Morgunblaðið - 07.11.2004, Page 23

Morgunblaðið - 07.11.2004, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 23 Það er ekki tekið út meðsældinni að vera ofur-forstjóri á Íslandi. Fyr-ir utan hið þrotlausastarf við að skapa hlut- höfunum arð af bréfunum sínum, þarf maður að vera flottur í tauinu og ávallt reiðubúinn að stíga inn í bíl sem er kannski ekki fasteign á hjólum en kostar það sama. Svo þarf sífellt að vera að sjæna sig og frúna upp fyrir alls kyns galamiddaga og glitrandi hátíðir, að ekki sé nú minnst á myndatök- urnar fyrir gljámiðlana. Ofan á þetta bætist síðan krafan um að koma vel út í sjónvarpi. Sama hvað maður er að láta út úr sér. Þetta er ekkert sæld- arlíf og engin undur að slíkur maður eigi heimtingu á sæmilegum launum og aðbúnaði. En nú hefur steininn tekið úr hvað álagið á okkur varðar. Nú má maður ekki einu sinni ljúga smávegis, bráka aðeins fáein landslög og krækja þannig í botn- fylli af milljörðum án þess að allt verði vitlaust. Eru þessi svo- nefndu „landslög“ allt í einu farin að ráða öllu í þessu samfélagi? Hvað með gamla góða heiðurinn og samkomulögin? Hvað með trausta handtakið sem bindur allt fastmælum sem sagt hefur verið og e-meilað? Nú geta heiðursmenn sem sagt ekki lengur gert með sér þögult og samnefnt samkomulag án þess að eiga á hættu að vera ataðir ein- hverjum lagalegum auri – mörg- um árum seinna. Hvað er eiginlega í gangi? Voru ekki allir sáttir? Ekki minnist maður þess að fólk hafi neitað að borga það bensínverð sem við settum upp. Ekki gátum við gert að því þótt olíufötin frá Rotter- dam hækkuðu sífellt. Við leit- uðumst bara við að láta þau halda sniðinu, svo við kæmumst í þau, allir sem einn og gætum hneppt þeim að okkur. Átti maður kannski að hætta að vera heiðursmaður sem stendur við sitt heiðursmannasam- komulag? Það virðist vera hin nýja krafa samfélagsins. Nú er svo komið að það eru ein- hverjir lagabálkar sem eiga að stjórna öllu. Heiður og æra eru nú metin eftir því hvort menn haga sér í samræmi við einhverjar bévaðar reglur frá Alþingi. Hvað er Al- þingi? Fulltrúar þjóðarinnar. Hvað er þjóðin? Eitthvað lið úti í bæ sem hefur aldrei komist í Séð og heyrt. Ekkert er spurt um það hver sveik og kjaftaði frá, eða lét eitt- hvað leka. Eða hvernig upplýsinganna var aflað – með skæruhernaði emb- ættismanna og sendibílstjóra. Þetta voru embættishryðjuverk og ekkert annað. Þetta er auðvitað fyrst og síðast slys og harmleikur. Svona upplýs- ingaleki á ekki heima í samfélagi siðaðra manna. Og til að kóróna allt saman er pollurinn prentaður og reynist næstum þúsund blað- síður að stærð. Þetta er harmleikur fyrir okkur ofurforstjórana sem gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að þurfa ekki að standa í illdeilum hver við annan. Illdeilum sem nú eru kall- aðar „samkeppni“. Afar sakleysislegt orð, „sam- keppni“, en hefur samt ógurlegan og jafnvel örlagaríkan kostnað í för með sér. Hvað getur ekki komið fyrir forstjóra sem lenda í „samkeppni“ eða því sem er enn verra, „er- lendri samkeppni“? Við vildum ekki hugsa þá hugsun til enda. Við stóðum sam- an, handsöluðum hver öðrum trúnað og drengskap og forð- uðumst að vera upp á kant hver við annan. En nú þykir slík viðleitni ekki nógu fín lengur, ekki nógu „lögleg“. En við erum stórir í sniðum eins og olíufötin okkar og segjum því bara: Vilji menn fórna samkomulögum heiðursmanna fyrir landslög lýðsins. Þá þeir um það. HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Heiðursmenn gera sam- komulag, lýðurinn setur lög INNRITUN Innritað verður til 16. nóvember. Dagana 15. og 16. nóvember, kl. 12.00–16.00, veita sviðsstjórar og námsráðgjafar aðstoð við áfangaval og innritun. Aðra daga er tekið við umsóknum á skrifstofu skólans frá kl.8.00–15.00. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af gögnum um fyrra nám. Fyrir námsmat á gögnum frá framhaldsskóla þarf að greiða 1.500 kr. Eftir að innritun lýkur verða sendir greiðsluseðlar til þeirra sem fá skólavist. ATH! þeir sem greiða á gjalddaga verða í forgangi varðandi gerð stundatöflu. á v o r ö n n 2 0 0 5 GÚST A Skólavörðuholti • 101 Reykjavík Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is Upplýsingar um innritun ásamt umsóknar- eyðublaði er að finna á vef skólans www.ir.is og á skrifstofu skólans í síma 522 6500. Innritað er með fyrirvara um þátttöku í einstökum áföngum. Upplýsinga- og margmiðlunarsvið Tölvusvið Byggingasvið Rafiðnasvið Hönnunarsvið Málmiðnasvið Almennt svið Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina • Sérsvið: Bókband, ljósmyndun, nettækni, prentsmíð (grafisk miðlun) • Margmiðlunarskóli, 2ja ára framhaldsnám í margmiðlun • Tækniteiknun Tölvubraut • Grunnnám • Forritun • Netkerfi Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina • Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Múrsmíði Málaraiðn • Veggfóðrun og dúkalögn Grunnnám rafiðna • Rafvirkjun • Rafvélavirkjun • Rafeindavirkjun • Rafveituvirkjun Listnámsbraut, almenn hönnun • Fataiðnabraut, 7. önn • Hársnyrtibraut 1., 2., 3. og 4. önn Málmtæknibraut • Gull- og silfursmíði Almennar námsbrautir • Stúdentspróf af list- og starfsnámsbrautum Innritun í fjarnám og kvöldnám hefst 15. nóvember á vef Iðnskólans www.ir.is Innritun í kvöldnám verður 3., 4. og 5. janúar í skólanum. – Nánar auglýst síðar. Innritað verður á þessi svið: Úrslitin í enska boltanum beint í símann þinn flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.