Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 LfFIÐ EFTIR VINNU 37 Það eru engarýkjur að segja að Megas sé langbesti textasmiður íslenskrar poppsögu. Afköst hans á þessari plötu mundu nægja sem ævistarfhvers meðaltextasmiðs. “ GUNNAR HJÁLMARSSON sárasjaldan skrifuð í íslenskum nútíma er því haldið fram að ís- lensk skáldsagnagerð líði fyrir dýptarleysi. Þetta er skoðun sem byggist á fyrirframgefnum for- sendum sem ég tel vægast sagt hæpnar. Reyfari klúbbsins kemur að þessu sinni frá Danmörku, neínist Bamið á að sofna og er eftir Kirs- ten Holst. Þetta er góður reyfari, allspennandi og persónur eru eft- irminnilegar. Stíll höfundar er einfaldur, skýr og Iaus við tilgerð, utan einu sinni. Þegar Kirsten Holst segir um morðingjann í sögu sinni: „Hann sá Iíf sitt og framtíð fyrir sér sem eyðilegt og ófrjótt landslag á tunglinu“ er líkingin hreinasta klúður, flatneskjuleg og fullkom- lega innihaldslaus. Semingar svip- aðar þessari skrifuðum við flest um tvítugt þegar við svifum um með skáldadrauma og vorum stolt af, en það er merkilegt að sjá setningu eins og þessa hjá höfundi sem skrifar annars af öryggi. Lík- lega er þarna ágætt dæmi um það þegar höfundur hættir að treysta á eigin getu og fer að skrifa eins og hann heldur að rithöfundur eigi að skrifa — um leið fellur hann í gryfju. Skiptibók klúbbsins er að þessu sinni í Dyflinni, æskuverk James Joyce. Joyce skrifaði þrjú afburða- skáldverk sem tryggt hafa honum öruggt sæti í bókmenntasögunni. f Dyflinni er ekki eitt þessara verka, en hver sá sem skrifar jafh góða bók rúmlega tvítugur mætti lengi ganga sperrtur um stræti stórborga. Smásögurnar minna mest á myndir, allt er dregið skýr- um dráttum og unnið er af um- talsverðu öryggi. Það gerist í raun- inni ekki svo ýkja margt, oftast er látið nægja að veita sýn í huga ein- staklings og það er gert á ástríðu- Iausan hátt, galdurinn er að velja einfóld orð af nákvæmni. Við lest- ur þessara sagna mætti hæglega ímynda sér að Tsékov hefði brugðið sér til Dyflinnar en mun- urinn kann að vera sá að Joyce notar nokkru fleiri orð en Tsékov hefði þótt þörf á. Sverrir Hólmarsson þýðir Conrad og danska reyfarann og Sigurður A. Magnússon á Joyce- þýðinguna. Þýðingamar eru góð- ar en mér þykir orðið „tapari" í danska reyfaranum afar ljótt og það sama má reyndar segja um „þýðari" sem kemur fyrir í for- mála SAM að verki Joyce. Kápumyndir á Uglukiljum hafa yfirleitt verið til sóma með tveim- ur eftirminnilegum undantekn- ingum þó en það voru kápur á Gunnlaðar sögu og Felix Krull. Þar mátti vart á milli sjá hvor meiddi augun meir. (Sérkennileg- asta kápumynd klúbbsins er lík- lega á Snorra af Húsafelli, en hún samrýmist vel hugmyndum manns um þá kápu sem Kínverjar mundu velja bókum Stephens King). Nú er allt með felldu í kápumálunum og Ingibjörg Ey- þórsdóttir á lof skilið fyrir sinn þátt. Kápur hennar eru einfaldar og smekklegar og hún hefur sér- lega gott auga fyrir litasamsetn- ingum. Kolbrún