Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Side 9

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Side 9
Stefán Asbjarnarson: ÞEGAR HOFIÐ BRANN Nótt eina milli jóla og nýárs 1933, dreymdi konu i Vesturárdal i Vopna- tirði, að hún væri úti stödd að kvöldlagi. Sá hún þá eldbjarma bera við loft sunnan við háls þann, er skilur Hofsárdal og Vesturárdal,og Hofsháls nefnist. Hún undraðist þennan eld- bjarma. Hún sá þá hvar maður kemur úr þeirri átt er bjarmann bar við loft. Þegar maðurinn nálgaðist, þekkti hún að það var séra Einar, fyrrverandi prófastur á Hofi, sem látinn var fyrir rúmum tveimur árum. Hann benti i áttina til bjarmans og mælti: „Hofið brennur”. Siðan hvarf sýnin, og konan vaknaði. Þótti henni sem draumur þessi væri fyrir tiðindum, sem seinna kom á daginn. Tveim dögum fyrir gamlaársdag 1933 var haldin skemmtun og dans- leikur að Hofi. Stóð sú gleði fram undir morgun svo sem titt var um dansleiki i þá daga. A Hofi var stór og reisulegur bær, og hafði verið svo frá 19. öld og raunar miklu lengur, þvi að Hofi höfðu setið höfuðklerkar i Múlaþingi öldum saman. Hof hafði lengstum verið miðstöð Vopnafjarðarhrepps bæði á andlega og veraldlega visu. Um miðja 19. öld og til ársins 1881 var presturinn á Hofi einnig prófastur i Norður-Múlasýslu, merkismaðurinn séra Halldór Jónsson, er fluttist þangað austur, norðan úr Skagafirði. Hann jarðsöng bein Reynistaöa- bræðra skömmu áður en hann fluttist austur i Hof. 1 Vopnafirði gerðist hann sveitarhöfðingi og forsvarsmaður Norðmýlinga, þvi hann var kosinn á þing og átti þar sæti um alllangt skeið. Stórbúskap rak hann á Hofi og var þar þá heimilisfast á milli 40 og 50 manns. Átti staðurinn og kirkjan itök i reka út með öllum sjó og æðarvarp i hólmum þeim, sem liggja i legunni undan Vopnafjarðarkauptúni. Séra Halldór endurbyggði bæinn á Hofi og hlóð túngarð umhverfis heimatúnið og tvö útitún er lágu undir heimastaðinn. Mörg börn fátækra foreldra tók hann og ól upp, og má af þvi marka dreng- skap hans og rausnarlund. Er hann andaðist, árið 1881, kvað einn sveitunga hans um hann erfiljóð er hefst þannig: ,,Nú er Hofsins burt úr bæ bezti maður á Austurlandi,” og má af þvi marka hvern hug sveitungar hans báru til hans. Það mun hafa verið i hans tið, að menn voru að rýja sauði frá Hofi á Tunguseli, en svo hétu fjár- Hof i Vopnafiröi er i röð staðarlegustu bæjarstæða á landinu, víðsýnt heiman að sjá, fagurt heim að llta og fjallasýn tignar- leg. Til vinstri er kirkjan og kirkjugarðurinn með trjárækt og mikiili umhirðu. ibúðarhúsið í trjálundinum til hægri var byggt eftir brunann, en bærinn, sem brann.stóð milli þess og kirkju, eða þar sem hvita skúrbyggingin er og mótar fyrir garði framundan. — Næst og neðst á myndinni, þar sem fólkið er, má sjá garða nokkra og vegglægjur. Þar er talið, að hof hafi staðið til forna og jafnvel hinn fyrsti bær á staðnum. Þær fornminjar þyrfti að grafa upp og rannsaka. Sunnudagsblað Tímans 57

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.