Morgunblaðið - 03.12.2004, Page 45

Morgunblaðið - 03.12.2004, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 45 MINNINGAR oki sjúkdómsins. Í baráttunni sem hún átti komu mörg tímabil vona með nýjum lyfjum og meðferðum, vonir sem síðan brugðust. Þá byrði, sem það eitt hefur lagt á hana, bar hún af einstöku andlegu þreki og aldrei vott- aði fyrir sjálfsmeðaumkvun. Þvert á móti vildi hún frekar huga að og ræða um aðra og velferð þeirra. Eiginmað- urinn og börnin voru hennar auður og styrkur sem og tengslin við móður og systkini. Við Kristín vottum þeim einlæga samúð og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Guðlaugu. Þótt hún sé horfin frá okkur hér mun minningin um hana lifa. Gunnar Finnsson. Látin er kær skólasystir og vin- kona Guðlaug Sveinsdóttir eftir erfið veikindi. Þegar horft er til baka hafa 30 ár flogið hjá á örskotsstundu. Haustið 1974 hittumst við í fyrsta sinni tíu stelpur sín úr hverri áttinni sem átt- um það sameiginlegt að hafa brenn- andi áhuga á handavinnu. Handa- vinnudeild KHÍ var nánast okkar annað heimili næstu þrjú árin. Þrátt fyrir mikla tímasókn gat Guðlaug unnið fulla vinnu með námi sem flug- freyja. Ein og ein prufa saumuð er- lendis eða viðað að sér efni í skemmti- legar og frumlegar hugmyndir sem Guðlaug átti nóg af. Þegar námi lauk var ákveðið að halda hópinn og kom Guðlaug með þá hugmynd að banna handavinnu í saumaklúbbnum. Handavinnukennarar í saumaklúbbi þar sem handavinna er bönnuð, hvernig átti það að geta gengið? Þótt ótrúlegt sé hefur þetta bann aðeins tvívegis verið brotið á 27 árum. Seinna skiptið var fyrir rúmum mán- uði. Það var eins og að fara þrjátíu ár aftur í tímann þegar við stóðum nán- ast á haus ofan í pokum og kössum fullum af garni og veltum því fyrir okkur hvað væri nú hægt að gera úr þessu eða hinu. Allar gátu eins og venjulega fundið eitthvað við sitt hæfi þótt hugmyndirnar væru ólíkar. Þessi síðasta samverustund okkar allra með Guðlaugu þar sem hún lék á als oddi eins og ekkert gæti bugað hana verður geymd í minningunni sem dýr- mætur fjársjóður. Guðlaug hafði ein- stakt lag á að sjá spaugilegu hliðarnar á hlutunum hvort sem hún átti sjálf hlut að máli eða aðrir. Þær voru ófáar sögurnar sem hún sagði og fengu okkur til að veltast um af hlátri. Hver man ekki þegar hún lýsti því fyrir okkur þegar flugfreyjurnar þurftu að kenna pílagrímunum að nota salerni flugvélanna. Það er gott að geyma góðar minningar um horfna vinkonu sem alltaf gat vakið hlátur með góðri sögu eða smitað okkur með dillandi hlátri. Við sendum hlýjar samúðarkveðjur til Benna, Svenna, Hauks, Maríu og annarra aðstandenda Guðlaugar. Megi góður guð geyma ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Skólasystur úr Kennaraháskóla Íslands. Þegar ég var stelpa náði veröldin frá Fossvoginum niður í Breiðagerði og svo að Réttarholti. Ég átti heima í Fossvoginum og gekk í barnaskóla í Breiðagerði og svo fór ég í Réttó. Seinna árið mitt í Réttó tók veröldin á sig stærri og nýja mynd því að við fluttum úr Fossvoginum upp í Stóra- gerði. Næst fór ég í Verzló. Það er svo sem ekkert merkilegt við það og margir krakkar fóru sömu braut. En fyrir mig var það merkilegt, því í fyrsta bekk í Verzló kynntist ég Guð- laugu. Við tókum sama strætó í skól- ann, leið 3 Háaleiti – Miðbær. Mig minnir að ég hafi tekið eftir henni fyrst á stoppistöð, en fljótlega vorum við farnar að tala saman. Ég held að Gulla hafi verið pínulítið feimin. En það hvarf fljótt og við gengum saman Þingholtin og upp á Grundarstíg. Vin- kona mín og ég. Við vorum ekki sam- an í fyrsta bekk, en í öðrum, þriðja og fjórða. Þá tók ég mér frí eitt ár en hún fór beint í lærdómsdeildina, í hag- fræðibekk. Ég dáðist