Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 19 E R L E N T Drottningarheimsókn vekur minningar úr stríðinu I dag rís Filippus, hertogi af Edinborg, á fætur í Kreuzkirche svokallaðri í Dresden og flytur ritn- ingarlestur. Þetta er liður í opinberri heimsókn Bretadrottningar og eiginmanns hennar til Þýskalands. Það er varla búist við alvarlegum óeirðum þennan dag, enda hefur lögregla tekið úr umferð hópa nýnasista. Hins vegar eru Þjóð- verjar ekki búnir að gleyma sprengjuárásinni á Dresden sem breski hershöfðinginn Sir Arthur „Bomber“ Harris fyrirskipaði. Og þeir eru held- ur ekki búnir að gleyma því að drottningarmóð- irin var viðstödd þegar stytta af Harris var af- hjúpuð í vor. Fórnarlamb sprengjuárása Breta í Þýskalandi. Þær kostuðu um 600 þúsund óbreytta borgara lífið, þar af ekki færri en 100 þúsund börn. Það er varla auðvelt að biðja forláts á atburði eða atburðum sem hafa orðið þess valdandi að manngrúi týndi tölunni. Willy Brandt kraup á kné þar sem einu sinni var gettóið í Varsjá, í þessari viku er Akihito Japanskeisari í Kína og þar verður honum varla leyft að gleyma 10 milljónum Kín- verja sem Japanir drápu í heims- styrjöldinni síðari. Heimsókn hjónanna úr Buckingham-höll til Dresden er tákn um að Bretar og Þjóðverjar ætli ekki að láta slíka atburði spilla samskiptum þjóð- anna, en hins vegar er víst að sam- kvæmt opinberri söguskoðun í Bretlandi hefur ekki verið talin nein ástæða til að biðjast afsökun- ar vegna framferðis Harris og sveita hans. Þetta var stríð gegn Hitler og myrkraöflunum, flest meðul voru réttlætanleg til að vinna sigur. Eða hvað? Það má segja með nokkrum sanni að hinar stórfelldu sprengjuárásir á þýskar borgir hafi verið helsta framlag Breta til stríðsrekstrarins. Á eftir voru þýsku borgirnar rústir einar. f árásunum er talið að 600 þúsund Þjóðverjar hafí fallið. Það voru mest konur og stúlkur, börnin undir 14 ára aldri voru ekki færri en lOOþúsund. Þeir sem tala máli Harris og sprengjusveitanna segja að árás- irnar hafi átt mikinn þátt í sigri bandamanna. Það er réttlætingin sem oftast er notuð fyrir sprengju- regninu. Margir hafa efast um þessa röksemdafærslu. Harris var skipaður yfirmaður sprengjuflug- sveitanna í febrúar 1942. Þá sagði hann að hann treysti sér til að vinna stríðið án aðstoðar ef hann fengi til þess næg tæki og tól. Hann hélt því fram að í apríl 1944 myndi eyðileggingin vera slík að óvinurinn hlyti að gefast upp. Ári síðar börðust Þjóðverjar enn í hrundum borgum. BOMBER VAR EKKINÁ- KVÆMNISMAÐUR Það verður einnig að líta á kostnaðinn sem sigurvegararnir höfðu af framkvæmdinni. Fyrir stríðið veittu Bretar gríðarlegum fjárhæðum til uppbyggingar sprengjuflugsveitanna. Á meðan á stríðinu stóð er talið að upphæðin hafi numið næstum fjórðungi af framlagi Breta til stríðsins. En Breta sárvantaði hergögn öll styrj- aldarárin. Fyrstu þijú árin skorti þá einkum orrustuflugvélar, eins og kom berlega í ljós þegar þeir biðu ósigur við Dunkirk og í Singapore. Síðari hluta stríðsins var skortur á sóknarvopnum. Án afláts voru smíðaðar sprengju- flugvélar þegar