Bergþórsdóttir Gratt á hjalla MEGAS ÞRÍR BLÓÐDROPAR SKfFAN ★★★★ ^^^■Nýja platan hans Megas- ^^^■ar er ein af allra bestu ^jSNIplötum hans. Hún slagar hátt í „Náttkjólana“ að fersk- og frumleika og er án efa besta „þurra“ Megasarplatan til þessa. Megas og hjálparkokkar hans hafa sem betur fer lagt hallæris- lega nýaldarstæla síðustu platna á hiÚuna. Þótt platan minni á margt á litríkum ferli Megasar er þó ein- hver órói í loffinu, einhver löngun til að gera nýja hluti í tónlistinni. Hljómsveit Megasar er að vanda vel skipuð. Sigtryggur, Hilmar Örn, Guðlaugur Ottarsson og Haraldur Þorsteinsson eru farnir að kunna andskoti vel á karlinn, enda þaulvanir liðsmenn, og ný- liðinn, hinn nýdanski Jón Olafs- son, kemur skemmtilega út. Nýja- brumið í tónlistinni er ekki síst honum að þakka en hljómborðs- spilirí hans minnir einnig þó- nokkuð á fornar Megasar-stemm- ur. Það eru sextán lög á plötunni og flest pottþétt. Þegar dregur að lokum plötunnar skýtur þó upp nokkrum lögum sem skemma heildarsvipinn. „Ég get líka“, sem Bubbi raular með Megasi, er t.d. hundleiðinlegt lag og „Súðavíkur- úðan“ er enn ein grísalappalísan. Það er þó auðvelt að láta þessi lög sem vind um eyru þjóta þegar tékkað er á öllum hinum ffábæru lögunum. Það allra frábærasta er „Viltu byrja með mér?“; mergjuð kveikjaraballaða sem gæti fengið fullorðna menn til að tárast ef svo illa vildi til að þeir heyrðu það í út- varpinu í leigubílnum einir á heimleið klukkan fjögur að laug- ardagsnóttu. Það eru engar ýkjur að segja að Megas sé langbesti textasmiður ís- lenskrar poppsögu. Afköst hans á þessari plötu mundu nægja sem ævistarf hvers meðaltextasmiðs. Hann er í ffábæru formi á „þrem- ur blóðdropum", fyndinn og ótrú- lega hnyttinn. Megas virðist enda- laust geta fundið nýja fleti á yrkis- efnum sínum, sem eru annars svipuð og áður; basl ógæfumanna og „vangaveltur um tilveruna“, að ógleymdum óvenju afdráttarlaus- um söngvum um freistingar holdsins. Það er óskandi að Meg- asi haldist á greddunni því ég er viss um að enginn — ekki einu sinni pakkið sem hneykslast — mundi nenna að hlusta á náttúru- lausan Megas. Gunnar Hjálmarsson Tvœr umdeildar YOKO WALKING ON THIN ICE ★★ SINÉAD O'CONNOR AMINOTYOURMAN? ★★ Það eru uppi tvær kenningar um Yoko Ono. Sú vinsælli er að hún sé ekki merkileg fyrir annað en að hafa verið með Lennon og rústað Bítlunum en hin kenningin er sú að hún sé stórkostlegur lista- maður á öllum sviðum. Líklega hefði Yoko þó aldrei farið út í rokkið ef hún hefði ekki kynnst Lennon í stiganum forðum. Tilraunakennd listiðja hennar með Fluxus-hópnum segir heil- mikið um rokkið sem hún fram- leiddi. Lengi vel sérhæfði hún sig í hippalegu djammi sem vinir Lennon lögðu lið hárugir og út úr áðí. Þegar fram í sótti fór tónlist Yoko að minna á mussunýbylgju- rokk þeirra Ninu Hagen og Lenu Lovich. „Walking on thin Ice“ hefur að geyma brot af því „venjulegasta" sem ffá Yoko kom og er margt at- hyglisvert af lögunum nítján. Fyrir