að því hve hún var góð í stærðfræði. Enda hjálpaði hún mér oft við heimadæmin, ekki bara í Verzló forðum daga heldur líka mörgum árum seinna þegar við skelltum okkur saman í endurmennt- un í Háskólanum. Hennar geometr- íska gáfa kom fljótt í ljós því hún var snillingur við sauma. Þegar við vorum í Verzló öfundaði ég hana mikið. Hún lagði efni á gólfið og klippti. Það tók ekki langan tíma fyrir hana að sauma buxur, jakka eða pils. Ótrúleg snilld. Gulla varð almennur barnakennari og hún tók líka handmennt og smíðar. Þegar hún fór í smíðarnar lágu leiðir saman hjá henni og Birnu systur minni heitinni. Það voru margar góð- ar stundirnar með þeim tveim í Safa- mýrinni yfir kaffibolla. Þá ræddu þær sameiginleg áhugamál. Kennararnir við sauma og smíðar. Þær voru ekki aðeins kennarar, þær voru listamenn. Heimili þeirra beggja voru prýdd munum sem þær hönnuðu og mótuðu. Gulla var líka praktísk. Hún nýtti tím- ann vel þegar hún flutti til Danmerk- ur með fjölskylduna og bætti við sig frekara námi og fór í forritun. Vinskapur okkar Guðlaugar hefur verið langur og traustur. Þegar ég hugsa til baka, þá er sumt skondið og hvernig það æxlaðist. Það byrjaði saman í Verzló. Seinna tókst okkur báðum að verða flugfreyjur og það var eftirsótt en ekki auðsótt. Fyrst hún, svo ég. Báðar vorum við einstæð- ar mæður. Fyrst ég, svo hún. En við eignuðumst síðan maka og báðir völdu þeir verkfræði sem fag. Fyrst ég, svo hún. Við Gulla bjuggum í Dan- mörku um tíma, en þó ekki á sama tíma. Fyrst ég, svo hún. Ekkert af þessu er merkilegt, svona er bara lífið stundum. Gulla elskaði útiveru og ferðalög. Við lærðum báðar að spila golf. Fyrst hún, svo ég. Hún keypti sitt fyrsta golfsett um það leyti sem hún átti Svenna. Ef hún hefur haft einhverja ástríðu, þá var það golf. Og þá ástríðu skil ég nú vel, hún miðlaði mér af sinni reynslu sem hjálpaði mér við sveifluna. Síðasta ár töluðum við stundum saman í síma og þá helst á föstudögum. Nú síðast á föstudaginn fyrir viku. Ég kvaddi mína vinkonu og óskaði henni góðrar helgar eins og ég var vön, en vissi ekki þá að það væri síðasti föstudagurinn sem við töluðum saman. Enginn veit sitt skapadægur. Frá því að ég var fimmtán ára hef- ur þú verið ein af mínum bestu vin- konum. Flestir eiga marga góða kunningja, en bestu vinir eru taldir á fingrum annarrar handar. Einn af mínum bestu vinum varst þú. Þín elskandi vinkona. Bjargey. Mig langar til að kveðja Guðlaugu vinkonu mína sem ég hef þekkt allt frá barnæsku. Hugurinn hvarflar aft- ur til æskuáranna eins og t.d. þegar við lékum okkur í fjörunni við Ægi- síðu eða fórum í búleik á háaloftinu heima hjá mér. Háhælaðir skór voru í miklu uppáhaldi hjá okkur, sérstak- lega þegar aðeins var búið að rigna úti þá sukku háu hælarnir svo vel ofan í grasið. Það sem einkenndi Guðlaugu var hversu fjölhæf hún var til allra verka. Að mínu mati gat hún allt, hún gat saumað, prjónað og einnig smíð- að. Það lék allt í höndunum á henni. Unglingsárin liðu hratt og ýmislegt var brallað. Mér er minnisstætt sum- arið þegar Guðlaug var 17 ára og fór til Þýskalands. Ég dvaldi hins vegar í Danmörku og í lok sumarsins kom Guðlaug til Kaupmannahafnar og þar áttum við saman skemmtilega og minnisstæða daga. Ég flýtti mér að taka á móti henni á járnbrautarstöð- inni í Kaupmannahöfn. Ég þekkti hana strax enda glæsileg að vanda. Hins vegar þekkti hún mig ekki strax. Ég hafði víst bætt á mig nokkrum dönskum kílóum. Mikið gátum við hlegið að þessu. Toppurinn á þessu ævintýri var þegar við sigldum heim með Gullfossi og skemmtum okkur konunglega. Þegar Guðlaug eignaðist Svein, frumburðinn sinn, hafði hún verið flugfreyja í nokkur ár. Á ferðum sínum erlendis var hún búin að viða