Heimilistíminn - 19.02.1976, Page 35

Heimilistíminn - 19.02.1976, Page 35
. jy1111- Augun voru blá og dreymandi. — ^v°na þykir mér vænt um hann, sagði nún. ~ Gaman fyrir þig, sagði Jón aðeins og v>rtist ekki hið minnsta feiminn. Sally kom með okkur inn, rétt eins og hún væri ein af fjölskyldunni, og við nrukkum te í litla, heimilislega eldhúsinu. var að vona, að Rikki, eldri bróðir óns væri ástæðan fyrir veru Sallýar Parna, en svo kom i ljós, að hann átti v>nstúlku i næsta þorpi. Þau ætluðu að g'fta sig um jólin. " Ég kem hingað til að hjálpa til, sagði ha*lý, sem sennilega hefur fundið, að ég Var forvitin. Ég vona bara, að hún hafi ekki gert sér grein fyrir að ég var lika af- rýðisöm — ég vissi nefnilega mætavel að 8 var alls ekki i sama flokki og Sallý, avað útlitið varðaði. " Og ef Sallý getur ekki komið, kemur "°nna bara, skaut móðir Jóns inn i meðan ún hellti i bollana okkar aftur. ~~ Eða Anna eða Eva, bætti Jón við. Þetta eru allt saman beztu stelpur. Rikki hló. — Jón og stúlkurnar hans. a& úir og grúir af þeim. ~~ °g við erum allar ástfangnar af hon- Un>, hver einasta, sagði Sallý og setti stút a múnninn. — En það er ómögulegt að fá ar>n til að bita á. Augu Jóns mættu minum. Hann brosti ug mér hlýnaði allri um hjartaræturnar. n ég var ekki lengi i Paradis, fremur en nynsystir min. Ekki voru margir dagar liðnir, áður en 8 hafði hitt Jonnu, önnu og Evu. Þær Voru allar jafn hrifnar af Jóni. Hann virt- lsf ekki hafa hið minnsta á móti þvi, að Vera svona vinsæll. Eg hafði hann aldrei út af fyrir mig. htaf var að minnsta kosti ein'þeirra i núvist okkar og móður hans virtist lika þetta vel. ~ Við erum eins og ein stór fjölskylda rna i þorpinu, sagði hún ánægð. ~~ Jú, ég þykist hafa komizt að þvi, Svaraði ég stuttlega. Jön haltraði nú staflaus um og við fór- úm venjulega út að ganga á kvöldin og entum þá yfirleitt á krá, sem hér „Villi- undin”. gg held, að allir úr þorpinu hafi °>nið þar saman og alltaf var Jón mið- epillinn. Það lá við að mér syði, þegar ég ^úgsaði til þess að við höfðum ætlað að °>a þessa einu viku til að kynnast betur. 10 gátum varla skiþzt á orði undir f jögur 8u og i þau fáu skipti, sem Jón kyssti >8, hugsaði ég ekki um annað en hvort 'nhver kæmi. Svo var það loks á laugardagskvöldið, ,a8>nn áður en ég færi, að við urðum ein. °n vinkonurnar hans og ég höfðum ukkið te saman áður en við fórum á ana, en þegar við komum heim, var , °*an tóm, aldrei þessu vant. Móðir Jóns farið snemma að hátta og Rikki var n> kominn heim ennþá. ~~ Aha! sagf)i John. — Loksins erum við ln- Við skulum hella upp á kaffi, Kata og a*a það notalegt. Ég var i fúlu skapi. öll dvöl min hafði verið ein vonbrigði — það þýddi ekkert að bera á móti þvi. En ég hellti á könnuna, meðan Jón lét fara vel um sig i sófanum. — Komdu hérna elskan. Hann rétti fram handleggina. — Það er dásamlegt að hafa þig út af fyrir sig. Ég hélt á fullum kaffibolla i hvorri hendi og sagði næstum hranalega: — Varaðu þig! Viltu að ég helli kaffi á gólf- teppið? Hann greip bollana og setti þá á borðið. — Hvað er að Kata? — Hvað heldurðu? hvæsti ég. Nú tókst mér ekki að stilla mig lengur. — Ég hef verið hérna i viku og á hverjum degi og hverju kvöldi hafa þessar vinkonur þinar hangið yfir þér eins og ástsjúkar skóla- stelpur. — Hvers vegna ekki? Nú var ég búin að koma honum i vont skap lika. — Þær eru hérna til að hjálpa til, ekki satt? Mamma getur ekki bæði afgreitt bensin og hugsað um gest. Hana langaði svo til að þér liði vel hérna... — Það er allt i lagi með hana. Ég var svo reið, að ég lét allt fjúka. — En þessar vinkonur þinar... þær hanga hérna eins og þær eigi þig. — Þær hafa alltaf verið heimagangar hérna og við höfum verið saman siðan i barnaskóla. Hvers vegna skyldu þær fara úr þorpinu bara vegna þess að þú ert i heimsókn? Það ert þú sem ég ætla að kvænast. Ég hef aldrei beðið neina þeirra þess. Hann tók um axlirnar á mér og hristi mig. — Skilurðu