Morgunblaðið - 07.11.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.11.2004, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ALYSON J.K. Bailes, forstöðumað- ur Alþjóðafriðarrannsóknastofn- unarinnar í Stokkhólmi (SIPRI), flytur hádegisfyrirlestur, milli kl. 12 og 13.15, í Norræna húsinu á morgun sem hún nefnir „Transatlantic Re- lations, Europe and Norden“. Í fyrirlestrinum, sem Alþjóða- málastofnun Háskólans stendur fyr- ir, mun Bailes fjalla um Atlantshafs- tengslin, evrópsk öryggismál og stöðu Norðurlandanna. Hún mun beina sjónum að þeim miklu her- fræðibreytingum sem orðið hafa á síðustu árum, þar sem stjórn land- svæða er talin skipta mun minna máli en baráttan gegn þverþjóð- legum hættum utan landamæra þjóðríkisins. Með aukinni áherslu NATO á verkefni fyrir utan umráða- svæði sitt eins og í Afganistan hefur Evrópusambandið í vaxandi mæli fengið það hlutverk að huga að heima-/ svæðisbundum vörnum Evr- ópu, samanber friðargæslu á Balk- anskaga. Þessi nýja staða og þær hnatt- rænu breytingar sem átt hafa sér stað í hermálum snerta, að sögn Bail- es, Norðurlöndin ekki síður en önnur ríki. En að mati Bailes verði mun erf- iðara fyrir þau að forðast að taka af- stöðu til deilumála Bandaríkjanna annars vegar og Evrópuríkjanna hins vegar. Þau verði einnig að glíma við þá spurningu í ljósi breyttrar stöðu NATO hvort Evrópusam- bandið geti veitt Norðurlöndum ör- yggistryggingu í framtíðinni. Þess má geta að fyrirlesturinn fer fram á ensku. Fundarstjóri verður Valur Ingimundarson, dósent í sagnfræði. Alyson Bailes er sem fyrr segir forstöðumaður Alþjóðafriðarrann- sóknastofnunarinnar í Stokkhólmi (SIPRI) og fyrrverandi sendiherra Bretlands. Hún hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir bresku utanrík- isþjónustuna og stofnanir í Evrópu sem vinna að öryggis- og varnar- málum. Hún hefur samhliða þessum störfum unnið að fræðimennsku og skrifað fjölda greina um öryggis- og varnarmál. Morgunblaðið/Jim Smart Alyson J.K. Bailes beinir í fyrir- lestri sínum sjónum að nýjum við- horfum í varnar- og öryggismálum. Breytt staða í her- málum snertir öll ríki DR. SHIRIN Ebadi tók við heið- ursdoktorsnafnbót félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akur- eyri í gærmorgun, við athöfn sem fram fór í Ketilhúsinu. Hún sagðist afar þakklát fyrir þá viðurkenningu sem í því fælist og einnig stolt. Í kjölfarið vonaðist hún til að koma mætti á samskiptum á milli Íslands og Íran og að skiln- ingur milli landanna ykist við það, þrátt fyrir að löndin ættu ólíkan menningarlegan bakgrunn. Hún vænti þess að slíkt gæti t.d. átt sér stað með samskiptum við Háskól- ann á Akureyri og að vonandi yrði fljótlega hægt að bjóða upp á stúd- entaskipti milli landanna. Félagsvísinda- og lagadeild Há- skólans á Akureyri hóf starfsemi fyrir ári en hún leggur sérstaka áherslu á kennslu í mannréttindum og mannúðarlögum. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði fulla nauðsyn á að auka virðingu fyrir mannréttindum nú á tímum, í fersku minni væru grimmileg dæmi um fjöldamorð, jafnvel þjóðarmorð, m.a. í Kambód- íu, Rúanda og Júgóslavíu. „Þó að Ís- land blessunarlega eigi ekki hér hlut að máli er það skylda og réttur okkar að standa vörð um mannrétt- indi. Við berum ábyrgð gagnvart alþjóðasamningum um mannrétt- indi sem við höfum undirgengist. Við erum bandamenn stjórnvalda ríkja sem hafa orðið uppvís að pyndingum og misþyrmingum á stríðsföngum í Írak, Afganistan og víðar,“ sagði Þorsteinn. Hann nefndi að Háskólinn á Akureyri hefði tekist á hendur það mik- ilvæga verkefni með Rauða kross- inum og íslenskum stjórnvöldum að vera málsvari þeirra mannréttinda sem Genfarsamningarnir ná yfir, en þeir fjalla m.a. um vernd særðra og sjúkra hermanna á vígvelli, vernd stríðsfanga