að sér ýmsu nytsamlegu í tilefni af fæðingu barnsins. Eitt af því sem Guðlaug kom með heim voru pamp- ersbleiur sem þóttu nú aldeilis flott- heit í þá daga. Það var mikil gæfa fyr- ir Guðlaugu þegar hún kynntist Benna sínum. Þau eignuðust tvö börn, Hauk og Maríu Bryndísi. Guðlaug mín, þú varst alla tíð svo glæsileg kona, fallega klædd og rögg- söm. Þú ræktaðir svo sannarlega garðinn þinn og nýttir tímann vel. Ferðaðist mikið bæði innanlands og erlendis. Mér er efst í huga núna ynd- isleg stund sem við vinkonurnar átt- um með Guðlaugu fjórum dögum áð- ur en hún lést. Elsku Benni, Svenni, Haukur og María Bryndís, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi algóður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þín vinkona, Erna Björk. Þið fáið að kynnast henni. Þetta sagði Benni vinur okkar á vormánuðum 1981 þegar við býsnuð- umst yfir því að vera ekki búin að hitta konuna sem við vissum að hann var nýbúinn að kynnast og átti greini- lega hug hans allan. Þau höfðu ekki þekkst lengi, en það var enginn vafi, hún var komin, lífsförunauturinn hans Benna. Við fórum í fyrstu útileg- una sama sumar, með í för voru Erna okkar og Svenni, gullmolinn hennar Gullu, sem Benni fékk í kaupbæti. Á þessu ári var lagður grunnur að kynn- um og vináttu í yfir tuttugu ár. Við fundum strax að Gulla hafði ákveðnar skoðanir, en hún hlustaði á rök ann- arra og bar virðingu fyrir þeim. Gulla var kát og hafði mikinn húmor fyrir sjálfri sér. Svo kom Fróðá. Þangað fórum við fyrst sem gestir og urðum meðeig- endur síðar. Minningar þaðan eru yndislegar, þarna vorum við saman með börnin okkar og með góðum vin- um. Gulla naut þess að vera á Fróðá. Í lok október sl. áttum við fjögur ásamt Ragga og Siggu mjög góðan dag sam- an, sem verður okkur ógleymanlegur ekki síst vegna þess að Gulla gat notið hans til fulls. Ég (Sigga) vil þakka fyr- ir allar stundir sem við Gulla áttum tvær saman. Ekki síst er ég þakklát fyrir stundina sem við áttum saman í vikunni fyrir andlátið. Okkur Gullu þótti vænt hvorri um aðra og við gát- um hlegið saman. Baráttuþrek Gullu í veikindunum hefur verið ótrúlegt. Hún var flott þegar við hittum hana í fyrsta skipti, hún var alltaf flott, alveg sama við hvaða aðstæður. Reisnin var aldrei tekin frá henni. Hún Gulla hefur kvatt þetta líf. Lífið sem hún lifði lifandi til hins ýtrasta. Hún ræktaði garðinn sinn á allan hátt og gerði það vel. Hún elskaði og var elskuð. Hugur okkar og barnanna okkar er hjá Benna, Svenna, Hauki, Maríu Bryndísi, Her- dísi, fjölskyldunni allri og vinum. Við erum þakklát Benna og fjölskyldunni fyrir að hafa fengið að kveðja Gullu á heimili þeirra, það var okkur mikils virði. Minningaperlurnar eru núna þræddar upp á band, hnýtt fyrir og vel varðveittar. Þannig lifir Gulla áfram í hugum okkar. Sigríður Marteinsdóttir og Guðjón Steinsson (Sigga og Gaui). Elsku besta vinkona mín er dáin. Hún var gáfuð, góð og glæsileg. Hún var hæfileikarík, heilsteypt og heilræðagóð. Hún var traustur vinur sem gott var að leita ráða hjá og hik- aði hún ekki við að segja meiningu sína. Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún með glæsibrag og lék allt í höndum hennar. Hún var dygg, dugleg og drífandi. Oft birtist hún með fallega brosið og sagði: „Eigum við að koma í göngu- túr?