Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 27 Mörður Árnason hann hefur verið okkur umburð- arlynd og skilningsrík málfarslög- regla en brúarsmíð milli krata og komma hefur reynst lánlítil Ólafur Jóhann Olafsson hann sagði að stóríyrirtæki vildu fá heimspekinga en ekki við- skiptafræðinga og bókhaldara í stjómunarstöður; unga fólkið í Háskólanum söðlaði yfir í heim- speki Fétur Blöndal athafhaskáldið í verðbréfabrans- anum Sigfús Daðason minna er meira og betra; dæmi um evrópska menningu sem visn- ar ekki á íslandi Sigurbjöm Einarsson enginn spámaður þjóðkirkjunnar hefur getað leyst hann af Sigurður Guðmundsson Ustaspímr horfa með nostalgíu til súm-áranna, en Sigurður er enn- þáað Sigurður B. Stefánsson alþýðufræðari í stétt hagffæðinga, ekki hafinn yfir að kenna heimil- isbókhald Sigurður Steinþórsson raunvísindamaður og húmanisti sem háskólamenn hlusta á Stefán Baldursson maður sem er trúað fyrir æðstu metorðum í fslensku leikhúsi; oft- astnær virðist hann standa undir því Stefán Jón Hafstein eins og gangandi og talandi út- varpsstöð; kannski er hann stund- um hranalegur en það er erfitt að ljúga einhverju að honum Stefáni — þannig hjálpar hann hlustend- um Stefán Hörður Grímsson einn af nestorunum meðal ís- lenskra skálda; hann fékk bók- menntaverðlaun og ungskáldin fóm upp til hópa að yrkja um tjarnir sem þeir höfðu aldrei séð nema í kvæðunum hans Styrxnir Gunnarsson ritstjórinn sem leiddi hið virðu- lega Morgunblað út í ólgusjó hug- myndabaráttunnar þar sem ríkir ekki lengur ffiður meðal sjálfstæð- ismanna Súsanna Svavars- dóttir tilheyrir mjög fámennum hópi ís- lenskra krítíkera sem hafa tekið þá áhættu að segja skoðun sína um- búðalaust Vonarstjörnur Hrafnhildur Haaalín Guðmundsdóttir kannski á íslenskt leik- hús lífsvon! Jón Ólafsson fréttamaðurinn í Moskvu olli nokkrum vægum landskjálftum en hvarf svo inn í skel heimspek- innar Kolbrún Bergþórsdóttir kann að umgangast bækur án þess að vera með einhvern hátignar- brag; hæfilegur skortur á kurteisi gæti gert hana að afburðagagnrýnanda Óskar Jónasson uppgötvaði hann ís- lenskan húmor á nýjan leik? Þorvaldur Þorsteinsson hefur ávítað íslenska listamenn f/rir að hafa litlar hugmyndir; ýmis- legt bendir til þess að hann hafi betri hug- myndir sjálfur Þórunn Valdimarsdóttir sýnir hæfileika til að feta einstigi milli skáldskapar og staðreynda í útlöndum er oft notaö orðið „intellig- ensíau um þann hóp manna sem með hugsunum sínum og stundum athöfn- um hafa mest áhrif á hag þjóða og líf. „Intelligensían“ er innsti koppur í búri í menningu þjóðarinar; þetta er menningarelítan, gáfumennin sem ráða meiru um líf okkar en okkur grunar oft á tíðum. Hér tilnefnir PRESSAN 50 íslensk gáfumenni sem eru í fullu fjöri. Sykurmolarnir hafa sýnt fram á að íslendingar gátu meikað það í útlöndum, en við furðulitlar vinsældir landans Thor Vilbjálmsson Thor virðist jafnbrennandi í and- anum og þegar hann var ungling- ur; þá virtust fslendingar ekki treysta honum alveg, nú hlusta menn þegar hann talar Forgeir Þorgeirsson kannski er hann stundum svoh'tið afundinn en þeir eru fáir sem hafa jafnskemmtilegt lag á því að sjá í gegnum íslendinga Þorsteinn Gylf ason eini heimspekingur á fslandi sem getur farið um landið og fyllt sam- komuhús Þorvaldur Gylf ason hann trúir að ríkið eigi ekki að hafa afskipti af kjúklingum, kart- öflum