framsæknari lesendur er vert að minnast á heildarútgáfu af tónhst Yoko, heiiir sex tímar á sex geisla- plötum, og ætti sá skammtur að duga jafnvel hinum vönkuðustu til aldamóta. Sinéad O’Connor hefur á síð- ustu árum sungið nokkur fi'n lög en þó aðallega vakið umtal fyrir að vera kjafffor og ffökk og skallinn er mörgum minnisstæður. Frá svona kvensu átti maður því ekki von á jafnvæminni plötu og þeirri nýjustu. Þar sökkvir Sinéad sér í mýkt æskuvæmninnar og syngur nokkur lög sem hún ólst upp við; gamla. big-band-slagara sem söngkonur eins og Billie Holiday og Ella Fitzgerald gerðu fræga. Þetta uppátæki minnir nokkuð á gling-glóið hennar Bjarkar nema hvað Björk fór ótroðnar slóðir í flutningi laganna en Sinéad fer eff- ir bókinni í einu og öllu. Það er því ekki hægt að mæla með „Am I not your Man?“ nema fyrir slagara- fíkla, gallharða Sinéad-aðdáendur og fólk sem bráðvantar „eitthvað rólegt" í safiiið og sættir sig við hvað sem er. Gunnar Hjálmarsson 18.00 39 systkini í Úganda 18.30 Babar. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Úr ríki náttúrunnar. Af fjölskrúðugu dýralífi í Kletta- fjöllum. 19.30 ★ Auðlegð og ástríður 20.00 Fréttir. 20.35 Ódysseifur í Dyflinni. Arthúr Björgvin bregður sér til Dublin, ekki þó til að versla, heldur til að skoða söguslóðir Ódysseifs, skáldsögu eftir James Joyce sem er að koma út á íslensku. 21.15 Svaðilförin. Annar þáttur. Bandarísk sjónvarpsmynd í fjórum hlutum sem gerist á blómaskeiði kúrekanna. í hlutverkum eru meðal annarra frægir og góðir leik- arar á borð við Robert Duvall, Tommy Lee Jones, Danny Glover og Anjelicu Huston. 23.00 Fréttir. 23.10 Þingsjá. ■^Tiuiinini— 17.40 Þingsjá E 18.00 Hvar er Valli? Vinsæll breskur teiknimyndaflokkur hefurgöngu sfna. 18.30 Barnadeildin 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Magnimús 19.25 Skemmtiþáttur Eds Sullivan Aðeins tuttugu ár- um of seint birtast þeir þessir frægu skemmtiþættir. Þetta er reyndar úrval úr því helsta sem þá var sýnt. 20.00 Fréttir 20.35 Kastljós 21.05 ★★ Sveinn skytta Við eigum hvíta víkinginn, Danir eiga gunguhöfðingjann. 21.35 ★★ Matlock 22.25 Svafiilförin. Þriðji þáttur í seríu sem fjallar um land- búnað ÍTexas á ofanverðri 19. öld. 23.55 Kabarettsöngkonan Ute Lemper. Um þessar stundir þykir enginn fara betur með lög eftir Kurt Weill en Ute Lemper. Hún syngur líka lög sem Edith Piaf og Marlene Dietrich gerðu fræg. LAUGARDAGU R 13.25 Kastljós. E 13.55 Enska knattspyrnan. Bein útsending frá leik Black- burn Rovers og Manchester United sem fer fram í Blackburn. 16.00 íþróttaþátturinn. Arnar Björnsson sýnir beint frá leik Hauka og Keflvíkinga í körfubolta. 18.00 Ævintýri úr konungsgarði. 18.25 Bangsi besta skinn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 * Strandverðir 20.00 Fréttir. 20.35 Lottó. 20.40 ★★ Leiðin til Avonlea. 