sárvantaði skrið- dreka og landgöngupramma. Vitaskuld var skaðinn slíkur að Þjóðveijum var erfiðara um vik að beijast, ekki síst síðasta stríðsárið þegar hver borgin af annarri var lögð í rúst. Sjálfur Albert Speer, hergagnaráðherra Hitlers, sagði að sprengjuárásirnar hefðu verið stærsta orrustan sem Þjóðverjar töpuðu. Samt segja tölur að her- gagnaframleiðsla Þjóðverja hafi aukist ár frá ári, allt til 1944. Það var þá að Bandaríkjamenn sprengdu af mikilli nákvæmni ol- íuhreinsunarstöðvar Þjóðverja. Harris var ekki hrifinn af þess- Cest fAngleterre quiajeteles premieres bombes i.aia«i«riM««ru *■*<»*«•*«• Veggspjald sem var dreift í Belgíu. „Konur og böm Evrópu ákæra! Það er Bretland sem varpaði fyrstu sprengjunum — á óbreytta borgara." háttar hemaði og reyndar er talið víst að sveitimar hans hefðu verið ófærar um slíkar aðgerðir. Harris hélt því fram að sveitim- ar hefðu gert blóðbað í skotgröf- um eins og einkenndi fyrri heims- styijöld óþarft. f samhengi virðist sú röksemd ekki standast. Þegar Harris tók við höfðu fallið um 7.500 meðlimir sprengjusveit- anna. í stríðslok vora þeir um 55 þúsund, af rúmlega 72 þúsund- um. ÁTTU ÞJÓÐVERJAR ÞETTA INNI? Því var líka haldið fram að Þjóðveijar gætu sjálfum sér um kennt. Þeir hafi fundið upp á því að nota sprengjuflugvélar til að skilja effir auðn og eyðileggingu. Það stenst varla heldur. Strax á þriðja áratugnum vom sveitir úr breska flughemum famar að æfa sig að sprengja ættbálka í Mið- Austurlöndum til hlýðni. Árið 1939 var breski flugherinn sá eini af flugheijum stórvelda sem hafði það meginhlutverk að varpa sprengjum á eigin spýtur, ekki í samstarfi við landher eða flota. Þýski flugherinn, Luftwaffe, var ekki sérstaklega hannaður til að kasta sprengjum á borgir. Loft- árásirnar miklu á Bretland voru gerðar með miklum erfiðismun- um. Bretar vom úrræðalausir sum- arið 1940. Eftir fall Frakklands stóðu þeir nánast einir gegn Þjóð- veijum. Winston Churchill sá ekki annað ráð en að senda öflug- ar sprengjuflugvélar til að valda skaða í heimahögum þýsku nas- istanna. í október ákvað breska ríkisstjómin að „óbreyttir borgar- ar fengju að finna fyrir þunga stríðsins“. Einn ráðgjafi Churchills bjó til hugtakið að „afhýsa“. Þegar Harris tók við sprengjusveitunum var stefhan að sprengjuárásunum skyldi „beint gegn siðferðisþreki óvinveittra borgara, einkum og sérílagi iðnverkamanna". Upp frá því mögnuðust loft- árásimar stöðugt næstu þijú árin. Sprengjusveitirnar fullkomnuðu íkveikjusprengjur sem ollu því að skotmörkin urðu sem brennandi eldhaf. Stóra ffumsýningin var í Hamborg í júh' 1943 þegar borgin brann við 800 gráða hita á celsíus, aðallega verslunar- og íbúðar- hverfi. Meira en 40 þúsund féllu þá nótt. í samanburði má geta þess að rúmlega 50 þúsund bresk- ir borgarar létu lífið í loffárásum öll styrjaldarárin. Þarna var mótsögn sem erfitt er að horfa framhjá. Bretar höfðu undirritað svokallaðan Washing- ton-sáttmála trá 1922. Þar var bann við loftárásum sem hefðu enga hernaðarþýðingu, heldur væri beint gegn óbreyttum borg- urum. 1 upphafi stríðs áréttaði Neville Chamberlain forsætisráð- herra þetta og sagði að hvað sem aðrir stríðsaðilar gerðu m'yndi breska stjórnin ekki vitandi vits ráðast gegn konum, börnum og óbreyttum borgurum með það eitt að markmiði að skelfa. „ERUM VIÐ ORÐNIR AÐ SKEPNUM?