Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 22. OKTÓBER 1992 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórnarfulltrúar Egill Helgason Sigurður Már Jónsson Auglýsingastjóri Sigríður Sigurðardóttir Dreifingarstjóri Haukur Magnússon Enn nýjar efna- hagsaðgerðir Það er að skella á með efnahagsaðgerðum. I raun ætti ekki nokkur fslendingur að kippa sér upp við það. Þeir ættu að vera allra þjóða vanastir slíkum aðgerðum til bjargar sjávarútveginum og til að koma í veg fyrir hrun atvinnuveganna og atvinnuleysi. Á síðustu vikum hefur verið að myndast breið samstaða um þessar aðgerðir og má þegar greina í hverju þær verða fólgnar. f sjálfu sér er fagnaðarefni ef samstaða myndast um aðgerðirnar. Það skiptir þó meira máli að þær verði ekki einskorðaðar við að draga úr kostnaði fyrirtækja heldur verði samhliða ráðist að meinum í íslensku efnahagslífi sem fyrir löngu er orðið tímabært að vinna á. f sjálfú sér er ekkert við það að athuga að ríkissjóður sé rekinn með einhverjum halla í viðlíka kreppu og nú ríkir. Að minnsta kosti er ekki tími nú til að draga umtalsvert úr þeim gífurlega halfa sem verið hefur á ríkissjóði mörg undanfarin ár. En þótt menn sætti sig við að hallalaus fjárlög séu ekki raunhæft takmark er ekki þar með sagt að ekki sé ástæða til að taka til í ríkisrekstrin- um og skera útgjöld ríkissjóðs niður. Þvert á móti er nú meiri nauðsyn en fyrr að nýta fé skattborgaranna vel. f komandi efnahagsaðgerðum þarf því að mynda samstöðu um stórfelldan uppskurð á heilbrigðis-, mennta- og landbúnað- arkerfinu. Gera þarf áætlun um að skera niður kostnað við yfir- stjóm ríkisins, sem hefur margfaldast að verðgildi á undanföm- um árum. Nauðsynlegt er að endurskoða bótakerfi ríkisins í því augnamiði að hætt verði að styrkja þá sem ekki þurfa styrkjanna með. Þetta á við um barnabæturnar, lágar meðlagsgreiðslur þeirra foreldra sem ekki hafa forræði yfir bömum sínum, vaxta- bætur og ellilífeyri. En þetta á jafnffamt við um ýmsa styrki til einstaklinga og félaga; meðal annars til stjórnmálaflokkanna og annarra félagasamtaka og listamanna; sem margir hverjir hafa ágætistekjur af listsköpun sinni. Stjórnmálaflokkar og önnur fé- lagasamtök eiga ffekar að treysta á gjafmildi áhangenda sinna en aðgang þeirra að ríkissjóði. Með víðtækum uppskurði á ríkissjóði má spara milljarði. Þeim má verja til framkvæmda sem kunna að skila þjóðfélaginu arði eða auðvelda óumflýjanlegar breytingar á næstu árum. Þótt Vegagerð ríkisins geti ekki fúndið út mikla arðsemi í að leggja vegi um fámennari byggðarlög þá geta vegirnir orðið til þess að byggðaröskun næstu árin verði sársaukaminni en ella. Það fólk sem nú stundar atvinnubótavinnu í marggjaldþrota ffystihúsum getur þá hugsanlega sótt vinnu til næstu byggðarlaga. Jafnhliða því sem ríkinu ber að taka til hjá sér er fúll þörf á að verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda geri slíkt hið sama. Hvor tveggja eru nokkurs konar ríki í ríkinu með öllum þeim sjálfvirku útþenslueinkennum sem ríkið sjálft á við að stríða. Samhliða tiltektinni verður að gæta að því að lækkun kostnað- ar hjá fýrirtækjum og annar stuðningur við þau verði ekki með þeim hætti að enn á ný verði framlengt líf löngu ónýtra fýrirtækja í sjávarútvegi. íslendingar eiga mikið undir því að þau fáu stóru fýrirtæki í greininni sem sannað hafa styrk sinn á undanförnum árum fái að stækka áffam á kostnað þeirra verr reknu. Lykillinn að atvinnuþróun í ffamtíðinni felst meðal annars í því að þegar þessi fýrirtæki geta ekki lengur stækkað innan sjávarútvegsins muni þau leggja fé til uppbyggmgar annarri atvinnustarfsemi. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14-16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Haraldur Jónsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L Tómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Birgir Árnason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórs- dóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Ámason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI V I K A N ÍSLENDINGAR TAPA — FILIPPSEYINGAR GRÆÐA Nú ætlar Eimskip að hækka fargjöldin um ein 7 prósent og er þá von til þess að fyrirtækið geti greitt grey Filippseyingunum hærra kaup en þessar 20 þúsund krónur sem þeir hafa fengið hing- að til. í þessu felast þó ekki bara góðar fréttir. Við þessa hækkun missa íslenskir neytendur hag sinn af EES-samning- unum. 7 prósenta hækk- un fargjalda gleypir fýrir- hugaða tollalækkun. Eimskip mun hins vegar sjálfsagt koma á sléttu út úr þessu. Þeir flytja að- eins fjármuni íslenskra neytenda yfir í vasa fil- ippeysku sjómannanna. FLOKKSAGI OGFLOKKSAGI Það er sitthvað flokksaginn og flokksaginn. Það hefúr sannast í deilunum kringum Menningar- sjóð annars vegar og hins vegar nú þegar Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir hefur lýst því yfir að hún geti einfaldlega ekki hafnað EES- samningunum þrátt fyrir að það sé yfirlýst stefna Kvennalistans. Á tímum Menningarsjóðs- deilunnar Iskömmuðust Ikvennalista- konur út í krata fyrir að vilja beygja Ragnheiði Davíðsdóttur undir yfirlýsta stefnu krataflokks- ins í málinu. Og þegar kratar létu skammirnar sem vind um eyru þjóta leitaði Ragnheiður hælis hjá Kvennalistanum og öll hennar ætt. Nú viil Kvennalistinn hins vegar beygja Ingibjörgu Sólrúnu undir flokksagann og reka hana úr utanríkismálanefnd ef ekki vill betur. (Kvennalistinn sýndi Eyj- ólfi Konráði Jónssyni móralskan stuðning á sínum tíma þegar hann var í sömu sporum og Ingi- björg nú.) Það er því ljóst að það er sitthvað fiokksagi og flokksagi og fer alit effir því hvort þú ert í viðkomandi flokki eða ekki. MAGNÚSL. STÖÐVAÐI AUKAVINN- UNA Það fór svo að Magnús L. Sveinsson rsigraði í hatrömmu stríði sínu gegn aukinni yfirvinnu í verslunum. Eins og kunnugt er vildu verslunareigendur í Kringl- unni hafa opna búð á sunnudög- um. Það hefði annaðhvort fært verslunarfólki aukna eftirvinnu eða fjölgað störfum í greininni. Það vildi Magnús L. ekki sjá enda nennir hann ekki að vinna um helgar. (Það má sjá í viðtölum sem tekin eru við hann á laugar- og sunnudögum. Þá er hann alltaf sportlega klæddur og frekar óvinnulegur.) Eftir að hafa auglýst opinberlega að þeir sem versluðu á sunnudögum stæðu í vegi fýrir að afgreiðslufólk gæti hvílt sig eða hitt fjölskylduna misstu flestir áhugann á að versla. Þeir höfðu ekki hjarta í sér til að níðast á fólk- inu. Því fór sem fór. Magnús L. vann; enginn verslunarmaður get- ur bætt sér upp smánarlegt taxta- kaupið með ýfirvinnu og almenn- ingur fær ekki mjólk á sunnudög- um. HVERS VEGNA Þarf aðgerðir til stuðnings sjávarútveg- inum þegarsex sjávarútvegsfyrirtæki á hlutabréfamarkaði voru rekin með samtals 340 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins? ÁSGEIR DANlELSSON hagfræðingur hjá þjóðhagsstofnun Vandinn nú ersá að framundan virðist langt erfiðleikatímabil í botn- fiskinum vegna ofveiði undangenginna ára og áratuga. “ „Ef þessar hagnaðartölur væru dæmigerðar fýrir sjávarútveginn í heild og horfur á næstunni þá væru ekki margir nú sem krefðust sérstakra aðgerða sjávarútvegin- um til handa. Vandamálið er að afkoma sjávarútvegsins er að versna og sennilegt að hagnaður verði lítill sem enginn hjá þessum sex fyrirtækjum þegar árið 1992 verður gert upp og á næsta ári stefhir í mikið tap ef ekkert verður að gert. Afkoman hjá botnfiskveiðum og -vinnslu (70—80 prósent af öll- um sjávarútveginum) var mjög góð á árunum 1990-1991, en á þessu ári hefur sigið á ógæfúhlið- ina; verð á erlendum mörkuðum hefúr farið lækkandi, aflaheimild- ir verið minnkaðar og afli á út- haldsdag minnkað mikið vegna lítillar fiskgengdar. Ef verðið lækkar ekki frekar og kostnaður innanlands helst óbreyttur má bú- ast við að tap af sjávarútveginum verði 4-5 milljarðar á árinu 1993. Þegar meta skal hvort aðgerða er þörf er ekki nóg að líta til af- komu greinarinnar á ákveðnu tímabili. Það þarf að líta til þess hvort þeir erfiðleikar sem við er