Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Hristi hrósyrði Jóns Baldvins af mér" Hún lét okkur halda býsna lengi að Kvennalistinn væri einn flokka óskiptur í andstöðu sinni við EES. Reyndar virðist hann vera það enn. Munurinn er að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir seg- ist munu greiða samningnum at- kvæði sitt, enda sé það illskásti kosturinn í stöðunni. Það liggur beinast við að spyrja: Hvað gerð- ist? „Það gerðist ekkert annað en að ég komst að þessari niðurstöðu. Ég hef sagt það oft að það væri hvorki einfalt að samþykkja samninginn né hafna honum og hvoru tveggja íylgdi mikil ábyrgð. Ég hef sagst vilja skoða þetta mál frá öllum hliðum og áskilja mér rétt til að hugsa upphátt um það. Efasemdirnar um að hægt væri að hafna samningnum hafa gerst áleitnari eftir því sem ég hugsa meira um það. Ég stend andspænis tveimur kostum og hvorugur er góður. EES er ekki góður kostur; ég sé fleiri galla við samninginn en kosti þegar litið er á einstök atriði. Það er hins vegar spurning hvort við getum, ein Vestur-Evrópuþjóða, dregið okkur út úr þeirri þróun sem er í gangi í Evrópu og það á ég erfitt með að sjá fyrir mér.“ En málflutningurykkar hefur alltaf verið neikvœður gagnvart samningnum. „Stefna Kvennalistans hefur verið sú að við ættum að standa utan EES og EB. Ég hef skoðað þennan samning mjög gagnrýn- um augum og þess vegna hef ég kannski lagt meiri áherslu á nei- kvæðu þættina. Ég stend hins veg- ar andspænis ákveðinni þróun sem mun eiga sér stað, hvort sem við erum aðilar að henni eða ekki.“ Þú ert þá að segja að við eigum engra kosta völ. „Við eigum tvo kosti, og hvor- ugur er góður, en við hljótum að reyna að hafa áhrif á þróunina. Við vitum að fjöldi fólks í Evrópu er að hugsa á svipuðum nótum og við; vill auka lýðræði og draga úr miðstýringu, vill styrkja umhverf- isvernd á kostnað neyslunnar og svo framvegis. Við þurfum að eiga samstarf við það fólk til að hafa áhrif á þessa þróun sem er að gangayfir.“ EB HEFUR BREYST Hefur eitthvað breyst síðustu mánuði í hugsunum þínum um þetta? „Staðan í Evrópu hefur breyst mjög mikið, þó ekki sé annað. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðslumar í Danmörku og Frakklandi virtist EB vera að þróast í átt til mið- stýrðara sambandsríkis. Maast- richt-samkomulagið innsiglar aukið valdaffamsal og meiri mið- stýringu, en þegar Danir hafna því reynist það litla þúfan sem veltir hlassinu. Fyrst virtist eins og EB ætlaði að skilja Danina eftir og halda ferlinu áffam óháð þeim, en þá kom í ljós að í Bretlandi, Þýskalandi og Frakldandi er líka andstaða við aukið valdaframsal og miðstýringu.“ Það út affyrir sig breytir ekki ákvæðum EES- samningsins. „Það breytir öllu um mína af- stöðu, því ég hef alltaf sagt að að- ild að EES væri skref inn í þetta samrunaferli. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig EB lítur út, hverju við erum að tengjast. EB í dag lítur allt öðruvísi út en það gerði í vor.“ Samningurinn hefur verið gagnrýndur á öðrum forsendum, sem eru áhriffrjálsra flutninga jjármagns, vinnuafls og þjónustu á samfélag eins og okkar, burtséð frá þróuinni í Evrópu að öðru leyti. Hefurþað eitthvað breyst? „Nei, enda hefur það ekki verið þyngdarpunkturinn í málflutningi mínum varðandi samninginn. Það er þegar búið að opna fyrir er- lendar fjárfestingar með löggjöf og við vitum að markaðirnir eru að verða fjölþjóðlegri og flæði vöru og fjármagns er æ meira. Það má segja að með EES sé verið að formgera skipulag þess markaðs- kerfis.