það ekki? Vertu nú skynsöm. Hann horfði fast á mig og það var ekki gott að vita, hverju ég hefði svarað, ef ekki hefði verið bankgð á hurðina. Sallý stakk höfðinu inn. — Fyrirgefðu, ef ég trufla. Jón, en þú gleymdir þessu á kránni. Hún rétti honum brúnt seðlaveski. — Ó, kaffi! Get ég fengið bolla lika? — Alveg sjálfsagt. Taktu minn, sagði ég með iskulda i röddinni. — Ég er farin að hátta. An þess að lita á þau, hraðaði ég mér út úr stofunni með gremju — og reiði- tárin streymandi niður vangana. Daginn eftir gerðum við Jón okkar bezta til að forðast hvert annað. Ég átti að fara i vinnu klukkan sex um kvöldið og Rikki hafði boðizt til að aka mér. Mér fannst timinn sniglast af stað, en loks stóð ég úti fyrir dyrum og þakkaði fyrir mig. Ég fann að hún gerði sér grein fyrir að eitthvað hafði orðið að milli okkar Jóns, en hún var varfærin og sagði ekkert. — Hvar er Jón? Rikki leit út um glugg- ann. — Æ, hann er að afgreiða litla bilinn, sem kom áðan. Hann opnaði gluggann. — Hæ, Jón hrópaði hann óþolinmóður. — Við Kata erum að fara. — Vertu ekki að trufla hann, sagði ég. Ég var skelfilega feimin og sjóðheitt i andlitinu. — Hann kærir sig ekkert um það. Rikki sneri sér við og leit spyrjandi á mig. — Nú, er það þannig? Leitt. Hann lyfti töskunni minni. — Ef þú ert tilbúin, förum við strax. Ég vil helzt ekki reka á eftir þér, en ég á stefnumót annars staðar klukkan sex. Þar með fór ég, án þess að fá svo mikið sem augnatillit frá Jóni. Mér tókst ekki að gleyma honum, gat ekki sofið, gat ekki brosað. Sjúklingarnir, sem höfðu stritt mér á honum, voru sem betur fór útskrifaðir. Hinar hjúkrunar- konurnar skildu ósjálfrátt að eitthvað hafði slezt upp á vinskapinn, en þær voru vænar og stilltu sig um að spyrja, hvernig ég hefði haft það. Fyrsta fridaginn minn fór ég heim til foreldra minna. Ég reyndi að hressa mig við. Hvað i ósköpunum hafði eiginlega orðið af kímnigáfunni minni? hugsaði ég. Ég hlaut að vera nógu fullorðin til að geta notið lifsins án Jóns. Ég hafði að minnsta kosti verið ánægð áður en ég hitti hann. Mamma fann fljótlega, að eitthvað var að og rétt áður en ég átti að fara aftur, kom hún til min og spurði varlega: — Hvað er að, vina min? Er það eitthvað út af herramanni? — Ó, mamma! Ég brast i grát. — Ég veit ekki, hvort það var hans sök eða min, en....og svo kom öll sagan eins og foss. Hún sat bara og hlustaði þangað til ég var búin. Þá sagði hún i vorkunnartón: — Veslings Katie, þú ert liklega alvarlega ástfangin i þetta sinn. En ef þú elskar hann og hann elskar þig, þá giftist þið. Svo einfalt er það. — Það er ekki svo einfalt, tautaði ég döpur. — Ég er afbrýðisöm. Það er það, sem skapar vandræðin. Afbrýðisemi er hættuleg. Hún getur eyðilagt lif þitt, ef þú lofar henni að her- taka þig, sagði mamma alvarlega. — Mundu, að hann hefur beðið þin og það ert þú, sem hann vill eignast heimili og börn með og það skiptir öllu máli. Auk þess værilitiðgamanaðeiga mann, sem öllum kon um fyndist hundleiðinlegur, bætti hún við og brosti. I fyrsta sinn i marga daga tókst mér að brosa lika. — Kannski ég ætti að spyrja þessar stúlkur, hvort þær vildu vera brúðarmeyjar, sagði ég þurrlega. Mamma hló. — Þannig á að taka þvi. Kata, lofaðu mér einu. Taktu sjálfa þig ekki allt of alvarlega. Hún horfði hugsandi á mig. — Ef þú ert viss um að Jón elski þig, þá skaltu fara til hans. Stingdu stoltinu i vasann og talaðu út viðhann. Honum liður áreiðanlega ekki betur en þér núna. Eg leit þakklát á hana. Ef til vill var það ekki of seint. t næstu viku sat ég aftur i strætisvagn- inum. Ég var búin að ákveða að koma honum á óvart — viðbrögð hans myndu segja mér ýmislegt. Bara að hann hefði ekki þegar valið eina af hinum. Mér leið illa af taugaæsingi, þegar ég steig út úr bilnum. Gæti ég sannfært Jón um að ég elskaði hann og treysti honum? Ég hrökk við, þegar bill ók framhjá á 35

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.