Heimilistíminn - 19.02.1976, Side 30

Heimilistíminn - 19.02.1976, Side 30
Griskan ósköp notaieg. Ludvik Stornes er nú 76 ára og þessa stundina leggur hann stund á sanskrit — mál sem Indverjar notuðu fyrir þúsund- um ára. öðru hverju hvilir hann sig við latinu og grisku og til aö halda heilanum i þjálfun, telur hann upp með jöfnu millibili 400 stærstu bæi i Kina, nú eða þá 350 stærstu i Frakklandi ef ekki á Spáni. Nærri má geta, að það er einkennilegt, að sjá gamlan og lúinn mann sitja og tala kinversku fram á rauða nótt i norskum afdal. Ludvik Stornes getur gert’ slika út- tekt á flestum eða öllum löndum heims. Hann getur án fyrirhafnar talið upp 300 stærstu borgir i Bandarikjunum. 400 þær stærstu i Japan, 50 mestu og mikilvæg- ustu fljótin, 40 hæstu fjöllin. Hann telur sig kunna um eina miljón staðanafna i heiminum, auk 250 þúsunda i Noregi. Hann veit ekki aðeins, hvar staðirnir eru heldur kann hann lika sögu þeirra og veit hvers vegna þeir heita þetta. En þetta er aðeins smábrot af ótakmarkaðri þekk- ingu hans. Ludvik Stornes notar allt húsið sitt til að uppfræða sjálfan sig. Um 30 bækur liggja á stofuborðinu, 10 á eldhúsborðinu og 25 á borðum i svefnherberginu hans. Sú bók, sem mest ber á, er stóra enska Websters- oröabókin, 3500 blaðsiður. — Þú lest hana þó ekki? spyr blaða- maðurinn vantrúaður. — Jú. — Ekki hvert einasta orð, er það? — Jú, hvert einasta orð. Ég hef lesið hana þrisvar sinnum, svo orðin eru komin á sinn stað i höfðinu á mér. En ég hef kannske gleymt einstaka smáorði, segir Stornes, sem getur munað þessa 10 kilóa þungu bók, en getur varla lyft henni upp. Við förum fram i eldhúsið. Stornes segir fátt. Hann segist heldur vilja lesa en tala. Allra sizt vill hann tala um sjálfan sig og ömurleg örlög sin. En svo kemur indælis kaffi og ýmislegt upplýsist. Snillingurinn vaknar. Ludvik Stornes fæddist i Ranvik i Romsdal árið 1899, aðeins of seint til að sjá fööur sinn, sem fór til Ameriku og kom aldrei aftur. Móöirin þrælaði til að hafa ofan af fyrir þeim en hafði úr litlu að spila, svo saddur varð snáðinn sjaldan. Þegar Ludvik fór að ganga i skóla, fluttu þau til Kristianssund. Úr skóla með 10 nemendum — i skóla með 1000 nemendum. Honum fannst nýi skólinn vera ófreskja. Hann var ósköp venjulegur nemandi. — Ekki meðal þeirra lægstu, en heldur ekki meðal þeirra efstu, segir hann sjálf- ur. — Þeim mun einkennilegra var þetta sem vaknaði i mér, eftir að skólagöngu lauk. Það var fróðleiksþorsti, sem ég get ekki skýrt, segir hann. — Fróðleiksþrosti, sem átti eftir að vaxa mér bókstaflega vfir höfuð — Þetta byrjaði i svefnherberginu, seg- ir hann. — Ég var 14 ára og haföi komizt 30 yfir kennslubók i þýzku. Ég plægði gegn- um hana og rennsvitnaði yfir föllum og sagnbeygingum. Þetta var allt svo undið og snúið, en jafnfram svo ævintýralegt, að mig langaöi skyndilega til að vita allt og . skilja allt i heiminum. Siðan tók ég til við enskuna. Þannig sat unglingurinn heilu og hálfu næturnar. Tungumálanámið var orðin eins konar árátta. A daginn pakkaði hann sild á bryggjunum á Kristianssund. Á næturnar var hann á ferð i heimi þekking- arinnar. Ludvik vann ekki fyrir meiru en hann og móðir hans þurftu til matar, en samt fór hann að leggja smápeninga til hliðar. Hann var að safna fyrir frekari skólagöngu. Nýir heimar. — Þýzkan leiddi mig yfir i ensku, ensk- an yfir i latinu. Nýir heimar opnuðust fyrir mér. En ég komst að raun um, aö latnesku orðabækurnar voru ekki nógu góðar og þess vegna bjó ég til mina eigin, handskrifuðu orðabók yfir 15 þúsund latnesk orð. Þá varð allt auðveldara, segir Ludvik rét.t ,,si sona”. — Orðin urðu að litlum, lifandi verum og það var mitt verk að hafa gætt þau lifi. Ég sat uppi til þrjú og fjögur á næturnar, þangað til ég sofnaði yfir bókunum. Svo þurfti ég á fæt- ur klukkan sex. 1 þrjú ár var ég atvinnulaus, segir Lud- vik Stornes. — Þá bjó ég svo að segja á bókasafninu. Ég las hundruð