Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 35

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 35 Platonov í leikgerð Péturs Nítján árum eftir að rússneska skáldið Anton Tsjekov dó, árið 1923, fundust í bankahólfi nokkru í Moskvu gleymd fjármálaskjöl sem hann hafði átt og, sem ekki síður var merkilegt, handrit að leikverki. Verk þetta, sem nefnist Platanov, var sex klukkustunda langt og hafði að geyma 25 persónur. Tsjekov á að hafa sent hinni ffægu rússnesku leik- konu Jermelovu verkið óstytt og hún endursent honum það með þeim skilaboðum að best væri að hann að gleymdi því. Sú var ástæðan fyrir því að enginn annar hafði litið það augum fyrr en það fannst í áður- nefhdri bankahirslu. Fyrir nokkrum árum gerði Pétur Einarsson leikgerð að verkinu, sem nú á að taka til sýningar í Borgarleikhúsinu. Flann segist hafa verið grimm- ur í að strika út aukaat- riði. „Upprunalega gerist Platanov á einu sumri en í minni leikgerð fer það niður í sólarhring og ég sameinaði jafhvel nokkr- ar persónur í eina,“ segir Pétur. „Verkið er skrifað fyrir um einni öld og fjallar um yfirstéttina á krepputímum; allt að fara á hausinn og fólkið skemmtir sér mikið með viðeigandi lauslæti. Við sem unnum að verkinu nú höfum náð að nálgast það ekki of hátíðlega og húmorinn er skýrari.“ Platanov, í leikgerð Pét- urs Einarssonar, verður frumsýnt í Borgarleik- húsinu um helgina. Pétur stytti upprunalega verkið um nokkra klukkutíma og sameinaðijafnvel margar persónur í eina. Indversk Kópavþgsprinsessa geíin út í Tékkóslóvakíu Indverska prinsessan, eins og hún hefur ævinlega verið kölluð á Is- landi, ræðst ekki á garðinn þar sem hanner lægstur ef tekið er mið af titlum söngva á fyrstu geislaplöt- unni hennar sem gefin var útí Tékkóslóvakíu á dögunum. Þar ber eitt laganna heitið Madonna is De- ad (that is the question), eða hvorki meira né minna en Madonna er dauð, en textana semur hún flesta sjálf. Er Madonna dauð íþínum huga?„Það gæti eins verið ég sem slæ henni við, af hverju ekki indversk prinsessa frá Islandi? Ég er alveg jafngóð og hún/'sagði Leoncie Martin, tónlistarkonan sem búsett er í Kópavogi. Titillag geislaplötunnar, Have Faith, er í tékkneskri fjölskyldumynd sem tekin var til sýningar í25 kvikmyndahúsum víðs- vegar um Tékkóslóvakíu í byrjun október. Myndin heitir A Friend for Rainy Weather II, story from Brooklyn. Hlöðvers og Erla Friðgeirs hafa tekið við af Tveimur með öllu á Býjgjumn og líður bara Ijóm- andi vel í hljóð- ÆTLAAÐKÆFA SKAMMDE6IÐ í FÆÞINCU Bylgjuhlustendur hafa tekið eft- ir því að Tveir með öllu eru horfn- ir og í þeirra stað komin þau Sig- urður Hlöðvers og Erla Friðgeirs. Að eigin sögn eru þau að setja sig í ákveðinn vanda að ætla að feta í fótspor Jóns og Gulla. „Við ætlum frekar að brydda á nýjungum og ala á jákvæðninni í okkur,“ segir Sigurður. „Við hyggjumst kæfa skammdegið í fæðingu; hafa sum- ar fram að jólum og verðlauna já- kvæðasta íslendinginn.“ Erla og Sigurður telja að Jón Axel og Gulli hafi hætt á réttum tímapunkti og komið í veg fyrir að þreyta kæmi í morgunþáttinn. Þau eru því síður en svo hrædd við það sem á undan er gengið og h'ður að eigin sögn vel í hljóðstofu. „Við vorum svosem alveg viðbúin því að vera tekin í nefið fyrir að vera ful, en við hefðum ekki þurft að kvíða neinu því viðtökurnar hafa þvert á móti verið mjög góð- ar.