Heimilistíminn - 19.02.1976, Side 6

Heimilistíminn - 19.02.1976, Side 6
I Petrograd fann Rasputin nýja innan- rikisráöherrann á heilsuhæli Badmajevs læknis. Þarna voru samankomnir ótal merkismenn, sem voru að missa mann- dóminn og vildu ráða bót á þvi. Þarna fann Rasputin þann mann, sem hann mælti með sem nýjum innanrikisráðherra við keisaraynjuna. Hann var félagi i dúm- unni og vel máli farinn. En i leynum þjáð- ist hann af mænuvisnun á byrjunarstigi, þótt hann væri aðeins rúmlega fertugur. Maður þessi hét Protopopov og hann varð siðasti innanrikisráðherra keisaraveldis- ins. Rasputin hreykti sér mjög af þvi, hvernig hann fékk keisaraynjuna til að mæla með manninum við keisarann og hvað það hefði kostað sig. Ráðleggingarnar fóru fram hjá frú Goloviu, sem dáði Rasputin mjög og trúði á lækningamátt hans. Dóttir hennar, Munja, var einkaritari Rasputins I sjálf- boðavinnu, en hún hafði áður verið trúlof- uð bróður Felixar Jusupov fursta, sem var kvæntur frænku keisarans. Síðasti afmælisdagurinn Felix Jusupov var alræmdur glaumgosi og stundum hitti hann Rasputin fyrir milligöngu Munju. En honum gramdist, hvernig Rasputin hreykti sér af valdi sínu yfir keisaraynjunni. Hann hafði þegar gert áætlanir um að ryðja Rasputin úr vegi og reyndi þess vegna að koma sér i mjúkinn hjá honum. Hann söng sigauna- lög og lék undir á gitar svo Rasputin tár- felldi af hrifningu. Siðan hreykti hann sér af þvi, aö það hafi verið þessa nótt, sem hann tók endan- lega ákvörðun. Faðir hans var um þessar mundir yfirlandstjóri i Moskvu og ungi maðurinn var einn með þjónaliðinu i hinni glæstu Jusupov-höll við Moika-skurðinn i Petrograd, en konan hans unga bjó i Jusu- pov-höllinni á Krim til að losna við þrá- láta brjósthimnubólgu. Með moröið i huga, lét Jusupov hinn ungi innrétta arinstofu á kjallarahæðinni og aukaútgang i garöinn, svo hægt yrði að fjarlægja likið auðveldlega. Samsæris- menn hans voru tveir, Dimitri Pavlovitsj, ungur og laglegur frændi keisarans og Dúmu-félaginn Purisjkevitsj. Rasputin stóð á hátindi valda sinna og áhrifa, þegar hann fór á fætur að morgni 13. desember 1916 til að halda hátiðlegan afmælisdag sinn. Hann byrjaði á þvi að biðjast vel og lengi fyrir, fór siðan til guðsþjónustu og loks i gufubað. Heima fyrir biðu lifveröir hans með gjafir, ekki aðeins handa Rasputin, held- ur ailri fjölskyldunni. Um hádegis- bilið tóku heillaskeytin að streyma að, það fyrsta frá keisarahjónunum. Biðstofan fylltist af fólki með bænaskjöl og margir komu með gjafir, þykk umslög með peningaseðlum, sem Rasputin deildi milli hinna þurfandi á staðnum. Um kvöldið sendi forstjóri Villa Rodé (aðaldrykkjukráar Rasputins) kvöldverö 6 Ein af sföustu myndunum, sem teknar voru af Rasputin, hinum siberíska starets. handa átján manns heim til hans. Vinið flóði og kátinan jókst. Felix Jusupov fursti var viðstaddur og þeir Rasputin dönsuðu rússneska þjóð- dansa. Loks sáu gestirnir Jusupov faðma Rasputin i kveðjuskyni og kyssa hann þrisvar á vangana að rússneskum sið. Áhrifalaust eitur Meðal fina fólksins gengu lengi sögur um að fá Rasputin reyndi að fá keisarann til að semja frið og þá endurtók Purisjke- vitsj að nú væri mál til komið að ryðja munknum úr vegi. Hinir mörgu vinir Rasputins aðvöruðu hann. Badamjev læknir sagði honum, aö Jusupov hefði komið til sin, beðið um blásýru ,,nóg til að drepa stóran hund”. En Badmajev hafði gabbað hann og gefið honum stóran skammt af natróni i staðinn — i öryggisskyni. Rasputin sagði valds- mannlega, að þeir, sem ætluðu að taka hann af lifi hefðu ,,of stutta handleggi”. Fáum dögum siðar bauð Jusupov Rasputin heim til sin, að þvi hann sagði, til að hitta konu sina, sem nýkomin var heim frá Krim. Sólin gat ekki læknað hana, svo nú setti hún traust sitt á Rasputin, var sagt. Rasputin stóðst þetta ekki. Jusupov sótti sjálfur Rasputin i bil sin- um og leiddi hann inn i nýju arinstofuna þar sem eldur logaði glatt og veizlumatur stóð á borðum. Þar voru m.a. hvitar kök- ur, sem voru fullar af „eitri” þvi, sem Jusupov hafði fengið hjá Badamajev. Venjulega borðaði Rasputin ekki kökur og Jusupov vissi þetta. Þess vegna setti hann duftið lika i Madeiravinið og það drakk Rasputin af lyst. Inn um opnar dyr heyrðist hljómlist og glaðværar raddir að ofan og Jusupov sagði, að kona sin hefði gesti. Meðan hann beið þess að eitrið verkaði, lék hann á git- J

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.