“ Ósamræmið milli þessara fýrir- heita og raunveruleikans er veik- asta hliðin á stríðsrekstri Breta. Sprengjuárásirnar voru meðal annars hafnar til að hughreysta bresku þjóðina og veitti kannski ekki af myrkustu styrjaldarárin. En á sama tíma gátu menn ekki viðurkennt að árásunum var ætl- að að skapa ógn og skelfingu meðal óbreyttra borgara. Liibeck var skotmark í mars 1942. Borgin hafði enga hernaðarlega þýðingu. Stór hluti hennar var frá miðöld- um og byggður úr timbri. Hún fuðraði upp og það logaði glatt. Ráðuneyti, her og blöð lögðust á eitt um að segja Bretum frá hem- aðarlegu mikilvægi borgarinnar. Þeir sem vissu betur fengu ekki að tjá sig. Það var sagt að fréttir um að 20 þúsund hefðu fallið væru áróður nasista. Á þessum tíma var semsagt ekki hætt á að einhveijir, til dæm- is kirkjunnar menn, risu upp til að mótmæla þessum árásum á óbreytta borgara. En undir lokin var ríkisstjórnin sjálf farin að sjá að sér. Þrátt fyrir að Churchill væri kokhraustur var honum á móti skapi að láta drepa óbreytta borgara. Sagt er frá því að eitt sinn þegar hann horfði á myndir af brennandi þýskri borg hafi hann spurt: „Erum við orðnir að skepn- um?“ Að minnsta kosti var komin á kreik skepna sem Churchill sjálfur megnaði ekki að stöðva. Það má Harris eiga að hann var ekki jafh- hræsnisfullur og yfirboðarar hans. f nóvember 1944 hreykti hann sér af því að sprengjusveitirnar hefðu nánast eyðilagt 45 af 60 helstu borgum Þýskalands. Hann spurði fullur vandlætingar hvort hann fengi ekki að klára verkið? Stjórnin var heldur mótfallin því. I stríðslok minntist Churchill hvergi á verk sprengjusveitanna. Þær fengu engin heiðursmerki. Harris var aldrei tekinn í hóp að- alsmanna líkt og flestir aðrir æðstu herforingjar Breta. Hann storkaði Churchill og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. f árslok 1944 hafði þýski flug- herinn varla neinar flugvélar, fáa flugmenn og lítið eldsneyti. Þýsku borgimar voru vamarlausar. Ein- mitt þá náðu árásirnar hámarki. Tveir þriðjuhlutar af heildar- sprengjuþunganum sem lenti á Þýskalandi féllu á 11 mánuðum, milli D-dags og uppgjafarinnar. Árásin á Dresden er frægust. Frankfurt var eyðilögð, Darm- stadt, Wiirzburg og miðaldaborg- in Hildesheim. Flestallir karlmenn voru í burtu að heyja stríð, líka gamalmenni og unglingar. Samt var sprengt, næstum hvar sem fannst álitlegur þéttbýliskjami. Barbie elur á kynjafordóm- um Dúkkan Bar- bie, sem í áratugi hefur skipað fastan sess í dótakössum ungmenna um allan heim, hefur nú fengið málið, bandarískum konum til mikill- ar hrellingar. Ummæli ljós- kunnar, sem heyrast þegar þrýst er á hnapp, þykja ekki ýkja skyn- samleg enda talin ala á fordómum gagnvart konum, sem lengi hafi verið við lýði í Bandaríkjunum. Meðal þess sem Barbie hefur að segja um lífið og tilveruna er: „Mér finnst mjög erfitt að læra