21.30 Manstu gamla daga? Blómatímabilið 1965-75. Til að rifja upp þennan tíma mætir í sjónvarpssal vinstrafólkið Kristín Ólafsdóttir, óskar Guðmundsson og Svavar Gestsson, en til mótvægis Hannes H. Giss- urarson. Undirleik annast Hljómar, Pops, Júdas og Jet Black Joe. 22.00 Svaðilförin. Fjórði og síðasti þáttur um félaga sem- reka nautgripahjörð frá Texas til Montana. 23.10 ★★★ Árásin. TheAssault. Hollensk, 1986. Kvikmynd sem á sínum tíma fékk Óskarsverðlaun og var talin besta erlenda myndin. Hún gerist á stríðsárunum og fjallar um dreng sem verður vitni að því að Þjóðverj- ar myrða fjölskyldu hans af nánast engu tilefni. Góð mynd. SUNNUDAGUR 14.35 Söngskemmtun José Carreras. Carreras, tenórinn geðþekki, syngur ásamt vinum sínum Katiu Ricciar- elli, Ruggero Raimondi og Agnesi Baltsa. Allt er það til að styrkja alþjóðlega stofnun sem berst gegn hvít- blæði, sjúkdómi sem hafði næstum fellt Carreras. 16.05 f fótspor Muggs. Þáttur sem Björn Th. Björnsson og Valdimar Leifsson gerðu í tilefni af því*að 100 ár eru liðin frá fæðingu Muggs. E 17.00 Skandinavía. Fyrri hluti. Fjallað um náttúru og dýra- líf í Noregi og Svíþjóð. 17.50 Sunnudagshugvekja 18.00 Stundin okkar 18.30 Sjoppan 18.40 Birtingur. Norræn klippimyndaþáttaröð.E 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Tréhesturinn. 19.30 ★ Auðlegð og ástríður 20.00 Fréttir 20.35 Hvíti víkingurinn Lokaþáttur. Hrafn Gunnlaugsson í stuði. 22.15 Dagskrá næstu viku. 22.25 ★ Vínarblóð Það eru búnir fimm þættir og Strauss er ekki byrjaður á Dóná svo blá. 23.45 Sögumenn.Ævintýri frá Fílabeinsströndinni. 17.00. Undur veraldar Síðasti þáttur. 18.00 Spánn í skugga sólar. E SUNNUDAGU R 17.00 Skýjakljúfar E 18.00 Dýralff. Fjallað um hvali, seli og höfrunga. 16.45 Nágrannar 17.30 Mefi afa. E 19.19 19.19 20.15 Eiríkur 20.30 Eliott-systur. Breskurframhaldsmyndaflokkur. 21.25 Aðeins ein jörð 21.40 Laganna verðir 22.10 Banvæn fegurð. Mynd sem hvergi er getið og eng- um sögum fer af, svo varla er þetta ýkja traustvekj- andi. En myndin mun fjalla um fréttakonu sem telur sig sjálfkjörna til að verða fréttastjóri. Sigrúnu Stef- ánsdóttur? 23.40 ★★ Stjörnuvíg S. Star Trek 5: The Final Frontier. Amerísk, 1989. Fimmta og líklega síðasta myndin í Star Trek-flokknum. f meðallagi æsandi og söguhetj- urnar eru farnar að eldast allískyggilega. En líklega möst fyrir þá sem hafa fýlgst með. E 16.45 Nágrannar 17.30 Á skotskónum. 17.50 Litla hryllingsbúðin 18.15 Eruð þið myrkfælin? 18.30 Eerie Indiana E 19.1919.19 20.15 Eiríkur 20.30 KæriJón 21.00 ★Stökkstræti 21. 21.50 ★★ Góðir gæjar. Tough Guy$. Amerísk, 1986. Gömlu brýnin Burt Lancaster og Kirk Douglas leika glæpamenn sem sleppa úr fangelsi eftir langa vist og þurfa að aðlagast nútímanum. (raun ekki sam- boðið þessum ágætu leikurum. 23.30 ★★ Samneyti Communion. Amerísk, 1989. Christ- opher Walken leikur rithöfund sem heldur þvf fram að sér og fjölskyldu sinni sé annað slagið rænt af geimverum. Spurningin er hvort hann sé vitlaus. 01.15 ★★ Blekkingarvefir. Spennumynd með lögreglu- manninum Columbo. Peter Falk er oftastnær skemmtilegur. E ^miiiimE 09.00 Með afa 10.30 Lísa í Undralandi 10.50 Súper Maríó-bræður. 