Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 19.02.1976, Qupperneq 28

Heimilistíminn - 19.02.1976, Qupperneq 28
Sá gamli brosti Ibygginn og svaraði: — Þá sé ég engin önnur ráð en að þú eigir brúð- ina og verðir hérna hjá okkur alla ævina. Það er ekki á hverjum degi, að við hittum svo góðan flautuleikara, svo það er bezt að biðja þig bara strax... — Nei! Nei! hrópaði Árni. Hann vildi ekki vera hjá dvergunum fyrir nokkurn mun og fá aldrei aftur að sjá alla, sem honum þótti svo vænt um i litla húsinu heima. Hann stökk á fætur og hélt flautunni yfir höfði sér. Siðan lék hann lagið, sem afi hafði kennt honum sumarið áður. Lagið, sem fólkið i byggðinni hafði notað til að reka dverg- ana burt og halda öllu illu burt frá dalnum. Skyndilega kvað við þytur mikill i lofti eins og komið væri hvassviðri. Árni fann, hvernig hann þeyttist út úr salnum, snerist ogfauk, þar til hann lenti loks heill á húfi á sléttunni grænu, þar sem hann hafði hitt gamla dverginn um morguninn. En hann var ekki lengur einn. Hann hélt i hönd lítillar stúlku, einmitt þeirrar sömu og setið hafði brúðgumalaus I sal dverganna. En nú sá hann aðþetta var Beta, litla stúlkan á næsta bæ, sem villzt hafði i skóginum i vetur, þegar snjór var yfir öllu. Siðan hafði eng- inn séð hana og foreldrarnir syrgðu hana og töldu vist, að hún hefði orðið villidýrum að bráð. Það má nærri geta, að kátt varð i byggðinni, þegar Árni kom heim með Betu við hönd sér. En þann dag i dag er þessi saga sögð þar um slóðir, sag- an um litla drenginn, sem lék svo vel á flautuna sina. Vitanlega voru Árni og Beta 28 vinir alveg þangaðtil þau urðu stór og giftu sig. í veizlunni voru gestirnir sérstaklega hrifnir af einu lagi og báðu brúðgumann að leika það aft- ur og aftur. Lagið, sem rak dvergana heim og hélt öllu óhreinu fjarri byggðinni. En siðan þann dag, sem Árni settist á trjástúfinn og lék á flautuna sina, hefur enginn þarna i byggðinni séð svo mik- ið sem skuggann af einum ein- asta dvergi.

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.