Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 E R L E N T Hockney á 20-kall Fyrir þremur árum seldist verk eftir breska málarann David Hockney fyrir um 120 milljónir króna á uppboði í New York. Þess vegna telja menn tíðindum sæta að nú er hægt að kaupa eftir hann verk á ekki nema svona 20-kall eða 24 ensk pens. Reyndar er það ekki breska póstþjónustan sem gefur út frímerkið, heldur gallerí nálægt Bradford, sem er fæðingar- bær Hockneys — og það í tak- mörkuðu upplagi. Frímerkið út- bjó hann á tölvu, Apple Macint- osh, og er sagt að svona hefðu sól- blóm Van Goghs litið út ef hann hefði átt slíkt þing. Með þessu vill Hockney halda upp á hinn sam- einaða Evrópumarkað sem tekur gildi um áramótin. JFK hélt við danskan njósnara Það virðist ekkert lát á öll- um þeim upp- ljóstrunum sem geta komið upp á yfirborðið um John F. Kenne- dy Bandaríkja- forseta. Nú hefur rithöfundurinn Nigel Hamilton komist á snoðir um að fyrsta ástin í iífi hans hafi verið dönsk kona sem hann kynntist í Washington 1941. Kon- an hét Inge Arvad, starfaði sem blaðamaður og mun hafa verið íð- ilfögur. Gallinn var bara sá að hún var 28 ára, fjórum árum eldri en forsetinn, tvígift og lá undir grun um að njósna fyrir Þjóðverja. Samkvæmt bókinni mun föður framtíðarforsetans, Joseph Kennedy, ekki hafa litist betur á en svo að hann gerði bandalag við J. Edgar Hoover, forstjóra FBI, um að eyðileggja sambandið. Munu þeir ekki hafa skirrst við að láta hlera svefnherbergið þar sem ungu hjónin dvöldu Íöngum stundum. Sænsk rapp- stjarna Hún er stór og stæðileg Neneh Cherry og þykir einhver mest kúl pía ípoppinu þessa dagana. Hún vakti fyrst á sér athygii fyrir þremur árum enað undanförnu hefur verið hljótt um hana, alveg þangað til nýskeð að hún gafút plötuna Home- brew sem þykir höfug blanda afrokki og rappi. Cherry þykirsem fyrr hafa munninn fyrirneðan nefið, þótt reyndar sé hún öllu rólegri en hér um árið. Hún hefur líka haft tækifæri til að slaka á upp á sið- kastið, en býrnúna ásamt manni sinum og ungri dóttur í smábæn- um Hasselholm í Svíþjóð. Þarer þessi 28 ára gamla kona alin upp, en hún er af sænskum, breskum og banda- rískum ættum. Nýjasta kenning fræðimanna um Kristófer Kólumbus er að hann hafi ekki ætlað að finna nýjar siglingaleið- ir til Indlands, heldur horfin lönd frumkristninnar í leit að bandamönnum í baráttunni gegn íslam. Hann taldi sjálfan sig vera í heilagri sendiför frá guði Og mikið lægi á, því heimsendir væri á næsta leiti. Taylor mælir með smokkinum Leikkonan Elizabeth Taylor hefur mikið verið í sviðsljósinu undanfarið vegna baráttu sinnar gegn alnæmi og hefur hún varið milljónum dollara til rannsókna á hinum skæða sjúkdómi. Útgefendur bandaríska tímaritsins Vanity Fair hafa því ekki að ástæðulausu veðjað á þokkagyðjuna til að selja blaðið og prýðir hún forsíðu nóvemberheftisins. í viðtali í blaðinu mælir leikkonan með notkun gúmmíverja og á forsíðumyndinni, sem er óvenjuleg, heldur-hún á smokki í hendinni og gengur þar með skrefi lengra en áður. I blaðinu ræðir Taylor meðal annars opinskátt um alnæmi innan fjölskyldu sinnar og hrekur um leið sögusagnir um að hún sé sjálf smituð af sjúkdómnum. Var Kólumbus heltekinn hugmyndinni um að endurheimta Jerúsal- em? Gérard Depardieu leggur undirsig paradís í 1492: Conquestof Paradise. hann punktaði hjá sér árið 1481, áratug áður en hann fann Vestur- heim. Fræðimenn eru nú farnir að taka þessar hugrenningar alvar- legar en áður og sjá Kólumbus í allt öðru ljósi í kjölfarið. Kólumbus virðist ekki hafa skipulagt vesturferðir sínar til að finna ný lönd eða nýjar siglinga- leiðir, heldur bjuggu háleitari og göfugri markmið að baki. Af skrif- um hans sést að hann gruflaði