11.15 Sögur úr Andabæ 11.35 Merlín 12.00 Landkönnun National Geographic 12.55 Bílasport. E 13.25 Visasport. E 13.55 Austurlandahraðlestin og Peter Ustinov. Ef þarf að gera þátt um Austurlandahraðlestina þá klikkar Ustinov ekki. 15.00 ★★★★ Þrjúbíó. Mary Poppins. Sígild barnamynd frá Disney. Julie Andrews er ákaflega traustvekjandi sem barnfóstran sniðuga, en Dick Van Dyke er mátu- lega trúverðugur sem enskur cockney. Það næstum eini gallinn á stórskemmtilegri mynd. 17.10 Hótel Marlin Bay. Þar gengur allt á afturfótum. 18.00 Tónar á Fróni. Fylgst með hljómsveitinni Todmo- bile á hljómleikaferðalagi og sýnd myndbönd. E 18.40 .★★ Addams-fjölskyldan 19.1919.19 20.00 ★ Falin myndavél 20.30 Imbakassinn. Grín, glens, háð og spé. 20.50 ★★ Morðgáta. 21.40 ★★★ Snögg skipti. Quick Change. Amerísk, 1990. Sniðug lítil gamanmynd um bankaræningja sem er fyrirmunað að komast út úr New York-borg. Leikar- arnir Bill Murray, Randy Quaid og Geena Davis virð- ast skemmta sér vel. 23.05 ★★ Leikskólalöggan Kindergarten Cop. Amerísk, 1990. Myndin er full af sætum börnum og það er sjálfur Arnold Schwarzenegger sem gætir þeirra. Niðurlag myndarinnar er þó meira í anda hefðbund- inna Schwarzenegger-mynda. 00.50 ★ Fullt tungl. Full Moon in Blue Water. Amerísk, 1988. Það er voða mikið spjallað og skrafað í þessari mynd þar sem Gene Hackman leikur ekkjumann sem vorkennir sjálfum sér. En frekar er þetta leiðin- legt. E SUNNUDAGUR 09.00 Kormákur 09.10 Regnboga-Birta. 09.20 össi og Ylfa 09.45 Dvergurinn Davíð 10.10 Prins Valíant. 10.35 Maríanna fyrsta 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.30 Blafiasnáparnir 12.00 ★ Draugapabbi. Ghost Dad. Amerísk, 1990. Bill Cosby ætlar ekki að takast að meika það á hvíta tjaldinu. Leikstjórinn, sjálfur Sidney Poitier, hefur ætl- að sér að gera fjölskyldumynd, en maður þarf að vera ansi ungur til að hlæja. E 13.25 ftalski fótboltinn. Bein útsending. 15.20 ★ Fyrirburinn. Tárvot sjónvarpsmynd um miðaldra hjón sem eignast barn sem fæðist fyrir timann. Barn- ið verður hálfgerður leiksoppur lækna. E 17.00 Listamannaskálinn. Mark Morrís, ungur danshöf- undur sem starfar f Brussel. E 18.00 60 minútur. Bandarískurfréttaskýringaþáttur. 18.50 Afieins ein jörð. E 19.1919.19 20.00 ★ Klassapíur 20.25 ★★ Lagakrókar. LA Law. 21.15 Málsvarar réttlætisins. Framhaldsmynd f tveimur þáttum sem fjallar um mann sem játar á sig að hafa myrt konu sina en dregur sfðan játninguna til baka. 22.55 Gltarsnillingar. Fyrsti þáttur af þremur þar sem helstu gítarleikarar heims troða upp í Sevilla. 23.50 ★★ Blóðpeningar. Blood Money. Amerísk, 1988. Sjónvarpsmynd um smáglæpamann og mellu sem tengjast samsæri um að selja vopn til Nicaragua. I hlutverkum eru Andy Garcia, Ellen Barkin og Morgan Freeman. E ★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt 0 Ömurlegt E Endursýnt efni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.