“ Sumum þykir reyndar ansi stórt upp í sig tekið að nefna út- varpsþátt „íslands eina von“, eins og þau gera, en Sigurður segir þau ætla að reyna að standa undir nafni og ágætt sé að byrja á smámonti. Loksins fyrir sælkerana! SóCþurrfaðir tóma Margir sælkerar ráku upp fagn- aðaróp þegar fréttist að loksins væri farið að fást á íslandi hið margrómaða balsamedik og sól- þurrkaðir tómatar sem þekktir eru undir nafninu Pumate Sanr- emo. Þetta eru eðalvörur sem mörgum hefur fundist vanta í kryddflóruna. En nú fæst þetta loksins á íslandi, nánar tiltekið í Heilsuhúsinu. Balsamedikið, sem fyrstu rit- uðu heimildir um eru ffá 1046, er framleitt úr pressuðum vínberj- um í sveitinni umhverfís Modena á Ítalíu. Berin eru elduð í stórum koparkötlum þar til eftir stendur dökkur karamellulitaður vökvi sem er þykkur og sætur. Vökvan- um, sem gengur undir nafninu must, er síðan blandað saman við vínedik og það geymt í hefð- bundnum viðarámum. Við þetta verður til balsamedik sem fæst í þremur mismunandi gæðaflokk- um; Green label er vinsælast og á hagstæðasta verðinu, Gold label inniheldur meira af musti og er því sætara og bragðmeira og Gold label RISERVA er eins og eðal- vínin; hefur verið geymt lengst og inniheldur mest af musti. Pumate Sanremo eru hins vegar sólþurrkaðir tómatar sem bleyttir eru upp aftur í kryddaðri ólífuol- íu. Sólþurrkun gef- ur tómötunum sér- stakt bragð, svo sérstakt að enginn gleymir því sem ein- hvern tíma hefur bragðað tómatana. Aðeins ekta ítölsk veitingahús ff amreiða þessa tómata. Hér koma nokkrar uppskriftir frd Emi Svavarssyni í Heilsuhús- inu sem hafa að geyma þennan eðalvaming. 0£ Baísamediíf ‘Kfúíifinyjur M(a Lumira handa fjórum Hráefhi: Einn heill kjúklingur eða bitar, 1 tsk. rósmarín, 1 tsk. salvía, 2 hvítlauksrif, ólífuólía, 3 ansjósur, 1 bolli þurrt hvítvín, 1 bolli balsamedik, salt og pipar. Aðferð: Hlutið kjúklinginn í um það bil sextán hluta. Setjið í eldfast mót með um það bil 1 dl af vatni, setjið ohu og salt og pip- x á kjötið eftir smekk. Setjið þá fínskorið rósmarín, salvíu, hvít- lauk og ansjósur í bolla ásamt bal- samedikinu og ivítvíninu. Hellið þessari blöndu yf- ir kjúklinginn og eldið í 20 til 30 mínútur. Berið fram með hrísgijónum. Pumate-pastasalat, handa sex til átta Hráefni: 6 bollar penne-pasta, 80 g pumate-tómatar (um 6 pör), 6 skalottlaukar, 2 msk. rifinn parmesanostur, 1/2 bolli jómffú- arolía, 1/3 bolli balsamedik, 2 msk. steinselja. Aðferð: Sjóðið pastað í salt- vatni í 9 mín. Látið kalt vatn renna á það. Saxið Pumate-tómatana og skalottlaukinn í litla bita. Blandið þessu saman við pastað ásamt ostinum og bætið kryddinu við. Þetta salat er bæði hægt að borða heitt og kalt, en efþið borðið það heitt þarf að bæta við það 5 msk. afjómffúarolíu. íPumate Sanremo- partísnittur Hráefni: 200 g sólþurrkaðir tómatar, 2 löng ffönsk brauð, 400 g rjómaostur, svartur pipar eða óreganó. Aðferð: Skerið brauðið í tvennt, langsum. Smyrjið með ólífuolíunni úr tómatkrukkunni og ijómaostinum þar ofan á, Að- skiljið tómatana og setjið lag af þeim yfir ostinn. Malið pipar eða sáldrið svolidu óreganó þar ofan á. Skerið brauðið þá þversum með rúmlega 1 cm millibili, svo úr verði um fimmtíu snittusneiðar. B I O B O R G I N Hinir vægðarlausu Unforgiven ★★★★ Clint Eastwood er vernd- ari hiris vestræna heims — að minnsta kosti þess villta. Þegar engum dettur lengur í hug að bjóða upp á vestra kemur hann með þetta meistarastykki. Veggfóður ★★★ Fjörug og skemmtileg þrátt fyrir augljósa hnökra. Ferðin til Vesturheims Far and Away ★★★ Rómantísk stórmynd, ákafíega gamaldags en oft stór- skemmtileg. Á hálum ís The Cutting Edge ★★ Ástir og afrek íshokkímanns oq skautalistdanskonu. Dálítið sérhæft og ekki vantar klisjurnar. Lygakvendið