Heimilistíminn - 19.02.1976, Side 13

Heimilistíminn - 19.02.1976, Side 13
H Kartöflur á fati lkíló kartöflur, 4 stórir laukar, 100 gr, smjör, salt, pipar og söxuð steinselja. Flysjið kartöflurnar, þvoið þær vel og setjið i skaftpott. Bætið við vatni, þar til það þekur kartöflurnar og sjóðið þær i 10 minútur i léttsöltu vatninu. Hellið þvi siðan frá og látið kaftöflurnar kólna svo til alveg. Skerið þær þá i mjög þunnar sneiðar. Bræðið 70 gr. af sm jörinu á pönnu og bætið kartöflunum i, ekki of miklu i einu og brúnið þær. Saltið og kryddið eftir smekk. Bræðið afganginn af smjörinu i grunnu, kringlóttu formi eða fati. Brúnið laukhringina og leggið þá yfir á fatið, bæt- ið kartöflusneiðunum i og jafnið vel saman, en varlega. Stráið saxaðri stein- selju yfir rétt áður en borið er fram. Gratinrönd með grænmeti 5-6 gulrætur, 1/2 kg litlir laukar, 4 kartöflur, ! 1/4 selleri, 2 púrrur, grænar baunir, kjötafgangar, 2 1/2 msk smjör, 75 gr hveiti, 4 dl mjólk, 100 gr. rifinn ostur, 2 egg, sait og pipar Leggið til hliðar helminginn af gulrótun- um og lauk. Skerið afganginn af græn- metinu i þunnar sneiðar eöa ræmur og gulusjóðið, þar til það er meyrt i 1/2 msk smjöri, 1 dl. vatni og 1 tesk salti undir þéttu loki. Búið til sósu úr 1 1/2 tesk hveiti og mjólk og soðinu af grænmetinu. Látiö sósuna malla um stund, en takið hana siðan af plötunni. Hrærið i hana rifinn ost, eggjarauður og krydd. Bætið grænmetinu i og loks stifþeyttum eggjahvitunum. Setjið jafninginn i vel smurt hringmót og það siðan inn i 200 stiga heitan ofan i 25-30 minútur. Sjóðið gulræturnar og laukinn sem lagt var til hliðar, i saltvatni. Hellið vatninu af og setjið smjörklipu á. Hvolfið gratininu á fat og setjið laukinn og gulræt- urnar i miðjuna l 13

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.