Heimilistíminn - 19.02.1976, Page 10

Heimilistíminn - 19.02.1976, Page 10
legur i augunum. Liklega var hann undir áhrifum. — Ég vil helzt velja sjálf, sagði hún dá- litið hvöss, — hverjum ég kynnist, meina ég. Þú ert sjálfsagt ágætur, en ég má ekki vera að neinu núna. Hún reyndi að loka, en hann var með fótinn á milli. Hjálp, hugsaði hún. Hann ætlar að troðastinn. Hann veit liklega, að ég er ein. — Eg held, að þú sért ósköp einmana, sagði hann. — Viltu vera svo góður, að fjarlægja fótinn, svo ég geti lokað! Röddin var is- köld og hún vonaði að hann heyrði ekki að það var meira af hræðslu en — raunveru- legum kulda. — Ó, fyrirgefðu, sagði hann og hló. — Fæturnir á mér eru bara svo skelfing stórir. Hann fjarlægðifótinn. — Éger ekki drukkinn, sagði hann. Hún roðnaði svolitið. Gat hún ekki stjórnað hugsunum sinum meira en það, að þær sáust utan á henni? — Ég var að gráta, sagði hann. Svo fór hann. Hún varð svo hissa, að hún gleymdi að loka dyrunum. Undrandi starði hún á eftir honum, þar sem hann gekk upp stigann. Eftir að hafa jafnað sig á þessu, reyndi hún að finna skýringu. Kannski var hann veikur? Eða geðbilaður? Venjulegur full- orðinn maður kom ekki og hringdi næstu dyrabjöllu til að tilkynna, að hann hefði verið að gráta. Salla rólegur, rétt eins og hann hefði verið að tala um veðrið. En hún trúði ekki andartak að hann væri veikur eða geðbilaður. Auk þess, sagði hún við sjálfa sig — ef það væri tilfellið, væri það skýring. En það er ekki rétt að visa veikum manni á dyr...þótt þessi þarna uppi sé áreiðan- lega fullkomlega friskur. Seinna um kvöldiðstóðhún sig að þvi að vera aftur að hugsa um hann. Hún reyndi að vera reið i hans garð, reyndi að koma honum fyrir i þeirri heimsmynd, sem hún var búin að tileinka sér. Hann vissi aö hún var fráskilin og einmana — reiðubúin, sem sé. Allir vita, hvernig fráskildar konur hafa það. Þær eru lika mannlegar og hafa engu að tapa. Þær verða að taka það sem gefst til að komast hjá þvi að lifa lifinu einar.... ' Þannig litu karlmenn á fráskildar kon- ur. önnu fannst hún hafa fengið margar sannanir þess. Sá sem hafði sýnt þetta bezt, var einn af gömlum vinum Eiriks, sem hafði komið til hennár strax eftir skilnaðinn, En auðvitað leyndi hann til- gangi sinum bak við vináttuna. — Þú mátt ekki halda, að ég taki mál- stað Eiriks, Anna. Þó við séum gamlir vinir, finnst mér hann hafa komið illa fram. En þú getur treyst mér, ég svik ekki. Satt að segja hafði hún trúað þvi. I fyrstunni. Þaö hafði meira að segja verið ósköp notalegt. Að hann hafði ekki aðeins litið á hana sem fyrrverandi konu vinar sins. En hvað var rangt við það? Hún var 10 þó kona og það var uppörvandi, að ein- hver skyldi vilja fara með henni i leikhús, bjóða henni út að borða og þess háttar. Maður, sem var gamall vinur hennar. En það var samt ekki allt eins og átti að vera. Kvöld eitt, þegar þau höfðu farið i bió, bauð hún honum meðinn uppá drykk. Hún hafði aðeins hugsað sér að þau spjöll- uðu svolitið saman, kannski um myndina. En hann hafði annað i huga. Hann sagði blátt áfram, að hann vildi fara i rúmið með henni „núna, þegar Eiriki væri ekki til að dreifa”. Hann hafði farið i fýlu, þeg- ar hún neitaði, Hann taldi svolitið ævin- týri bara betra, svo hún væri ekki ein- mana og örvæntingarfull. — En góði minn, hafði hiin sagt. — Mig langar ekki i neitt ævintýri og ég örvænti alls ekki. Auk þess ertu vist búinn að gleyma, að þú ertekki fráskilinn. Hvernig ætti ég að geta horft framan i konuna þina? — En þú getur farið i leikhús og bió og borðað með mér, það er allt i lagi. Hún minnti hann á að hann hafði jafnan sagt að kona hans væri með ef hún gæti, en þá hafði hann bara rokið út. Þetta var vist það sama með manninn uppi á loft- inu. En næstu daga var hún alltaf að hugsa um það sem hann hafði sagt. Að hann hefði grátið. Það var venjulega ekki þannig, sem ævintýrin byrjuðú. Þvi