“ Ég minnist vináttunnar með gleði í sálinni en söknuðurinn er mikill. Guð gefi fjölskyldu hennar, ætt- ingjum og vinum styrk í sorg þeirra. Svanhildur Kristjánsdóttir. Það er sárt að minnast góðrar vin- konu og skólasystur í minningarorð- um. Við trúðum því að hún myndi sigra í þessari hörðu baráttu sem á hana var lögð. Guðlaug hafði sterkan vilja og kraft til þess að framkvæma og ljúka málum. Þegar við settumst saman í Kenn- araháskólann var þar stór hópur sam- an kominn. En við vorum nokkrar sem lögðum jafnhliða stund á handa- vinnukennaranám og í þeim hópi var Guðlaug. Hópur sem síðan hefur haldið saman og átt skemmtilegan „ saumaklúbb“. Strax frá fyrsta degi vissum við allar hvílík mannkosta- kona hún var. Það var ekki aðeins að hún væri bráðflink í höndum, smekk- leg og vinnusöm. Hún var heiðarleg og réttsýn og gat sagt sína skoðun umbúðalaust. Hún tók málstað þeirra er minna máttu sín og réttlætiskennd hennar var sterk. Guðlaug átti líka sterka lund til að fylgja málum sínum eftir. Ákveðin og fumlaus í allri fram- göngu, sterk og glæsileg kona. Skemmtileg vinkona, sem með ein- stakri frásagnarlist, gat fengið alla nærstadda til að brosa og hlæja. Það var alltaf eitthvað um að vera í hennar nálægð. Dugnaður hennar var þvílíkur. Hún réðst í stórvirki og vann að öllum málum með elju og dug. Þau Benni voru sterk saman. Þau unnu saman og byggðu upp fyrirtæki og heimili en gleymdu aldrei þeirri skyldu að standa helgan vörð um heimili og börn. Þótt minning Guðlaugar verði nú samofin ljósi aðventu og jóla, þá hverfur hún ekki úr huga okkar. Hennar ljós lýsir áfram og við munum bros hennar, vilja og kraft. Hún var þannig karakter, að hún hafði áhrif. Nærvera hennar var sterk og hlý. Þess vegna verður hún öllum nálæg í huga, sem nutu þess að mega kynnast henni. Eiginmanni hennar, börnum og öðrum ástvinum bið ég blessunar Guðs Unnur Ólafsdóttir. Við kynntumst Benna og Gullu í Álaborg árið 1982 þar sem við vorum í námi í nokkur ár. Við komumst fljótt að því að við áttum vel saman og með okkur tókst einlæg vinátta. Eftir nám stunduðum við hálendisferðir, göng- ur, skíða- og veiðiferðir sem oftast voru skipulagðar af Gullu og Benna. Strákarnir okkar voru á svipuðum aldri og dæturnar sem bættust í hóp- inn með níu mánaða millibili voru allt- af með í för. Kennarinn Guðlaug var sífræðandi okkur á ferðalögunum, hún var fróð um íslenska náttúru og lagði mikla rækt við að kenna börn- unum um Flóru Íslands. Á seinni ár- um spiluðum við oft golf saman á Holtinu þar sem Guðlaug naut sín vel í leik og keppni. Maður veit aldrei hvenær lífið fer úr skorðum og það sem áður var talið sjálfsagt er það ekki lengur. Guðlaug lét það ekki hafa áhrif á líf sitt og fjöl- skyldunnar þegar hún greindist fyrst með krabbamein fyrir tæpum átta ár- um. Þegar hún greindist í annað sinn árið 2001 sýndi hún stóíska ró þó að veikindin yrði henni og Benna mikið áfall. Guðlaug hélt ótrauð áfram ákveðin í að láta veikindin ekki stjórna lífi sínu eða sinna nánustu. Hún hélt sínu striki, ferðaðist og not- aði öll tækifæri til að njóta lífsins en eftir að hafa greinst í þriðja sinn árið 2002 þyngdist róðurinn. Erfið lyfja- meðferð sem stóð nær sleitulaust yfir sl. tvö ár tók sinn toll og gönguferð- irnar okkar vinkvennanna um Elliða- árdalinn síðustu mánuðina urðu styttri og hægar farið yfir. Við og börnin okkar minnumst allra ferðalaganna um fjöll og firnindi, skíðaferðanna um páska, ferðalagsins til Flórída, bridskvöldanna og sam- verustundanna á Fróðá. Við minn- umst Guðlaugar sem óvenjulegrar manneskju, hetju sem hafnaði sjúk- lingshlutverkinu og hélt ótrauð áfram að takast á við krabbameinið og bauð því birginn eins og vondu veðri á langri og strangri göngu. Ferðalaginu er lokið, við drúpum höfði og þökkum samfylgdina. Benna, Svenna, Hauki, Maríu Bryndísi og öðrum ástvinum vottum við innilega samúð. Andrea, Rúnar, Daði og Hildur. Elskuleg vinkona okkar Guðlaug Sveinsdóttir, eða Gulla eins og við köllum hana, er látin langt fyrir aldur fram eftir langa og hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Svo ákveðin var Gulla í að hafa betur