Morgunblaðið - 07.11.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 07.11.2004, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hann er alltaf einn. Þótt það sé fólk viðhliðina á honum, erhann alltaf einn. Hannhallar sér aftur í sætinu með lokuð augun mestalla leiðina til að þurfa ekki að tala við sessunauta sína. Hann situr við glugga og sér hvíta rönd við ströndina nálgast, og svo húsin og síkin þegar flugið er lækkað. Hann lyftir hægri hendinni upp að rúðunni, spennir sundur fing- urna og hylur þannig húsaþyrp- inguna fyrir neðan. Hann kreppir hnefann eins og hann vilji ná taki ut- an um borgina. Svo lætur hann hönd- ina síga og opnar lófann. Þar eru eng- in hús og engin síki. Aðeins þessi einkennilega djúpa lína þvert yfir lófann þar sem ætti að vera höfuðlína og hjartalína. Hann hefur aldrei skil- ið af hverju hann er svona öðru vísi, og ævinlega hlegið að útskýringum þeirra sem þykjast kunna að lesa úr lófa. Honum er einkennilega innan- brjósts. Engin sérstök tilhlökkun, heldur einhvers konar þannig ró sem færist yfir eftir mikla ólgu. Úti verður allt skýrara um leið og borgin stækkar á móti honum, hús og verksmiðjur, hraðbrautir og síki, – og allt á sífelldu iði líkt og hjá duglegu fólki sem hefur of lítið pláss. Og síðan þetta sérstaka snögg- þunga hljóð þegar hjólin snerta flug- brautina og hár hvinur hreyflanna. Hann lokar augunum og hallar sér aftur í sætinu og reynir að bíða. Hann er framarlega í vélinni og er fljótur að grípa bakpokann, eina farangurinn með allra nauðsynlegustu hlutum. Þeir eru ekki margir. Hann kveður flugfreyjuna með virktum og þakkar fyrir sig. Það er mikilvægt. Þetta eru síðustu orðin sem hann mælir á íslensku. And good riddance, bætir hann við í huganum um leið og hann stikar inn landgöngu- ranann. Í Amsterdam á ný Þegar hann kemur inn í transittið, leitar hann uppi fyrsta bjórsölustað- inn þar sem má reykja. Een klein Grolsch alst uw blift, segir hann og sest og kveikir sér í sígarettu. Honum liggur ekkert á að súpa á bjórnum. Hann hefur ekkert fengið sér enn. Það er mikilvægt. Allt er ennþá fram- undan. Hann situr reykjandi og horf- ir á samlanda sína þramma framhjá með pinkla sína í háasamræðum um hótel og matstaði og hvernig þeir eigi að komast að farangrinum. Hann sit- ur kyrr og reykir og finnur hvað allt þetta fólk er honum framandi, eins og önnur dýrategund. Honum liggur ekkert á. Hann þarf ekki að sækja neinn farangur. Enginn bíður eftir honum. Hann hefur engin plön. Eng- ar kvaðir. Nema auðvitað … Hann kveikir sér í annarri sígarettu. Þegar allir eru farnir, stendur hann á fætur og gengur hægum skrefum í átt að exittinu. Það er brýnt að ganga þessa leið hægt. Hann eins og léttist við hvert skref og finnur frelsið seytla inn í sig. Hann lítur ekki við. En ef hann gerði það, gæti hann þá séð haminn sem hann hefur skilið eftir í sætinu hjá hálfdrukknu bjór- glasinu? Gæti hann hugsanlega séð íslandshaminn eins og tóman skráp sitja þunglamalega við borðið? En hann lítur ekki við. Honum líður eins og birni að vakna af vetrarsvefni, að skríða úr híði. Eða að koma út úr fangelsi. Sem er ekki fjarri lagi. Nema hann sé á leiðinni inn í annað og öðruvísi fangelsi sem er ósýnilegt. En sú hugsun hvarflar ekki að hon- um. Ekki enn. Nei, hann sér ekkert og enginn sér hann. Hver ætti svo sem að taka eftir honum, tæplega fertugum, fremur hávöxnum manni í gallabuxum og svartri peysu með lítinn bakpoka sem gengur rólega framhjá fólkinu við farangurshringekjurnar? En nú greikkar hann sporið. Hann skundar gegnum græna hliðið og út. Og þá um leið og dyrnar lokast á eftir honum, hrekkur hann í átópælott-gírinn. Það er algerlega ósjálfrátt. Hann stansar sem snöggvast líkt og hann sé á verði, skimar í kringum sig, fylgist með andlitum, hreyfingum og umhverf- inu, og stikar svo fimlega í gegnum mannþröngina, þótt hann þykist sjá bregða fyrir kunnuglegu andliti. Hann hraðar sér að rúllustiganum og líður niður á risastóra brautarstöð undir flugstöðvarbyggingunni. Þar er mikið fjölmenni og honum finnst það þægilegt. Hér er hann alveg týndur í marglitri og fjölskrúðugri mann- þröng: ferðafólk með töskur á hjólum í eftirdragi og ber þess enn merki hvaðan það er að koma. Svartklæddir strangtrúaðir gyðingar með barða- stóra hatta. Afríkukonur