og sauðfé, en mátuleg af fiski og óperu Þórhallur Sigurðsson happasælastur leikhúsmanna, þykir orðið sjálfkjörinn til að leik- stýra flestum helstu verkum íleik- húsi þjóðarinnar Þórhildur Þorleifsdóttir virðing hennar í leikhúsinu fleytti henniáþing Þráinn Eggertsson spáði hruni íslensks efnahagslífs fyrir næstum fimm árum, er spá- dómurinn að rætast núna? Vigdís > Finnbogadóttir þótt ekki væri nema vegna þess að hún kom því til leiðar að þjóðin fór að planta trjám holt og bolt Þór Whitehead þrátt fyrir að hann sé einarður íhaldsmaður uppgötvaði hann að hægt er að beita vísindalegum að- ferðum á íslenska nútímasögu smáa letrið Sjávarútvegurinn er sjúklingur. Það er að minnsta kosti skoðun þeirra sem koma nærri honum og sérstak- lega þeirra sem telja hlutverk sitt að leysa vanda hans. Þegar þeir ræða um vanda greinarinnar sækja þeir líkingar undantekningarlaust til læknisfræðinnar. Þannig þurfa nauðsynlega að koma til bráðaaðgerðir. Frystihús eru á gjörgæslu. Það vantar vítamín- sprautu í greinina til að hún brag- gist. Magnús Gunnarsson, formaður vinnuveitenda og forstjóri Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda, segir að ekki sé hægt að lækna hausverk sjávarútvegsins með því að höggva af honum tærnar. Stofn- un atvinnuleysistryggingasjóðs í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar var á sínum tíma sögð til þess fallin að deyfa sársaukann en lækna hann ekki. Síðan dregur reglulega mátt úr sjávarútveginum. Hann verðurþróttlítill. Þegar um einstaklinga er að ræða er stundum talað um slappa sjálfs- mynd. Slíkir einstaklingar telja sig á einhvern hátt gallaða. Þeir eru ekki nógu klárir, ekki nógu fallegir og yfirleitt lakari en annað fólk. Og þar sem sjálfsmyndin er svona slöpp er ekki von til þess að þetta fólk verði nokkurn tímann sátt við sjálft sig eða gerðir sínar. Það þarf ekki að standa sig verr en annað fólk. Mun- urinn er sá að það leyfir sér aldrei að njóta sannmælis og dregur úr þegar það stendur sig vel. Þegar sjálfs- myndin er orðin sjúklega aum get- ur það síðan leitt af sér doða. Slíkt fólk hættir að leggja sig fram og af- sakar aumingjaskapinn fyrir sjálfum sér með því að það sé nú ekki til stórra afreka hvort sem er. Einhvern veginn þannig er sjálfs- mynd sjávarútvegsins orðin. Því sannfærðari sem forstjórarnir eru um að þeir og fyrirtækin séu mátt- laus, háð deyfilyfjum og með hausverk því ólíklegri eru þeir til að finna sér leið út úr vandanum. Það er viss friðþæging fyrir þann sem engu nennir að tala um hvað hann er slappur og einhvern veg- inn heilsulaus. Það getur jafnvel virkað sem afsökun. Og eftir að hafa barmað sér um tíma minnkar krafan um að hann rífi sig upp á rassgat- inu. Hann getur setið rólegur um Sjávarútvegurinn er líka orðinn líkur þeim sem eiga of góðan heimilis- lækni. Slíkur læknir finnur alltaf ein- hver lyf handa sjúklingum sínum, sama hversu veigalitlar umkvartan- irnar eru. Fljótlega skiptir engu hversu litlar breytingar sjúklingarnir finna á líðan sinni; þeir fara til lækn- isins og óska eftir því að hann komi þeim aftur á heilbrigðislegan núll- punkt Heppið fólk hefur hins vegar heimilislækni sem segir því að fara í gönguferð ef það er með hausverk, reyna á sig ef það er slappt eða fá sér flóaða mjólk og góða bók ef það verður andvaka.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.