Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 19.02.1976, Qupperneq 8

Heimilistíminn - 19.02.1976, Qupperneq 8
gan FRÁSKILIN ÞAU mættust istiganum og hún sneri sér undan til að hann sæi ekki, að hún var rauðeygð. — Geturðu ekki komið upp einhvern tima og spjallað við mig? spurði hann. — Þakka þér fyrir, en ég held ekki, svaraði hún og reyndi að vera kuldaleg. Hann hló, öruggur með sjálfan sig og hélt áfram niður stigann. Hún vissi ekki annað um hann, en að hann bjó á efstu hæðinni i nýinnréttaðri vinnustofu sinni. Oft heyrðist tónlist að of- an og hún hafði séð hann úr glugganum, þegar hann kom og fór. Oft voru stúlkur með honum — aldrei sú sama oft, að þvi hún bezt gat séð. Liklega voru þetta fyrir- sæturnar hans. Húsvörðurinn hafði sagt, að hann væri listamaður. Henni gramdist að hún skyldi þurfa að hitta einhvern núna, einmitt, þegar það sást, að hún hafði grátið. Þetta var allt svo heimskulegt, en hún gat ekki gert að þvi að hafa brugðizteins og hún gerði i há- deginu. Þau höfðu setið i mötuneytinu öll saman og spjallað um eitt og annað eins og venjulega. Skrifstofustjórinn hafði stritt verkfræðingnum af þvi hann hafði svo mikinn áhuga á kornungri, nýráðinni stúlku á verksmiðjuskrifstofunni. — Já, hvers vegna ekki? sagði verk- fræðingurinn. — Stúlkan er aðlaðandi og reglulega lagleg. — Er það þá búið með fyrrverandi einkaritarann? spurði skrifstofustjórinn. — Auðvitað, svaraði hinn. — Hvers vegna skyldi maður láta sér nægja frá- skildar, þegar nóg er af lambakjöti á markaðnum? Það var þessi athugasemd, sem hafði riðið baggamuninn. Allir höfðu litið á önnu. Liklega veltu þau þvi fyrir sér, hvernig hún, sem var nýskilin, brygðist við. Vanvirðan leyndi sér ekki i athuga- semdinni. Fráskilin kona var annars flokks — minna virði. Eftir á gerðihún sér grein fyrir, að við- brögð hennarhöfðu veriðalltof áköf. Allir höfðu horft hissa á hana, þegar hún þaut frá borðinu. Hún vissi, að þögnin rétt á eftir hlyti að hafa verið þrúgandi. Meðan hún grét á snyrtingunni, heyrði hún fótatak vinnufélaganna i ganginum. En þau þögðu. Þarna stóð hún með bréf- Anna var fráskilin. Henni leið ágætlega að öðru leyti en því, að hún tortryggði karlmenn, hvern og einn... handklæði við andlitið, full af andstæðum tilfinningum — sjálfsmeðaumkun og upp- reisnaranda. Áeftir skammaðisthúnsinfyrir að hafa ekki næga kimnigáfu til að taka svona hugsunariausu fleipri, rétt eins og'það var sagt. Þegar hljótt var orðið á ganginum, læddist hún fram i fatageysmluna, tók kápuna sina á handlegginn ogfór út. Hana langaði ekkert til að koma aftur. Þegar hún stóð framan við spegilinn i forstofunni heima hjá sér, kom hugrekkið aftur. Hvers vegna að skammast sin fyrir þessi viðbrögð? Það er mannieg skylda min að mótmæla heimsku og fordómum. Hún greip simann, hringdi á skrifstof- uná og bað um að fá að tala við skrifstofu- stjórann. — Sæll, sagði hún ákveðin, þegar hann svaraði. — Þetta er Anna Bergland. Ég varð svolitið æst i hádeginu, eins og þú sást og gat ekki hugsað mér að vinna meira i dag. En ég kem eins og venjulega á morgun. — Allt i lagi, sagði hann og hún heyrði að hann var svolitið vandræðalegur. — Ég skil. Þú skalt ekki taka þetta alvarlega. Sveini þótti leitt að hafa verið svona hugs- unarlaus. Hann vissi satt að segja ekki, að þú.... já, ég á við, hann sér eftir þessu.... — Já, já, sagði hún. — En nú veit hann sem sagt, að ég er fráskiiin. Ég kem á morgun. Nei, hugsaði hún. Það væru sennilega ekki margir, sem vissu, að hún var frá- skilin. Það sést ekki utan á fólki. Maður heldur áfram að kalla sig frú, tekur ekki af sér hringinn, gengur ekki um og til- kynnir, að lifið hafi gjörsamlega snuizt við. Sennilega er maður með svolitinn leikaraskap vegna þess að maður er hald- inn sömu fordómunum og allir aðrir. Allt er eins og það á að vera, þegar maður er giftur og á mann. Það er eins konar sönn- un þess að maður sé til einhvers nýt. Gildi konunnar er ennþá reiknað i karlmanns- gjaldeyri. Ungarstúlkur eru eftirsóttar af þvi karlmenn vilja eignast þær. Giftar konur eru metnar eftir manni sinum, en fráskildar... Anna fann að hugsanir hennar voru að beinast á braut sem hún hafði ákveðið að forðast. Þegar hún var komin yfir það versta, skildist henni, að hún myndi ekki græða neitt á þvi að berjast til að halda i Eirik og þá hafði hún ákveðið að grafa sig ekki niður. Ég má ekki sökkva mér niður i sjálfs- meðaumkun og biturleika, hafði hún hugsað. Ég er 37 ára og lifið hefur ennþá mikið að bjóða mér, ef ég spilli þvi ekki. Ég verð að vera sterk, sterk, sterk! Það er auðvelt að segja það — en erfitt að framkvæma. Maður verður nefnilega að eiga vini, til að geta leyft sér að vera einn. t fyrstu hafði hún hugsað sem svo: ég hef þó drengina. Þeir verða bráðum stórir og geta orðið vinir minir. Ef til vill yrði það lika þannig i framtiðinni, en það var ekki orðið enn. Stundum hugsaði hún með sér, að skiln- aðurinn hefði orðið ósköp þægilegur fyrir Steina og Stebba. Eins og flestir tviburar voru þeir ákaflega samrýmdir og þeir höfðu þegar verið farnir að tala um að flytja úr húsinu og leigja sér ibúð i borg- inni. — Þá spörum við timann, sem fer i' að fara á milli, sagði Steini. — Og peningana, sagði Stebbi. Þannig varð það, þegar áfallið kom. Húsið var eign Eiriks, en hann bauðst til að selja það og láta hana hafa helming andvirðisins. — Þótt það sé á minu nafni, höfum við unnið fyrir þvi bæði, sagði hann. — Ég er ekki skepna, ég hef ekki hugsað mér að svi'kja þig, þó ég yfirgefi þig. Hann kunni að segja hlutina, hann Ei- rikur. Að vissu leyti hafði hann lika á réttuað standa —-hann var ekki skepna. En sannleikurinn var ef til vill sá, að hann hafði slæma samvizku og langaði til að skjóta sér undan ábyrgðinni. Auk þess hafði hann ekki hugrekki til að hefja nýtt lif i húsi sem var svo fuilt af þvi gamla. Svo sterkur var hann ekki.... og ef til vill ekki heldur sú nýja.

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.