Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 19.02.1976, Qupperneq 42

Heimilistíminn - 19.02.1976, Qupperneq 42
á nizkt fólk, sem lét eins og það sæi ekki útrétta hönd hans. — Er það nú. Hann litur ekki einu sinni við atvinnulausum fátæklingi. Ekki eyrir! En sá einh jóningur! Klódómir leitaði sér ekkii að vinnu. Ég held, að ég skrökvi engu, þegar ég segi, að hann hafi forðazt hana. — Ég hef ekki tima til að vinna, sagði hann. — Ég hef of mikið að gera. Þannig höfðum við farið um Montmartre á hverju kvöldi i hálfan mánuð. Með olnbogana á girðingunni umhverfis Sacer-Cæur-torgið, það- an sem sést yfir alla Parisarborg, beið hann eftir draumunum, eftir þeim, sem elskuðu Paris um nætur og þeim, sem elskuðu hverjir aðra og komu tii að dást að ljósum borgarinnar i myrkrinu. — Er þetta ekki fallegt, dömur minar og herrar? sagði þá Klódómir í sannfæringartón. Siðan bætti hann við eins og atvinnuleiðsögu- maður: — Þarna sjáið þið Sigurbogann og þarna er Notre-Dame-kirkjan og svolitið lengra til vinstri.. Stundum greip einhver fram i fyrir honum: — Ég veit, það, ég veit það, takk fyrir. — Ég heyri, að ég er að tala við kunnuga, sagði Klódómir þá og lagaði á sér óhreina flókahattinn. — Þér eigið vist ekki eyri handa fátækum atvinnuleysingja? Fólk rótaði i vösunum. — Kærar þakkir, dömur minir og herrar, sagði Klódómir. — Sjáumst aftur. Seinna sagði hann mér, að hann gerði það með vilja að fara svolitið í taugarnar á fólkinu, svo það gæfi hon- um aura til að losna við hann. Það væri það sem máli skipti. Þannig var húsbóndi minn, hann Klódómir, flakkari að atvinnu. Ég elskaði hann ofur heitt. En þó vorum við ekki skapaðir hvor fyrir annan, að minnsta kosti leit ekki út fyrir það. — Þú, vinurinn minn litli. Þú ert finn hundur. Hvernig ég veit það? Það leynir sér ekki. Þú ert fingerður og grannur, þú ert dá- samlegur. Svo var það hálsbandið þitt. Þegar ég fann þig, sazt þú grátandi á götuhorni. — Jæja, sagði ég við sjálfan mig. — Þarna situr þá auðmannahundur. Ég tók þig upp. Þú skalfst og ýlfraðir aumlega. Þá hafðirðu ekki flær. Þú varst rétt eins og silki. Það er rétta orðið. Þú varst með ilmvatn og kembdur og allt það. Þá leit ég á hálsbandið þitt og hugsaði með mér: Klódómir, þú fengir kannski einhver fundarlaun, ef þú skilaðir þessum hvutta heim 42 til sin. Ég er viss um, að þetta er einn þeirra hunda, sem fá verðlaun á hundasýningum. Móðir hans situr áreiðanlega og grætur úr sér augun yfir honum. Á hálsbandinu stóð aðeins eitt orð: Diógenes. Þetta er einkennilegt nafn. Ég vissi ekki hvað það þýddi. En það var ekkert heimilisfang. Gott, sagði ég við sjálfan mig. Þá er ekki um annað að ræða, en fara með ► hann i flækingshundageymsluna. Ja, hvað hefðir þú gert i minum sporum? Ég tók þig undir handlegginn og þú horfðir upp til mín með stórum augum, sem sögðu: Það geturðu ekki gert mér, Klódómir? — Þegar ég hef sagt það, þá geri ég það, sagði ég og arkaði af stað. Sátt að segja geng ég aldrei hratt, það er óholt. En ég vissi bara ekki hvar flækingshunda- geymslan var. Þess vegna var það liklega, sem við komumst aldrei þangað. Ég hef reyndar aldrei haft ástæðu til að harma það. Það er bara eitt: Þú þolir ekki Ratapolla, litli snobbarinn þinn. Hvers vegna ekki? Geturðu sagt mér það? Nei, það gat ég ekki, þó það lægi eiginlega í augum uppi. Það var nefnilega alveg sama lyktin af Ratapolla og manninum, sem hafði týnt mér viljandi. Ég man ekki lengur eftir þeim manni. Ég sá bara fínu legghlifarnar ! hans fyrir mér. Þær voru fyrir ofan stóra, fína skó, sem spörkuðu stundum i siðuna á mér, þegar ég var ekki nógu fljótur ,,að ljúka mér af” að hans áliti. Ég býst við að þetta hafi verið bilstjórinn á heimilinu og það var hans verk að viðra mig fjórum sinnum á dag. Það likaði honum ekki. En það var ekki mér að kenna. Hann hefði hvorki átt að sparka i mig né láta mig týnast. Það var villidýralykt af Ratapolla, alveg eins og þessum manni og hana þoldi ég ekki. Til að vera alveg viss um, að enginn gæti fundið mig aftur, tók Klódómór af mér háls bandið. — Það væri hægt að þekkja þig á þvi, sagði hann — og gera þig að þræli aftur. En ég vil, að þú sért frjáls, frjáls eins og ég. Þegar hann sagði þetta, varð ég hreykinn, þvi hann barði sér á brjóst, svo að tómir brús- ar, pottar og annað, sem hann hélt á, slóst saman með mikum hávaða. Við vorum frjálsir. Paris var okkar, Hversu margar götur gengum við ekki um og bók- staflega gleyptum búðargluggana, þegar við áttum ekkert? Ilversu marga kilómetra ókum við ekki með neðanjarðarlestunum til að ylja Framhald

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.