Heimilistíminn - 19.02.1976, Síða 41

Heimilistíminn - 19.02.1976, Síða 41
TVEIR vinir Ég gieymi aldrei desembernóttinni löngu, Þe^ar örlögin aðskildu mig og húsbónda minn, Klodómir. Að visu hefur mér tekizt að finna hamingjuna siðan, en ég þarf ekki annað en að sjá götuljós speglast i polli eða finna lyktina af ^nni til að minnast aftur kulda og sorgar þess- arar nætur. Við Klódómir sváfum undir Pont-Neuf, sem brú i Paris, Signufljót silaðist þunglega afram og í næturþögninni heyrðum við óhreint 'vatnið skvettast upp á brúarstöplana. Við heyrðum lika Ratpolla gamla hrjóta. Hann var óskaplega stór og það var villidýralykt af honum. Ég þoldi hann ekki. En nú svaf hann fast og gamlir pokar sem hann hafði hnuplað hér 0g þar á flakki sinu um Paris, héldu á honum hita. Við Klódómir höfðUm ekki annað til að hreiða ofan á okkur en gamlan hermanna- frakka, sem var svo upplitaður og götóttur, að ®nginn gæti séð hvaða herdeild hann hefði ein- hvern tima tilheyrt. Kuldinn átti greiða leið inn um götin og læsti þúsund, hvössum klóm sinum a*ls staðar i mig. Ég þrýsti mér eins vel og ég Sat upp að húsbónda minum, en jafnvel hann shalf svo, að ég varð að skjálfa lika. Við höfðum ekki fengið annað að borða þann uaginn en brauðskorpu, sem við skiptum á mi}li okkar og var nú orðin endurminning ein. ^lódómir hafðiékki fóðrað mig vel undanfarið. Ég var alltaf svangur og þegar ég velti mér á JÖrðinni til að klóra mér i flóabitunum, meiddi ®g mig, af þvi að ég var svo horaður. Ég ætla samt að flýta mér að taka það fram, ah þetta var ekki Klódómir að kenna. ~~ Aumingja Diógenes, sagði hann víð mig. Sjáðu til, ég verð fluttur á sjúkrahúsið og þeri senda þig þangað sem allir flækingshundar lenda að lokum. Ég starði á hann. — Flækingshundar? — Já, gamli vinur, svona er lifið nú einu sinni. Svo klappaði hann mér á hausinn og bætti við: — En ég ætla að þrauka eins lengi og ég get og það getur svo sem verið, að þetta lag- ist. Lengi trúði ég þvi. Suma dagana, þegar veðrið var skárra en venjulega, var eins og húsbóndi minn hresstist. Þá mátti sjá okkur við kvikmyndahúsin og leikhúsin og þá staði, sem fólk skemmtir sér i Paris. Það er mikið af slikum stöðum. Klódómir hafði sérstakan hátt á þvi að ávarpa fólk: — Góðan daginn, herra liðþjálfi. Þér eigið vist ekki eitthvað aflögu handa fyrrverandi hermanni? Stundum var það skipstjóri eða liðsforingi. Þegar hann sá hóp af fólki, dæmdi hann það úr fjarlægð eftir fasinu, fötunum, bilunum eða kannski bara eftir þvi hvernig það hló eða var alvarlegt. _ — Hann þarna kalla ég hershöfingja. Það er um að gera að gripa til þess sem dugar! Svo rétti hann hægri höndina upp að imyndaðri hermannahúfu og rétti úr sér. — Góðan daginn, herra hershöfðingi. Þér eigið vist ekki eitthvað.. Við Klódómir skemmtum okkur vel við þennan leik. Ég lá i baktöskunni hans og trýnið stóð upp úr. Hann sýndi mér peningana i lófa sinum. Fyrir kom, að þar var meira að segja seðill. Þá var haldin mikil matarveizla með spægipylsu, osti, nýju brauði, sardinum i oliu og löngum rauðvinssopum, sem ég vildi að visu ekki, en hann elskaði. Stöku sinnum rakst hann

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.