Heimilistíminn - 19.02.1976, Síða 27

Heimilistíminn - 19.02.1976, Síða 27
hann situr hérna fyrir framan mig ljóslifandi. — Kallarþú mig bezta hljóð- feraleikara i heimi? sagði Attii hlægjandi og dró fram Nautuna. — Ég leik bara lög, sem pabbi hefur kennt mér og hautan er bara skorin úr tré héðan úr skóginum. — Ég vil fá þig og engan ^nnan til að leika i brúðkaup- m», sagði dvergurinn. — Það er að segja, ef þú þorir þá til dverganna? Ef þú gerir það, lofa ég þér gulli og grænum skógum, þegar þú kemur aftur fram i dagsljósið. Árni hugsaði sig um, en komst svo að raun um, að hann hafði engu að tapa. Gull °g grænir skógar voru nefni- *ega ekki daglegt brauð i litla húsinu heima. Ef dvergurinn stæði við loforðið, kæmi Árni kannske heim til sin með meira en hann gæti borið. Já, þvi meira, sem hann hugsaði um þetta, þeim mun meira langaði hann til að spreyta sig sem hljóðfæraleikari i brúð- kaupi dvergastúlkunnar fögru. — Jæja, jæja, sagði Árni. — Það verður að vera eins og þú vilt. Gamli, lotni dvergurinn sló á lærið og hló af kátinu. En svo sagði hann: — Sjáðu nú til. Fyrst verð ég að binda fyrir augun á þér, svoþú sjáir ekki, hvert ég fer með þig. Svo verð ég að snúa þér i þrettán hringi hérna, ef þú skyldir samt halda áttunum. Og svo gerði hann það. Árni fékk bindi fyrir augun og dvergurinn sneri honum i þrettán hringi. Loks varð hann svo ringlaður, að hann gat varla staðið á fótunum. Þá tók dvergurinn i handlegg honum og leiddi hann af stað. Þegar bindið var fjarlægt, stóð hann i miklum sal inni í fjallinu. Skrautklæddir dverg- ar streymdu að úr öllum átt- um. í miðjum salnum var dúkað borð með veizlumat og við enda þess sat brúðurin, eins fögur og dvergastúlka getur verið. En brúðgumann sá hann ekki, hvernig sem hann litaðist um eftir honum. Fyrst settist hann til borðs með dvergunum og snæddi veizlumatinn. Hann notaði augun eftir mætti, þvi það er ekki á hverjum degi, sem litill drengur úr mannheimum er boðinn i veizlu i dvergariki. Hvert sem litið var, glóði allt af gulli og dýrum steinum og gestirnir voru skreyttir pelli og purpura. Hér voru svo mikil auðævi á einum og sama staðnum að Árni varð að klipa i handlegginn á sér til að full- vissa sig um, að þetta væri ekki allt draumur. En hann sá enn hvergi brúðgumann. Eftir snæðinginn kom gamli dvergurinn til hans og hvislaði i eyra honum: — Nú skaltu leika á flautuna. Það er bara beðið eftir bezta hljóðfæra- leikara heimsins. Árni stóð upp af stólnum og að litla, kringlótta pallinum, sem útbúinn hafði verið handa honum. Hann tók fram flaut- una og lék allt sem hann kunni. Tónarnir blönduðust fótataki gesta i veizluskapi og úr varð hin fjörugasta dans- tónlist. En hvernig sem Árni sneri sér, gat hann ekki komið auga á brúðgumann. Loks varð hann að hvíla sig og þá notaði hann tækifærið til að spyrja gamla dverginn, kunningja sinn, hvar brúð- guminn eiginlega væri. 27

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.