Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 19.02.1976, Qupperneq 5

Heimilistíminn - 19.02.1976, Qupperneq 5
drykkfellda klausturverði, gamla vini ^asputins, til að bjóða honum i pilagrims- ferð tii Verchoturje-klausturs, fylla hann ð leiðinni með lestinni og fleygja honum af- En Rasputin hlýtur að hafa skynjað hvað undir bjó, þvi eftir nokkra umhugs- Un afþakkaði hann boðið — hann kvaðst ekki geta farið frá sjúkum prinsinum. önnur tilraun mistekst Chovstov gafst ekki upp viö að reyna að koma Rasputin fyrir kattarnef og nú setti hann sig i samband við vininn Illidor, sem sett hafði fyrsta tilræðið á svið. Illidor, munkurinn fyrrverandi og ást- maður stúlkunnar, sem skotið hafði á Rasputin, var nú kvæntur og átti ungan son. Hann hafði flúið til Noregs gegn um Finnland. Hjónin sem gengu undir borg- aralegu nafni Illidors, Sergej Turfanov, bjuggu i bakhúsi i Kristjaniu. Þar skrifaði hann hina klámfengnu bók sina „Satan hinn helgi” og las kafla úr henni fyrir gesti og gangandi. í bókinni kemur m.a. fram, að Illidor segist hafa stolið bréfum frá Rasputin, sem keisaraynjan og prins- essurnar skrifuðu. Þessi bréf voru full trausts og bæna, en enga ástleitni var þar að finna. Samt sem áður ásakaði almenn- ingsálitið i Rússlandi á þessum timum keisaraynjuna um ekki aðeins að hafa staðið i ástasambandi við Rasputin, heldur lika fórnað honum dætrum sinum. Illidor hélt þessu fram i bók sinni. Hjónin i bakhúsinu i Kristjaniu virtust lifa ósköp venjulegu, borgaralegu lifi. En i rauninni starfaði Illidor að alls konar ó- geðslegu stjórnmálamakki bak við tjöld- in. Haustið 1915 samdi hann við Chovstov innanrikisráðherra um nýtt tilræði viö Rasputin. Viðræðurnar fóru fram á kaffi- húsi i Kristjaniu sem ekki er til lengur. Innanrikisráðherrann bauö Illidor 50 þús- und rúblur fyrir að fjarlægja Rasputin og þeir fimm sem fremja áttu sjálft morðið, áttu að fá 5000 rúblur hver. Um Rasputin var f jögurra manna vopn- aður lifvörður lögregluþjóna og sjálfur var hann heljarmenni. Hinn morðsjúki ráðherra gerði ekki ráð fyrir að undir- maður hans, lögreglustjórinn fletti ofan af honum með þvi að handtaka útsendara ráðherrans á landamærunum. Hann var með 50 þúsund rúblur á sér i erlendum gjaldeyri, leyfi fyrir þeim og það var stil- að á nafn ráðherrans! Við yfirheyrslur sagði útsendarinn allt af létta og Rasputin, sem fékk skýrslur réttarins, sá um að ráðherrann yrði settur af. Rasputin ráðleggur Illidor fékk nasaþef af hlutunum og var fljótur að framkvæma. Hann sendi Rasputin skeyti um að honum hefði tekizt að fletla ofan af samsærinu. Það var svo- hljóðandi: — Hef komizt á snoðir um samsæri gegn þér. Sendu trúnaðarmann til Kristjaniu. Illidor sendi konu sina meö ungbarnið til Rússlands með uppspunna sögu um, hvernig hann hefði komizt að samsæris- áaétlúnum i Kristjaniu. Sjálfur bað hann um leyfi til að snúa aftur til Rússlands. En Rasputin lét ekki gabba sig. Tveimur vikum siðar var eiginkonan með barnið komin heim úr heimsókn sinni til Tsarkoje Selo og sagt var að henni hefði veriö veitt áheyrn hjá önnu Vyru- bovu. En það kom aldrei neitt svar við bænarskjalinu. Illidor, sem sá nú, að hlutverki hans i Rússlandi var lokið, fór til Bandarikjanna vorið 1915. Þar starfaði hann sem dyra- vörður og loks tókst honum aö fá bókina áðurnefndu gefna út á rússnesku. 5

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.