Heimilistíminn - 19.02.1976, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 19.02.1976, Blaðsíða 15
Marie Danielsson með förin sin: Það eru engar rákir, hvorki á fingrum né tám, aðeins svört, slétt för. Hún hefur engin fingraför! Afbrotafræðingar fullyrða að hver einasta manneskja hafi sín sérstöku fingraför. Nei, sagði Svíinn Anders Danielson, ég og dóttir mín höfum engin. Eftir ítarlegar rannsóknir var staðfest, oð til er fingrafaralaust fólk. I spjaldskrám FBI eru meira en 160 m*Ujón fingraför af 60 milljön manns. Scotland Yard hefur skráð meira en tvær Willjónir manna í fingrafara-spjaldskrá staa. Allir hafa rákir á fingurgómunum, einnig þeir, sem eru á skrá i Wiesbaden, Osló, Stokkhólmi, og viðar í heiminum. Það eru eklii aðeins fingraför afbrota- manna, sem skráð eru og geymd. I Sviþjóð og fleiri löndum eru tekin fingra- för allra nýfæddra barna og mæðra þeirra, þvi þetta er öruggasta leið, sem til er, til að komast að þvi hver viðkomandi er. Það er hægt að skjátlast af nöfnum og ljósmyndum, en það eru ekki til tvær manneskjur með eins fingraför. Visindin hafa kveðið upp úr með að allir hafi fingraför. Fyrir 15 árum vakti það mikla athygli, þegar timarit Interpol skýrði frá Japana, sem hafði engar rákir á fingurgómunum. En þetta fyrirbæri var aldrei visindalega rannsakað og þess vegna er Danielson-fjölskyldan i Stokk- hólmi einstætt fyrirbæri. — Við höfum oft talað um að það sé undarlegt, hvað ég og dóttir min höfum slétta fingurgóma segir Anders Daniel- son, fimmtugur byggingaverkfræðingur. — Móöir min, sem lézt fyrir tíu árum hafði heldur engar rákir á fingurgómun- um, aö þvi bezt varð séö. En sonur okkar, Peter, sem er 13 ára, hefur skýrar rákir alveg eins og móðir hans. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.