af alvöru í spádómum Gamla Testa- mentisins og reiknaði út frá ritn- ingunni að stutt væri í endalok heimsins, meðal annars með að- stoð dagatalsins í riti Pierre d’Ailly, Imago Mundi) sem gaf til kynna árið 1492 að það væru ekki nema hundrað fimmtíu og fimm dagar eftir. Það skýrir kannski hversu mikið Kólumbusi lá á að komast af stað, þrátt fyrir úrtölur annarra. VILDIUPPFYLLA SPÁDÓMA JESAJA Það var ekki að undra þótt margir lettu Kólumbus fararinnar eða jafnvel hlægju að fýrirætlun- um hans. f augum þeirra var Kól- umbus maður sem hafði ekki minnstu hugmynd um stærðar- hlutföllin á milli hafs og land- massa, vanmat stórlega ummál jarðarinnar og til dæmis fjarlægð- ina á milli Kanaríeyja og „Cip- ango“ (eða Japan). Þrátt fýrir rniklar siglingar, langt í austur og hugsanlega alla leið vestur til ís- lands, byggðist landafræðiþekk- ing Kólumbusar að mestu á heimsmynd frumkristninnar og ævafornum kortum þar sem Jerú- salem var nafli alheimsins. Hann sigldi sem sé ekki á vit framtíðar og vísinda, heldur aftur í gráa fomeskju. Kólumbus virtist álíta að Ferd- ínand Spánarkonungur væri hinn nýi Davíð, konungurinn sem átti að ríkja þegar spádómar Gamla testamentisins rættust og hann sjálfur væri verkfæri í höndum guðlegra afla. Það dró ekki úr að einmitt á þessum tíma náði Ferd- ínand undir sig konungdóminum Napólí, borgríki Mára og falsspá- manns þeirra á Granada féll og gyðingar voru reknir frá Spáni. Þetta vom ekki tilviljanir í augum Kólumbusar, heldur skýr merki um endurreisn Zíons. í augum Kólumbusar var ferð- in til „Asíu“ hluti af guðdómlegri fyrirætlan. Hann vildi bera heiðn- um þjóðum fagnaðarerindið og kynna þær fýrir Skapara sínum í tæka tíð. Hann átti einnig von á að finna þar nýja bandamenn í orr- ustu kristinna manna og múslima um Jerúsalem, enda sagði hann Á fimm hundruð ára afmæli fundar Ameríku hefur Kristófer Kólumbus fengið fyrirsjáanlega skelfilega útreið fyrir það sem leiddi af siglingum hans. Honum hefur verið kennt um svo til allt sem aflaga hefur farið í álfunni í fimm hundruð ár, útrýmingu heilla þjóða, eyðileggingu menn- ingarverðmæta, umhverfisspjöll, morð, rán og harðstjórn nýlendu- herranna sem beittu innfædda ótrúlegum skepnuskap. Og beita enn. Það var engin tilviljun að indíáninn Rigoberta Menchu fékk friðarverðlaun Nóbels í ár. Sagnfræðingar hafa sumir vilj- að setja hann á stall með ítölskum snillingum á borð við Leonardo da Vinci og Dante; aðrir tengja hann grimmd, græðgi og fjölda- morðum Spánverja. Um eitt hafa þó flestir verið sammála: að landafundir hans hafi mótast af heimsmynd endurreisnarinnar, trúarinnar á vísindin og framfarir mannkyns og hafi verið einn höf- uðviðburðurinn í innreið nútím- ans beggja vegna Atlantshafsins. Það var hans mesta afrek eða ódæði, efir því hvernig á það er litið. Nú er sprottinn upp þriðji skól- inn og byggist á mati á persónu Kólumbusar fremur en söguleg- um straumum eða afleiðingum þess að Evrópubúar komu til Am- eríku. Niðurstaðan er í stuttu máli að Kólumbus hafi verið hálfbrjál- aður krossfari, sem leit á sig sem sérlegan sendiboða guðs og lagði yfir hafið í von um að hraða enda- lokum heimsins og endurkomu Krists. SPÁDÓMABÓK KÓLUMBUSAR Fyrir skömmu kom út fyrsta enska þýðingin á Libro de las Profecias, Spádómabókinni, sem Kólumbus skrifaði og kom fyrst út árið 1501. Bókin hefur yfirleitt verið afgreidd sem röflið í göml- um sérvitringi, sem hafði ekki fengið að njóta ávaxtanna sem hann vildi af landafundum sín- um. Fræðimenn hafa frekar stuðst við dagbækur Kólumbusar sem heimild um hvað hann var að hugsa. Frumritið af þeim er glatað og það sem eftir lifir eru endursagnir skrásetjara sem kaUaður var Las Casas. Spádómabókina