og vernd al- mennra borgara á stríðstímum. Sýnir starfinu mikinn áhuga Þorsteinn gat þess að Shirin Ebadi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels á liðnu ári, sýndi starfi Há- skólans á Akureyri mikla velvild og heiður með því að þiggja dokt- orsnafnbót, en hún hefði sýnt ein- stakt hugrekki í málsvörn fyrir minnihlutahópa og þá sem eru of- sóttir vegna skoðana sinna. Háskólinn hefur aðeins einu sinni áður veitt doktorsnafnbót í heið- ursskyni, Haraldi Bessasyni, fyrsta rektor hans, fyrir fjórum árum. Dr. Shirin Ebadi heiðursdoktor við Háskólann á Akureyri Þakklát fyrir viðurkenninguna Morgunblaðið/Kristján Nýr heiðursdoktor. Ingólfur Friðriksson og Elísabet Ingunn Einarsdóttir, nemendur í félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, færðu Shirin Ebadi í skikkju sem fylgir heiðursdoktorsnafnbótinni. ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að mark- mið ríkisstjórnarinnar við endur- skoðun stjórnarskrárinnar virðist ekki vera að tryggja réttarbætur fyrir þjóðina heldur að ná sér niðri á henni og forsetanum eftir atburði síðastliðins sumars þar sem forset- inn synjaði lögum um fjölmiðla stað- festingar. Össur lét þessi orð falla í ræðu á trúnaðarmannafundi Rafiðn- aðarsambandsins á Selfossi. „Það er erfitt að skilja ríkisstjórn- ina öðruvísi en svo að hún vilji fyrst og fremst fara í endurskoðun á stjórnarskránni til að taka burt mál- skotsréttinn, þannig á að refsa for- setanum og refsa þjóðinni,“ sagði Össur. Þjóðaratkvæðagreiðslu og málskotsrétti forseta hefði verið stillt upp sem andstæðum þannig að réttlætanlegt væri að taka burt ákvæði um málskotsréttinn ef tekið yrði upp nýtt ákvæði um þjóðarat- kvæðagreiðslu. Styður hvort annað „Þetta snýst hins vegar ekki um eitt og sama atriðið. Réttur fólks til að krefjast þjóðaratkvæðis er eitt og réttur forsetans til að skjóta laga- frumvarpi til atkvæðis allrar þjóðar- innar er allt annað.“ Sagði Össur að annað útilokaði ekki hitt heldur styddu þvert á móti mismunandi kostir hvor annan og efldu vernd borgarans og rétt gagn- vart ásælni framkvæmdavaldsins. Össur Skarphéðinsson á trúnaðar- mannafundi Rafiðnaðarsambandsins Þjóðinni refsað með því að afnema málskotsréttinn STJÓRN Neytendasamtakanna for- dæmir samráð olíufélaganna og lýs- ir fullri ábyrgð á hendur þeim vegna þess tjóns sem þau hafa valdið neyt- endum. Einnig krefst stjórn Neyt- endasamtakanna þess að olíufélög- unum verði gert að skila þeim ávinningi sem þau hafa haft af ólög- mætri starfsemi sinni og að þeir sem sekir eru í þessu máli verði látnir bera ábyrgð samkvæmt lög- um. Þetta kemur fram í samþykkt sem gerð var á fundi stjórnar Neyt- endasamtakanna. Neytendur fái tjónið bætt Neytendasamtökin gera, í sam- þykkt sinni, þær kröfur til olíufélag- anna að þau upplýsi neytendur um hvernig þau ætla að bæta neytend- um það tjón sem þau hafa valdið þeim með ólögmætum hætti. Að þau upplýsi almenning um hvernig þau ætla að bæta það samfélagslega tjón sem þau hafa valdið með ólögmæt- um hætti. Og að þau setji sér sér- stakar siðareglur um starfshætti í viðskiptum sem þau birta opinber- lega. „Jafnframt gera Neytenda- samtökin þá kröfu til stjórnvalda að þau tryggi með raunhæfum fjárveit- ingum, að Neytendasamtökin geti í meira mæli en nú er sinnt eðlilegu aðhaldi á markaðnum. Jafnframt leggja Neytendasamtökin áherslu á að viðurlög vegna ólögmæts sam- ráðs fyrirtækja verði hert til muna. Loks minnir stjórn Neytendasam- takanna á að smæð íslensks mark- aðar, fákeppni og sterk staða fárra markaðsráðandi fyrirtækja kallar á að stjórnvöld tryggi að eftirlitsaðil- ar geti tekist á við vandamál sem fylgja smæðinni. Stjórn Neytendasamtakanna Viðurlög vegna ólög- legs samráðs verði hert
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.