Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 19.02.1976, Qupperneq 4

Heimilistíminn - 19.02.1976, Qupperneq 4
Rasputin — 3. grein Endalokin í fyrstu hafði betra fólk i Rússlandi öllu meiri áhuga á tilræöinu við Rasputin, en morðunum i Sarajevo. Keisaraynjan sendi af stað þann bezta skurðlækni, sem hún gat fundið, Breden prófessor, sem framkvæmdi vandasama aðgerð og bjargaði lifi Rasputins. Konur úr hópi betra fólks, sem talið var að hefðu verið ástmeyjar hans, komu með dýrar gjafir og hjúkruðu honum, meðan Rússland dróst fyrirvaralaust inn i styrjöldina. Innan dúmunnar undirbjó Rodsjanko forseti og flokkur hans áróðursherferð gegn Rasputin. Al.lt útlit var fyrir hneyksli, sem átti sér enga hliöstæðu og forsetinn bauðst til að draga sig i hlé, ef Rasputin yrði leiddur fyrir rétt. En ekki voru finnanlegar neinar sannanir, sem verið gætu grundvöllur réttarhalda og ákæra á hendur Rasputin. Lögfræðingurinn ungi, Alexej Chovstov, vel máli farinn og afar metnaðargjarn, kom i veg fyrir hneykslið. Hann var sá eini, sem talaði vel um Rasputin við keis- arahjónin og keisaraynjan taldi ánægju þvi samfara aö starfa með þessum unga manni, svo hún lét keisarann gera hann að innanrikisráðherra. En út á við beiddi Chovstov út sögur um að Rasputin væri þýzkur njósnari og starfaði með keisara- , ynjunni, sem var þýzkrar ættar... Keisaraynjan gefst upp...... Eftir tilræðið fékk Rasputin lifvörð, sem nú var aukinn með þvi að lögregluof- urstanum Komisarov og fulltrúa hans var bætt við. Lifvörðurinn varð að fylgja Ras- putin hvert sem hann fór, til guösþjón- ustu snemma morguns, I veizlur og á fylliri. Hinn llfsglaði munkur fékk bil til umráða og einkaskrifstofa keisarans borgaði brúsann, ásamt leigunni á ibúð Rasputins I Leningrad. Þar bjó Rasputin siðustu ár ævinnar með dætrunum, sem gengu i skóla, tveim- ur gömlum frænkum frá Siberiu og fyrr- verandi nunnu, Akúlinu, sem fórnaði sér gjörsamlega fyrir hann. Nú komust á kreik sögusagnir um að striðsmálaráðherrann Suchomlinov og hæstráðandi, frændi keisarans, hefðu i frammi alls kyns svik og pretti i sam- bandi við vopnakaup. Keisaraynjan vildi að Rasputin færi á vigstöðvarnar og at- hugaði máiiö um leið og hann blessaði hersveitirnar. Rasputin sendi frænda keisarans skeyti: — Kæri Nikolai Nikolaijevitsj. Lofaðu mér aö heimsækja þig við viglinuna. Mér 4 Völd Rasputins aukast í upphafi styrjaldarinnar. En margir vilja hann feigan. Hér lýkur þessum greinaflokki um munkinn og töframanninn frá Síberíu. liggur dálitið á hjarta. Pabbi og mamma biðja að heilsa. Þinn Grigorij. Hæstráðandi svaraði þegar i stað: — Ef þú kemur, hengi ég þig. Nikolaj. Keisaraynjan fékk þá mann sinn til að ákveða að reka frænda sinn og taka sjálf- ur við stjórninni, Þegar það fréttist, var keisarinn aðvaraður úr öllum áttum, en keisaraynjan var sterkari öllum þeim öflum og Rasputin stóð að baki hennar. Keisarinn framfylgdi ákvörðun sinni og i ágústlok 1915 skrifaði keisarinn konu sinni frá aðalstöðvunum: — I kvöld, þegar við vorum að enda við spil af domino, kom skeyti um að við hefð- um ráðizt á og tekiö til fanga 150 þýzka yfirmenn og 7000óbreytta hermenn. Þetta gerist strax eftir aö ég tek við stjórninni. Það hlýtur að vera guðs vilji! En tilkynningar