skráði hins vegar að mestu þrett- án ára gamall sonur Kól- umbusar, Díegó, eftir forskrift föður síns, en hluti hennar er talinn ritaður eigin hendi Kólumbusar. Það sem þar kemur fram um hug- myndir Kólumb- usar um sjálfan sig og hlutskipti sitt í lífinu á sér einnig augljósar rætur í postillum sem það takmark sitt að Ferdínand mætti ríkja í Jerúsalem. Kólumbus lét sig dreyma um áheyrn hjá Hinum mikla Khan og fundum með Presta-Jóni og öðr- um goðsagnapersónum frum- kristninnar. Gullið, sem sumir segja að Kólumbus hafi sóst eftir öðru ffernur, var enginn venjuleg- ur fjársjóður, heldur var hann þess fullviss að hann fýndi sjálfar Námur Salómons konungs. Það lá miklu meira að baki „Indlands“- siglingum hans en leit að nýjum verslunarleiðum; hann ætlaði að frelsa helgistaði kristninnar og finna aftur hina týndu Paradís. í öllu þessu taldi Kólumbus sig vera að fylgja spádómum Biblí- unnar og eiga sjálfur þar mikil- vægu hlutverki að gegna. „Það voru ekki gáfur, stærðfræði eða landabréf sem vísuðu mér veg- inn,“ sagði hann í bréfi til Ferdín- ands og fsabellu, sem er formál- inn að Spádómabókinni. „Það var einfaldiega uppfylling þess sem Jesaja haföi spáð.“ HIN SAMEIGINLEGU EINKENNI Það er ekki verið að gera lítið úr Kólumbusi með því að lýsa hon- um sem slíkum stjörnuglópi í leit að horfnum lendum frumkristn- innar. Hann er þar í ágætum fé- lagsskap manna sem yfirleitt eru álitnir hafa flutt mannkynið nær nútímanum, en gerðu ekki endi- lega greinarmun á stjörnuffæði og stjörnuspeki, svo dæmi sé tekið. Þeir Kepler og Newton hefðu til dæmis átt ágætíega við Kristófer Kólumbus. Og þessi skýring á hugsunar- hætti og fýrirætíunum Kólumbus- ar tekur á sig aðra og óvænta merkingu nú þegar frumbyggjar Ameríku vilja vekja athygli á grimmdarverkum Evrópubúa og harma horfna siðmenningu sem þeir lögðu í rúst. Evrópskir skrá- setjarar gerðu líka á sínum tíma mikið úr meintri villimennsku indíánanna, til dæmis í trúarat- höfnum. í ljósi nýrrar söguskýr- ingar má þó leiða líkur að því að ekki hafi verið svo ýkja stórt bil á milli þeirrar kristnu menningar sem Kólumbus spratt úr og þeirr- ar sem hann hitti fýrir í Ameríku og Karíbahafinu. Utanaðkomandi hefðu til dæmis séð töluvert sam- eiginlegt með mannfórnunum, sem Aztekarnir iðkuðu við trúar- athaínir, og galdrabrennunum og pyntingunum, sem kristnir menn beittu í þágu trúarinn- ar sem Krist- ófer Kólumbus taldi sig vera að þjóna. Skjaldbökur hreinsa Ganges Á Indlandi hafa menn fund- ið nýstárlega aðferð til að hreinsa hið heilaga fljót Gang- es, sem er meðal annars bað- staður hindúa og orðið mó- rautt á lit af óhreinindum. Reyndar er hann ekki hátækni- legur búnaðurinn sem brúkað- ur er til hreinsunarstarfanna, því notast er við ræktaðar skjaldbökur sem sleppt hefur verið í ána og ætlað er að kippa málunum í lag. Um 70 þúsund íbúar borgarinnar heilögu Var- anasi, sem liggur við bakka Ganges, byrja hvern dag með því að lauga sig í ánni og hreinsa þannig bæði líkama og sál. Ekki virðast menn láta það aftra sér þótt áin sé grútskítug, en auk þess sem skolp rennur út í hana eiga jarðarfararvenjur hindúa stóran þátt í því hvem- ig komið er. Ganges er grafreit- ur hindúa og er áin full af lík- amsleifum svo og líkum, sem ekki eru brennd þegar um er að ræða ræða heilaga menn og börn. Prófessor einn við há- skólann í Varanasi á heiðurinn af skjaldbökuhugmyndinni. Hefur hann ræktað um 25 þús- und dýr og vanið þau á að éta úldinn fisk, til að koma þeim „á bragðið“. Skjaldbökunum hefur verið sleppt í ána og vinna þær nú baki brotnu við að hreinsa þennan heilaga bað- stað hindúa. Heimsendaspámaðurinn Kristófer Kólumbus

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.