vafðar í lit- skrúðuga klæðastranga. Léttklætt sólarstrandafólk. Og svo starfsmenn merktir KLM, flugfreyjur og verka- fólk. Hann gengur út á pallinn hjá spor- um 1 og 2 til að taka zuid-línuna og bíður. Lestir koma og fara, og svo sil- ast lestin hans loks inn á stöðina, tveggja hæða og sítrónugul. Lyktin og hljóðin vekja upp fíknina. Honum dettur ekki í hug að kaupa miða. Það eru varla nokkrar líkur á að hann verði tekinn. Og þá myndi hann bara veifa íslenska passanum og farmið- anum, enda engin hætta á að þeir þekki hann svona stuttklipptan, rak- aðan og tandurhreinan. Samt er rétt að fylgjast með kondúktornum. En lestin er troðfull og erfitt fyrir hann að athafna sig. Hann skimar eftir báðum göngun- um og sér strax menn úr marokkó- klíkunni að athafna sig. Þeir eru vel klæddir með nokia-heddsett til inn- byrðis samskipta og eru fimir að stela af þreyttum farþegum sem lygna aft- ur augunum og hafa kannski fengið sér einum of mikið fyrir lendingu. Lestin silast af stað og hann sér VU-spítalann og Vrije Universitet líða hjá. Hann kveikir sér í sígarettu og er þakklátur Hollendingum fyrir að hafa þriðjung lestanna fyrir reyk- ingafólk. Þreytuleg móðir treður sér eftir ganginum í árangurslausri leit að sæti með eldrautt öskrandi barn í fanginu. Hann stendur upp fyrir henni og þokar sér að dyrunum. Lestin skreiðist gegnum RAI-ráð- stefnuhverfið sem lítur út eins og geimstöð og heldur áfram eftir spori hátt yfir jörð, tekur langa beygju sem minnir á rússíbana og silast að lokum löturhægt inn á Duivendrecht-stöð- ina. Hann bölvar og ragnar. Hann er í fremsta vagninum sem rennur gegn- um alla stöðina og stöðvast ekki fyrr en á blábrúninni. Stöðin er á þremur pöllum sem teygja sig í gagnstæðar áttir. Hann stekkur fimlega út, smýg- ur gegnum mannfjöldann og stikar upp rúllustiga upp á efstu hæð. Þar er metróinn en pallurinn er tómur og hann sér í rassinn á 54. Shitt. Nú þarf hann að bíða í upp undir korter og óþolið fer vaxandi. En við því er ekk- ert að gera. Hann ranglar að sjálfsala og kaupir M&M og sjálfsalinn stelur skiptimyntinni. Er nú helvítið hann Marco hér einhvers staðar? Sá góði maður treður svampi úr lestarsætun- um upp í rennuna sem gefur til baka og stíflar allt. Svo krakar hann svampinn burtu með vír og klink- hrúgan dembist niður. En Marco er hvergi sjáanlegur. Hann gengur að sporinu og hendir annarri hverri kúlu niður í grjótið milli teinanna handa vinkonum sínum. En mýsnar láta ekki sjá sig. Hann tekur metróinn og eftir tvær stöðvar fer hann út í Bijlmer sem er ein af þessum upphækkuðu stöðvum. Þar á bak við gnæfir Ajax Arena, gríðarmikil íþróttahöll, þar sem hrað- brautin fer í túnnel undir. Hann fer út hjá Pathé-bíóinu með blikkandi neon- ljósum, niður á jarðhæðina og gengur gegnum verslunarhverfið A’damse Port. Það er markaðsdagur og allt undirlagt af básum og gámum þar sem ægir saman mismunandi þjóða- brotum með tilheyrandi tónlist. Hann hægir á sér og labbar í áttina að lög- reglustöðinni. Hún er í útjaðri hverf- Bókarkafli – Líf heróínfíkils stjórnast af stórum hluta af fíkninni og þó að þeir dagar komi að hann fái andstyggð á dópinu, harkinu, dílerunum og félög- unum getur líf án heróíns virst óhugsandi. Hér er gripið niður í frásögn feðganna Njarðar P. Njarðvík og Freys Njarðarsonar af lífi fíkilsins. Í fjötrum fíkniefna Morgunblaðið/Golli „Það er orðið erfitt að finna æð, og hann byrjar á að sveifla vinstri handleggnum í ótal hringi til að fá blóðið af stað. Ólin er hert, það kemur blóð inn í dæluna. Þetta er að takast. Sprautan tæmd, smá sótthreinsipúði settur á og ermin niður. Gengið frá sprautunni í pokann.“ Myndin er sviðsett. Vinnustofa SÍBS Sími 5628500 bréfabindin www.mulalundur.is NOVUS B 50/3 Heftar allt að 140 blöð. Með stillingu til að hefta allt að 8 cm frá kanti Verð 7.450 kr/stk ævintýraheimur Verð262.000kr. ámann í tvíbýli...allt innifalið! Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A 24.mars -7. apríl ‘05 5.-19.maí ‘05 9.- 23. september ‘05 K Ö -H Ö N N U N /P M C s: 570 2790www.baendaferdir.is Grípið tækifærið! Höfum opnað kvenfatamarkað á Nýbýlavegi 12, Ceres-húsinu. Allt nýlegar vörur. Gott verð. Opið frá kl. 12-17 virka daga og laugardaga frá kl. 12-16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.