“ UMRÆÐUR HAFA VERIÐ HEITAR Hvernig brugðust samstarfs- konur þínar við yfirlýsingu þinni um helgina? „Mjög misjafnlega. Margar konur tóku þetta nærri sér og þótti miður að þetta færi svona. Þær hafa tekið mjög eindregna af- stöðu gegn samningnum og er það mikið hjartans mál. Umræður hafa verið mjög heitar á köflum og hafa komist inn á síður dagblað- anna. Kannski hefur áhrif að yfir- leitt hefur verið talað um að Kvénnalistinn væri einn flokka heill í andstöðu við samninginn og nú birtist allt í einu brestur sem er erfiður fyrir margar konur. Hins vegar eru aðrar sem sjá kosti við þetta og sjá ákveðna opnun í málinu." Hefur þessi yfirlýsing þín opn- að einhverjar gáttir sem nú hleypa svipuðum skoðunum í gegn, sem hefðu annars ekki heyrst? „Þessi umræða hefði kannski komið upp fýrr ef innan Kvenna- listans hefði verið einhver ein- dreginn stuðningsmaður samn- ingsins. Svo var ekki. Ég er ekki eindreginn fylgismaður þessa samnings. Sjálfsagt hafa fleiri kon- ur gengið í gegnum það sama og ég síðustu vikur og mánuði og hafa þá ef til vill einnig færst í sömu átt og ég.“ Hversu alvarleg eru átökin um setu þína í utanríkismálanefnd? „Eg held að þau séu ekki mjög alvarleg. Við erum ekki geðlausar í Kvennalistanum og konur hafa reiðst yfir afstöðu minni og sagt ýmislegt í hita leiksins. En ég held að allir skilji að ég fer ekki út úr nefndinni án þess að vilja það sjálf.“ Er það þó möguleiki að þú vík- ir sæti af því að þú ert annarrar skoðunaren meirihlutinn? „Mér finnst ráðast af því, hver verður niðurstaðan af landsfund- inum, hvemig ályktun hans verð- ur. Mér finnst það eiga að vera inni í myndinni.“ Ef landsfundurinn ályktar gegn samningnum, muntu sitja áfram? „Ég vil hugsa það mál. Það er spurning hvort ég treysti mér til að koma á framfæri meirihluta- skoðun Kvennalistans, til dæmis í nefndaráliti, og halda minni skoð- un til haga um leið.“ KLOFNINGUR EKKI HÆTTULEGRIFYRIR OKK- URENAÐRA Imynd Kvennalistans út á við er að þar sé sárasjaldan ágrein- ingur. Nú kemur ekki bara upp ágreiningur, heldur ágreiningur um mjög mikilvægt og stórt máL Hvaða þýðingu hefurþað? „Það er eins og hver önnur þjóðsaga að ágreiningur um stór mál sé sjaldgæfur í Kvennalistan- um. Ég minni á klofning Kvenna- framboðsins um hvort ætti að bjóða ffam til þings á sínum tíma. Það var líka ágreiningur um hvort fara ætti í sameiginlegt framboð fyrir borgarstjórnarkosningar. Við höfum náð saman eftir það og ég veit ekki til þess að neinn sé sár eftir. Þar fyrir utan hefur komið upp ágreiningur sem við höfum leyst okkar á milli. Ástæðan fyrir ótta við að opinbera ágreining er kannski að við erum einu pólit- ísku samtökin sem álltaf er verið að draga í efa að eigi yfirleitt rétt á sér. Við finnum fýrir mikilli and- stöðu í þessu hefðbundna pólit- íska umhverfi og þá verður ríkari sú tilhneiging að snúa bökum saman gagnvart því. Nú erum við löngu búnar að sanna tilverurétt okkar og það er bara þráhyggja annarra að vilja ekki viðurkenna það,“ En afstaðan til EES er að mörgu leyti hugmyndafræðileg grundvallarafstaða til fríverslun- ar, vestræns hagkerfis og hins frjálsa markaðar. „Þessi ágreiningur um EES og EB er til staðar í öllum flokkum, en það er ekki dregið í efa að þeir eigi sér tilverurétt eða geti samein- ast um önnur mál. Það sama gild- ir um flokka í Evrópu og ég hef ekki heyrt að til standi að breyta flokkakerfinu þar af þeim ástæð- um. Þetta er ekkert hættulegra mál fyrir okkur en aðra.