í þessari viður- eign að vart hvarflaði að okkur annað en að svo mundi verða. Við hjónin kynntumst Gullu og Benedikti eiginmanni hennar fyrst við nám í Danmörku fyrir 22 árum. Þau kynni urðu upphafið að langri og góðri vináttu. Dýrmætar minningar um góðar og skemmtilegar samverustundir eru fjölmargar og tengjast oftar en ekki sameiginlegum áhugamálum eins og veiði, golfi, bridge og matargerð. Gulla var glæsileg kona búin mörg- um kostum þar sem góð greind, tryggð, staðfesta og smekkvísi voru áberandi. Hún var mikilvægur þáttur í lífi okkar og vinahópsins og fráfall hennar skilur eftir sorg og tómarúm í hjörtum okkar. Við erum þakklát fyrir vináttuna og samverustundirnar. Elsku Benni, Svenni, Haukur og María Bryndís hugur okkar er hjá ykkur. Bergljót og Guðmundur. Gulla var fagurkeri, allt sem hún snerti á varð sérstakt og um leið per- sónulegt og hlýlegt. Svo líður ævin fram sem hverjum er skapað og nú sit ég hér við borð- stofuborðið á jólaföstu og set þessar línur á blað því Guðlaug Sveinsdóttir vinkona mín er látin eftir harða og óvægna baráttu við krabbamein. Gulla var glæsileg kona, bar sig vel, bein í baki og gekk fram með reisn og djörfung, ævinlega fallega klædd, hafði sinn stíl, oft með áberandi skart- gripi. Hún var ákveðin í fasi, góð heim að sækja og að jafnaði glöð í viðmóti; lá hátt rómur svo aldrei leyndi sér hvar hún var og hló dillandi hlátri á góðri stund. Já það var gaman að vera vinkona Gullu. Á borðinu fyrir framan mig stendur falleg tágakarfa sem Gulla bjó til og færði mér í tilefni af flutningum okkar Jóhanns fyrr á árinu. Gulla var fagurkeri og allt sem hún snerti á varð sérstakt og um leið persónulegt og hlýlegt. Öll handa- vinna, garðyrkja, meira að segja blómin úr garðinum urðu að listaverki eftir að hún hafði farið höndum um þau. Ég hafði svo sannarlega dottið í lukkupottinn þegar ég kynntist Gullu. Fyrir tæpum tuttugu árum urðum við nágrannar í Ártúnsholtinu og þá kynntumst við betur og vináttubönd- in urðu traustari. Gulla og Benni tóku okkur Jóhann með í gönguferðir um óbyggðir og voru okkar lærimeistarar í einu og öllu. Fyrsta ferðin okkar saman var upp að Grænalóni en þá vorum við Jóhann algjörir byrjendur og sýndu þau hjónin okkur ómælda þolinmæði, Benni tók okkur bara á sálfræðinni þegar við vorum við það að gefast upp. Í þessari ferð fann ég vel hve Gulla og Benni voru skotin hvort í öðru og hve gott var að vera með þeim enda áttum við eftir að fara í margar ferðir saman. Við Gulla gengum líka mikið saman í bænum, en hreyfing og útivera voru henni jafn nauðsynleg og að draga andann. Sér- hver gönguferð með Gullu var ævin- týri líkust. Við þræddum göngustíg- ana í Ártúnsholtinu, Árbænum, Elliðaárdalnum og víðar. Síðasta gönguferðin með Gullu var búðarölt á Skólavörðustígnum ásamt Kristjönu vinkonu okkar, þetta var yndislegur laugardagur í október. Það var gam- an að ganga með Gullu. Fara bara Leggja af stað Ganga lengi Standa loks á hárri brún Horfa út yfir víðernin Hlusta á sönginn Breiða út vængina Þetta brot úr ljóði eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur minnir mig á Gullu en hún var alltaf fljót í ferðum. Það er erfitt að skilja þá ráðstöfun almætt- isins að taka hana til sín svo fljótt og víst er að jólaljósin munu vart geta lýst upp myrkrið sem umlykur ástvin- ina hennar þessi jól. Allar minningar um Gullu tengjast fegurð og gæsku og víst er að minningin um geislandi eiginkonu, mömmu, dóttur, systur og vinkonu verður ekki tekin frá neinum. Við Jóhann þökkum Gullu góða sam- fylgd og sendum Benna, Sveini, Hauki, Maríu Bryndísi og fjölskyld- unni allri innilegar samúðarkveðjur. Svana Friðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.