um sigra tóku enda og keisaraynjan tók upp á þvi i örvæntingu sinni, að senda þúsundir litilla helgi- mynda, sem Rasputin hafði blessað, til vigstöövanna. Siöan vildi húh, aö Rasputin færi sjálfur á vigstöövarnar, stæði við hlið keisarans og blessaði hersveitirnar, en yfirherfræð- ingurinn mótmælti þvi og þar sem keis- arinn var undirmaður hans hvað herinn varöaði, varð svo að vera. En keisaraynj- an kom þá sjálf og spurði herfræðinginn, hvað hann hefði á móti Rasputin. — Ekkert, yðar hátign, ég þekki hann ekki einu sinni, svaraði herfræðingurinn. — Það eru ekki blessanir, sem herinn þarfnast, heldur vistir og skotfæri, stigvél og fallbyssur, en þó fyrst og fremst sam- göngutæki. Hann minnti hana á, að fyrri hæstráðandi hefði sagt að Rasputin yrði hengdur, ef hann sýndi sig á vigstöðvun- um. Þetta var ekki af persónulegum ástæðum, en þar sem Rasputin verkaði sem rauð dula á dúmuna og alla mennta- mannakliku Rússlands, var ekki hægt að láta hann blessa herinn. Keisaraynjan varð að láta i minni pokann. Loksins. Myrkraáætianir Meðan á þessu gekk, starfaði Rasputin upp á eigin spýtur. Hann náði um fimm þúsund mönnum úr fangelsum, sem þar höfðu setið fyrir að neita herþjónustu og setti þá i venjulega vinnu. Hann stöðvaði lika útrýmingu tataranna á Krim — sem Stalin lauk siðar. Rasputin varð þekktur sem velgjörða- maður þjóðarinnar og margir leituðu hjálpar hans daglega. Hann hjálpaði fólki á sinn sérstaka hátt. Stundum sendi hann einhvern til ráðherra eða háttsetts embættismannsmeðmiða: — Kæri vinur, gerðu það sem þú getur fyrir þennan mann. Hann er góður maður. Þinn Grigorij. Morgun einn sat hjá honum öldruð ekkja ofursta og kvartaði yfir þvi að hún fengi ekki eftirlaun sin frá ráðuneytinu. — Þessar skepnur! hrópaði Rasputin þá svo hátt að allir i yfirfullri biðstofunni heyrðu. — Þessar skepnur eru ekki að hugsa um að þeir fjalla um lifandi fólk. í augum þeirra eru þetta aðeins pappirs- blöð. Siðan sneri hann sér að kaupsýslu- manni, sem vildi fá meðmæli hans til for- sætisráðherra og sagði i skipunartón: — Láttu mig hafa þá peninga, sem þú ert með á þér. Maðurinn greip undrandi upp budduna og siðan varð hver af öðrum að gera hið sama. Siðan sneri Rasputin , sér að ekkjunni með fullar hendur fjár. — Taktu þetta og gakktu með guði. Rasputin tók einnig ráöherrana til bæna og viðstaddir skemmtu sér konunglega yfir samræðum hans við Goremykin for- sætisráðherra. — Segðu mér, þú guðs þræll, spurði Rasputin. — Segiröu keisaranum sann- leikann, allan sannleikann? Ráðherranum varð illa við og svaraði þvi til, að keisarinn fengi að vita sannleik- ann um það sem hann spyrði. En þá kvaðst Rasputin vita ailt um það, hverju væri haldið leyndu fyrir keisaranum og endaði mál sitt i ógnandi rómi: — Jæja, guös þræll, biddu guð um aö fyrirgefa þér vanræksluna. Goremykin var rekinn og að beiðni keisaraynjunnar var Sturmer nokkur settur i hans stað, en eiginkona hans var sögð ástmey Rasputins. En innanrikisráðherrann, Chovstov, sem keisaraynjan lét ráöa i það embætti fyrir að tala vel um Rasputin, var búinn að ákveða að verða sjálfur forsætisráð- herra og vildi þess vegna ryðja Rasputin úr vegi. Fyrir 7000 rúblur keypti hann tvo

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.