“ Lýsir þetta að einhverju leyti skoðanaátökum á milli sjónar- miða sem má kenna við frjáls- lyndi og stjórnlyndi, vinstri og hægri, íhaldssemi eða víðsýni? „Þú skrifaðir einmitt grein í PRESSUNA um þetta sem lýsir hinni dæmigerðu tvíhyggju ykkar karlmannanna. Þeir eiga að heita ógurlega frjálslyndir sem styðja EES, en hinir stjórnlyndir sem vilja það ekki. Þetta er mikil ein- földun á raunveruleikanum. Það má eins segja að mikið stjómlyndi endurspeglist í skoðunum margra sem em fýlgismenn samrunaþró- unarinnar. Þeir vilja koma kerfi á alla hluti, samræma allt, auka ein- sleitni, draga úr margbreytileika og það hefur ekki nokkurn hlut með frelsi að gera. Það má eins segja að fólk sem hafnar þessu vilji ekki hafa stjórn á öllum hlutum, aðhyllist jaftivel stjómleysi.“ BÁBILJURNARUM KVENNALISTANN En ekki hefur Kvennalistinn beinlínis verið stjómleysisflokkur. Þið hafið frekar viljað auka ríkis- afskipti en hitt — eða hvað? „Þetta er ein af bábiljunum. Þið gangið um uppfullir af svona bá- biljum. Þið hlustið ekki, heyrið ekki, sjáið ekki og skiljið ekki um hvað pólitíkin snýst. Kvennalist- inn hefiir einmitt talað um vald- dreifingu og aukið sjálfstæði ein- inga, til dæmis í ríkiskerfinu. Þetta gildir til dæmis um skólana, þótt þið hafið kannski ekki mikinn áhuga á því — það er ekki til mið- stýrðara skólakerfi en hér í Reykjavík, hjá íhaldinu sem þó á að heita óskaplega frjálslynt. Við höfum einmitt viljað draga úr miðstýringu á sem flestum svið- um.“ Þó þurfið þið að taka afstöðu til hvort leysa á vandamál samfé- lagsins með ríkisafskiptum eða láta markaðinn um það. „Það á að nota hvort tveggja. Fijálshyggjumenn em að falla of- an í sömu gryfju og sósíalistar féllu í áður. Markaðslausnir em að verða trúarbrögð. Við erum meira á því að leysa vandamál sameigin- lega en hver einstaklingur íyrir sig. Ef það kallast til vinstri, þá máttu nota það orð.“ Þú vilt þá ekki meina að þessi yfirlýsing þín boði eitthvert frá- hvarffrá þessum félagslega sinn- aða málflutningi. „Nei. Vandinn við samninginn er að það er ekki hægt að gera málamiðlun um hann. Annað- hvort samþykkir maður hann eða hafnar honum. Þess vegna verður málið svona yddað þegar þetta kemur fram.“ Er afstaða þín einhvers konar uppgjöfgegn aðstæðunum? Hefði ekki verið heiðarlegra að standa fyrir utan, greiða atkvæðigegn og láta þá bera ábyrgð á samningn- um sem styðja hann af heilu hjarta? „Það má eflaust lýsa þessari af- stöðu sem „If you can’t beat them, join them“. Það hefði kannski ver- ið prinsippfastari afstaða að standa fýrir utan, en við verðum líka að vera raunsæ og reyna að hafa áhrif á lífið í kringum okkur. Þetta var spurning sem kvenna- hreyfingin spurði sig, til dæmis hvort hún ætti að bjóða fram í kosningum, í kerfi sem þjónaði betur körlum og karlar höfðu bú- ið til. Það er hins vegar ekki enda- laust hægt að standa fýrir utan — það augnablik kemur að maður verður að gera málamiðlun við sjálfan sig og gnmdvallarprinsipp sín. Það var kannski erfiðast að gera þetta vegna þess að þá finna menn eins og Jón Baldvin ástæðu til að hrósa manni fyrir meint sinna- skipti. Þau hafa ekki orðið hjá mér og ég hristi hrósyrði hans af mér eins og annað. En maður getur ekki valið sér viðhlæjendur.“ Hefurðu orðið vör við að kon- ur litu á afstöðu þína sem ein- hvers konar svik? „Nei. Konur eru yfirleitt dug- legar að láta í sér heyra þegar þeim mislíkar eitthvað í málflutn- ingi okkar og það hefur gerst núna. Það eru hins vegar engin svikabrigsl á lofti. Hitt væru miklu meiri svik, að hafa komist að ein- hverri niðurstöðu og sannfærst um eitthvað, en láta það ekki í ljósi. Það væru svik bæði gagnvart manni sjálfum og þeim sem vinna með manni.“_____________________ Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.