Morgunblaðið - 03.12.2004, Side 20

Morgunblaðið - 03.12.2004, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SEXTÁN manna sérfræðinganefnd hefur lagt til að komið verði á um- fangsmiklum umbótum á starfsemi Sameinuðu þjóðanna til að auðvelda þeim að takast á við hættur sem steðja að heiminum á 21. öldinni. Nefndin segir m.a. að til að ríki geti gripið til hernaðaraðgerða í því skyni að fyrirbyggja yfirvofandi árás eða af- stýra hugsanlegri hættu á árás þurfi þau fyrst að fá heimild öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að beita her- valdi. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skipaði sér- fræðinganefndina fyrir ári, eftir mikl- ar deilur um innrásina í Írak, en ör- yggisráðið neitaði að heimila hana með sérstakri ályktun. Nefndin segir í 95 síðna skýrslu, sem birt var á þriðjudag, að ekkert eitt ríki, ekki einu sinni stórveldi, geti tekist á við þær hættur, sem steðja að heiminum, upp á sitt eindæmi. Nefndin leggur til ýmsar umbætur til að gera Sameinuðu þjóðunum, og þá einkum öryggisráðinu, kleift að takast á við sameiginlegar hættur. „Ógnir nútímans virða ekki nein landamæri, þær tengjast og við þurf- um að takast á við þær á alþjóðavett- vangi, innan svæðisbundinna sam- taka og einstakra ríkja. Ekkert ríki, og einu gildir hversu öflugt það er, getur af eigin rammleik orðið ónæmt fyrir ógnum nútímans.“ Íhlutun verði gerð auðveldari Nefndin segir ennfremur að til að gera heiminn öruggari þurfi að berj- ast gegn fátækt, hryðjuverkastarf- semi, umhverfisspjöllum, skipulagðri glæpastarfsemi og útbreiðslu gereyð- ingarvopna. Samkvæmt stofnskrá Sameinuðu þjóðanna mega aðildarríkin beita her- valdi í sjálfsvörn vegna „yfirvofandi“ árásar en ekki vegna hugsanlegrar „ógnar“. Nefndin segir að Sameinuðu þjóðirnar þurfi að gera sér grein fyrir „þeim martraðarkennda möguleika að hryðjuverkamenn komist yfir ger- eyðingarvopn með hjálp óábyrgra ríkja, en það kann hugsanlega að rétt- læta beitingu hervalds, ekki aðeins til að bregðast við árás heldur til að fyr- irbyggja árás og áður en dulin ógn verður að yfirvofandi hættu. Spurn- ingin er ekki hvort hægt sé að grípa til slíkra aðgerða: það er hægt, af hálfu öryggisráðsins, hvenær sem það telur að friði og öryggi heimsins sé stefnt í hættu“. Nefndin leitast einnig við að skil- greina „hryðjuverk“ og leggur til að skilgreiningin á hættunum, sem rétt- læta hernaðaraðgerðir, verði víkkuð út, þannig að hún nái til yfirvofandi þjóðarmorða og annarra grimmdar- verka. Markmiðið er að auðvelda hernaðarlega íhlutun af hálfu Samein- uðu þjóðanna ef ástæða þykir til og minnka líkurnar á því að eitt aðild- arríkjanna telji sig þurfa að grípa til aðgerða upp á sitt eindæmi. Aðildarríkjum ráðsins fjölgi Þá vill nefndin að aðildarríkjum ör- yggisráðsins verði fjölgað úr 15 í 24 og leggur til tvær leiðir að því marki. Í annarri tillögunni er gert ráð fyrir því að sex ríki (líklega Þýskaland, Japan, Indland, Brasilía og tvö Afríkuríki) fái fast sæti í ráðinu án neitunarvalds og að þrjú ríki bætist í hóp þeirra sem kjörin eru í ráðið til tveggja ára. Í hinni tillögunni er gert ráð fyrir því að bætt verði við nýjum hópi í ráðið og í honum verði ríki, sem kosin verði til fjögurra ára í senn og eigi möguleika á endurkjöri að þeim tíma liðnum. Enn er óljóst hvort tillögurnar njóti nógu mikils stuðnings til að hægt verði að koma þeim í framkvæmd. Á meðal þeirra sem sátu í nefndinni voru Gro Harlem Brundtland, fyrr- verandi forsætisráðherra Noregs, Jevgení Prímakov, fyrrverandi for- sætisráðherra Rússlands, og Brent Scowcroft, fyrrverandi þjóðarörygg- isráðgjafi Bandaríkjanna. Gert er ráð fyrir því að skýrslan verði grundvöllur að tillögum sem Kofi Annan hyggst leggja fyrir alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna í mars. Annan segir í grein, sem hann skrifaði í tilefni af birtingu skýrslunn- ar, að höfundar hennar hefðu fyrst og fremst leitt í ljós hversu samofnar þjóðir heims og hætturnar, sem steðj- uðu að þeim, væru orðnar. „Ógn sem steðjar að einu ríki er ekki aðeins ógn við öll ríkin heldur getur hún einnig grafið undan vörnum okkar gegn öll- um öðrum ógnum ef við látum undir höfuð leggjast að takast á við hana. Stórfelld árás hryðjuverkamanna í hjarta iðnvædda heimsins getur lagt efnahag heimsins í rúst, þannig að sár fátækt sverfi að milljónum manna; og hrun ríkis í fátækasta heimshlutanum getur orðið til þess að risastórt gat myndist í vörnum okkar gegn hryðju- verkastarfsemi og farsóttum.