bóka. Ég man að ég fór i gegn um alfræðibók, alia 32 bindi, Hvert bindi var tæpar 1000 siður. Ég skrifaði mikið, eiginlega hvért orð og margs konar merkingar þess. Smátt og smátt bjó ég til kerfi, sem gerði mér kleift að koma orðunum inn i heilann á mér, þannig að þau stæðu kyrr þar. Ég hafði ekki efni á að kaupa mér bækur, sem mig vantaði og ég hafði ekki efni á pappir. Þá varð ég að skrifa i bækurnar. Svona segir hann og sýnir eina bókina, gamla orðabók með gotnesku letri. Hver einasta siða er þakin handskrifuðum athugasemdum Ludviks og stafirnir eru varla millimetri á hæð! Þetta er ótrúlegt! Samkvæmt lauslegri talningu, hefur Lud- vik bætt einum 10 þúsund bókstöfum á hverja siðu bókina á enda. — Þetta eru næstum milljón aukastaf- ir, bara i einni bók, segir blaðamaðurinn i forundran. — Já, liklega, segir Ludvik. — En nú orðiö skil ég ekki, hvernig ég gat þetta. En ég á hundruð af svona bókum, bætir hann við, — Þannig fór ég að þvi aö láta hlutina tolla i mér. Stafirnir eru svo smáir, aö það verður að nota stækkunargler tilað lesa þá. — Ég hef alltaf haft fálk'asjón, segir Ludvik. — Smátt og smátt fór ég að skrifa svo smátt, að enginn nema ég gat lesið þaö. Þannig sparaöi ég mikil útgjöld vegna pappirskaupa. Ég var lika aö safna mér fyrir menntun. Fastur viö búskapinn. — Hér i Kristianssund var enga vinnú að fá, svo það var ekki mikið, sem ég gat lagt fyrir, heldur Ludvik Stornes áfrain. Mamma sagði, að ef við færum að búa, myndum við aðminnsta kosti ekki svelta i hel. Þannig varð það að ég hafnaði hér, segir hann og gerir langa sögu stutta. Með i kaupunum á búinu fengu þaU mæðgin karl og kerlingu, sem þurftu f*®1 og húsnæöi. Búið varð ok, sem hægt oS hægt beygði Ludvik Stprnes. Hér segir hann frá fyrstu búskaparárunum: - Ég brann af námslöngum, en búiðtók allan timann og peningarnir vildu ekki vera kyrrir. En mér tókst samt að stinga nokkrum krónum undan með þvi að minnka mat og föt. Eftir nokkur ár, átti ég nokkur þúsund i bankanum. Nú fer ég bráðum i háskólann, hugsaði ég og var ákaflega ánægður. En þá varð það, að bankinn varð gjaidþrota nokkrum dögum áður en ég ætlaði að taka út peningana- Þá brotnaði ég, segir Ludvik Stornes og lýtur höfði. Lifið á bænum hélt áfram eins og verið hafði. Ludvik gat ekki lengur lagt fyrir- Hann drekkti sér i vinnu, erfiði og þræl' dómi. Háskólinn var ekki fyrir fátæk- linga. Draumurinn stóri gat aldrei ræzt. — Og ég, sem var nærri því rikur, and- varpar Ludvik Stornes. — Ég var 23 ára og gerði ráð fyrir að vera á búinu, það sem eftir væri ævinnar. -Ég byrjaði aftur að læra af endurnýjuðiím krafti. Ég skipf* sólarhringnum i vinnu og nám. A daginn var ég bóndi, en á næturnar námsmaður. Ég las meira en ég svaf. Þekking er sæla. — Hvernig gekk að sameina búskapinn og námið? — Það var ekki auðvelt.... fyrir mann, sem aldrei hefur geðjazt að búskap. E° það var likaminn og hendurnar,,sem sáu um búið. Sjálfur var ég i öðrum heimi. Ég gekk um og endurtók með sjálfum mér, það sem ég hafði lesið um nóttina. Það voru ógurlegar romsur. Þannig negldi ég þúsundir staðréynda i hausinn á mér, staðreyndir, sem annars hefðu farið út i veður og vind. Þannig lærði ég forn- norrænu og rúnir, kvæði og konungasög- ur, öll dýranöfn heimsins, fiskanöfn og fuglanöfn, auðvitað á latinu, guðaraðirn- ar i öllum trúarbrögðum heims, öll frum- efni jarðarinnar, málma, 5000 blóma- nöfn.... svo eitthvað sé nefnt. Var ailur þessi lærdómur eins konar flótti frá raunveruleikanum? — Já, það má segja það. Þekkingin veitti mér sælu. Hefði hugurinn ekki verið frjáls feröa sinna, hefði ég ekki haldiö bú- skapinn út. Ludvik Stornes hélt út. Hann var á bæn- um sinum alla ævi. Hann rótaði i moldinni og talaði grisku við sjálfan sig til aö halda henni viö. Hann fór úr latinu yfir i grisku. Hann hafði verið að lesa latneska lækn- ingabók, sem i var fjöldi undarlegra orða,

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.