meira, sem hún hugsaði um það, þvi raunverulegra varð það. Hvaða tilfinn- ingar vakti þaö með henni — móðurtil- finningar? Æ! Hvers vegna þurfti henni að detta það i hug? Meðaumkun, kannski? For- vitni? Já sennilega. Hún var forvitin. Þess vegna var það að hún stóð við dyrnar hjá honum og hringdi dyrabjöll- unni kvöld eitt. Hún var búin að setja saman ágæta ræðu, en þegar hann stóð allt i einu þarna frammifyrir henni, rauk ræðan út i veður og vind. — En gaman! sagði hann. — Það ert þú! — Já, ég hafði litinn tima siðast. Ég á við.... ég var vist dónaleg. — Komdu inn, sagði hann. — Já, þú varst svolitið snakill. Það var vist lika barnalegt af mér að gera þetta. Fáðu þér sæti. Viltu súkkulaði? Heitt súkkulaði með rjóma? Anna gat ekki annað en hlegið. — Já, hvers vegna ekki, sagði hún. — Það hljómar ósköp sakleysislega. — En er þaö ekki, sagði hann. — Ég bý_ til súkkulaði á minn sérstaka hátt. Ég hræri súkkulaðið og sukurinn út i sherrý i staðinn fyrir mjólk og svo helli ég likjör yfir rjómann. Þetta hljómar áreiðanlega undarlega, en það er gott og alls ekki eins sakleysislegt og ætla mæfti. Hún var afvopnuö. — Þú skalt hugsa málið, sagði hann. — Ég ætla fram i eldhús og blanda eitrið á meðan. ^Hún leit i kringum sig. Stórt herbergi, hvitmálað. Tveir djúpir kvistir á öðrum langveggnum. Blóðrautt gólfteppi, marg- ir lágirstólar, kringlótt borð með ávaxta- fati. Ekki svo mikið sem ein mynd á vegg. Dyrnar á öðrum endaveggnum voru opnar og hún heyrði skrölt i leirtaui. Þar var þá eldhúsið, Dyr á hinum veggnum voru lokaðar. Hvað var það? Svefnher- bergi? Vinnustofan? Hún gekk þangað og opnaði. Fyrst kom hún inn i þröngan gang með þremur hurð- um. Hún reyndi þá fyrstu. Baðherbergið. Næsta? Nei, hún hafði ekkert að gera i svefnherbergið. Hún opnaði þriðju dyrnar varlega og leit undrandi inn i griðarstórt herbergi. Þar voru málverkin, þvi hún fann terpen- tinuiykt. Augu hennar staðnæmdúst við stóra mynd, sem halláðist upp að skrifborðinu. Hún var af konu. Nakinni konu. En mynd- in var útkröfsuð og að hluta þurrkuð út. Ónýt. Anna skammaðist sin. Henni fannst eins og hún hefði gægzt inn i forboðinn heim. Hann hefði liklega boðið henni ef hann vildi að hún sæi þetta. Hún lokaði dyrunum og gekk fram aftur. — Fannstu snyrtinguna? sagði hann og setti bakka á borðið. — Ég er ekki góður gestgjafi,en hér er að minnsta kosti þetta fræga súkkulaði og rúnnstykki. Þú borðar þau, er það ekki? Þegar Anna leit á klukkuna, varð hún hissa. Það voru nær þrjár klukkustundir, siðan hún kom. Hún hafði ekki tekið eftir hvað timanum leið. Þau höfðu talað um allt milli himins og jarðar — rétt eins og þau væru gamalkunnug. En þau höfðu ekki minnzt á hvers vegna hann hafði grátið forðum, eða eyðilögðu konumyndina i vinnustofunni. — Nú þarf ég að fara, sagði Anna. — Það er vinnudagur á morgun lika. En þetta er fyrsta kvöldið i langan tima, sem ég... hún hló.... — sem mér hefur liðið vel. — Finnst þér það skrýtið? spurði hann. — Ja, ég veit ekki, en ég hef vist verið svolitið hrædd — við þig — og alla karl- menn. Þrátt fyrir allt þetta tal um jafn- rétti, er erfitt að vera íráskilin kona. Ég varð satt að segja skelfingu lostin þarna um kvöldið, þega þú komst. — En þú komst i kvöld, alveg af frjálsum vilja. — Já, ég var forvitin. Það sem þú sagð- ir —-aðþú hefðirgrátiþ. Éggat ekki annaö en hugsað um það. Hann kinkaði kolli. — En ég hafði verið að gráta, sagöi hann. — Ekki beint af sorg, heldureins konar örvængingarfullri reiði. Mér datt bara i hug að hringja hjá þér. Þú hefur ekki verið eins köld og vél- ræn og allir aðrir, þegar ég hef mætt þér i stiganum. Augun I þér eru lifandi. Þú hafðir sjálf veriö að gráta þennán dag, svo mér datt i hug, að þú skildir mig kannski... — Svo þú sást það? Hann kinkaöi kolli. Hún hikaði andar- tak, áður en hún spurði: — Málverkið

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.