Housesitter ★★ Myndin er spunnin út frá bráð- snjallri hugmynd, en það er líka allt og sumt. Goldie Hawn og Steve Martin leika eins og þau séu grín- sjálfsalar. Hvorugt þeirra virðist hafa neina tilfinningu, en bæði þurfa þau að fara að hafa áhyggjur afferlinum. Kaliforníumaðurinn California Man ★ Mynd sem hefði ekki átt að fara út fyrir fylkismörk Kaliforníu. Rush ★★ Fíknó eru líka bóhemar og fikta við eiturlyfjaneyslu. Dálítið skemmtilega hrá og stundum trú- verðug mynd. En aðalpersónurnar ná ekki að lifna við. Hvítir geta ekki troðið White Men Can't Jump ★★★ Glúrin mynd og oft stórsniðug um hvítan mann og svertingja sem iðka körfubolta á götum Los Angeles. Tveir á toppnum 3 Lethal Wea- pon 3 ★★ Minni hasar og minna grín en í fyrri myndum en meira af tilraunum til dramatíkur. Burknagil — síðasti regnskógur- inn ★★ Mynd fyrir umhverfis- væna aðdáendur teiknimynda á öllum aldri. Alien 3 ★★★★ Meistaralegur lokaþáttur þessarar trílógíu, gerir Batman-veröldina að hálfgerðu Lególandi. Tvídrangar Twin Peaks, Fire Walk With Me ★★ David Lynch hefur verið að missa flugið og er hættur að koma á óvart. Ljóðræni fjar- stæðustíllinn hans er orðinn klisja. Háskaleikir Patriot Games ★★ Stundum æsileg, en oftar stirð- busaleg. Fátt kemur á óvart; smá- smugulegheit eru helsti kostur reyfara eftirTom Clancy, þegar þau vantar verður söguþráðurinn helsti fátæklegur. Sódóma Reykjavík ★★★ ímynd- aðir undirheimar Reykjavíkur eru uppfullir af skemmtilegum kjánum og aulahúmor. Svo á jörðu sem á himni ★★★ í heildina séð glæsileg kvikmynd og átakanleg. Varla hefur sést betri leikur í íslenskri bíómynd en hjá Álfrúnu litlu Örnólfsdóttur. Steiktir grænir tómatar Fried green tomatoes ★★★ Konumynd; um konur og fyrir konur. Góðir eig- inmenn láta undan og fara með. LAUGARASBI Kristófer Kólumbus Christopher Columbus: The Discovery ★ Ágæt fyrir þá sem vita ekki að búið er að finna Ameríku. Ferðin til Vesturheims Far and Away ★★★ Rómantísk stórmynd, ákafíega gamaldags en oft stór- skemmtileg. Beethoven ★★ Ágæt fyrir börn og hunda. REGNBOGINN Sódóma Reykjavík ★★★ Álappa- legir og hlægilegir smákrimmar í höfuðborginni. Hvítir sandar. White Sands ★ Mickey Rourke er orðinn vöru- merki á vondum myndum. Nokkrir listrænir tilburðir ná ekki að draga fjöður yfir kjánalegt plott og holar persónur. Prinsessan og durtarnir ★★★ Myndin er tal- og hljóðsett af mik- illi kostgæfni og ekkert til sparað. Að öðru leyti frekar meinlítið ævin- tvri. Ognareðli Basic Instinct ★★ Markaðsfræðingarnir fá báðar stjörnurnar. Annað við myndina er ómerkilegt. Lostæti Delicatessen ★★★★ Hugguleg mynd um mannát. Henry, nærmynd af fjöldamorð- ingja ★★ Að ýmsu leyti ókræsi- legri morðingi en Hannibal Lecter. Mynd sem gekk vel á síðustu kvik- myndahátíð. ÉBHaiBHÐ Ruby ★ Mynd fyrir þá sem enn eru ekki búnir að fá sig fullsadda af samsæriskenningum um morðið á Kennedy. Ofursveitin Universal Soldicr ★★ Mynd um karlmenni, fyrir stráka sem kannski pína kærusturnar með. Börn náttúrunnar ★★★ Rómað- asta íslenska bíómyndin. S O G U B I O Seinheppni kylfingurinn ★ ★ Frekar fábrotinn sænskur húmor þótt ekki vanti tilþrif. Golfarar ættu að geta öskrað úr hlátri, en varla aðrir. Fyrir strákana For the Boys ★ ★ Bette Midler fer fjarskalega vel með múslkina sem er frá tímanum áður en rokkið tröllreið öllu. En allt verð- ur frekar útþynnt þegar tónlistinni sleppir. Mjallhvít og dvergarnir sjö ★★★ Vfirleitt hugjjúf, en nornin er býsna hræðileg og hefur valdið mörgum börnum andvökunóttum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.