ég held að það sé mik- ilvægt að hafa svona myndir í samræmi við það sem menn vita best. Svo er auðvitað margt sem menn vita ekki og þar hefiir hann frelsi til að skálda og segja það sem honum finnst líklegast sjálf- um. En hann segir oft frá með þeim hætti að það stríðir full- komlega gegn því sem við þykj- umst vita og mér firmst fara illa á því. Fólk þykist vita betur og því missir þetta off rnarks." Kári Waage veitingamað- „Vinnubrögðin á þessu eru eins og í stuttmynd eftir mennta- skólakrakka. Myndin fannst mér hræðileg og ég er búinn að sjá tvo af þessum þáttum. Hrafn var bú- inn að segja, að mér skilst, að hann hefði ekki haft neitt með myndina að gera — einhverjir aðrir unnið khppingu á henni og þess háttar — en það er bara ná- kvæmlega sami standardinn á þáttunum og var á myndinni. Mér finnst þetta mjög ólíkt Hrafhi, finnst þetta svona svipað og þegar Spielberg er að selja nafnið sitt án þess að koma ná- lægt myndunum. Mér finnst eins og Hrafn sé að greiða gamla skuld með því að ljá þessu nafn sitt, þetta eru ekki hans vinnubrögð, finnst mér, heldur afar ólíkt hon-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.