Morgunblaðið - 07.11.2004, Side 54

Morgunblaðið - 07.11.2004, Side 54
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Risaeðlugrín © DARGAUD HAH-LLLOOOOOO ELLE-NNNNN ÉG HELD AÐ HÚN HAFI SÉÐ Í GEGNUM ARABÍSKA HREIMINN MINN ÉG SEM HÉLT AÐ ÞÚ VÆRIR AÐ JÓÐLA FUGLINN ER REIÐUR VEGNA ÞESS AÐ ÉG SELDI HANN SITUR BARA AÐ GREININNI OG HREYFIST EKKI ÞAÐ ER BETRA AÐ HALDA SÉR VAKANDI HVER ÆTLAR AÐ VERA FYRSTUR TIL ÞESS AÐ LESA UPP RITGERÐINA SÍNA? HVAÐ MEÐ ÞIG KALVIN? KALVIN? KALVIN? GEIMFARINN, SPIFF, DREGUR RÓLEGA UPP GEISLABYSSUNA framhald ... VIÐ HLIÐINA Á ÞEIM LÁTNA FUNDUST MARGAR KÚLUR AF STÆRÐINNI 6,35 SEM LEIÐA OKKUR ÖRUGGLEGA AÐ ORSÖK DAUÐSFALLSINS. ÞAÐ LIGGUR ENGINN VAFI Á ÞVÍ AÐ HANN VAR MYRTUR HEYRÐU STJÓRI JÁ TIL ÞESS AÐ SANNA AÐ ÞETTA HAFI VERIÐ MORÐ ÞARFTU ÞÁ EKKI AÐ FINNA MORÐVOPNIÐ? HEYRÐU NÚ MIG! ÞÚ SEGIR MÉR EKKI HVAÐ ÉG ÞARF EÐA ÞARF EKKI AÐ GERA! ER ÞAÐ SKILIÐ?! FARÐU NÚ OG TEIKNAÐU ÚTLÍNURNAR Á KAUÐA SKAL GERT STJÓRI EINS OG ÉG VAR AÐ SEGJA, ÞÁ ÞURFUM VIÐ AÐ FINNA MORÐVOPNIÐ TIL ÞESS AÐ SANNA AÐ ÞETTA HAFI VERIÐ MORÐ ÞAÐ EINA SEM VIÐ HÖFUM ERU KÚLURNAR ÞANNIG AÐ TIL ÞESS AÐ FINNA MORÐVOPNIÐ ÞURFUM VIÐ AÐ FINNA VOPN SEM GETUR SKOTIÐ KÚLUM AF STÆRÐINNI 6,35. SJÁÐU STÓRI! ER ÞETTA EKKI VEL TEIKNAÐ? NÚNA HEFST RANNSÓKNIN! KOMDU MEÐ PÍPUNA ÞARNA OG STATTU VIÐ KLETTINN Ö... STJÓRI... ERTU VISS UM... Ö... AÐ... ÞETTA... Dagbók Í dag er sunnudagur 7. nóvember, 312. dagur ársins 2004 Víkverji var alveggáttaður að heyra í útvarpinu í vikunni að afgreiðslufólk á bensínstöðvum hafi fengið að „heyra það“ frá viðskiptavinum í kjölfar skýrslu Sam- keppnisstofnunar um verðsamráð olíufélag- anna. Kunningi Vík- verja sagðist vera svo reiður að réttast væri að fara niður á bens- ínstöð og dæla á bílinn og keyra svo bara í burtu með þau orð á vörunum að hann ætti þetta inni hjá olíufélögunum eftir margra ára svik og pretti. Þessi um- mæli voru reyndar sett fram í gríni. Þess vegna brá Víkverja óstjórnlega að heyra að sumir hafi nú hreinlega staðið við svona orð og látið fólkið á bensínstöðvunum „heyra það“. Víkverji er lítið hrifinn af auglýs- ingu SMÁÍS sem sýnd er reglulega á sjónvarpsstöðvunum. Þar er sagt að niðurhal af Netinu sé glæpur og lög- brot. Víkverji hefur heyrt lögfróða menn, t.d. Eirík Tómasson lagapró- fessor, halda því fram að það sé ein- mitt ekki ólöglegt að hala niður kvik- myndum og öðru efni á Netinu en hins vegar sé það lögbrot að hafa efn- ið aðgengilegt öðrum. Í auglýsingunni er sýnd mynd af ung- lingsstúlku sem hættir skyndilega við að hala niður kvikmynd, væntanlega vegna til- mæla SMÁÍS. Vík- verja finnst ósmekk- legt að nota unglings- stúlku í þessari auglýsingu og spyr hvort það sé hugs- anlega lögbrot. Víkverji veit að í barnaafmælum er af- mælisbarnið nú frekar hallærislegt bjóði það ekki upp á mynd sem er ófáanleg á myndbandaleigum en slær í gegn með nýjustu myndinni, beint af Net- inu. Hann veit líka að óskrifaðir miðl- ar, t.d. óskrifaðir DVD-diskar, eru skattlagðir og því hafa þeir sem þá nota í raun greitt sitt gjald. Senni- lega seljast hér árlega tugþúsundir óskrifaðra diska og um 25 kall af hverjum rennur til Innheimtu- miðstöðvar gjalda. Þessi tekjulind hlýtur að vera gífurlega mikilvæg fyrir samtök höfundarrétthafa og forvitnilegt væri að vita hvernig þessum fjármunum er varið. Kannski til að birta auglýsingu SMÁÍS í sjónvarpinu? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Seltjarnarneskirkja | Aríur fornra snillinga munu óma um sali Seltjarnar- neskirkju þegar söngkonurnar Anna Margrét Óskarsdóttir messósópran og Anna Jónsdóttir, Jóna Fanney Svavarsdóttir og Lindita Óttarsson sópranar, halda einsöngvaraprófstónleika klukkan fimm í dag. Þá mun Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna, undir stjórn Ingvars Jónassonar, verða þeim til halds og trausts í undirleik. Söngkonurnar hafa allar stundað söngnám undir handleiðslu Alinu Dubik í Nýja tónlistarskólanum. Fjórar söngkonur MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. En í honum eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir. (Kól. 2, 3.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.