að glíma eru tímabundnir eða varan- legir. Það verður auðvitað að gera kröfu til þess að sveiflukennd at- vinnugrein eins og sjávarútvegur- inn leggi fýrir þegar vel árar og geti mætt tímabundnu tapi þegar illa árar. Því miður er það svo að sjávarútvegurinn lagði mjög lítið til hliðar á góðæristímunum mið- að við þær afkomusveiflur sem greinin mátti búast við. Stærsti hluti þess varasjóðs sem fýrirtæk- in áttu voru þeir 2,5 milljarðar sem Verðjöfnunarsjóður sjávarút- vegsins tók af fyrirtækjunum í skyldusparnað. Þessir peningar voru greiddir út fýrr á þessu ári og telja fyrirtækin peningana til tekna á þessu ári. Sá hagnaður sem um er rætt í spurningunni er að hluta til vegna greiðslna sem umrædd fyrirtæki fengu ffá Verð- jöfnunarsjóði sjávarútvegsins. Fyrirtæki í sjávarútvegi lögðu of h'tið fýrir til mögru áranna á und- angengnu góðæristímabili eins og þau hafa að jafnaði gert á undan- fömum áratugum. Vandinn nú er sá að framundan virðist langt erf- iðleikatímabil í botnfiskinum vegna ofveiði undangenginna ára og áratuga. Þegar meta skal þörf fyrir að- gerðir verður einnig að taka tillit til þeirra möguleika sem greinin hefur til að mæta erfiðleikum með hagræðingu og þess kostnaðar sem af henni hlýst, t.d. vegna at- vinnuleysis og búseturöskunar. Því miður er það svo að hagræð- ing í sjávarútveginum rekur sig alltaf á þá staðreynd að tilvist ein- stakra byggðarlaga byggist á sjáv- arútvegsfyrirtækjum. Afkomu- vandi sjávarútvegsins er þess vegna ekki einungis afkomuvandi heildarinnar heldur einnig af- komuvandi þeirra lélegu fyrir- tækja sem eru burðarásar í at- vinnulífi einstakra byggðarlaga. Vandséð er að hægt sé að leysa þessar tvær tegundir afkomu- vanda með sömu aðferðunum. FJÖLMIÐLAR Sérfrœðiþekking og sérhagsmunir Stundum heyrir maður að það vanti blaðamenn með sérfræði- þekkingu á íslenska fjöhniðla. Að blaða- og fféttamenn verði of oft uppvísir að því að þekkja ekki nægilega til þeirra málefna sem þeir fjalla um og það sé tilviljun- um háð hvaða fréttir komist til almennings. Það sé hipsumhaps hvað af þeim berist til eyrna blaðamanna þar sem þeir séu ekki á heimavelli í viðkomandi geirum mannlífsins. Allt er þetta satt og rétt og sjálfsagt mundi ég taka undir þetta ef reynslan segði mér ekki að sú litla sérhæfing sem við- gengst á íslenskum fjölmiðlum hefur ekki skilað neinum stóraf- rekum. Blaðamenn eru nefnilega eins og ráðherrar að því leyti að þegar þeim er treyst fýrir ein- hveijum ákveðnum þætti mann- lífsins þá reka þeir frekar erindi hagsmunaaðila úr viðkomandi geira en að þeir skoði hann út ffá hag almennings eða áhuga. Tökum nokkur dæmi: íþrótta- fréttamönnum er nánast fýrir- munað að skrifa fféttir af fjármái- um íþróttafélaga eða sérsam- banda nema þegar fiársöfnun stendur fýrir dyrum. Milii safn- ananna eru fjármálin vanalega í rúst en þá þegja íþróttafrétta- menn. Blaðamenn sem sérhæfa sig í menningu og listum eru undir sömu sök seldir. Þeir skrifa reyndar oftast réttara mál en íþróttafréttaritararnir en ekki eins líflegt. Sjávarútvegsblaðamenn koma sér vanalega upp kumpánlegum samskiptum við forkólfa hags- munasamtaka sjávarútvegsins og sjá því atvinnugreinina vanalega frá sjónarhóli þeirra. Þannig börðust nokkrir blaðamenn með fréttaskrifum gegn ferskfiskút- flutningi löngu eftir að jafnvel íhaldssömustu frystihússstjórar höfðu gefist upp. Þeir blaðamenn sem fjalla um viðskipti eiga það líka til að verða of háðir viðmælendum sínum og missa þannig sjónar á hagsmun- um neytenda. Svona má lengi telja. fslenskir blaðamenn þurfa fýrst og ffemst að herða sig í sjálffi blaða- mennskunni; gagnrýnni sýn á umfjöllunarefnin. Þeir mega ekki gleyma að eini raunhæfi sjónar- hóíl blaðamanna er sá sem al- menningur, neytendur og skatt- greiðendur standa á. Það er ekki fyrr en þeim tekst þetta að sérfræðiþekking á ein- stökum sviðum getur farið að skila almenningi gagnlegum fféttum._______________________ G unnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.