Heimilistíminn - 19.02.1976, Page 17

Heimilistíminn - 19.02.1976, Page 17
Lifði af 45 mín- útur í leðjunni Björgunarsveitin vann af ofurkappi við að ná uppbil, sem tæpri klukkustund áður hafði farið út af veginum og lá nú á botni ^júprar leirtjarnar. í bilnum var ung kona, föst eins og i gildru. Þegar björgunarsveitarmenn höfðu ^fágið bilinn upp úr leðjunni, sáu þeir sér undrunar að hönd var stúngið út um °pnar dyr bilsins. — Hún er lifandi! hrópaði einn mann- anna. Og Marcia Blust, sem var 19 ára, hafði raunar sloppið lifandi frá þessu og var það vegna þess að loftbóla hafði setzt UPP undir þakið i bílnum. — Ég veit ekki hvers vegna ég dó ekki, sagði Marcia seinna við blaðamann. — AHt, benti til þess að billin yrði likkista min, en einhverra hluta vegna hélt guð li'fi i mér. McKeeverlögregluþjónn, sem stjðrnaði hjörgunaraðgerðunum, sagði: — Það er hraftaverk, aðhún skuli vera lifandi, blátt hfram kraftaverk. Hún var i bilnum i að ■ninnsta kosti 45 minútur, liklega lengur. En guðhélt verndarhendi sinni yfir henni Þntta kvöld. Það var um klukkan 21,30 þann 28. ^gúst sl., sem Marcia lenti i þessari mar- tröð. Hún var rétt búin að kaupa bilinn og bróðir hennar Donnie, 23 ára, ók honum. Þau óku eftir vegi sem liggur um 40 km suðaustan við Kewanee (i Bandarikjunum), þegar billinn rann skyndilega út af veginum, snerist i hálf- hring og lenti i leirtjörninni. Marcia hastaðist yfir i aftursætið. — Það næsta sem ég maner að ég sat i vatni og reyndi að finna Donnie, sagði hún °g það var skelfing i augum hennar, við eudurminninguna. — Fyrst svaraði hann ekki, en svo kom hann til meðvitundar og talaði við mig. Vatnið var kalt og óhreint. Égréttifram höndina og við snertumst. Svo sagði Donnie: — Mér þykir vænt um Þ'g systa. Ég sagði það sama og svo var hann allt i einu horfinn. Einhvemveginn hafði Donnie tekizt að homast út um bilglugga, klóraði sig gegn Uru hnédjúpa leiðjuna og upp Ur tjörninni. Alveg útkeyrður og með taugalost hljóp hann nær hálfan kilómetra að næsta bóndabæ, þar sem hann lét hringja eftir hjálp. Stundarfjórðungi siðar kom lögreglan, McKeever, á staðinn. Hann reyndi að braga sökkvandi bilinn upp með bil sin- Um, en reipið slitnaði. Þá kom slökkviliðs- bill og með aðstoð hans tókst að rétta hinn við, þannig að hann stóð á hjólunum. Marcia vissi ekki, að hjálpin var komin. Einu sinni heyrði hún að visu raddir, en hún hélt að það væru bara vegfarendur. Hún vissi bara að hún var þarna ein og föst. — Ég varð að halda mér fast I eitthvað, til að halda höfðinu upp Ur vatninu. En fóturinn á mér var klemmdur, annars hefði ég getað kqmizt út um gluggann. Ég reyndi þrisvar, en það gekk ekki. Þá gafst ég upp, þvi alltaf var erfiðara að finna loftbóluna aftur og ef ég tyndi henni, var úti um mig. • Loftrýmið var aðeins 3-4 þumlungar og ég varð að halla höfðinu aftur, svo nefið visaði beint upp, til að geta andað. Ég hugsaði með me'r, að ef ég yrði grafkyrr, þar til sólin kæmi upp, tækist mér ef til vill að komast út. Hún man ekki eftir björguninni. — Þegar billinn kom upp úr tjörninni, bókstaflega flaut Marcia Ut um dyrnar bilstjóramegin, segir McKeever. Fyrst kom handleggur og siðan hún öll, þakin leðju og oliu. — Ég man að ég áminnti sjálfa mig um að biða eftir sólinni, segir Marcia og það næsta sem ég man var skært ljós, sem skein framan I mig. Ég hélt að það væri sólin, en það var ljósið í sjúkrabilnum, ég var á leið á sjúkrahúsið. Marcia Blust og bróðir heunar Donnie 17

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.