“ „Fáir geta lesið þessa skýrslu og verið áfram efins um að það sé í verkahring okkar allra og sameigin- legt hagsmunamál að gera heiminn öruggari,“ skrifaði Annan. „Í skýrsl- unni er okkur sagt hvernig við eigum að gera þetta og hvers vegna við þurf- um að hefjast handa tafarlaust. Bolt- inn er núna hjá pólitískum leiðtogum heimsins. Ég skora á þá að grípa þetta tækifæri sem er svo mikilvægt að það má ekki ganga okkur úr greip- um.“ Fréttaskýring | Sérfræðinganefnd á vegum Kofi Annans hefur lagt til viðamiklar umbætur á starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Hún seg- ir að til að ríki geti gripið til „fyrirbyggjandi hernaðaraðgerða“ gegn öðru ríki þurfi þau fyrst að fá ótvíræða heimild öryggisráðsins. Hervaldi að- eins beitt með heimild SÞ ’Ekkert ríki, og einugildir hversu öflugt það er, getur af eigin ramm- leik orðið ónæmt fyrir ógnum nútímans.‘ Reuters Brasilískir hermenn í friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna á Karíbahafs- eyjunni Haíti á eftirlitsferð í höfuðborginni Port-au-Prince. EVRÓPUSAMBANDIÐ tók í gær við friðargæslunni í Bosníu af Atl- antshafsbandalaginu sem sendi frið- argæslulið til landsins eftir stríðið þar á árunum 1992–95. Um 7.000 hermenn voru í Bosníu á vegum NATO og gert er ráð fyrir því að friðargæslulið ESB verði skipað jafnmörgum hermönnum. Er þetta í þriðja skipti sem Evr- ópusambandið annast friðargæslu. Áður hafði sambandið sent örygg- issveitir til Makedóníu og tekið að sér friðargæslu undir forystu Frakka í Lýðveldinu Kongó í fyrra. Gangi friðargæslan í Bosníu að óskum gæti hún orðið til þess að Evrópusambandið tæki við fleiri slíkum verkefnum af NATO, til að mynda í Kósóvó. NATO verður áfram með fá- mennt lið í Bosníu, m.a. um 250 bandaríska hermenn, einkum til að leita að meintum stríðsglæpamönn- um.  ; 8 "#  /"" (D2(  #$ %& # '(   )      * +    )   ,  +        -)   *   #.+  #$ %&      . %&,   *   /%  !"#$"%  %&"'( + 0 1 2 .  0  3            4  5 '  +%./"6 7#&.#489"/ .!)7 *27    !   " #  #$ "" %&  '( )*    (  :0 *     /  6   N"&  2" ! # %((!"& "# .  6   N"&  2"  52> ! '( # ."! 7   #$ %& +  6)   N"&  2" )!     /6   N"&  2"  ""  )"&7   0!/!""O  )"&7   0!/!""O +,   --.  # / %  ,  0 (12 3 ,  -4 ,"  "  53  3 -  3 -  3  3 ""31.  .) 3- 3  3 ' -$"  Taka við frið- argæslu Sarajevo. AFP. ið vegna kosninganna og halda uppi þrýstingi á uppreisnarmenn eftir átökin í Fallujah,“ sagði Rodriguez. Samkvæmt þessu verða banda- rísku hermennirnir í Írak brátt orðnir jafnmargir og þeir voru 30. apríl í fyrra, rétt áður en George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir, að meiri- háttar átökum í landinu væri lokið. Bush sagði í gær að kosningunum yrði ekki frestað en allmargir flokkar súnníta í Íraka hafa lagt til að þeim verði frestað um sex mánuði í von um að ástand í öryggismálum verði þá betra. Einnig segja þeir að meiri tíma þurfi til að undirbúa kosningarnar. Leiðtogar sjíta, meirihluta lands- manna, eru hins vegar á móti frestun og bráðabirgðaforseti landsins, sem er súnníti, er þeim sammála. BANDARÍSK stjórnvöld tilkynntu í gær, að þau hygðust auka herstyrk sinn í Írak vegna fyrirhugaðra kosn- inga í landinu í næsta mánuði. Verða bandarísku hermennirnir þá jafn- margir og þeir voru flestir eftir inn- rásina í fyrravor. David Rodriguez hershöfðingi sagði, að hermönnunum yrði fjölgað úr 138.000 í 150.000 snemma í næsta mánuði, ýmist með því að senda nýja á vettvang eða framlengja dvöl ann- arra. „Tilgangurinn er að auka örygg- Fleiri bandarískir hermenn til Íraks Þingkosning- unum verður ekki frestað Bagdad. AFP. Reuters Íraskir lögreglumenn kanna aðstæður eftir að gerð var árás með sprengju- vörpu í miðborg Bagdad í gær. Tveir særðust og nokkrir bílar brunnu. Taílenskur lögreglumaður virðir fyrir sér flak af bíl í Bangkok í gær. Hluti úr hreyfli einnar af vélum flugfélagsins Cathay Pacific datt af fljótlega eft- ir flugtak og lenti á bílnum og öðrum til. Enginn mun hafa slasast. Reuters Óvænt uppákoma HÆSTIRÉTTUR Svíþjóðar dæmdi í gær morðingja Önnu Lindh utan- ríkisráðherra í ævilangt fangelsi. Mijailo Mijailovic, hálfþrítugur maður, sem átt hefur við geðræn vandamál að stríða, stakk Lindh til bana í september í fyrra. Rétturinn hafnaði kröfu verjanda Mijailovic um að hann yrði aðeins dæmdur fyrir manndráp. Um hefði verið að ræða úthugsað morð. Mijailovic er fæddur í Svíþjóð af serbnesku foreldri en afsalaði sér í haust sænskum borgararétti. Ætlar verjandi hans að fara fram á, að hann fái að afplána dóminn í Serb- íu. Mijailovic segist óttast um líf sitt í sænsku fangelsi. Dómur yfir morðingja Önnu Lindh

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.