stærðfræði", „ég elska falleg föt“ og „Ken kærasti minn er frábær dansari". Konur í Bandaríkjunum em æfar vegna þessa og hafa sam- tök háskólakvenna sent framleið- andanum bréf, þar sem þess er krafist að þaggað verði niður í dúkkunni málglöðu. Þykir kon- um Barbie gefa fordómum um að strákar séu gáfaðri en stelpur og þær hafi ekki önnur áhugamál en föt byr undir báða vængi og við það verði ekki unað. Framleið- andinn er þó ekki á þeim buxun- um að skrúfa niður í Barbie og hyggst setja hana á markað í Evr- ópu í tæka tíð fyrir jólavertíðina. Fangar óttast alnæmi H e i 1 - brigðisyfir- völd í Bras- ilíu óttast að alnæmi eigi eftir að breiðast út m e ð a 1 fanga í stærsta fangelsinu í borg- inni Sao Paulo, eftir uppþot sem þar varð á dögunum og hafði þær afleiðingar að rúmlega 200 fangar létu lífið. Samkvæmt nýlegri könnun fangelsisyfirvalda, sem gerð var fyrir óeirðirnar, em rúm- lega 17 prósent allra fanga í Sao Paulo smituð af alnæmi. í uppþot- inu slasaðist mikill íjöldi fanga, auk þeirra sem létu lífið. Er nú ótt- ast að þeir sem slösuðust og sýktir em af HlV-veirunni kunni að hafa smitað samfanga sína, er sýkt blóð þeirra komst í snertingu við blóð heilbrigðra fanga í uppþotinu. Lögreglan í Sao Paulo neitaði al- farið að hreyfa við látnum og slös- uðum innan veggja fangelsisins, af ótta við að smitast af alnæmi. Það kom því í hlut fanganna að bera hina látnu á brott og liðu margar klukkustundir áður en öll lík höfðu verið fjarlægð og búið var að þvo blóðpollana af gólfum fangelsisins. Hrun kvikmyndaiðnaðarins i Austur-Evrnpu Kvikmyndaframleiðendur í Austur- Evrópu berjast nú í bökkum, en eft- ir hrun kommúnismanshafavest- rænarbíómyndirflættíausturátt ogfengiðsvogóðarmóttökurað þarlendur kvikmyndaiðnaður á sén vart viðreisnar von. Ritskoðendur kommúnistannaerunúábakog burt, og hefði það einhvern tím- ann gefið kvikmyndaframleiðend- um eystra byr undir báða vængi. I Enþaðstoðar lítt nú, þegar þeir njóta ekki lengur ríkisstyrkjanna sem áður héldu þeim gangandi og lögin, sem takmörkuðu þann fjölda erlendra kvikmynda sem heimilt var að sýna I Austur-Evrópu, hafa verið afnumin. Kvikmyndaframleiðendur í Hollywood voru ekki lengi að taka við sér og setja stefnuna á austrið, þegar Ijóst var að kommúnisminn var kominn að fótum fram, enda þóttustþeir vita að þar væri að opnast nýr, gróðavænlegur markaður. Sú var líka raunin; almenningur var búinn að sjá nóg af kvikmyndum landa sinna og þyrsti i vestrænt bíó. Það reyndist adrifaríkt fyrir kvikmyndaelítuna í Aust- ur-Evrópu. í Rúmeníu stöðvaðist innlendur kvimyndaiðnaður algjörlega eftir byltinguna 1989og iBúlg- ariu hefur ekki verið framleidd ein einasta mynd í tvö ár. Bæði í Póllandi og Ungverjalandi hefur kvik- myndaframleiðsla dregistsaman um helming. En ekkieröll von úti enn. Yfírvöld allra landa hafa nú til- kynnt takmarkaða ríkisaðstoð í því skyni að reyna að halda kvikmyndaiðnaði þjóða sinna á floti. Þá hafa ungversk yfírvöld í hyggju að einkavæða öll ríkisrekin kvikmyndafyrirtæki í landinu fyrir lok ársins.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.